Vísir - 10.09.1953, Blaðsíða 1
¦¦-.-.'. .v -. /-¦
*)
*S. irg.
Fimnitudaginn 10. september 1953.
205. .tbl.
Fyrsta sala í Þýska-
tandi á mánudag.
•Fyrsta ísfisksalan á þessu
mánudag, sennilega í Cux-
ári fer fram næstkomandi
haven.
Sex togarar stunda nú ís-
fiskveiðar fyrir Þýzkalands-
markað. Neptúnus, sem kom af
karfaveiðum í morgun, með um
100 lestir eftir 5—6 daga úti-
vist, fer á ísfiskveiðar fyrir
Þýzkalandsmarkað, og ' verður
þá sá 7. sem á slíkar veiðar fer
nú.
'. Þ.að er Jón forseti, sem selur
ísfiskafla í Cuxhaven á mánu-
daginn.
¦ Skúli Magnússon kom af
Grænlandsmiðum í morgun.
Hann hafði ís meðferðis og
fiskaði til herzlu.
Fjórir menn farast
með loftbelg.
Bonn (AP). — Nýlega varð
óvenjulegt flugslys nærri borg-
inni Siegen í Ruhr-héraði.
Fjórir menn fóru upp í loft-
begl, en gasbelgurinn rifnaði í
8000 feta hæð og hröpuðu allir
mennirnir til bana með far-
þegakörfunni.
Útsölu ÁVR í Eyjum lokað í kvöld:
Mjög gengur á góou vínin og munu
hófsmenn í Vestm.eyjum kaupa þau.
Styttan af sr.
!
iSHtS.
Fyrir Jiokkru er komin hing-
að afsteypa af likani Signrjóns
Olafssonar myndhöggvara af
síra Friðrik Friðrikssyni. Af-
steypan var gerð í Kaupmanna-
höfn.
Eins og áður hefur verið get-
ið hér í blaðinu, stendur til að
koma líkaninu fyrir við Lækj-
argötu, á túnblettinum fyrir
framan hús það, sem Guðmund-
ur heitinn Björnson landlæknir
átti, en á þessum bletti stóð senl
kunnugt er líkan Einars Jóns-
sonar af listaskáldinu góða, Jón
asi Hallgrímssyni, um langt ára
bil, eða þar til það var flutt í
Hljómskálagarðinn.
Vísir hefur spurst fyrir um,
hvenær hafist yrði handa um,
að koma líkaninu fyrir, en fulln
aðarákvarðanir um það, eða
hvenær afhjúpun fer fram,
munu ekki enn hafa verið tekn-
ar, en væntanlega verður það
innan mjög langs tíma. — Fjár-
söfnun til fyrirtækisins er ekki
lokið.
A þrem mánuðum til júní-
loka veiddu írskir fiskimenn í
Bonegal 1550 háhyrninga.
Á myndinni sést dönsk silfurskál, sem fannst meðal þýfis hjá
sænskum fornsála, sem sakaður vartori að hafa keypt stolna
muni. Sænsk blöð segja skáí þessa kosta um 200 'þús.und kr.
Forseti sklpar nýja
ríkisstfórn á morgun.
Vísir getur fullyrt, að forseti íslands muni á morgun
skipa nýja ríkisstjórn, og'að sú, sem nú situr, mun vera
í þann veginn að segja af sér.
Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og miðstjórn Fiamsókn-
arflokksins sátu á fundum í gær, en að þeim loknum var
ljóst, að flokkarnir höfðu náð samkomulagi um stjórnar-
myndun, en málefnasamningur hefur verið gerður, þar
sem stefha stjórnarinnar er mörkuð.
Andstæðingablöð ríkisstjórnarinnar skýra frá því í
morgun, að þær breytingax verði á stjórninni, að Ólafur
Thors verði forsætisráðherra, en Hermann Jónasson múni
ekki eiga sæti í hinni nýju stjórn, heldur taki þar sæti
dr. Kristinn Guðmundsson, skattstjóri á Akureyri, og eigi
hann að fara með utanríkismál, svo og mál bau, er snerta
varnarliðið. Um þetta getur Vísir ekkert fullyrt, né heldur
það, hvort aðrar breytingar kunni að verða gerðar frá nú-
verandi ríkisstjórn."
Grænlandsflugi frestað, til
að fojarga móður ogbarai.
Kona með f æðingarkrampa sótt tíl Eskif jarðar
I fyrrinótt var flutt hingað
flugleiðis frá Eskifirði kona í
barnsnauð.
Hafði hún fengið fæðingar-
krampa og misst meðvitund, er
beðið var um aðstoð, en þar sem
brugðið var skjótt við og flug-
vél send eftir konunni, tókst
að koma henni í fæðingardeild-
ina í tæka tíð,' og hefur hún
alið barn sitt.
Það var í fyrrinótt, sem
Birni Pálssyni flugmanni barst
beiðni um að koma þegar í
sjúkraflugvélinni austur á
Eskifjörð, til þess að sækja
konu í barnsnauð, er gæti eigi
fætt, og væri svo ástatt, sem að
ofan greinir. Vegna ársskoðun-
ar á sjúkraflugvélinni (hún
befur verið tekin sundur) gat
Björn því eigi flogið austur, en
hann sneri sér þegar til Flug-
félags íslands, sem brást hið
bezta við að koma til hjálpar.
Eigi voru önnur úrræði til
svo skjótrar hjálpar, sem nauð-
syn krafði, en að senda austur
Catalinaflugbát, sem fara átti
til Grænlands um morguninn,
og var för hans þangað frestað.
Catalinaflugbáturinn fór héðan
kl. 4 um nóttina og var kominn
hingað aftur kl. 8.50 í gær-
morgun. Var konan þegar flutt
í fæðingardeildina, þar sem hún
ól barn sitt. Hafði hún þá verið
meðvitundarlaus alla nóttina
og var með fæðingarkrampa.
Gekk vel að hjálpa henni og
líður nú móður og barni vel
eftir atvikum.
Hifar drepa
Hfexikóbúa.
N. York <AP). — HitabyJgja
hefur gengið yfir norðvestur-
hluta Mexíkós undanfarið.
Hefur hitinn orðið mestur á
neðanverðum Kaliforníu-skaga,
þar sem hann hefur hvað eftir
annað orðið 50° C. í skuggan-
um. Um 70 manns hafa dáið af
hita þar, en mörg hundruð orð-
ið að leita læknishjálpar.
Prédikunarskip
á Eystrasalti.
Svíar ætla á næstunni að pré-
dika Orðið á nýstárlegan hátt.
Hafa verið keypt tvö skip
þar í landi og búin útvarpstækj
um. E rskipunum setlað að sigla
um Eystrasalt Og verður útvarp
að frá þeim prédikunum og
öðru, sem ætlað er að nái aust-
ur fyrir járntjaldið.
Fæstir Eyjaskeiggjar trúðu Jiví,
all lokað yrði.
Biiizt við miklirni viðskiptiiin
í dag.
Afengisútsölunni í Vestniannaeyjum verður lokað kl. 6 í
kvöld, og er dagurinn í dag því síðasti dagurinn, sem Vest-
mannaeyingar hafa til vínkaupa heima hjá sér.
¦Hefur þessi fyrirhugaða l&k-
un leitt af sér nokkuð aukin
vínkaup síðustu daga, þó ekki
svo mikil, sem'búast hefði mátt
við, „enda hafa Vestmannaey-
ingar sjálfir tæpast lagt trún-
að á það, að ákvörðun þessi
væri fullkomin alvara," sagði
forstöðumaður útsölunnar í
Vestmannaeyjum í viðtali við
Vísi í morgun.
Sagði hann, að áfengissalan
í þessum mánuði hefði sízt ver-
ið meiri en á sama tíma undan-
farin ár, enda hefur verið mik-
ið um atvinnu að undanförnu
og menn haft öðru að sinna en
að skemmta sér við glas. Yfir-
leitt sagði forstjórinn, að lítil
vínsala væri á tímailinu ágúst;
til október, en að sjálfsögðu
mest á vertíðinni og um lokin.
að ganga á birgðir betri teg-t
undanna,
Taldi hann þó, að ekki yrði
skortur á neinni víntegund, þótt
töluvert yrði keypt. — En kl.
sex er líka draumurinn búinn,
og vínbúðin sett undir lás og
slá! — í fyrramálið eru vænt-
anlegir til Eyja fulltrúar frá
skrifstofu áfengisverzlunar rík-
isins, og verður þá framkvæmd
vörutalning, og leifarnar send-
ar til Reykjavíkur.
Vaxandi sala
síðustu 'daga.
Síðustu þrjá daga hefur þess
þó greinilega gætt, að menn
birgðu sig úpp, aðallega af betri
vínum; og taldi forstjóri á-
fengisútsölunnar, að þeir, sem
það gerðu, -wæru aðallega hófs-
menn, sem gaman hefðu þó að
því að eiga vín til að grípa til,
en aukinnar ölvunar hefur alls
ekki gætt í Eyjunum síðustu
dagana.
Hins vegar bjóst hann við
því, að viðskiptin yrðu all-
f jörug í dag, síðasta daginn,
sem verzlunin er opin, enda
eru allar víntegundir á boð-
stólum, þótt allmikið sé farið
Bara panta ;
í pósti.
Ekki taldi forstjóri áfengis-
útsölunnar, að þessi ráðstöfun
myndi draga mjög úr áfengis-
| neyzlú í Eyjum, eins og sam-
göngum er nú háttað, þar eð
flugferðir eru daglega milli
Reykjavíkur og Eyja og skips-
ferðir fjórum sinnum í viku.
Geta menn pantað vínið frá
Reykjavík og fengið það sent
(Fram a 8- síðu)
Eein reynt að
stela bíl.
Enn var gerð tilraun til þess
að stela bíl laust eftir miðnætti
í nótt.
Ölvaður maður sást vera að
bjástra við að stela bíl, sem
stóð á Norðurstíg. Lögreglu-
menn f óru á vettvang og hand
tóku mann þenna, sem taldi sig
í bili eiga tilkall til bílsins, og
fluttu í ölvunargeymslu.
Ókyrrð magnast í Nyasalandi.
Herlið sent frá öðruni nýlendum.
Einkaskeyti frá AP. —
London í morgun.
Þótt Bretar géri ráð fyrir, að
þeir sé vel á veg komnir með
að sigrast á Mau-Mau-mönnum
í Kenya, virðist ekki ætla að
vera kyrrt í öllum nýlendum
þeirra í Afríku á næstunni.
Mau-Mau-menn höfðu náð
sambandi við svertingja í Ny-
asa-landi, nýlendunni við Ny-
asa-vatn, og voru búnir að ur.cl-
irbúa lippreistir þar, áður en
straui Ihvörfin urðu i Kenya.:
Hefur þetta leitt til þes.s, að
komið hefur til óeirða á nokkr-
um stöðum í Nyasa-landi, og
virðist enginn efi á því, að ápþ'-
tökin sé raunverulega í Kenya.
• Lögreglu]iði.hefurhvar\'íítna
verið tilkynnt, að engin löng
orlof verði veitt í náinni fram-
tíð, og verða menn að vefa til-
búnir allan sólarhringinn, til
þess að fara á staði, þar sem
efnt er til óeirða. Er það einkum
í þrem héruðum, sem komið
hefur til átaka. Hefur par á
nokkrum stöðum verið skotið
á hvíta menn úr launsátri, en
ókyrrðin er þó engan veginn
enis mikil og hún var um skeið
í Kenya. Þó er hætta á því, að
hún fari vaxandi.
Brezku stjórnarvöldin í Ny-
asa-landi hafa óskað liðsauka,
og eru menn við öllu búnir, og
margir blökkumenn, er hafa
æst til uppþota og óeirða, hafa
verið teknir höndum siðustu
dagana. . • . .