Vísir - 15.09.1953, Blaðsíða 8
-
Þeir sem gerast kaúpentór. VÍSIS eítir
10. hvers mánaðar fá blaSið ókeypis tíl
mánaðamóía. — Sími 1660.
VÍSIR er ódýrasta blaðið ©g þó það fjöl-
breyttasta. — Hringio í sima 1660 og gerist
áskrifendur.
Þriðjudaginn 15. september 1953
Framleiðslan er ónóg í
ríkjunum austan tjalds.
Matvælaframleiösla Itiissa of lítil.
f útvarpi og blöðum Moskvu
var á sunnudag birt samþykkt
miðstjórnar kpmmúnistaflokks
xáðstjórnarinnar um landbún-
aðarframleiðsluna og nauðsyn-
ina á, að auka hana á næstu
árum.
Það var Kruchev, hinn nýi
aðalritari miðstjórnarinnar,
sem lagði fram tillögurnar. í
greinargerð segir, að dregið
hafi úr framleiðslunni, svo að
ekki sé íullnægt eftirspurn al-
mennings og matvælaiðnaðar,
pg.m. a. vikið að því að naut-
gripaeign,. sem sjálfseigna-
bændúm sé heimil, hafi stórum
minkað o. s. frv. Er allmjög
vikið að gagnrýni þeirri, sem
fram kom áður hjá Maíenkov
varðandi þessi mál.
— í brezkum blöðum er sagt,
að það hljóti að hafa verið áfall
fyrir kommúnistka leiðtoga, að
uppgötva, að samyrkjufyrir-
komulagið hefði brugðist, vegna
þess að það hefði verið sett
í óþökk bændastéttarinnar, sem
aldrei hefði sætt sig við það,
pg því hefði það ekkí getað
heppnast. Blöðin telja þó, að
ekki muni verða nein breyting
á höfuðstefnu stjórnarinnar, að
því er yarðar samyrkjubú-
Rússar Eieims-
tneisfarar í lyft-
ingum.
Fyrir skemmstu fór f ram
keimsmeistarakeppni » iyfting-
um í Stokkhólmi, og báru
Rússar sigur af hólmi.
- Unnu þeir titilinn „bezta
lyftingaþjóð heims", en Banda-
ríkjamenn urðu að láta sér
nægja annað sætið.
< Fréttaritari AP. í Stokkhólmi
segir, að þetta sé í fyrsta skipti,
sem lyftingamenn Bandaríkja-
manna og Rússa reyni með sér
síðan á Ólympíuleikunum í
Helsinki.
Það þótti nokkrum tíðindum
sæta, er John Davis, banda-
ríski Ólympíumeistarinn i
þyngsta flokki, varð að lúta í
lægra haldi fyrir Kanada-
manninuni Doug Hepburn.
Rússar sigruðu í keppninni,
eins og fyrr segir, fengu 25
stig, en Bandaríkjamenn 22.
skapinn. Aformað er hækkað
verðlag landbúnaðarafurða.
í öðrum löndum austan járn-
tjalds er nú mjög hvatt til auk-
innar framleiðslu. T. d. hefur
Zapotocki forseti Tékkóslóvak-
íu flutt 2 ræður og hvatt tií
aukinnar framleiðslu, t. d. stáls,
járns og kola. í ræðu í gær á
„námumannadeginum" sagði
hann, að efnahagur landsins
hefði heðið tjón af völdum
kolaskortsins — dregið hefði úr
annari framleðislu, og afkoma
almennings rýrnað. ,,
Krónprínsinn í
kappsiglingu.
Ólafur, krónprins Norð-
manna, æílar að fljúga til
Bandaríkjanna í dag til þess að
taka þar þátt í kappsiglingum.
Ólafur. krónprins, sem er
gamall Ólympíusigurvegari á
kappsiglingum, ætlar að stjórna
6 metra kappsiglingabáti
Jörgen. Loi-entzens útgerðar-
manns í Osló. Kappsiglmgarn-
ar fara f ram undan Long Island
við New York. Ólafur krón-
prins hverfur heim aftur um
mánaðamótin.
Tjén af flóH-
bylgju á
Flóðbylgja olli allmiklu tjóni
á Fiji-eyjum í gærmorgun.
Steýptar byggingar klofnuðu,
en smábátum í höfnum sópaði
burt, eða upp á land. Samband
er ekkert við eyjarnar nema
gegnum eina radiostöð.
Flóðbylgjan var 10 metra há
og fór um 100 metra leið upp
á eyjamar. Þetta gerðist um
háfjöru, og mundi tjón hafa
orðið ægilegt, ef hún hefði
skollið á eyjunum á háflæði.
Bíi stolið og ekið
austur undir Eyja-
fjöll.
Aðfaranótt laugardagsins var
bifíeið stolið af Njálsgötunni,
og voru þeir sem rændu bifreið-
inni handsamaðir austur á Sel-
fossi klukkan 5 síðdegis á laug-
ardaginn.
, Höfðu þeir þá ekið víða um
sveitir austanfjalls og allt aust
ur að Hamraendum undir
Eyjafjöllum.
Bifreiðin, sem stolið var er
eign amerísks starfsmanns á
Keflavíkurvelli og ber skrá-
setningarmerkið GO-2050 og er
„model" 1953.
Það, sem fyrst spurðist til
bifreiðarinnar, var það, að á
laugardagsmorguninn sá sýslu-
skrifarinn á Selfossi bifreið ek-
ið austur gegnum þorpið með
miklum hraða, og virtist að
þarna gæti verið um að ræða
bifreiðina, sem saknað var. — j
Tilkynnti hann lögreglunni!
þetta. Síðar um daginn sá bíl-
stjóri úr Reykjavík bifreiðina
á vesturleið hjá Hvolsvelli og
tilkynnti lögreglunni og voru
þegar gerðar ráðstafanir til
þess að stöðva bifreiiðina, er
hún kæmi að Ölfusárbrú. Stigu
þá út úr henni þrír piltar, 18,
20 og 22 ára og voru allir
drukknir. Voru þeir þá búnir
að vera á stöðugri ferð frá því
lim nóttina, er þeir stálu bif-
reiðinni á Njálsgötunni, höfðu
meðal annars ekið til Þingvalla
og Laugarvatns, en síðan tií
baka og niður á Selfoss og aust-
ur allar sveitir austur undir
Eyjafjöll, en, voru nú á heim-
leið. Ekki höfðu þeir ekið neins
staðar út áí, en bifreiðin var
þó eitthvað skemmd, m. a. vél-
án.
iyndarleg bókautgáfa
bnnmgarsjóBs í haiist
Nauðfenti á ítalíu.
ítalskar fregnir herma, að
júgóslavneskur orustuflugmað-
ur hafi nauðlent innan ítölsku
iandamæranna í gær — og beð-
áð um hæli sem pólitískur
flóttamaður. Hafi hann verið
búínn að fá nóg af stj'órn Titos.
Ný skáídsaga eftir
í stærra upplagi, en
Meðal félagsbóka, sem Menn
ingarsjóður gefur út á þessu
hausti er ný skáldsaga eftir
Guðmund Danieísson rithöfund
og er þetta fyrsta skáldsagan
eftir íslenkan höfund, sem
menningarsjóður gefur út.
Má jafnframt fullyrða að eng
i-n skáldsaga íslenzks rithöf-
undar hafi komið út í jafnstói'u
upplagi hér á landi og þessi
skáldsaga Guðmundar, þar sem
félagsmenn menningarsjóðs eru
nú um 11000.
Af öðrum félagsbókum menn
ingarsjóðs, sem koma út á þessu
hausti má nefna: Þjóðvinafé-
Fimmveídafundur
uniTríeste.
ítalska stjórnin hefur form-
lega lagt fram tillögur . um
fimmveldafund, til þess aðj
ræða þjóðaratkvæði í Trieste.
Júgóslavneska stjórnin hef-
ur lýst yfir, að húri telji þessar
tillögur óaðgengilegar með öllu.
Júgóslavía hafi enga ástæðu til
að ætla, að litið verði með sann
girni á kröfur Júgóslava á fimm
veldaráðstefnu, þar sem Vestur
veldin og ítalía eigi fulltrúa,
og minnir á yfirlýsingu Vest-
urveldanna frá 1948, þar sem
ítalíu hafi raunverulega verið
löfað Trieste.
Fiskafli í {úlílok 10% meiri
en á sama tíma í fyrra.
Ebi iielclui* biiíhiií cn lf).il.
Mest brögS að kartöfluhnúð-
ormi í Vík og á Akranesi.
Kartöf luhnúðormar haf a
fundist á yfir 20 stöðum í Rvk j
go' nökkrum stöðum öðrum, j
Vík í Mýrdal, Akranesi og víð- ,
, ar, en hvergi norðanlands.
Samkvæmt viðtalí við Geir
Gígju hefir rannsókn á þessum
kartöflukvilla verið haldið á-
iram í Reykjavík og úti um
land. í Reykjavík hefur hans
orðið vart á 21 stað alls, aðal-
lega í Vesturbænum og Alda-
mótagörðunum, ennfremur við
Laufásveg og Grundarstíg og
Sjafnargötu. Athuguð hafa
verið 300 sýnishorn í Reykja-
vík. •
Utan Reykjavíkur hafa
hnúðormarnir fundist á Eyrar-
bakka, Akranesi, Vestmanna-
eyjum og Vík í Mýrdal. Lang-
rriest brögð að honum eru í
sandgörðunum í Vík í Mýrdal
og Akranesi, en á þessum stöð-
um eru mjög gamlir garðar, og
má ætla að sandfok kunni að
greiða fyrir útbreiðslu kvillans.
f Þykkvabænum, en þar er
mikil kartöfurækt, hefur hans
ekki orðið vart.
Auk fyrrnefndra staða hefur
rannsókn farið fram á görðum
í Borgarnesi, Hvammstanga,
Blönduósi, Sauðárkróki, Dal-
vik, Svalbarðsströnd, Akureyri
og nágrennis og allmörgum
sveitabæjum, en hvergi norðan-
lands hefur kvilla orðið vart,
og virðist því tiivalið að fá
útsæði þaðan næsta vor.
Fiskaflinn í júlí 1953 varð
alls 39.630 smál. þar af síld
30.962 smál. Til samanburðar
má geta þess að í júlí 1952 varð
fiskaflinn 22.691 smál. þar af
síld 6.858 smál.
Fiskaflinn frá 1. janúar tii
31. júlí 1953 varð alls 242.597
smál. þar af síld 31.324 smál.
en á sama tíma 1952 var fisk-
aflinn 220.500 smál. þar af síld
6.858. Og 1951 var aflinn 251.-
710 smál. þar af síld 34.125
smál.
Hagnýting þessa afla var sem
hér segir (til samanburðar eru
settar í sviga tölur frá sama
tíma 1952):
fsaður fiskur (20.536) smál.
' Til frystingar 66.830 smál.
(97.715) smá2.
Til ' herzlu 71.232 smál.
(97.715) smál.
Til söltunar 70.881 smál.
(78.409 y2) smál.
f fiskimjölsvinnslu 299 smál.
(1.363) smál.
Annað 2.031 smál. (1.583)
smál.
Síld til söltunar 16.837 smál.
(3.457) smál.
Síld til frystingar 1.966 smál.
(728) smái.
Síld til bræðslu 12.421
(2.619) smál.
Síld til annars (54) smál.
Þungi ffsksins er miðaður við
slægðan fisk með haus að und-
anskildum þeim fiski, sem fór
til fiskimjölsvinnslu, en hann
er óslægður.
Skipting fiskaflans milli
veiðiskipa til júlíloka varð:
Bátafiskur 150.230 smál.,
þar af síld 31.077 smál.
Togarafiskur 92.367 smál.,
þar af sild 247 smál. — Sam-
tals 242.597 sroái.
Guðmund Daníelssort
bér hefir tíokart áour.
lagsalmanakið 1954, en í því
birtist m. a. ritgerðin „íslenzk
ljóðlist 1918—1944" eftir Guð-
mund G. Hagalín, og Árbók ís-
lands 1952. Suðurlönd nefnist
bók eftir Helga P. Briem sendi-
herra og er hún fimmta bókint
í safninu „Lönd og lýðir". Þá
verða gefin út Úrvalsljóð Egg-
erts Ólafssonar og er það 12.
bindið í flokknum „íslenzk iir-
valsljóð". Og loks kemur út 78.
árgangur Andvara. — Félágs-
gjaldið fyrir allar þessar bæk-
ur er 55 krónur eins og síðasta
ár.
Aukafélagsbækur.
Þá gefur Menningarsjóður út
eftirtalin rit, sem aukafélags-
bækur: „Andvökur" Stephans
G. Stephanssonar I. bindi, Sögu
íslendinga í Vesturheimi, 5. b.,
Sagnaþætti Fjallkonunnar, pg
Sögu íslendinga, 8. bindi.
Áskrif tabækur.
Á þessu ári koma út tvö leik-
rit í leikritasafni Menningar-
sjóðs, þau eru „Valtýr á grænni
treyju" eftir Jón Björnsson rit-
höfund, og „Tengdapabbi" eft-
ir Gustaf Geijerstam, í þýðingu
Andrésar Björnssonar eldra.
Lausasölubækur menningar-
sjóðs verða þessar: Facts about
Iceland, eftir Ólaf Hansson
menntaskólakennara, Ljósvetn
ingasaga og Saurbæingar, eftir
Barða Guðmundsson og Mið-
aldasaga, eftir Þorleif Bjarna-
son og Árna Pálsson. Áætlað er
að flestar þessara bóka komi
út um mánaðamótin október—
nóvember n.k.
Af ritum þeim, sem út koma
haústið 1954 má nefna: Al-
menna bókmenntasögu eftir
Kristmann Guðmundsson. —¦
Hvers vegna — vegna þess,
f ræðslurit um náttúruf ræði,
eftir Jón Eyþórsson, og And-
vökur Stephans G., n. bindi.
Topaz sýnduir fyrir
austan Fjall.
Topaz, hinn bráðskemmtielgi
gamanleikur Þjóðleikhússins,
var sýndur fyrir austan fjall
um helgina við húsfylli og á-
gætar undirtektir.
Urðu sýningarnar tvær að
Selfossi og ein í Hveragerði.
Leikurunum var afbragðs vel
tekið, eins og annars staðar,
þar sem Topaz hefur verið
sýndur. Sátu þeir boð Erú
Magneu Jóhannesdóttur, for-
manns Leikfélags Hveragerðis.
Ný saga hef st
á morgtm.
Á morgun hefst ný fram-
haldssaga í blaðinu, og er
hún eftir ameríska konu,
Mary Roberts Rhinehart. Er
hún þekktur höfundur í
heimalandi sína, nýtur þar
ekki minni hylli eh til dæmis
Agatha Christie mcðal Breta.
Hefur frú Rhinehart skrifað
50 sögur, og er þetta hin 51.,
sem frá henni kemur.
Sagán er mjög spennandi,
ogmá geta þess, að hún hefst
á því, að ung kona Ieitar til
Iögfræðings, og kveðst vilja
gera erfðaskrá sína, þai. eð
henni hafi græðzt fé, og hún
vilji ekki, að maður hennar
komist yfir það, ef hún aud-
aðist. Og síðan rekur hver
spennandi viðburðurinn ann
an, en ást er með í sögunni,
eins og vera ber.
NÝIR KAUPENDUR FÁ
BLAÐIÐ ÓKEYPIS TIL
MÁNAÐAMÓTA, OG ÞARF
EKKI ANNAÐ EN AÐ
HRINGJA í SÍMA 1660.