Vísir - 08.09.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 08.09.1953, Blaðsíða 4
TlSIK Þriðjudaginn S. september 1953. insxxe. D A G B L A Ð imm , Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. , Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. j ^ Ski’ifstofur: Ingólfsstræti 3. Ifi# Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Auklð fé til landbúnaðarins. Fyrir helgina var skýrt frá því, að Framkvæmdabanki íslands hefði tekið tvö lán fyrir skemmstu hjá Alþjóðabankanum og námu þau samtals rúmlega 26 milljónum króna. Fram- kvæmdabankinn lánar síðan fé þetta aftur, og rennur megnið af því eða um 22 milljónir króna til Ræktunarsjóðs og Bygg- ingarsjóðs, en hitt fer til þess að reisa stuttbylgjustöð á Rjúpna- hæð, sem Vísir hefur sagt ítarlega frá ekki alls fyrir löngu, en stöðin er reist vegna millilandaþjónustu fyrir alþjóðaflug- málastofnunina vegna flugsamgangna um norðanvert Atlantshaf. J Það er nú kunnara en frá þurfi að segja, að forvígismenn bænda telja, að þeir hafi verið mjög afskiptir á undanförnum árum eða þegar „striðsgróðanum" var varið til þess að koma upp ýmsum stórvirkum atvinnutækjum, er byggðust fyrst og fremst á sjósókn. Var þá fyrst og fremst hugsað um að endur- nýja togaraflotann og afla nýrra vélbáta, bæði utan lands og innan, og auk þess var komið á fót fullkomnum verksmiðjum •til þess að vinna sem verðmætastar afurðir úr þeim hráefnum,. sem fiskiskipaflotinn flutti að landi. Þar sem fiskveiðar og nýt- ing fiskafla er aða’p' '-muvegur þjóðarinnar, var eðlilegt, að lagt væri kapp á að búa þann atvinnuveg sem bezt, enda mun enginn maður sjá eftir því fé, er til þess fór. , Bændur hafa einnig eignazt mikið af stórvirkum tækjum til þess að stunda búskapinn, en þeir telja þó, að hlutur þeirra hafi verið fyrir borð borinn, því að ekki hafi verið hugsað um landbúnaðinn í samræmi við það, sem gert var fyrir sjávarút- veginn. Hafa þeir áætlað, að þeir þurfi tugi milljóna króna árlega um nokkurt árabil, til þess að framkvæma samskonar „nýsköpun" hjá sér og framkvæmd var eftir styrjöldina að hví er sjávarútveginn áhrærði. Er það og rétt, að margt er ógert, til þess að efla landbúnaðinn, enda þótt mikið hafi þiokazt síðustu árin. , Með láni því, sem Framkvæmdabankinn hefur nú tekið og lánar síðan aftur þeim stofnunum, sem starfandi eru í þágu landbúnaðarins, verður að nokkru leyti bætt úr lánsfjárþörf hans, og munu þó forvígismenn bænda telja, að meira þurfi að gera, ef duga eigi. Skal ekki um það dæmt hér, hversu mikil hörfin er, en vitanlega er hér um útbót að ræða, þótt ekki verði uppfylltar allar óskir bænda með þessum milljónum. Væntanlegá verður fé það, sem veitt verður til landbún- aðarins vegna lántöku þessarrar honum mikil lyftistöng, svo sem til er ætlazt, og gerir honum þá fært um að inna hlut- verk sitt af hendi með lækkandi tilkostnaði, er síðar kæmi fram í lækkandi afurðaverði og aukinni umsetningu, er mundi •ekki aðeins vera bændum til hagsbóta heldur öllum almenm ingi í landinu. Án landbúnaðarins getum við ekki verið, þótt hann skapi ekki mikinn gjaldeyri, þar sem hann gefur ekki af sér miklar útflutningsafurðir, en þó er hann undirstöðuatvinnu- vegur, er meira veltur á en flestu öðru, og hefur auk þess meiri áhrif á verðlag og kaupgjald í landinu en nokkur annar inn- lendur aðili. * AtÉ'ræðmr í ®iag: Geir Sigurðsson, FYRRUM SKIPSTJÓRI. Geir Sigurðsson, fyri'um skip- stjóri, er áttiræður í dag. Hann er fæddur að Skiphyl i Hraunhi'eppi í Mýrasýslu, son- ur Sigurðar bónda þar Jóns- sonar og Hólmfríðar Sigurðar- dóttur konu hans. Hugur Geirs stóð snemma til sjósóknar, og' stýrimannsprófi lauk hann við Stýrimannaskólann árið 1895. Skipstjóri var hann áiið 1897— 1918, er hann lét af sjó- mennsku, en síðar stundaði hann útgerð héðan. Geir var um margt braut- ryðjandi í útvegsmálum, meðal annars stóð hann að stofnun síldveiðifélagsins Draupnir árið 1904, og var um árabil skip- stjóri fyrir það félag. Mun hann einna fyi'stur hafa gert tilraun- ir hér sunnanlands með síldar- söltun á skipum úti á djúpmið- um. Þá stóð Geir að því, ásamt öðrum að setja vél í þilskip, í fyrsta skipti, er það hafði verið gert hérlendis. Hann var far- sæll skipstjói'i með afbrigðum, og missti aldrei mann af skipi sínu, en harðdu.glegur við sjó- sókn. Geir Sigurðsson hefir látið mörg mál til sín taka um æv- ina, og þá einkurn þau, er snerta sjávarútveginn, enda ágæt- lega greindur maður, duglegur og úrræðagóður. Hann var með- al stofnenda Fiskifélags íslands og' í stjórn þess um árabil. Samborgai'ar Geirs hafa jafn- an kunnað að meta mannkosti hans og hæfileika, enda var honum margvíslegur trúnaður sýndur. Hann var bæjarfulltrúi árin 1914—-20, átti lengi sæti í hafnarnefnd og niðurjöfnun- arnefnd, og um langt skeið í sjódómi Reykjavíkur. Þá átti hann sæti í stjórn Slysavarna- félags íslands um tíu ára skeið. Geir hefur verið sæmdur Fálkaorðunni. Hann var kvæntur Jónínu Jódísi Ámundadóttur útvegs- manns Ámundasonar í Hlíðar- húsum. Hún lézt í spönslju veikinni 1918. Geir Sigurðsson er frábær- lega skemmtilegur maður, manna fróðastur um liðna tíð, og nýtur óskiptra vinsælda allra, er til hans þekkja. Fjöl- margir vinir hans senda hon- um hlýjar kveðjur og árnaðar- óskir á þessurn merkisdegi, og þakka honurn gamalt og gott. Geir býr nú hjá Magnúsi syni sínum, Skúlagötu. 56. S. Elliheimilið og að drekka þar síðdegiskaffi. Konur efna til landsþings. Það er 10. landsfundur Kvenfélaga- sambandsins. 10. lahdsþing Kvenfélaga- sambands íslands var sett við hátíðlega athöfn í Breiðfirð- ingabúð kl. 10.30 f. h. í gær. Lýkur þinginu næskomandi laugardag. Hefir það mörg og merk mál á dagskrá. — For- maður sambandsins er frú Guðrún Pétursdóttir. í sam- bandinu eru 202 félög og fé- lagskonur samtals una 12.000. Við þingsetningu prédikaði síra Jón Thorarensen, en söng- flokkur úr Kópavogssókn söng. Forsetafrúin, sem er verndari þingsins, og' Kosningarnar í Þýzkalandi. T^að var talið erfitt að spá um kosningaúrslitin, en þó var það * ljóst af fréttum af kosningabaráttunni, að Konrad Adenauer kanslari hafði gert það, gem hann gat til þess að tryggja stefnu sinni og fiokki sigur. Má segja, að hann hafi staðið einn kjörinn Rannveig Þorsteins eldmum og tekizt það sama, sem Truman tókst 1948. Þá var dóttir lögfl, ög varaform. Ing. talið vonlaust,. að Truman mundi ná -kosningu, og margir af veldur •Einátsd. Meðal mála foryígismönnum .demókrata höfðu lagt ói’ar í bát, en „Héðinn ' ' '' stóð einn“. og hafði sigur. , , Mönnum verður ósjálfrátt á að gera samanburð já' ást&hdinu í stjórnmálum og. atvinnuíífi austan Rínar og vestan. Véstan fljótsins — í Frakklandi — hefur flest gengið æ verr eftir því sem lengra hefur liðið frá stríðslokunum, meðan viðreisnin hefur gengið með undraverðum hraða í Þýzkalandi —’ eða að minnsta kosti þeim hluta landsins, sem er vestan járhtjaldsins. Það hefur. löngum verið viðkvæðið, að Þjóðverjar væru starfsöm þjóð, og þeir hafa sannað það að þessu sinni, þar sem þeir hafa reist atvinnuvegi sína bókstaflega úr rústum á fáum árum og eru nú farnir að keppa um heim allan við þjóðir, er voin margfa't betur stæðar eftir stríðið en þeir. Þessur.i efnahagslega uppgangi hefur fylgt festa í stjórn- málumíSambandslýfSyeldisins þýzka, og.af því. að ,þ.r. s.tefna, dri Adenauers, sem -hefur • -ráði®! á uppgangstímunum,' líefúr þjóðin nú tjáð honum með atkvæði sínu, að- henni þyki vel hafa tekizt. ■ Kvenfélagasambandið var stofnað 1930 að tilhlutan Bún- aðarfélags íslands. Það hefir unnið geisi mikið starf á þeim rúmlega tveim áratugum, er það hefir starfað, og látið mik- ið til sín taka mál heimilanna og komið miku góðu til leiðar. Starfsemi þess er allfjölþætt og má t. d. nefna námskeið fé- laganna í sambandinu, mat- reiðslu-, sauma-, vefnaðar- og prjóna-námskeið, en 139 slík forsætisráðherra- námskeið voru haldin sl. ár, en frúin, voru viðstaddar þing- sambandið styrkir námskeiðin. setningu. Forseti þingsins var; Af öðrum bandið dagskrá eruáfeng'ismál, þrigðismál, h úsmæfírafi'æös] an og mörg fíeiri iti’ál. -— Annað kvöld flvtiir Zoþhonías Pét- ursson erindi um nýju fjöl- skyldubæturnar og rétt mæðra og Rannveig Þorsteinsdóttii erindi, sem hún nefnir „Úr sögu íslenzkra kvenxéttinda". Öllum konum er heimill að- ,8'angur. Flutningur erindanna hefst kl. 8.30 í Breiðfirðinga- búð. Forsetahjónin hafa boðið þingmu til B^sastdþa og verð.-^j ur farið þangað síðdegis í dag. én næstkomandi lau«ardag hef- ir þeim verið boðið að skoða málum, sem sam- sinnir af miklum á- huga, ber að nefna uppeldi á | barna o. fl. heil- Grímsstaðaholt. Leiðin er ekki lengri en f Sveinsbúð Fálka^öfu 2 þegar þér þurfíð að letjt smáauglýsingu í Vísi. — Þær hríía jafnan — Lesandi Bergmáls skaut því að mér í gær í símtali, að nauðsyn bæri til að lxefja að ’nýju áróður fyrir því, að matmálstíminn um hádegið yrði lagður niðnr í þeirri mynd, sem tiðkast hefur til þessa. Urn þetta mál hefur áðu.r verið ritað í Bergmáli og sannleikur- inn mun vera sá, að mjög víða er fólk liætt að fara heim til sín um liádegið, heldur fær sér að- eins bita á vinnustað og etur að- almáltíð d.agsins að kyöldinu, þegar heim er lcomið. Veit eg um aln konar viniíustaði með mörgu fólki, þar sem sá háttur er á hafður. Iiafa og ýmsar verksmiðj- ur búið svo í haginn fyr.ir starfs- fólk, að það hefur aðgang að vistlegum borðsölum til þess að matast í, og jafnvel er sums stað- ar seldur matur við vægu verði. Skiljanleg breyting. Það er reyndar oí'tir skiljan- legt, að fólk hætti að fara heim til sín um liádegið, þvi mikill fjöldi á nú orðið svo langt heim að varla vinnst til þess thni á einni stundu. Aftur á móti er það ekki jafn skiljanlegt, hvers vegna ýmsar stofnanir hafa ennþá lok- að milli 12—1, einkum margar opinberar stofnanir, sem almenn- ingi kæmi vel að hefðu opið u.n þetta leyti, einmitt vegna þess, að þá liafa margir nokkrar min- útur til þess að sinna störl'um fyrir sjálfa sig. Að vísu hel'ir orðið mikil og sjálfsögð brcyt- ing á, en þetta fyrirkomulag þyrfti að vera almennara. Mér finnst að bankar, sparisjóðir, sjúkrasamlag, tollstjóraskrifslofa og fleii'i stofnánir ættu að hafa opið um hádegið, en elcki væri nauðsynlegt að allt starfsfólk stofnana væri þá til afgreiðslu. Mikill tímasparnaður. Á stórum vinnustöðum, þar sem margt fólk vinnur, svo sem ýms- um stærstu smiðjunum hér í bæ og stórum iðnfyrirtækjum, mun það líka vera mikill sparnaður að láta fólkið matast á vinnustað, því það er segin saga, að alital' koma einliverjir of seint, ef far- ið er langt lieim í mat. Tapar þá bæði vcrksmiðjan vinnutíma, og væntanlega' verkafólkið pening- um, því dregið er af kaupi þess, ef það kemur of seint. En merg- urinn málsins er, að matmálstim- inn um hádegið er að verða úr- eltur, enda varla stætt á þvi að leggja niður vinnu um „hábjarg- ræðistímann“. Það er eðlilegra að fólk hætti þá heldur fyrr og njóti sinnar hvíldar, er dagur er á enda. Skólaganga að hefjast. Nú fara skólarnir óðuin að taka til starfa, og 'námstími barna á öllum aldri að liefjast. — Móðir hefur beðið mig uni að kouia þeirri fyrirspurn á framfæri fyp- ir sig, hvort það sé nauðsynlegt og skynsamlegt að láta barna- skóla byrja kl. 8 að morgni. Þyk- ir lienni fullt sneiiimt að láta 10 —11, ára krakka 'og þaðan áf ýngri rífa sig á fætur upp úr s.jö á morgnana í skammdeginu og fara í livaða .vcðri sem er — og í svarta myrkri —; í skóla. Mörg börn' eiga langt í skóla, og oft verða þau að ganga langa leið, ef strætisvagnar henta þeim ekki. Væri gainan að heyra rök ein- hvers skólastjóra fýrir því, livers vegna kennslustundir barna í barnaskólum þurfa að byrja í svarta myrkri. — kr. Um miðjan.júlí voru 272,700 atvinnuleysingjar í Bretiandi. •— 25,100. færri en. í júní.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.