Vísir - 12.09.1953, Blaðsíða 6

Vísir - 12.09.1953, Blaðsíða 6
TfSIR Laugardaginn 12. september 1953, um sem eg innheimti hjá ykkur og nú er eg búinn að nota hann í eigin þárfir.“ íbúar hússins hjálpast að til þess að f jötra ’nann, en á meðan labbar hundurinn að samborg- ara nr. 7 og bítur í buxnaskálm- ána hans. Borgari númer 7 verð- Ur eldrauður upp í hársrætur og knéfellur frammi fyrir hópnum. „Sekur,“ segir hann. ,,Já, eg er sekur. Eg falsaði ártalið í Vinnubókinni minni. Asninn eg átti að fara í herinn og berjast íyrir ættjörðina, en eg laumað- ist undan herskyldunni með því að falsa ártalið í vinnubókinni. Nú sténd eg hér sem borgari númer 7 og eyði fyrir ykkur rafmagni og er á annan hátt-til óþurftar í félagslegu sam- neyti. Látið mig í fangelsi!“ Allur áhorfendaskarinn verður gripinn undarlegri tilfinningu. „Hverskonar galdrahundur er þetta?“ hvíslar fólkið á milli sín og því er á engan hátt rótt. Jeremej Babkin kaupmaður deplar augunum í ákafa, lítur tortryggnislega í kring um sig, tekur peninga upp úr buddu sinni og réttir lögregluþjónin- tim. „Farðu.burt með þenna hund þinn, hvert á land sem þú vilt. Hvað bjarndýrsloðfeldinn minn áhrærir má hann fara veg allr- ar veraldar fy'rir mér. Fjandinn hirði hann.“ En hundurinn lætur ekki að sér hæða, hann staðnæmist beint fyrir framan kaupmann- inn og tekur að gelta. Þá er það sem Jeremej Babkin kaupmað- ur missir taumhald á sjálfum sér og reynir að flýja. En hundurinn eltir hann og bítur í hælana á skónum hans. Kaup- maðurinn á sér engrar undan- komu auðið, hann nemur stað- ar og á erfitt um mál. „Já,“ segir hann. „Það er ekki hægt að dylja sannleikann fyrir guði. Eg er bæði tíkar- sonur og-svikari. Og'hvað loð- feldinn snertir, kæru vinir mín- ir, þá á ■ eg hann alis ekki, Eg' fékk hánn lánaðan hjá bróður mínum og sló síðan eign minni á hann.“ Þá tekur marinfjöldfnn til fótanna. hvejg sem betur getur og í einni svipan er svæðið autt og tómt. Bara hundurinn og lögreglumaðurinn standa einir eftir. AHt í einu labbar hund- urinn til húsbónda síns og gelt- ir. Hann fölnar og hnígur niður fyrir framan hundinn. „Bítið þér,“ segir hann, „bít- ið þér mig, borgari. Eg fæ þrjú hundruð kall fyrir að gæta yð- ar og af þeim tek eg tvö hundr- uð til eigin þarfa.“ -----—- — Ræða Ólafs Thors Framh. af 1. siðu. milljónir króna og raímagns- veitum ríkisins og raforkusjóði tryggðar 100 milljón krónur að láni, og sitji það fyrir öðrum lánsútvegunum af hendi ríkis- stjórnarinnar, að undanteknu láni til sementsverksmiðjunnar. Auk þess séu gerðar ráðstafanii til að hraða áframhaldandi virkjun Sogsins. 3. Tryggt verði aukið fjár- magn til íbúðabygginga í kaup- stöðum, kauptúnum og þorpum, lögð áherzla á að greiða fyrir byggingu íbúðarhúsa, sem nú eru í smíðum, og lagður grund- Völlur að því að leysa þetta vandamál til frambúðar. 4. Því verði til vegar komið, að framleiðendur sauðfjáraf- urða eigi kost á rekstrarlánum út á afurðir sínar fyrirfram snemma á framleiðsiuárinu eft- ir hliðstæðum reglum og lánað er út á sjávarafurðir. 5. Endurskoðaðar verði regl- ur um lán til iðnaðarins með það fyrir augum að koma fast- ari skipan á þau mál. 6. Haldíð verði áfram að stuðla að öflun atvinnutækja til þeirra byggðarlaga, sem við . atvinnumöguleika eiga að stríða, til þess að fullnægja at- vinnuþörf íbúanna og stuðla að jafnvægi í byggð landsins. 7. Til þess að auðvelda fram- kvæmd varnarmála verði sett á stofn sérstök deild í utan- ríkisráðuneytinu, sem fari með þau mál. 8. Fjárhagsráð sé lagt niSúr, enda séu nauðsynlegar ráðstaf- anir gerðar af því tilefni. Varðandi þingrofsréttinn hefur verið um það samið nú, eins og þegar ríkisstjórn Stein- , gríms Steinþórssonar var mynduð, að forsætissáðherra geri ekki tillögu til forseta um þingrof nema með samþykki beggja stuðningsflokka ríkis- stjórnarinnar eða ráðherra þeirra. Eins og málefnasamningurinn ber með sér hefur ríkisstjórnin eigi aðeins markað skýrlega höfuðstefnu sína. Ilún hefur einnig ákveðið að halda áfram baráttu fyrir framkvæmd á ýmsum -þeim málefnum, sem fyrrverandi stjórn hafði enn eigi unnizt tími til að koma heilum í höfn, og . samið með sér að hrinda í framkvæmd strax, eða svo skjótt sem auðið er, nokkrum þeim stórmálum, sem þjóðar þörf kallar á. Það er vitað mál, að þeim tveim flokkum, sem að hinni nýju ríkisstjórn standa, ber margt á milli. Þeir áttu. nú um það að velja að leggja út í harð- vítuga baráttu um ágreinings- málin eða að leita samvinnu um þau mál, þar sem ekki ber meira á milli en svo, að sam- eiginleg. stefna yrSi fundir.. Þeir 37 þingmenn, sem standa að myndun hinnar nýju ríkis- stjórnar hafa valið siðari kost- inn. Þeir vænta þess, að þjóðin Lofsamjeg grem um fsland í svissnedtu bla&i. Svissneska blaðið „Genoss- enschaft“ birti í sumar heil- síðugrein um ísland með nokkrum myndum, flestum frá Reykjavík. Fyrirsögn greinarinnar er: „Mikil afrek í litlu landi“, og í undirfyrirsögn: „Gömul menningarþjóð skapar sér nýja menningu.“ Greinin er mjög lofsamleg í garð lands og þjóðar. Höfundur segir að almenningur hafi yfir- leitt mjög rangar hugmyndu um íslendinga, ekki sízt vegr.a þess hve fjarlægt það er .öðrum menningarlöndum. Menn búist þar naumast við- öðru en fá- mennum sjávarþorpum. í ó- byggilegu landi og ljóshærðu fólki með blá augu sem heyi harða lífsbaráttu. Raunin verði aftur á móti önnur þegar til íslands komi. Það dyljist engum að hér búi menningarþjóð, sem standi á gömlum merg með heimsfrægat bókmenntir frá miðöldunum. Þá skýrir blaðið frá hinni öru efnahagslegu þróun þjóðarinn- ar á síðustu árum, sem höf. tel- ur eiga rót sína að rekja að verulegu leyti til ameríska setu- liðsins frá. stríðsárunum. At- hyglisvert sé; segir höf., hve mikið við byggjum af hvers- konar menningarstofnunum, svo sem háskóla, prófessorabú- staði, söfn, stúdentaheim- ili, leikhús o. fl. Þá séu hita- veitugeymarnir, sem beri við bláan himinn frá Reykjavík, nýstárlegt fyrirbæri og at- hyglívert. Frjálslyndi og' dugnaður séu eiginleikar íslendinga, segir höfundurir.n, sem hvarvetna mæti manni. Að vísu gæti hér helzt til mikilla amerískra á- hrifa, ekki aðeins í klæðaburði, bókalestri og kvikmyndum, en skapandi gáfur og þróttur þjóð- arinnar sé svo mikill, að engin hætta sé á öðru en að sönn, þjóðleg sjónarmið pg einkenni haldi velli, hvað sem erlendum áhrifum í augnablikinu líði. muni fagna þessu samstarfi og þeim fyrirheitum, sem felast í málefnasamningnum, og treysta því, að þær ákvarðanir, sem nú hafa verið tekriar, og eg hefi greint frá, megi verða landi og lýð til blessunar. nu M. M & 1 Samkoma á rnorgun kl. 8.30. Ástráður Sigurstein- dórsson cand. theol talar. Allir velkomnir. GRÆNN • páfagaukur tap- aðist. Vinsaml. gerið aðvart í síma 81896. (033 STALARMBANDSÚR, kvenúr, tapaðist á Hverfis- götu eða Frakkastígi Finn- andi vinsamlega skili. því á Hverfisgötu 61 gegn fund- arlaunum. (044 LITIL íbúð óskast til leigu sem allra fyrst. Uppl. í síma 81561. (036 TJNG stúlka. óskar eftir herbergi gegn húshjálp. Til- boð sendist afgr. blaðsins merkt: „Húshjálp — 369,“ fyrir miðvikudag. (042 ÓSKA eftir herbergi og fæði á í sama stað. Barna- gæzla kæmi til greina. — Uppl. í síma 7855 milli kl. 3—6.(041 KARLMAÐUR, sem d-vel- ur í bænum; óskar éftir herbergi með eða án hús- gagna. Uppl. í síma 6731 frá kl. 3. (045 m li. RÁÐSKONA. Fullorðin stúlka óskar ef-tir ráðskonu- stöðu á reglusömu heimili. Sérherbergi áskilið. Uppl. í síma 5376. (043 HREINGERNINGASTÖÐN. Sími 2173 — hefir ávallt vana og liðlega menn til hreingerninga. — Fljót af- greiðsla. (632 raflagnir og VIÐGERÐIR á raflögroom. Gerum við straujám og ðhxmr beimiIistaíiEl. Raftaekjaverzlanln Ljós eg Hítí h.f. .Lauaaveci 79 — FERMINGARFÖT, ódýr og góð. Pantið þau tíman- lega. Þórhallur Friðfinnscon, Veltusundi 1. (717 STUTTKÁPA. Ný, amer- ísk, ljósgræn stuttkápa til sölu. Ennfremur nýlegt, keðjudrifið bamáþríhjól til sölu. Uppl. í síma 4388. (035 BARNARÚM til sölu ó- dýrt á Þvervegi 38, austur- enda. (034 SUMARRÚSTAÐUR, sem má flytja, óskast tii kaups. Uppl. í síma 2359. (032 VEIÐIMENN. Stórir ný- tíndir ánamaðkar til sölu í Sörlaskjóli 56, uppi. (040 NOTAÐUR barnavagn til sölu í Hátúni 45, kjallara. (039 STÁLIIÚS.GAGNASETT. sófi, borð og armstólar. Einnig: hentugt skrifborð með 3 skúffum. Til sölu. — Sími 81404. (038 HARMONIKUR. Litlar og stórar harmonikur á- vallt fyrirliggj- andi. Vandaðir, þýzkir guitarar nýkomnir. Við kaupum og tökum í umboðs- sölu harmonikur, píanó og fleiri hljóðfæri. — Verzlun- in Rln, Njálsgötu 23. Sími 7692. (037 CHEMIA-Ðesinfector er veliyktandi, sótthreinsandi vökvi, nauðsynlegur á hverju heimili til sótthreins- unar á munum, rúmfötum, húsgögnum, símaáhöldum, andrúmslofti o. fl. Hefir unnið sér miklar vinsældir hjá öllum sem hafa notað hann. (44€ HÚSMÆÐUR! Réynið Teol þvottalög. Teol-þvottalögur fer sigurför um heiminn. — ______________________ (630 LÍTIÐ INN í Antikbúðina, Hafnarstræti 18. (634 PLÖTUB á grafreiti. Út- vegum áletraðar plötur á jjTuireiti með stuttum fyrir- v«ra. UppL á Rauðarárstíg 7« (kjallaral- — Sími 6128 eftir Lebeok og Wiliiams. NEW MASNETIC MOTIVE POWER ANP A METALLIC SUBSTANCE OP STRANSE OUALITIES WERE PISCOVEgEP 5IMULTANE0USLV.*’ Gary: Jæja. Fólkið þitt reif niður borgirnar, en hvað var svo gert? MeSan verið vár að rífa borgirnar vegna umíerð- arinnar, urðu bílar úreltii’. Um svipað leyti og verið var að jafna borgir okkar við jörðu, gerðust ýmsii' stórmerkilegir hlutir. Vísindamenn okkar fundu upp ýmislegt, sem engan hafði áður grunað, og þetta ger- breytti flestum viðhoi'fum. Fundið var upp áður óþekkt segulafl, og um líkt leyti fannst undai'legur málmur, sem hafði hina furðulegustu eigiriíéika.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.