Vísir - 05.09.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 05.09.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginii 5. september 1-953. VlSlS klukkutíma án þess að láta ykkur fá skarþef af fyrirlitningunni sem eg hef á ykkur. Eg vildi óska að orð mín væri glóandi járn, sem gætu brennimerkst á ennið á ykkur. Þá mundi fjöldinn elta ykkur óg ofsækja og gera hróp að ykkur, og hver veit nema það væri ykkur gagnlegur skóli. Skiptið þið nú gullinu ykkar. Ef nokkurt tangur af sómatilfinning er eftir í ykkur þá svíður það bjórinn af gómunum á ykkur. Hann lokaði dyrunum og fór. Þegar hann kom út á götuna brosti hann angurblitt. Hann sá hvernig lífið blasti við honum, með smán, eymd og ógæfu. Og hann hugsaði með sér að nú væri ekki annað að sjá en honura væri ætlað að taka af sér hlægilegt og ekki öfundsvert hlutverk Don Quixote, sem riddari réttlætis og æru. Og hann hugsaði með sér að þegar öllu var á botnimi hvolft þá hefði það verið betur að hann hefði ekki gert þessa heimsókn í skrifstofu Rostands okrara. Hann hafði orðið ofsareiður — en hverjum kom það að gagni? Hann vissi að engimi þessara manna hafði tekið sér orð hans sérstalclega nærri. En hann missti stjórn á sjálfum sér þegar hneykslimin gekk fram af honum. Eðlishvöt hans hafði knúð .hann til að ráðast á okrarana, alveg eins og aðrir menn ráðast á hættuleg villidýr, XVII. TVEIR ERKIBÓFAR. Þegar Maríus hafði sagt fangaverðinum og blómastúlkunni frá ævintýri sínu, sagði Fine: — Okkur hefur ekki þokað þumlung áfram. Hvers vegna í ó- sköpunum fóruð þér að reiðast? Þér getið reitt yður á að þessir þorparar hefðu lánað yður peningana. Ungur stúlkur eru stundum þrælar ástríðna sinna og hug- dettna. Þess vegna hefði Fine, þó ærleg og djörf væri, kannske látið sér svik Rostands í léttu rúmi liggja — og kannske notað sér leyndarhaálin, sem örlögin færðu henni upp í hendurnar. Revertégat var í öngum sínum út af því að hafa ráðlagt Mar- íusi að fara til bankaeigandans. — En mig minnir að eg aðvaraði yðux-, sagði hann aumur. — Eg hafði ávæning af þessurn sögum sem ganga um mannirín, en sannast að segja hélt eg að flestar þeirra væm uppspuni. Ef eg hefði haft nokkurn grun um sannleikann hefði mér alderi dottið í hug að vísa yður á þennan stað. Maríus og Fine sátu um kvöldið og gerðu ýmsar fáránlegar áætlanir. En alltaf hvarflaði hugurinn aftur að fimmtán þúsund frönkunum sem þau urðu að hafa til þess að tryggja Philippe frelsi. — Ó, hrópaði unga stúlkan. — Er ekkert hugdjarft hjarta tii í þessum bæ, sem getur hjálpað okkur út úr vandræðunum? Er enginn ríkur maður til hér, sem vill lána peninga fyrir sann- gjarna vexti? Frændi, þú verður að hjálpa .okkur. Nefndu mér einhvern sem getur orðið okkur að liði. Þá skal eg undir eins fleygja mér fyrir fætur honum. Revertégat hristi höfuðið. — Jú, sagði hann, — hugdjörf hjörtu éru til hérna. Ríkir menn sem mundu kannske vilja hjálpa þér. Eti þú átt enga heimting á samúð hjá þeim. Þú getur ékki farið til þeirra og beðið þá um peninga. Þú verður að ofurselja þig víxlara. Og ef þú hefir enga tryggingu að setja, neyðist þú til að fara til okr- ara. Æ, trúðu mér. Eg þekki gamla maurapúka, sem mundu hafa unun af að festa klærnar í þér. Eða ef þeim þætti það ekki ómaksíns vert þá mundu þeir fleygja þér út á götuna eins og frökkum betlara. Fine hlustaði. Hún skildi ekki nema lítið í þessu. Hana sundl- aði er hún heyrði allar þessar peningasögur. Hún var svo barns- lega hreinskilin og hafði svo mikið trúnaðartraust að henni fannst það vera auðvelt og einfalt mál að vei'ða sér út um þessa upphæð á nokkrum klukkutímum. Það var nóg til af milljóna- mæringum sem gátu án nokkurrar fyrirhafnar lánað miklu stærri upphæðir með augnabliks fyrirvara. Hún hélt áfram að suða: — Heyrðu, frændi. Manstu ekki eftir neinum sem við geturn farið til? Revertégat var á báðum áttum. Honum var illa við að opin- bera beiskan sannleika mannlífsins fyrir þessU barni, sem var svo æskuglatt og bjartsýnt. — Því miður þekki eg engan slíkan mann, sagði hann. — Eg hefi sagt þér frá gömlum maurapúkum, skinhelgum þorpurum sem hafa safnað auði með þrælabrögðum. Þeir eru alveg eins og Rostand — lána hundrað franka og taka hundrað og fimm- tíu aftur eftir nokkra daga. Svo þagnaði hann allt í einu, Og|hélt svo áfram lágrómaðri eftir dálitla stund: — Langar þig til að heyra sögxma af einum af þessum mömium? Hann heitir Roumieu, opinber embættismaður. Sérgrein hans er að befa Víurhar í arfa og arfleiðéndur. Með einhverju móti tókst honum að kóma sér imiundir hjá rílcu fólki, vegna stöðu sinnar varð hann vinur þéss og trúnaðarmaður — og ekki sízt ráðúnautur. Nú gfát hann kynnt sér allar aðstæður og lagt snör- urnar. Þegar hann komst yfir arfleiðanda sem var veikur eða farinn að sljóvgast andlega, varð hann bókstaflega óaðskiljan- legur honum. Hann smjaðraði, vann sér traust og vélvild við- komandi gamalmennis, svo að hann réð öllum þess gerðum. Æ, þetta var afar slægur og duglegm- maður! Það var í raun- inni aðdáanlegt að sjá hann svæfa allar grunsemdir fórnar- lamba sinna, gera sig lítinn og hæverskan, töfrandi og eftir- látan og laumast eftir trúnaði gamalmenna. Smátt og smátt tókst honum að hrekja í'éttu erfingjana á bui't, frændurna og frænkurnar. Og svo var gerð erfðaskfá, sem svipti ættingjana öllum arfi, en gerði hann að einkaerfingjá. Harin var aldrei of veiðibráður. Hann var stundum í tíu ár að komast að markinu —■ beið og beið eftir að fórnarlambið væri nægilega undirbúið. Hann fór ákaflega vai'lega, hélt sig í skugganurn þangað til fórnarlambið var uppgefið, lamað af alli'i umhyggju hans. Hann elti arfleiðendur eins og tígi'isdýr eltir bráð sína, með þöglum ruddaskap, með lævíslegri frekju. f BBIÐCEÞÁTTUIR ^ * $ VÍSSS 4* EjausMt €2 Bridfje-þrautz A K-5 V 8-4-3 ♦ Á-8-6 * D-7-5-3-2 A G-9-7-3 V 6 ♦ K-G-10 * Á-K-G-10-4 A A-10-2 V Á-K-D-G-10-5-2 ♦ D-7-5 * Vestur sagði lauf, erí loka- sögn varð 6 V, sem Suður spilar og segir. Hvernig vinnur Suður spilið? Suður sér fljótlega að hann getur fengið 11 slagi: A Ás, K, einn A drepinn með V, 7 slag- ir á V og ♦ Ás. Ólíklegt er að <?» D fáist með því að ti'ompa «1». Suður veit að Vest- ur á ♦ K, annars gat hann ekki opnað. Þar sem S verður að gefa slag, er skynsamlegast að gefa hann strax og fleygja ♦ 5 í 4 K. V kemur þá út | með V og tekur S þá á A Ás I og K og trompar A 10, en tek- | ur síðan öll hjörtun. í 11. slag neyðist V til að fleygja frá ♦ K, G eða «?• Ás, en þá á borðið ♦ Ás, 8 og if D og Suður vinnur. — Laugardagssagan. Framh. af 6. síðu. 1 „Far þú,“ sagði Dolly. „E$ ætta að lesa svolitla stund.‘* Þegar hann var farinn sagðl hún: „Við skulum masa svolít-«i ið, Daddles. Þakka þér fyrir aðl þú sagðir ekki frá því í kvöld að eg hefði vei'íð á Kittapore-« dansleiknum." „Leizt þér ekki dálítið vel áí hania Nobby, um þessar rnund-* ir?“ „Ég hefði getað bundið endii á þétta samtal, því að hann fóij að heimsækja mig, eftír dans-« leikinn. Það var allt í mesta sakleysi. Eg var þá komin §£ fremsta hlunn méð að giftast honum. En Georg veit ekkert um það. Og eg vildi ekki særa hann með því að segja frá þessu. — Og eg bað Nobby unx að dansa við Kitty. Eg vildí ekki láta á því bera að eitthvað væri á milli okkar. En varst þú. alveg viss um að Nobby hefði aldrei farið til Kitty?“ „Eg hefi aldrei trúað þessari sögu. Eg vissi að hún var til-« búningur. En þér að segja Dolly, þá fór eg líka út að ganga um nóttin.a. Það var dálítið líalt, eftir heitan dag — þú manst það kannske —. Við vorum líkir á stærð við Nobby. Og eg tók peysuna hans að láni. Svo- leiðis komst sagan um tígris- dýrið á gang.“ Á kvöldvökunni. Pabbi, maxnma, Lísa lítla og Sigga barnfósti'a sitja við borð. Mamma er nýkomin úr ferð og spyr nú: „Hefii'ðu verið þæg, Lísa litla meðan mamma var í burtu? Hefirðu verið þæg að fara snemma í rúmið?“ „Já,“ sagði Lísa litla. „Eg hefi alltaf verið þæg og alltaf farið snemma í rúmið. Og á miðviku- dag og. fimmtudag svaf hún Sigga með mér.“ „Hjá mér,“ segir pabbi til leiðréttingar. „Nei,“ sagði Lísa litla, „það var á föstudaginn.“ • Ekkja ein í Chicago hafnaði arfi, sém nam 1.307.567 dölum. Sagðist ekki þurfa á ai'finum að haldá. • Húsnæðisvandræði hafa alls staðar verið eftir stríðið, einnig í K.höfn. Og loks tókst ungum hjónum þó að ná í íbúð í einu af fjölbýlishúsunum, sem þar ei'u sem óðast að spretta upp utarlega í borginni. Þau skoð- uðu íbúðina og frúin var mjög ánægð með hana. — En eigin- maðurinn ungi spurði umsjón- axpnann hússins, hvört erfitt myndi að koma þarna fyrir ioft- neti fyrir útvarp. „Sannast að segja,“ sagði uin- sjónai'maðurin, ,,er ástæðulaust fyrir yður að hafa neinar áhyggjur af því. Þér getið alveg eihs vel hlustað á útvarp ná- grannans.“ C/HU J/HHí Vat*..,, Það var á skömmtunartímum. Eftirfarandi birtist í Vísi í september 1918: „Fyrirspurn: Eg á mér óttalega fjarskalega skelfing stóran danskan hund, með lafandi eyru og loðið skott. Hann þarf fullokmið karlmanns fæði, og er skolli matvandur, því að hann er góðu vanur. Nú vil eg biðja Vísi að fræða mig á, hvoi't eg ekki, fyrir hundsins hönd, eða réttara sagt fót, get krafizt að fá: brauðseðla, smjör- seðla, sykurseðla, stemolíuseðla og brennsluspíritusseðla. — Hundavinur." — Svar: „Þó að ekki virðist spurt í alvöru, má vel nota tækifærið til að benda á, að „hundalöggjöfinni" er víst ekki stranglega fylgt hér í bæ, og nú í dýrtíðinni væri skað- laust að farga sum.um þessara stóru, útlendu, óþarfahunda, sem hér eru að flækjast um bæ- inn.“ . " Litla sagan. (Framh. af 5. síðu). stokknum eftir. „Sá næsti,‘c sagði hann, en eg tók farmið- ann og fór til Ðingkirchen. Nokkru eftil' að eg kom til baka, var búinn að borga klæðskeranum og sþara saman fimmtíu krónum, lagði eg leið mína niður á járnbrautarstöð til þess að leysa út veð mitt. „Þér eruð dásamlegasti ríkis- starfsmaður sem eg hefi nokkru sinni fyrir hitt“, sagði eg. „Nei, þér eruð enn meira, þér eruð áreiðanlega bezti maður í heimi. Hér eru fimmtíu krónur. Afganginn hafið þér sem þakk- lætisvott frá mér. Ég óska yður bezta gengis um alla framtíð. Eg skal vissulega koma þessu atviki og frásögn um mann- gæzku yðar á framfæri við blöðin.“ Kann brosti vandræðalega og bandaði frá sér með hendinni eins og honum þætti þetta ekki umtalsvert. Svo rétti hann mér eldspýtustokkinn, þakkaði mér hjartanlega fyrir drykkjupen- ingana og spurði mig hvernig ferðin hefði gengið. Eg var himinlifandi þegar eg hélt heimleiðis. Þegar eg kom heim settist eg við skrifborðið tii þess að skrifa um þetta ein- stæðá atvilc. Ég ætlaði að kveikja mér í vindlingi og opnaði eldspýtustokkinn til þess að ná mér í eldspýtu —en fann enga, heldur saraanbrot- inn fimmtíu króna seðil, Og skyndilega rankaði eg við mér og mundi hverriig í þessu lá. í flýtinum sem á mér öar þegar eg fór til Ðingskirchen hafði eg stungið seðlinum í eld- spýtustokkinn til þess að hafá hann handbæran þegar eg leysti farseðilinn--— —- — (Gunther Larssn.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.