Vísir - 03.09.1953, Síða 1

Vísir - 03.09.1953, Síða 1
VI 41, árg. • töíV-' Fimmtudaginn 3. september 1953 198. tbl. Allir togararnir sennilega brátt á veiðum. Ým§ verkefni fyrir hendi. FlugvaSSargerð að hefjast í Grímsey. Líklegt er, að allur íslenzki! togaraflotinn verði farinn á veiðar innan skamms, því að serin verkefni eru nú fyrir hendi. Liggur nú fyrir, að reyna að veiða nægilegt af karfa til þess að uppfylla samningsskilyrði við’ Rússa um karfaflök, og munu a. m. k. 6—8 skip stunda karfaveiðar. Þyrftu semjilega að vera fleiri, en óvíst, að fleiri geti stundað þær, því að nú ligg ur einnig fyrir að afla í ís fyrir Þýzkalandsmarkað og vegna samninganna við Dawson, en ekki eru skip enn farin á veiðar þeirra vegna, en gert hefur verið ráð fyrir fyrstu löndun í Bretlandi í þessum mánuði. Geir fór á karfaveiðar í gær og Askur býr sig á karfaveiðar. ísólfur fiskar karfa og leggur upp á Austurlandi, en líklegt er að Vestmannaeyjatogararnir, sem legið hafa í höfn í allt sum- ar, fari á karfa, því að í Vest- mannaeyjum eru skilyrði til að taka við karfanum og verka hann. Siglufjarðartogarinn ann ar fór á Grænlandsveiðar með- an verið var að ganga frá frysti- húsinu á Siglufirði, en líklegt að báðir Siglufjarðartogararnir fari á karfa. Austfirðingur er á saltfiskveiðum, en hafði einnig ís með og er hann væntanlegur á mánudag með eitthvað af karfa. Lögreglan hiriir 4 hjálparvana meitn á götum bæjarins. Öllum hjálpað vegna ölvunar og á sama sólarhringnum. Maður deyr af barnaveiki, í vikunni sem leið varð vart eins barnaveikitilfellis hér í bænum og dró veikin sjúkling- inn til dauða. Var fþarna um að ræða fullorðinn mann. Ekki hefur reynzt unnt að rekja slóðina til smitberans, enda erfitt í flestum tilfellum þar eð smitberamir eru oftast heilbrigt fóllc, sem ekki tekur veikina. Það er langt síðan barna- veiki hefur stungið sér niður hér í bænum og er þetta fyrsta tilfellið frá því 1948. Þá voru skráð 4 tilfelli á læknaskýrsl- um og einn sjúklinganna dó. Undirbúningur á endurbyggingu og byggðarsafni í nyrzta bæ landsins. Flugvallargerð í Grímsey er í | um milli lands og Grímseyjar þann veginn að hefjast og er nú s.l. laugardag og að því búnu búið að flytja jarðýtu út í eyna' tekið til óspilltra mála að setja til þess að ryðja og jafna fyrir hana saman. í fyrradag var því I vellinum. verki lokið og ýtan tilbúin að I taka til starfa. I fyrstu var ætlað að flytja ýtuna í heilu lagi út í Grímsey og helzt í ráði að flytja hana á stórum pramma, sem auðvelt yrði að lenda við eyna. En þeg- ar til átti að taka fékkst ekkert farartæki, sem flutt gæti ýtuna í heilu lagi, svo horfið var að því ráði að skrúfa hana sund- ur og flytja hana í smá stykkj- um. Þannig var hún flutt í póst- bátnum sem heldur uppi ferð- í gær og nótt varð lögregian hér í bænum að hirða fjóra eða fimm ofurölva memi, sem lágu bjargarlausir á götum úti, sum ir tneiddir. Fyrstu tvö tilfellin urðu um svipað leyti, nokkru fyrir há- degið í gærmorgun. í öðru til- fellinu hafði ölvaður maður dottið á Klapparstígnum og lá þar særður á hnakka. Flutti lög reglan hann í Landspítalann og iét gera að meiðslum hans, en að því búnu var hann fluttur heim til sín. í hinu tilfelUnu hafði lögreglunni borizt íil- kynning um drukkinn mann, er lá hreyfingarlaus og sem dauð- ur væri á Stýrimannastíg. Lög- reglan sótti hann einnig og flutti heim. Laust fyrir miðnætti í nótt var lögreglunni tilkynnt um hjálparvana mann liggjandi á Öldugötu. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn mátt- laus sökum ofurölvunar og gat ekki sagt til nafns síns. Var óttast að eitthvað kynni að vera að manninum og læknir til kvaddur, en hann sagði að ölv- un væri eini sjúkleikinn sem að honum gengi. Tók lögreglan hann þá í vörzlu sína. Fjórða tilfellið skeði á 2. tím- Framhald á 7. síðu. Umferðaviti á mótum Laugavegs og Snorra- brautar. Þessa dagana er verið að setja upp nýjan umferðarvita á gatnamótum Laugavegs og Snorrabrautar, en það er það umferðarhornið í bænum, er talið var nauðsynlegast að koma upp umferðarvita. Hefur þetta mál lengi verið á döfinni, enda átti bærinn ým- islegt efni í vitann frá þeim tíma er götuvitunum var komið upp hér í miðbænum á sínum tíma. Verður því um sama kerfi að ræða og er á gomlu umferð- arvitunum. Búið er að koma beltum fyr- ir í göturnar og má vænta þess að umferðarvitinn verði tekinn í notkun einhvern næstu daga. Allir muna ameríska hermanliinn George Jörgensen, sem lét breyta sér í konu og vakti heimsathygli ekki alls fyrir löngu. Fyrir nokkru fréttist um franska stúlku, er átti ekki aðra ósk heitari en að verða karlmaður og mega vinna sem bílaviðgerðar- maður. Læknar í París breyttu henni í karlmann, og eru mynd- irnar hér að ofan af stúlku og pilti. Somarbústabur bronnur við Gunnarshólma. I gær var slökkviliðið kvatt að sumarbústað uppi við Gunn- arshólma. Þegar liðið kom á vettvang, var húsið alelda og brann að mestu, svo að telja má að sum- arbústaðurinn hafi gereyðilagzt. Enginn var í húsinu og er sýnilegt, að þar hefur ekki verið búið í sumar. Ekki vissi slökkvi liðið, hver er eigandi þessa sum arbústaðar og óvíst er með öllu, Tivað valdið hefur íkveikjunni. Það er dáfallegt ástandið hfá „vinstri samsteypunni66 í Eyjum. B hjjá hœnumn /« aöeins smá- fft'oSðslur öðrw #f wv'jju. wrhiull tjfirvuftuntii Svo mikil fjármálaóreiða rík- ir nú hjá meirihluta bæjar- stjórnar Yestmannaeyjakaup- staðar, að verkamenn, sem vinna hjá bænum, hafa undan- farið ekki fengið vinnulaun sín greidd að fullu, heldur aðeins „smágreiðslur öðru hverju“. Var þetta ástand orðið verka- mönnum svo óbærilegt, að fyr- ir fáum dögum gerði stjórn Verkalýðsfélags Vestmanna- eyja samþykkt, þar sem kraf- izt er, að útborganir fari fram regulega, eins og samningar mæla fyrir uní, og segir m. a. í samþykktinni, að „aumt væri viðskiptalíf í þessum bæ. ef alls staðar væri sami háttuc um launagreiðslur og því miður er hjá bæjarfélaginu.“ Varð þetta til þess, að Sjálf- stæðismenn, sem eru í minni- hluta í bæjarstjórn, flúttu ti'- lögu um að bæjarstjórn fyrir- skipaði bæjarstjóra að standa í skilum með greiðslu á verka- mannalaunum. Var tillagan samþykkt með 8 atkvæðum. Þykir það nokkrum tíðindum sæta, að bæjarstjórnarmeiri- hhiti, sem sjálfur telur sig fyrst og fremst fulltrúa verkamanna, skuli þurfa að fyrirskipa bæjar- stjóra sínum að standa við gerða samninga við verkamenn. Blaðið „Fvlkir“ í Vstmanna- eyjum greindi frá þessu nýver- ið, og segir þar frá því, að al- mennur fundur í Verkalýðsfé- lagi Vestm.eyja hafi veitt stjórn inni og trúnaðarmannaráði heimiltl til vinnustöðvunar, ef úrbætur fengjust ekki innan tilskilins tíma. Getur því svo farið, að vinna hjá Vestmanna- eyjakaupstað leggist niður vegna þessarar furðulegu fjár- málaóreiðu. Um samgöngubót þá, sem flugvöllur í Grímsey skapar eyjarskeggjum, er óþarft að fjöl yrða hér, enda hefur ýtarlega verið rætt um það efni áður hér í blaðinu. Hálf eyjan norðan heimsskautsbaugs. Á eitt atriði skal þó aðeins drepið hér í þessu sambandi og það er að lenda í Grímsey, með útlenda ferðamenn. Svo sem kunnugt er liggur heims- skautsbaugur um eyna þvera og norðurhluti eyjarinnar telst því norðan baugsins. Nú er það mjög eftirsóknarvert fyrir út- lendinga að hafa komið norður fyrir heimsskautsbaug og því til' valið að fljúga með þá tii Grímseyjar í þessu skyni. Auk þess er mai'gt fagurra náttúru- fyrirbæra og sérkennilegra að sjá í Grímsey, svo að það út af fyrir sig nægir til þess að laða ferðamannastraum þang- að. Nýlega hafa tveir menn bundizt samtökum um það að safna fé til þess að endurbyggja nyrzta bæ eyjarinnar, Bása, er örugglega liggur norðan heims- skautsbaugs og jafnframt er, nyrsti bær á íslandi. Bærinn er að vísu kominn í eyði, en hug- mynd tvímenninganna er að byggja bæinn upp í gömlum stíl og koma þar upp byggðar- safni og afla fornra gripa, sem við koma sögu eyjarinnar eða atvinnulífi, svo sem fugla- tekju, bjargsigi, fiskiveiðum o. fl. Mennirnir sem að þessu standa eru þeir Kristján Egg- ertsson fyrrum oddviti í Gríms- ey og hefur hann þegar gefið þúsund krónur í þessu skyni, og Árni Bjarnarson bóksali á Akureyri, sem manna mest hefur barizt fyrir flugvallar- gerð í Grímsey. Munu þeir báð- ir veita móttku gjafafé til end- urbyggingar Bása og sömuleiðis hefur Vísir lofað að veita fé móttöku í þessu skyni. Þrjár GrænbndsferSir fí fyrirhugaðar. Flugfélag íslands mun á næstunni fara í þrjár ferðir til Meistaravíkur á Grænlandi til þess að sækja þangað fólk. Það era leiðangursfarar dr. Lauga Koch, aðallega danskir og svissneskir vísindamenn sem farnir eru að hugsa til heim- ferðar, en Flugfélagið flutti þá til Grænlands snemma í sumar. Flugfélagið mun senda Doug- lasvélar eftir mönnunum og var ætlað að fyrsta flugvéiin færi í dag ef veður leyfði.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.