Vísir - 15.09.1953, Page 1

Vísir - 15.09.1953, Page 1
«3. árg. Þriðjudaginn 15. september 1953 209. tbl. Stúlka finnst liggjandi úti á götu í nótt. Handaldgmál í veitingahúsi. t nótt fannst stúlka liggjandi á Suðurlandsbrautinni me'ð noklcra áverka. Voru það tveir bifreiðarstjór ar, sem komu fyrst að stúlk- unni þar sem hún lá á götunni við vegamót Reykjavegar og gerðu lögreglunni aðvart um hana. Engar upplýsingar gátu þeir gefið um slysið, en töldu sig báðir hafa séð bifreið ekið allhratt framhjá slysstaðnum í austurátt rétt áður. Lögregla og sjúkrabíll komu á slysstaðinn og var stúlkan, Sjöfn Helgadóttir að nafni, flutt til læknis til athugunar. Blaðinu er ekki kunnugt um meiðslin,. en þau voru ekki tai- •in alvarleg, samkvæmt fyrstu athugun læknis. Handalögmál. í gærkveldi kom til handa- lögmáls á Adlonbar í Aðal- stræti. Hafði tveimur mönnum, er þar voru gestkomandi, sinnast og hlutust af því handalögmál. 1 átökunum brotnaði eitthvað af leirtaui og augabrún annars óróaseggsins sprakk. Lögregl- an var kvödd á véttvang og fór hún með báða mennina á lög- reglustöðina. Þar kom í Ijós að þarna var um vinnufélaga að ræða, tókust með þeim sættir og greiddu þeir áfallinn kostn- að. Grunaður um þjófnað. Um líkt leyti var lögreglan kvödd á veitingastofuna Centr- al vegna manns sem grunaður var um að hafa stolið 500 kr. 8S»!íéi8BiSiS88SiS!S8W^ af bróður sínum. Maðurinn neitaði með öllu þessum áburði og var hann þá fluttur á lög- reglustöðina og settur í gæzlu. Eftir nokkra stund játaði hann þó stuldinn og var honum þá1 sleppt. ___________ Af sem áður var. London (AP). — Bretar hafa nú fest kaup á hálfri milljón smálesta af kolum frá megin- landinu. Voru fyrsta keyptar 300,000 lestir í Frakklandi, en það var ekki talið nóg, svo að keyptar verða 200,000 lestir að auki frá Belgíu. Ætti þá öliu að vérða óhætt í vetur. Lík Finns Ólafs- sonar fannst í gær. í gærmorgun fannst lík Finns heitins Ólafssonar, sem drukknaði í Hvítá í Borgar- firði hinn 11. júlí í sumar. Kristján Guðjónsson, bóndi að Ferjubakka, fann líkið, þar sem það var á floti í ánui und- an bænum. Finnur heitinn var frá Bergvík á Kjalarnesi. 15.000 síkiar merktar í sumar. Þar a( 10.000 fyrúr norðan. í stuttu viðtali, sem Vísir hefur átt við Ama Friðriksson fiskifræðing, um síldarmerk- ingarnar í sumar, sagði hann að merktar hefðu verið 15.000 síldar. Er það nokkru mimia en í fyrra, sagði Á. F., en það sem nýtt væri og athyglis- vert, að nú hefðu í fýrsta skipti verið merktar síldar við Suðurland. Væri þess að vænta, að það gæfi mikilvægar upplýsingar um Faxasíldina, er fram liðu stundir. Mb. Auðbjörg frá Norðfirði vai leigð af Fiskideild atvinnu- deildar Háskólans til síldar- merkinganna, en þær annaðist nú Jakob Jakobsson frá Norð- firði, sem stundar nám í fiski- fræði við háskólann í Glasgow. Alls voru merktar 10.000 síldar við Norðurland og 5000 fyrir sunnan og suðvestan land. Árni Friðriksson er á förum til Danmerkur, en þar situr hann í mánaðarlokin fund Al- þjóða hafrannsóknaráðsins. 4 togarar munu landa í Þýzkalandi í vikunni. Togarar á karfaveiðum afla vel. Margir togarar erun nú á1 aflað vel að undanförnu. Ing- veiðum fyrir Þýzkalandsmark- ólfur Arnarson landaði í Vest- að og Ianda f jórir í þessari viku. mannaeyjum í gær, vegna þess að hér var ekki hægt að taka við aflanum. í Vestmannaeyj- um eru mörg og stór frystihús og ágæt skilyrði til að taka við karfa til flökunar, en þegar skipin eru að veiðum fyrir vestan land, þykir nokkuð langt að fara þangað. Ingólfur hafði fullfermi, um 300 lestir. — Askur kom til Reykjavíkur, einnig með fullfermi. — ísólfur landar karfa í Vestmannaeyjum í vikunni. — Karfinn er flák- aður handa Rússum. Skipin hafa verið að veiðum í Víkur- álnum og þar fyrir norðan. Jón forseti landaði í Bremer- haven í dag og er fyrsti togar- inn, sem landar í ýzkalandi á þessu ári. Jón forseti átti að landa í gær, en komst ekki að. Röðull landar í dag, Júlí á fimmtudag og aldbak- ur á laugardag, allir í Cux- haven. Næstkomandi mánudag land- ar Bjarni riddari- i Þýzkalandi og Jón Þorláksson síðar x vik- unni, en í nvikunni, sem byrjar 27. septémber Skúli Magnús- scn og Neptúnus. Togarar á karfaveiðum hafa 1* í\ 'J lcrotio'í a A f Ilirmóloi* f olrí kntl'vín n Infli nn 'Uiíf n.. n.Í Það þykir ékki lengur óalgengt, að flugvélar taki benzín á Iofti, en hitt er sjaldgæfara, að þrýstiloftsvélar skuli gera það. Benzínvélin á myndinni er áf Boeing-gerð, en vélin sem ætlar að taka benzín, er Strato-Jet-vél, B-47. Ailsherjarþing Sþ komið saman: Markmið kommúnista að hagnast á skoðanamun iýðræðisþjóianna. éhjákvæmilegt, að Móreu- niálið verði rætt á iiVjjan leik Bridge: Nýí bærinn vann gamla bæinn. Hverfiakcppni Bi-idgefélags Revkjavíkur fór fram í Mjóllt- urstöðininni í gær. Gamli bærinn, þ. e. vestan Snorrabrautar og Nýi bærinn, sá er liggur austan Snorra- brautar og utan Hringbrautar, keptpu sín á milli. Foringjar liðanna voru Ás- björn Jónsson fyrir Gamla bæ- inn og Svinn Ingvarsson fyrir hina. Spilað var á 20 borðum, 10 lið fi'á hvorum bæjarhluta, og urðu úrslit þau, að Nýi bærinn sigraði með 7% gegn 2%. Tvímenningskeppni Bridge- félagsins í neðri flokkunum hefst n. lc. mánudagskvöld. Þeir sem ætla sér að taka þátt í keppninni þurfa að gefa sig fram í Skátaheimilinu á sunnu- daginn. Síðasti veÉðidagut í dag. Samkvæmt upplýsingum frá veiðimálastjóra er í dag síðasti dagur sumarsins, sem leyfilegt er að veiða lax og göngusilung í ám og vötnum. Netaveiði í vötnum er hins vegar bönnuð á tímabilinu frá 27. sept. til 31. janúar. Laxveiði hefur verið treg i sumar, samkvæmt þeim skýrsl um sem þegar hafa borizt, og vár það raunar vitað áður. Sil- ungsveiði hefur líka verið léleg víðasthvar. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðamia var sett í New York í dag. Óhjákvæmilegt er talið, að hið nýja viðhorf, sem skap- ast hefur við það, að kommún- istar krefjast þess, að verksvið fyrirhugaðs stjórnmálafundar verði víðtækara en allsherjar- þingið hefur samþykkt, leiði til þess að raálið verði rætt að nýju. Útvarpið í Pyonyang tilkynnti í gærkveldi, að Norður-Kóreu- stjórn hefði sent Hammarsköld, aðalritara Sameinuðu þjóðanna bréf, og borið fram sömu kröf ur varðandi stjórnmálafundinn og Pekingstjórnin, um aðiíd fleiri ríkja að fundinum , en Lítil söltun í síðustu viku. Síldarsöltun var mjög lítil í vikunni sem leið í söltunar- stöðvum á svæðinu frá Vesí- mannaeyjum til Breiðafjarðar og nam hún samtals frá byrjun 32.500 tn. Þar af er rúmlega helmingur eða 17.000 tn. millisíld og 15 .£00 tn. stórsíld. — Engin af- skipun á síld af þessu söltunar- svæði hefur átt sér stað enn. Frá söltunarstöðvum á Norð- urlandi og Norðausturlandi hefur talsvert af saltsíld verið flutt ut að undanförnu og all- mikið síldarmagn mun fara tii Rússlands bráðlega. — Nokkrir bátar, sem eru á reknetjaveið- um á Húnaflóa, og djúpmiðum og salta um borð, komu til Siglufjai'ðar í gær. samþykkt hafði verið á alls- herjarþinginu. Nýr 16 þjóða fundur. Fréttaritarar telja óhjá- kvæmilegt, að fultlrúar þeirra 16 þjóða, sem bai'izt hafa gegn kommúnistum í Kóreu, hefji viðræður sín í milli af nýju vegna hins nýja viðhorfs. í gærkveldi var birt tilkynn- ing í útvarpi í Pyonyang þess efnis, að N.K.-stjórn hefði bor- ið fram sömu kröfur og Peking stjórnin. Brezkum blöðum í morgun verður tíðrætt um hið breytta viðhorf og kemur þar m. a. fram, að hvað sem segja megi um gaghtillögur kommúnista, sé augljóst, að þeir ætli að mata krókinn á þeirri óeiningu, sem fram kom meðal þeirra, sem börðust gegn kommúnistum, á fundum þeirra í New York í fyrra mánuði, en þótt skoðana munur væri, hélzt þó samvinn- an, og segja brezku blöðin, að hvernig sem allt velkist, megi kommúnistum ekki heppnast að spilla samvinnu lýðræðis- þjóðanna, en það sé þeirra höf- uðmark. Álit Breta. Times segir, að skoðanir Breta varðandi stjórnmála- fundinn séu heilbrigðar — fyrir fundinn muni koma mál, sem styrjaldaraðilar einir geti ekki útkljáð og nú sé mikilvægast, að stjórnmálafundurinn verði haldinn, því að allt sé undir því komið, að viðræðum verði haldið áfram um vandamálin. Frsmhald á 7. síðu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.