Vísir - 10.09.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 10.09.1953, Blaðsíða 4
Ttsia Fimjmtudaginn 10. september 1953. irxsxxs. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson, Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. i , .1 V 1 ÍHtll Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Mréf: Mundu Uóðhundar ekki iilvafdir til að finna týnda menn? Kenningar sagnfræðingsins. Þriðjudaginn þann 1. þessa mánaðar birti Vísir viðtal við sjómann, sem komið hafði til Leningrad í Rússlandi nokkru áður, Ingólf Möller skipstjóra á Drangajökli. Lýsti hann í við- talinu því, sem fyrir augu og eyru hafði borið þar evstra, meðan skipið stóð þar við, en það var aðeins rúmur sólaihring- ur. Vita þeir, sem lásu viðtalið, að þar var hvoi’ki um stóryrði né getgátur með hástigum lýsingaroða að ræða. Ekkert var þar sagt sem allir skipsverjar á Drangajökli, er verið höfðu í þessari íerð skipsins, og átt þess kost að fara um borgina undir leið- sögn rússneskrar konu, höfðu ekki heyrt eða séð og voru því allir vitnisbærir um. Því einu var þess vegna lýst, er aðkomu- menn geta kynnzt, án þess að í’eyna að fara út fyrir almanna- leiðir í þessari hafnarborg. I Kommúnistum hér heima hefur að sjálfsögðu orðið svarafátt vegna þessa, en loks heyrðist þó hljóð úr horni í gær, og er nú Sverri Kristjánssyni sagnfræðingi att fram á ritvöllinn. Gerir hann þó enga tilraun til þess að hnekkja því, sem sagt var hér í blaðinu, en kemst að þeirri niðurstöðu, að skipstjórinn sé „í rauninní bara r :<veinn“. Og slíkir menn mega ekki tala. í Það er mjög táknramt fyrir kommúnistaforingja, vin verka- Jýðsins m. m., að „sendisveinn“ skuli ekki mega tala. Það er í fullu samræmi við skoðanir kommúnista á manngildi — það fer eftir háum stöðum manna, að minnsta kosti, ef þeir eru réttu megin í stjórnmálum. Mega nú sendisveinar og aðrir slíkir, er hafa ætlað, að þeir mundu hækka í mannfélagsstig- anum í ríki kommúnista, vita það, að þar verða þeir sennilega settir skör lægra en hjá auðvaldinu, ef Sverrir Kristjánsson og aðrir slíkir að ráða. Dettur mönnum þó í hug, að Sverrir sé uú sjálfur í líki sendisveinsins í skrifi sínu í Þjóðviljanum í _gær, því að ótilkvaddur hefði hann varla farið að láta þá vizku ■drjúpa úr penna sínum, er Þjóðviljinn prentaði í gær. I Sem sagnfræðingur ætti Sverrir að vilja hafa það, sem sannast er um hvern atburð eða ástand, og geti hann ekki sjálfur dæmt um slík atriði, verður hann að treysta þeim, sem reynt hafa eða séð. Af skrifi hans verður ekki séð — þar sem £að er ekki nefnt einu orði — að öðru vísi hafi verið umhorfs í Leningrad en sagt var hér í blaðinu. Á hinn bóginn er fræði- mannssamvizka hans ekki meiri en svo, þegar kommúnistinn Jiarf að fá einhverju að ráða, að sagnfræðingurinn heldur því fram, að ekki megi segja frá veruleikanum, ef annað hæfir kommúnistanum. Er það raunar ekki ný bóla um kommúnista yfirleitt eða Sverri sérstaklega. Sverrir sagnfræðingur er með sama marki brenndur og kommúnistar flestir, að þeir lofa það mest, sem þeir þekkja ekki af i-aun. Þeir ei’u teljandi foringjar kommúnistar, sem kom- ázt hafa austur fyrir járntjaldið, og hafa jafnvel ekki verið fá- •anlegir til að setjast þar að, þótt burðargjald undir þá austur Jiangað hafi verið í boði. Sverrir ætti nú að taka sér ferð á J hendur austur á bóginn — og væri Vísir jafnvel fáanlegur tiL að spýta í byssuna hjá honum, en hann verður að gangast undir f Í>að, að hafa það sem sannara reynist er hann kemur aftur| "úr þolrauninni. Hann ætti að fagna tækifærinu til að gera livort tveggja. #r Astralía og landgruanið. TF^að var eftirtektarverð fregn, sem barst frá Ástraliu í gær, °g fjallaði um það, að stjórn landsins hefði ákveðið að slá •eign sinni á landgrunnið umhverfis landið, og færa út land- helgina, sem því svaraði. Var þess getið, að landhelgislínan mundi færð <langk til hafs sums staðar fyrir bragðið, en þess var þó ekki getið, hversu langt hún næði frá landi samkvæmt þessari nýju ákvörðun. Hér á landi liafa oft heyrzt raddir um það, að íslendingar ættu ekki að láta sér nægja að víkka landhelgina lítið eitt, eins og gert hefur verið, heldur eigum við að miða hana við landgrunnið, og yrði húo þá miklu víðtækari en nú. Af þessu leiðir, að íslendingar hafa sjálfsögðu mikinn áhuga fyrir þess- ari ráðstöfun Ástralíustjórnar, en hún beinist fyrst og fremst gegn Japönum og veiðum þeirra á Kyrrahafi. Verður fróðlegt að sjá, hvort Japanir mótmæla þéssu og kæra Ástralíu fyrir alþjóðc.:lómi. Enn froólegra karin þó að verða að sjá undirtektir á þessu í Bretlandi, því að þáð 'getur haft áhrif á lándhelgisdeiluna, .sem við eigum í við Breta. Hafa þeir ef til vill verið settir í nokkurn vanda með þessu, og er því rétt að fylgjást með þessu framvegisl Hr. ritstjóri! Öllum mun hafa runnið til í’ifja, er það fréttist í síðustu viku, að lítið barn hefði týnzt við Hólmavík, enda er sú írétt ein hin sorglegasta, sem bor- izt hefur út um landið um langt skeið. í þessu sambanai langar mig til að koma því á framfæri með aðstoð blaðs yðar, hvort ekki sé sjálfsagt, að hingáð sé reynt að afla sporhunda, er geta rak- ið slóð týndra manna. Fyrir i fáeinum árum mun hafa verið j fenginn hingað slíkur hundur i af „Scháfer“-kyni, en lítið gagn mun hafa orðið af honum, ef rétt er hermt um not hans, og hefur hann nú að sogn verið fluttur af landi brott. Slínir hundar eru heldur ekki fyist og fremst sporhundar, því að þeir eru miklu tíðar notaðir sem varðhundar, bæði við húr og til dæmis í vörugeymslum, þar sem mikið verðmæti er geymt. Þeir ráðast hiklaust á óboðna gesti og geta stór- skemmt menn, er verða fyrir reiði þeirra. Hef eg raunar séð í dönsk- um blöðum, að bar hefur komið til tals að lóga Sehafer-hundum og banna þá, þar sem þeir hafa oft ráð- izt á börn og unglinga og stórmeitt. Stafar þetta af því, að á stríðsárunum fjölgaði hundum þessum mjög í Danmöiku, án þess að hirt væri um það, hvort ekki væru um veilu í eðli þeirra að ræða, en það mun sannað, að hundar þessir eru oft taugabilaðir, og þar af leið- andi hættulegir. Hér á þess vegna ekki að nota slíka hunda, heldur á að fá raunverulega sporhunda eða blóðhunda, sem þeir munu vcra kallaðir. Nafnið gefur ranga hugmynd um hunda þessa, því að það táknar .ekki, áS, þeir sé blóðþyrStir, heldúr er éinúrigis átt við, að þeir sé hreihkynjað- ir. Blóðhúndarriir muriú 'nefni- lega vera hunda meinlausastir, og láta sér nægja að gelta, þeg- ar þeir hafa fundið, t. d. mann, sem þeim hefur verið skipað að elta. En þeir ráðast aldrei á menn. Eg skrifa blaði yðar hr. rit- stjóri, bréf um þetta af þvi að eg hef veitt því athygli, að það hefur oftast sagt frá Carl Carl- sen minkabana, er lætur hunda sína vinna sem mest fyrir sig, og mundi að líkindum /era hæfasti maðurinn, til þess að hafa slíka hunda í umsjá sinni. Mér hefur sagt maður er ætti um það að vita, að Carlsen kunni manna bezt að fara með slíka skepnur, svo að spurning er, hvort ekki ætti að leita til hans. Það er að minnsta kosti ekki hægt að geyma slíka hunda eins og kjölturakka inn- an dyra milli þess, sem þarf að nota þá. Þeir þurfa að vera í sifelldri þjálfun, svo að full not verði af þeim, ef grípa þarf til þeirra-. Með þökk fyrir birtinguna. , J. S. ★ Áths: Vísir getur bætt því við i bréf J.S., að blaðinu er kunn- ugt, . að Carlsen mun hafa nokkurn hug á því, að afla sér slíkra hunda, sem bréfritarinn nefnir, en þeir eru mjög dýrir ef þeir eiga að vera vermega góðir. Þá hefur Carlsen einr.ig nefnt þetta mál við Slysavarna- félagið eða það verið gert fyrir hann, en ekki veit blaðið, hvað gerzt hefur frekar í því. Þó mun mega ætla, að góðir blóðhundar mundu fljótlega getað leitað uppi fólk, sem hefur villzt í byggð eða óbyggð, svo að það mundi fljótlega borga sig í mannslifum að afla þeirra. — Ritstjóri. Aðalfundi Stétt- arsambands bænda lokið. Aðalfundi stéttarsambands bænda, sem haldinn var að þessu sinni að Bjarkarlundi í Reykholtssveit, lauk í fyrrinótt. Á fundinum voru gerðar margar samþykktir og ályktan- ir í ýmsum málum, er bændur telja mest aðkallandi fyrir land búnaðinn, m. a. varðandi lána- starfsemi, raforkumál, aukn- ingu hlutafjár í áburðarverk- smiðjunni, mai’kaðsmál og fleira. Töldu ýmsir fulltrúar fund- arins ákvörðun framleiðsluráðs um lækkun á mjólkurverðinu í desember s. 1. geta skapað hættu legt fordæmi, einkum í sam- bandi við lausn vinnudeilna, að lækka þannig verð á landbún- aðarafurðum bænda. Urðu mikl ar umræður og átök um þetta mál á íundinum. I stjórn Stéttarsambands bænda fyrir næsta ár voru kjörnir: Sverrir Gíslason bóndi, Hvammi, Einar Ólafsson bóndi, Lækjarhvammi, Jón Sigurðs- son alþingismaður, Reynistað, Bjarni Bjarnason skólastjóri, Laugarvatni, og Páll Metúsal- emsson bóndi. Refsstað. Mikil hrifning á hljósn- leikum Þórunnar. Hljómleikar Þórunnar Jó- hannsdóttur í Austurbæjarbíói voru ágætlega sóttir, og hlaut hún forkunnar góðar viðtökur áheyrenda. Þótti Þórunn skila viðfangs- efnunum með glæsibrag liins reynda listamanns, enda varð hún að leika tvö aukalög. Nokk- urt hóstakjöltur í salnum var til truílunar, enda kveftíminn farinn í hönd, en ekki dvó það úr hrifningunni, sem meðal annars lýsti sér í því, að lista- konunni voru færðir fjórir blómvendir og konfektkassi 1 lok hljómleikanna,- Innan tíðar fer Þórunn af landi burt, að þessu sinni til Oslóar, þar sem hún ætlar að halda hljómleika í hátíðasal há- skólans. *9.*uiuttr otcu að yatjan tftíU' : tirtnuuftum ’?*■« ' •;i ;s •iltítKÞOR, HafnarHtræti * (jerAír ryrtritatíiandr Talsvert meira mun nú á boð- stólum af alls konar grænmeti, ræktuðu hér á landi, en verið hefur undanfarin ár, og hafa t. d. safnazt fyrir birgðir af hvít- káli. Hefur þetta orðið til þess, að framleiðendur liafa neyðzt til þess að stórlækka verð á ]>ví, og er það nú selt lángt undir fram- leiðslukostnaði. Sala á innlendu grænmeti mun líka liafa gengið nokkuð treglegar í sumar en gera mátti ráð fyrir og munu sumir gróðurhúsaéigendur ekki hafa borið niikið úr býtum, jafnvel þótt framleiðslan hafi verið meiri en áður. Ávaxtainnflutningurinn. Ýmsir telja, að innflutningur- inn á ávöxtúm hafi mjög dregið úr kaupum manna á innlendu grænmeti, og er það skiljanlegt. Yfirléitt þykja erlendu ávextirnir gómsætari en grænmetið, þótt það siðarnefnda geti alveg kom- ið í stað þeirra, þegar á næring- argildi er litið. Það er« af sem áður var, er alltaf var verið að kvarta undan grænmetis- og á- vaxtaleysi. Nú er svo komið, að meira framboð er af grænmeti en fólkið virðist geta torgað. Það gæti verið eittlivað til í þvi, sem haldið hefur verið fram, að draga ætti úr eða jafnvel banna innflutn ing á ávöxtum yfir þaun tínia, er gróðurliúsagrænmetið kemur á markaðinn. Það virðist að minnsta kosti varlegra að draga úr innfftitningi yfir sumartimann, og ætti allir að geta verið sam- mála um það. Dregur úr neyzlunni. Það er engum vafa undirorpið, að ávextir draga mjög úr néyzlu manna á innlendu grænmeti. — Vegna góðrar tíðar liefur græn- metisuppskeran hérlendis orðið mjög mikil, en i stað þess að bæta hag gróðurhúseig. verður niðurstaðan sú, að þeir, sem urðu t. d. siðbúnir með tómatfram- leiðsluna, vérða fyrir tjóni. Og ekld bætir það úr skák, þegar selja verður allt hvítkálið undir frámleiðsluverði. Verð á græn- meti hefur þó mátt teljast lágt, miðað við önnur matvæli, og all- flestum lieimilum verið kleift að veita sér það. Þegar grænmetis- framleiðslan er orðin svo mikil, að varla er markaður fyrir Iiana, má tæplega spilla sölunni með innflutningi. Neytið grænmetis. En hvað sem öðru líður, þá er það til hagsbóta fyrir allan al- menning, að hvitkálið liefur ver- ið lækkað í verði. Það má því segja, að fátt sé svo mcð öllu illt, að ekki boði eitthvað gott. At- menningur ætti þvi að nota tæki- færið og neyta káls daglega. Allt grænmeti er holl og góð fæða. Salarkynni opin á ný. Fyrir skömnni voru hin vist- legu salarkynni Sjálfstæðishúss- ins opnuð á ný fyrir kaffidrykkju um miðjan daginn, ién þaú liafa vérið loluið um skeið. — Munu margir fagna því, að nú er aftur liægt að fá þar siðdegiskaffi með hinu ágæta kaffibrauði, sem bak- að er í kökugerð hússins. Sjálf- stæðishúsið liefur af mörgum ver- ið talið eitthvert vistlegasta v.eit- ingahús þessa bæjar, og nmn það orð að sönnu. — kr. MARGT Á SAMA STAÐ LAUOfAVEG tí - S.rMl;33tóg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.