Vísir - 11.09.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 11.09.1953, Blaðsíða 8
Þeír »em gerast kaupendur VÍSIS eftir qHnÓM ng qn qmfc VÍSIR er ódýrasta blaoíð og þó það fjöl- 1 10. hvers mánaðar fó blaðið ókeypis til wn BlflK breyttasta. — Hringið i síma 1660 og gerist L mánaðamóta. — Sími 1660. W dA áskrifendur. Föstudaginn 11. september 1953. Sjálfstæðisfélögin ræða stjérnarmyndunina í kvöld. Fundur hefst í Sjálfstæöishúsinu ki. 8.30. Sjálfstæðisfélögin í Reykja- vík efna í kvöld til fundar í Sjálfstæðishúsinu, og verður ræít um stjórnarmyndunina. Frummælendur verða ráð- herrarnir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson, og munu þeir að sjálfsögðu skýra fund- armönnum frá samningum þeim, sem farið hafa fram und- anfarnar vikur og hefir nú lok- ið með því, að stjórnin hefir verið mynduð, og er studd af sömu flokkum og áður. Þegar þeir Ölafur og Bjarni hafa reifað málin frá sjónar- miði flokksforustunnar, sem átt hefir í samningunum við Framsóknarflokkinn, verða frjálsar umræður og munu ráð- herrarnir svara fyrirspurnum fundarmanna um þau atriði í væntanlegri stjórnarsamvinnu, sem þeim leikur helzt hugur á að kynnast. Verður þá hægur- inn hjá að fá svör við ýmsu varðandi stjórnarstefnuna, er gilda mun á næstu árum eða meðan stjórnin situr, en flokk- amir hafa gert með sér sam- komuiag um það, hvemig sam- vinnunni skuli hagað. Þetta er fyrsti fundur Sjálf- stæðisfélaganna á haustinu, og þar sem mönnum leikur að sjálfsögðu hugur á að kynnast því sem bezt, hvers vænta má af stjórninni, þarf varla að hvetja Sjálfstæðismenn til þess að fjölmenna á fundinn. Þó er rétt að benda á það, að þar sem hér er um málefni að ræða, er alla varðar, verður vafalaust margt um manninn á fundin- um, og ættu menn því að koma tímanlega til þess að tryggja það, að þeir komist inn í húsið. Fundurinn hefst kl. 8.30 stund- víslega. Dawson Framh. af l. síðu. togaraförmum á viku til að byrja með. Hefpr Dawson sagt í blaða- viðtali, að taka muni tvO raán- uði eða svo að koma ísvélun- um fyrir, en á meðan muni hann flytja ís til Grimsby frá London og borgum, sem nær eru, en hann kveðst ekki vilja nafngreina ennþá. Þá sagði Daw son, að hann hefði leyst pökk- unarvandamálið, og hafi hann nægum útbúnaði og mannafla á að skipa, til þess að búa um fiskinn í kössum til dreifirigar. Dawson lýkúr viðtali við eitt blaðið á þessa leið: „Ég er stað- ráðinn í því að koma þessum fyrirætlunum mínum í kring, hvað sem andstæðingar mínir kunna að taka til bragðsk Happdrætti HÍ: Eigandi nr. 5262 bíaut 40 þús. kr. í gær var dregið í 9. flokki Happdrættis Háskólans. Vinn- ingar voru samtals 800 og 2 aukavinningar, samtals 392.6Ó0 krónur. Hæsti vinningurinn er 40 þús. kr., kom á heilmiða nr. 5262, sem seldur var í umboði frú Marenar Pétúrsdóttúr, Lauga- vegi 66. Næsthæsti vinningur, 10 þús. kr., kotn á hálfmiða nr. 20.886, er er seldir voru í Bókaverl. Guðm. Gamalíelssonar og hjá frú Pálínu Ármann í Varðar- húsinu. 5 þús. kr. vinningur kom á heilmiða nr. 10.026 og var hann seldur í umboði Arndísar Þor- valdsdóttur, Vesturögtu 10. (Birt án ábyrgðar). Aukinn stuðningur við Frakka. N. York (AP). — Bandaríska öryggisráðið hefur lagt til, að fjárliagsaðstoðin við Frakka, vegna styrjaldarinnar í Indo- kína, verði aukin um helming. Eisenhower forseti er sagöur hlynntur tillögunni. Sérstakar ráðstafanir þarf að gera til öfl- unar fjárins. — Talið er, að ef Frakkar fái þessa aðstoð, geti þeir sent til viðbótar 9-herdeild- ir til Indokína, og nægi það til þess að tryggja þeim sigur yfir uppreistarmönnum. Konnunistar halda föngum. Telja lista yfir |»á faKaða. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Times ræðir í morgun, að kommúnistar liafi svarað fyrir- spurn um fanga, sem enn eru í þeirra vörzlu, með því, að listinn, sem þeim hafi verið af- hentur, væri falsaður. Bendir blaðið á, að á listan- um séu nöfn fanga, sem 1. Aðrir fangar segjast hafa séð í fangabúðum, 2. Hafa skrifað-ættingjum og , vinum, 3. Sem kommúnistar sjálfir hafa áður viðurkennt, að væri í haldi hjá þeim. Þá segir blaðið, að kunnugt sé, að sumir þessara fanga hafi yerið-vitni að' pyndingum eða neitað að játa, að þeir hafi tek- ið þátt í sýklahernaði eða neit- að að fallast á kenningar komm únista. •— Sameinuðu þjóðirn- ar verði að halda þessu máli til streitu, því að þær geti ekki látið sig örlög þessara manna engu skipta. Brezk blöð í morgun segja, að ekki megi til þess koma að gerð- ar verði neinar ráðstafanir til þess að ,,snúa“ heimkomnum stríðsföngum, sem í fangavist- inni hafi hallazt að kommún- isma, því að bezta gagnmeðalið séu heimilisáhrifin, sem þeir hafi orðið að fara á mis við, og samvistir við gamla kunningja í frjálsu landi muni brátt upp- ræta allar þeirra kommúnist- isku grillur. A. íslandsmeistan i roðri. Ámienningar urðu íslands- meisíarar í róðri, sigruðu sveit Róðrarfélags Reykjavíkur sl. sunnudag. Ámann hafði gefið bikarinn, sem keppt var um, en handhafi var R. F. íslandsmeistarar Ár- manns heita: Haukur Hafliða- son, Snorri Ólafsson, Magnús Þórarinsson, Ólafur Níelsson og Stefán Jónsson (stýrimað- ur). Vegarlengdin, sem róin var, er 2000 metrar, en keppn- in fór fram í Nauthólsvík. Ármenningar eru einnig Reykjavíkurmeistarar í 2000 metra róðri, en í 1000 metra róðri sigraði sveit R. F., en alls hafa farið fram þrenn róðrar- mót á þessu ári. Síðasta róðrarmót ársins, septembermótið, fer fram á sunnudaginn kemur, ef veður leyfir, og er það 1000 metra róður, og keppt um bikar, sem Ármann hefir gefið. R. F. hefir unnið þann bikar tvisvar. Mótið fer fram á Nauthólsvík. Geir fékk 300 I. karfa á 9 dögum. B.v. Geir kom af karfaveið- um í morgun með um 300 lestir af karfa. Aflann fékk hann á miðum fyrir vestan land. Gæftir hafa verið góðar og togararnir alít af getað verið að veiðum, nema eina nótt fyrir skemmstu, sem ekki kom érulega að sök, þvi að karfinn veiðist bezt í björtu. — Geir var 9 daga í veiðiferð- inni frá því hann lét úr höfn og var kominn í höfn aftur. — Karfaveiðarnar hafa gengið vel að undanförnu og skipin komið inn með góðan afla eftir viku til 10 daga útivist. Rauðir vilja vingast. Útvarpið í Búdapest hefur skýrt frá því, að ungverski sendiherrann í Albaniu, verði fluttur til Belgrad. Ungverjaland hefir ekki haft sendiherra í Belgrad síðan í nóvember í fyrra, er júgóslav- neska stjórnin krafðist þess að hann færi úr landi innan sól- arhrings. Nokkar athygli vekur það, að annað land austan járntjalds vill nú vingast við Balkanríkin, sem hafa gert með sér varnar- samtök (Júgóslavía, Grikkland og Tyrkland). Það er Búlgaría. Forsætisráðherrann þar kveðst vilja leysa öll deilumál friðsam- lega við þessi i’íki, en þannig var ekki talað við þau áður en samvinnan hófst þeirra milli. Kanada hefir lagt fram 500.000 dollara til hjálpar fólki á jonisku eyjunum. Á íslandsmeistari í handknattieik karla Þau tíðindi gerðust í uæst síðasta og um leið úrslitaleik handknattleiksmóts íslands (í úti-handknattleik), að Þrótt- ur vann Ármann með 11 mörk- um gegn 10. Fór leikur þessi fram í gær. Þetta háfði þó engin áhrif á úrslit mótsins, Ármann bar samt sem áður sigur úr býtum. Var það jafnt Í.R. að stigum, en hafði hagstæðari marka- fjölda. Ármann er því íslands- meistari í karlaflokki. Ennþá er einn leikur eftir I mótinu, leikurinn milli K.R. og Víkings, en hann hefur ekki neina úrslitaþýðingu. Pólverji leitar hælis í Kóreu. 28 ára gamall Pólverji, seur er túlkur hlutlausu eftirlits- nefndarinnar í Kóreu, leitaði í fyrradag á náðir Bandaríkja- manna í Seoul, og bað um vernd sem pólitískur flóttamaður. Var það veitt. Þetta gerðist rétt áður en. flugvél, sem hann og kommún- istiskir félagar hans ætluðu í frá Seoul til Norður-Kóreu. — Fulltrúar Sviss, Svíþjóðar, Ind- lands, Póllands og Tékkósló- vakíu eiga sæti í nefndinni, sem Pólverjinn starfaði í. 300 karta demant- ur fundinn. Höfðahorg (AP). — Fundizt hefur í fríríkinu Óraníu stærsti demantur, sem þar hefur fund- izt um langt árabil. Vegur demantur þessi nærri 300 karöt, en verðmæti hans er áætlað, þegar hann hefur verið slípaður, um þrjár millj. króna. Ekki er hann þó hinn Stærsti, sem fundizt hefur í Óraníu, því að þar fannst fyrir 60 árum demantur, sem var nærri 1000 karöt. V'alið í liðið gegn Akranesi Á morgun verður efnt til ihæjarkeppni í knattspyrnu milli Reykjavíkur og Akraness. Hefir verið valið í lið Reykja- víkur og er það skipað þessum mönnum, talið frá markmanni: Helgi Daníelsson, Karl Guð- mundsson, Haukur Bjarnason, Sæmundur Gíslason, Einar Halldórsson, Halidór Halldórs- son, Gunnar Gunnarsson, Sveinn Helgason, Bjarni Guðnason, Hörður Felixson (Val) og Reynir Þórðarson. Varamenn eru Ólafur Eirjks- son, Steinn Steinsson, Hörður Felixsson, Gunnar Guðmunds- son og Þorbjörn Friðriksson. Liðið valdi Gunnlaugur Lárus- son (Víking). Verður þetta tvímælalaust skemmtilegur' og speimandi leikur og hefst hann kl. 4.30. ítalir láta liðið vera Pella, forsætisráðherra Ítalíu, mun flytja ræ'ðu um Trieste- málið á sunnudag. Landvarnaráðherra Ítalíu segir að herliðið, sem ítalir fluttu til Trieste-landmæranna í varúðar skyni, verði ekki flutt burt þaðan að óbrgyttum ástæð- um. Þanrúg var umhorfs í Teheran, hégar stuðningsmenn keisarans höfftu snúið taflinu við og sett Mossadegh forsætisráðherra frá. Myndin er tekin daginn eftir byltinguna, þegar múgur fer um gtöurnar og ber merki, þar sem á eru íeíraðar árnaðaróskii' til keisarans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.