Vísir - 10.09.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 10.09.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 10. september 1953. ▼!si* í/JíJJÖ Skrifií kveajoasíCuBJÚ aa ihucamál jrftar. atvu* Rabarbarasafi. Álitið er að bezt sé að nota rabarbara í mauk eða safa, sem fyrst á sumrinu. Þó má fá góð- an safa og mauk þó að farið sé að líða á sumarið. Eftirfarandi safi er góður. 50 góðir, gildir stilkar eru þvegnir vel og bitaðir sundur smátt. Þeir eru settir á eld í 4 lítrum af vatni. Þetta er soðið þangað til allt er orðið jafnt. Þá er því helt í poka, eða léreftssíu þangað til allur safi er runninn úr. Það gerist á hálftíma eða þar um bil. Safinn er síðan mældur og 250 gr. af strásykri eru látin í hvern lítri af safa. Síðan er þetta soðið vel í 10—15 mínútur og öll froðan veidd ofan af. Síðan er salicylsyru bætt í, en lögur- inn má alls ekki sjóða eftir það. 1 teskeið sléttfull er áætluð í 4 lítra af safanum. Sýran er fyrst hrærð í dálítið af safanum og síðan er þessu hellt í pottinn og hrært vel í. En má ekki sjóða eins og fyrr segir. Síðan er safanum hellt á flöskur og tapparnir látnir í. Lakkað yfir eða brætt yfir með vaxi. Þenna safa má hafa til drykkjar ef vill eða í hlaup, og þarf þá að þynna hann eftir smekk. Hleyptur með matarlimi. 10— 12 blöð í líterinn. Eggjakaka með rabarbara. Rabarbaraleggirnir eru skrældir og skrælingurinn soð- inn til þess að gefa fagran rauðan lit. Skrælingurinn tek- inn upp en rabarbaraleggirnir í smábitum látnir í safann og soðnir augnablik. (Þeir eiga að vera heilir). Bezt er að láta fáa bita úpottinn í einu og taka þá upp með gataskeið eftir hverja suðu. Þegar búið er að sjóða á að'láta sykur og ögn af vaniliu í safann, einnig jafna hann með sagómjöli eða kartöflumjöli. En safinn á aðeins að vera litill, og á þetta helst að vera heitt þegar eggjunum er hellt yfir það. 6 eggjarauður eru hiærðar með sykri eftir smekk. 1 eða 2 dropar af sítrónuolíu eru iátnir i — einnig matskeið af rjóma og síðast er þessu blandað í hvíturnar stífþeyttar. (Munið það. Rauðunum á að hræra í hvíturnar en ekki öfugt). Þá verður þetta mjög létt, Rabar-r barinn er lagður í botn á gratinfati og eggjahrærunni hellt yfir. Látið í heitan ofn og etið jafnskjótt og það fer að stirðna. Strásvkur borinn með. Kabbað iim in(it: Hér er fáaniegt margt á- gætt grænmeti í matinn. 9 Pappirspúkagerðm tu 3 ÁOtfe.papptrepokMtS L BEZTAÐ AUGLTSA f V1*j Nú er margt gott að fá í matvörubúðunum — annað en kjöt. Þar fæst hvítkál, blómkál, toppkál og gulrætur, fyrir utan gúrkur og tómata. Allt er þetta ljúffengt og hollt og má nota það á ýmsa vegu. Blómkál, toppkál og hvít- kál má vel nota sem sérstaka heita rétti á kvöldborðið og hafa aðeins hrært smjör með. Hvítkál má sjóða með brún- uðum kjötbollum eða soðnum kjötbollum eða kjöti aðeins. En hvitkálið okkar, þó bragðgott sé, er mjög vatnsmikið og má því aðeins hafa ögn af vatni í pottinum þegaf það er soðið. Sé ekkert soðið með því, er þó bezt að gufusjóða það og sama gildir um toppkálið. — Hér hafa í búsáhaldaverzlunum fengist grindur, sem láta má í pottana, þegar gufusjóða á. Eru þær að suðu lokinni teknar upp með litlum tilheyrandi krókum. Blómkál og gulrætur. Blómkálið má nota á marga lund. Blómkálssúpu þekkja all- ar húsmæður. Hún er bezt úr soðinu af blómkálinu og með mjólk til viðbótar. Sérlega fín er hún þegar eggjarauðu er bætt í að síðustu. Blómkál borið með kjöti eða kjötfarsi er mjög gott. Og kalt blómkál sem er smurt með mayonnaise og hakkaðri „skinku“ kreift yfir, er sann- kallaður herramanns matur. Gulræturnar eru hollar og góðar. Rifnar, með sykri og sítrónusafa, er þær mjög hress- andi og lystugar og líta fallega út á kvöldborðinu. Þær má líka skera næfur þunnt og hafa í hvítkálssalat. Er hvítkálið skorið í örþunnar lengjui', ’ réti; eins og þræðir væri. Síðan er kálið skorið þversum, svo að þx-æðimir verði ekki of langir. Agúi-kusneiðar, þunnar, mega vera þarna með og allmikið af rúsínum og eplisbitar litlir, þegar þeir eru fáanlegir. Súr- sætur lögur er hafður á þetta og öllu hrært vel saman. — Með í kjötsúpuna. Gulrætur soðnar og bornar fram með öðru gi-ænmeti eru að sjálfsögðu ágætar og hollar. Þar sem við erum farin að fá nýja kjötið eru þær sjálfsagðar í íslenzku kjötsúpuna, ásamt rófunum. Skrældar kartöflur út í kjötsúpuna gefa góðan smekk og þeir sem eru svo lánsamir að eiga rófur í garð- inum sínum ættu ávallt að nota kálið af þeim með í súpuna. Kálið er hollt og gott og súpan vérður þá fallega grænleit á litinn. — ♦ — Sú var tíðin að íslendingar póttust ,e|tir-uþyj, aðs tróg sgr hrfa í graut —-svo: þgijur-gam- alt íolk frá sagt. Enginn vissi j þá að arfinn hefði töluvert | næringargildi, en nú vita menn það af rannsóknum sín- um. — En þó að arfi sé ekki notaður til manneldis er margt annað úr gi'óðurríki íslands, sem menn nota nú, því að nú er öld hráætisins. Njóli er notaður eins og mæð ur okkar gerðu áður. Þær tóku úr honum stöngulinn, suðu hann og hökkuðu létu hann svo út í mjólkursósu (dálítið sykraða) og létu snæða þetta með köldu saltkjöti, sem þá var aðalkjötmetið fram á vor. Þetta var áður en íshúsin komu til skjalanna. Njólinn er fyrirtaks hollur og blóðaukandi. Þeir, sem ná til njóla, ættu því að neyta hans sem oftast. Nú er hann notaður hrár. Stöngull- inn er tekinn úr eins og áður en blaðið saxað með járni (ekki í vél því að safinn pressast þá | allur úr). Rúsínur eru hakkaðar ! með njólanum. Hvannarstöngla1 (unga) má skræla, skera svo í næfur þunna hringi og bæta í. Láta má sykur í njólann sé þess óskað. Sumir safna hundasúrum og öðrum jurtum til að hafa í salat. Villt skarfakál er lika ákaflega gott. Fáir íslendingar held eg þó að hafi komist upp á að nota fíflablöð, en þau eru bæði holl og góð — dálitið barkandi á bragðið. Hér á landi sáu menn fyrst franska sjómenn sækjast eftir þessu gæðgæti. Fransararnir sem urðu skipreika og bjuggu hér í frönsku húsunum — tíndu sér fíflablöð til matar á Landa- kotstúninu og öðrum túnum hér í bænum, þegar Rvík var lítið sveitaþorp. Hafa þeir vafalaust vitað að blaðgrænan myndi bæta þeim upp hið ein- hæfa fæði á skipunum, en þá þótti bæjarbúum sá matur ein- kennilegur. Frönsku húsin, sem nefnd voru, voru svipdimm, því að þau voru tjörguð. Þótti bæjarbúum þau til óprýði og kölluðu þau Drillenboi'g. En þó að íslendingar hafi nú komist upp á að nota ýmislegt úr sinu jurtaríki og þar með kannske fíflablöð er þó eitt sem þeir munu ekki kunna að meta enn. En það eru: Brenninetlur eða brennigi'ös. Þær eru bæði bragðgóðar og vítamínsríkar. Og þeir sem hafa notað þessa jurt undrast, að allir sem ná til hennar, skuli! ekki nota hana. Brennigi'ös1 vaxa víða í sveitum og það niá alveg eins nota þau í súpur og „meðlæti“ með kjöti eða fiski eins og spinat, kjöi'vel, græn- kál eða njóla. Setjið upp vettlinga þegar þið tínið grösin og hafið körfu með. Það eru reyndar helst gömlu grösin sem brenna. Finnið ungu grösin og klippið ofan af þeim það sem hentug- ast þykist. í súpu þarf ekki mjög mikið, en aftur á móti i mauk með kjöti, þarf töluvert. Bezt er að miða hvað notað er af njóla. Nettlurnar eru síðan lagðar í gnægð af köldu vatni. Þá bx'enna þær ekki. Þær eru skolaðar vel og grófir stönglar teknir úr. Eigi þær að notast í mauk þarf að sjóða þær í nægu vatni og er bæði salt og nati’on látið út í. 15 mín. eru nægilegur suðutími. Vatnið er síað frá og nettlurnar látnar ganga í gegnum söxunarvélina. Þá ei'u þær tilbúnar til að fara í mjólkursósuna og notast sem „meðlæti“. Ef. súpu á að gera eru nettl- urnar saxaðar á bretti — eða farið tvisvar í gegnum kjöt- kvörnina. Súpan er síðan búin til eins og kjörvelsúpa og steikt egg eða pokaegg lagt í hvern súpudisk. Þær ¥Í$sn ekki ■ísn aldurinn. Ráðsmaður ástralska ríkisins, er hefur yfirumsjón með ráðn- ingu opinberra starfsmanna, hefur rekið 18 konur úr vist- inni. Orsökin var sú, að konur þessar höfðu ekki sagt rétt til um aldur sinn. Launagreiðslur fara að nokkru leyti eftir aldri opinberra starfsmanna, svo að ríkt er gengið eftir því, að þeir segi satt til um þetta efni. En það reynist erfitt að fá konur til að sýna fæðingar- og skírit- ai'vottorð. Margar segjast elcki hafa „hugmynd.um aldur sinn, en þær séu þó ekki eldri en 25 ára.“ Daufdkimb stúlka efthsóttasta kjólasýningardama í London. Hún heitir Jean Maley, er 22ja ára og cr bæði heyrnar- laus og mállaus, en samt hefir henni tekizt að komast áfram í heiminum. Skömmu eftir áramóin kom hún frá Ástralíu til London. í lieimalandi sínu hafði henni eftir margra ára tilraunir tek- izt að vei’ða „mannequin“- kjólasýningarkona. En tízkan er ekki eins mikils virði þar syðra, svo að hún ákvað að komast nær brennidepli hennar. Árum saman sparaði hún af launum sínum, þar til hún átti fyrir fai’miða til Bretlands. Skömmu eftir að hún var kom- in þangað, var hún „uppgötv- uð“, og hefir nú mest að gex-a allra þeii'i'a kjólasýningar- kvenna, er vinna með henni. Hún var til dæmis látin sýna „krýningartízku“ fyrirtækis þess, sem hún starfar hjá, rétt áður en Elisabet var ki'ýnd. Var það að sjálfsögðu mjög eft- ii'sótt, en Jean sigraði, þótt húri gæti ekki talað máli sínu á sama hátt og stöllur hennar. En henni tóks-t meira, þegar til London var komið. Þar vandi hún komur sínar í klúbb fyrir Ungir feður eignast helzt syni. Erfðavísindamenn við Miss- ouri-háskóla í Bandaríkjunutn reyna að sigrast á þeirri trú manna, að geta kvenna til að eignast syni fari minnkandi með aldrinum. Þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé aldur föðurins, sem mestu ráði. Því yngri sem menn sé, því- meiri líkur sé fyrir því, að þeim fæð- ist sonur. Voru athugaðar allar fæðingar í Bandaríkjunum á árunum 1947—49, þar sem get- ið er aldurs foreldra. Leiddi at- hugunin í ljós — bæði að því er snertir hvíta menn og svarta — að mönnum fæddust yfirleitt frekar dætur, er árin fóru að færast yfir þá. Bandaríkixi hafa nýlega skip- að konu sendiherra sinn í Sviss. daufdumba, og kynntist þar ungum manni, sem hefir vei'ið daufdumbur frá 7. aldursári, og fyrir skemmstu opinberuðu þau trúlofun sína. Myndin er tekin, þegar hún bíður eftir því að eiga að sýna nýjan sam- kvæmiskjól.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.