Vísir - 18.09.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 18.09.1953, Blaðsíða 4
▼ fSlR Föstudaginn 18. september. 1953 ITX'SXXS. D A G B L A Ð 1 L') ' Ritstjóri: Hersteinn Palsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. * Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Nauðsyn á niðursuðu. Nú hefur rætzt svo úr um síldarsöltunina,.að Rússar hafa tjáð sig reiðubúna til þess að taka við meira magni af millisíld en um hafði verið samið í fyrstu, og eru því horfur á þessu sviði mun betri en áður. Upphaflega hafði verið samið um það, að 15% þeirrar síldar, sem söltuð yrði hér sunnan lands á þessu ári, mætti vera millisíld, sem svo er nefnd, en þegar til kom reyndist aflinn skiptast þannig, að miklu stærri hundraðs- hluti lenti í þeim flokki en ætlað hafði verið. Um tíma voru því talsverðar horfur á því, að ekki væri hægt 9jð uppfylla ákvæði samningsins um þetta efni, þar sem ekki pótti borga sig að kaupa síldina af bátunum fyrir umsamið verð, ef svo mikið af aflanum var úrgangur. Var þess vegna fariö fram á það við Rússa, að þeir samþykktu að taka við meira magni af millisíld, og er nú svo komið, að þeir hafa fallizt á það. Má nú 40% vera af þeirri stærð, og er því á ný fenginn starfsgrundvöllur fyrir síldarsöltun, og henni mun verða haldið áfram, unz samningar hafa verið uppfylltir. Þegar um þetta var rætt fyrir nokkrum dögum hér í blað- inu, eða um það b’l, sem allt var í óvissu um það, hvernig Rússar mundu taka málaleitan íslenzkra stjórnarvalda um breytingu á samningnum, og þar af leiðandi áframhald söltun- arinnar, var því hreyft, hvort slík ,,úrgangs“síld mundi ekki vera bentugt hráefni fyrir niðursuðuverksmiðjur. Því hefur að vísu ekki vei’ið svarað, enda ekki beinlínis spurt þannig, að svars væri óskað, heldur var þessu frekar varpað fram sem umhugsunarefni í sambandi við aðrar greinar sjávarútvegsins. Nú er hinsvegar svo komið vegna breytingarinnar á samn- ingunum við stjórn Rússa, að meira er hægt að salta af milli- síldinni, og kann mönnum því að virðast, að ekki sé tímabært að ræða um þetta atriði. Því fer þó fjarri, því að enginn efi er á því, að er tímar líða og’ okkur vex enn fiskur um hrygg, mun verða hugsað um að koma hér upp fullkomnum niður- suðuiðnaði. Menn eru sammála um, að heppilegast sé að auka sem mest fjölbreytni framleiðslunnar, og er þá komin stund niðursuðunnar, sem hefur ekki verið nægilegur sómi sýndur að undanförnu. Það hefur oft viljað brenna við, að íslenzkar niðursuðu- vörur væru lélegar eða skemmdar, og má vafalaust ýmsu um kenna, en varla því, að ekki sé hægt að afla hér nægilega góðra hráefni. Þau eru yfirleitt hin beztu, sem völ er á, og þegar vel tekst við framleiðslu niðursuðuvarnings hér, stendur hamr samskonar vöru annarra þjóða ekki að baki. Hér eru þvi að mörgu leyti ákjósanleg skilyrði til þess að byggja upp arðvæn- legan útflutningsatvinnuveg, ef gengið er að þessu með oddi og egg. Það mætti gjarnan vera næsta stóra verkefnið að því er sjávarútveginn varðar, að undirbúnar. sé framkvæmdir í þessu efni. Eins og stendur eigum við fullkominn skipakost, og stefna ber að því, að vinna mest úr afla hans hér á landi, láta hann ekki fara úr landi óunninn eða því sem næst, því að við það tapast stórfé. Það eru vissulega margvísleg verkefni, sem vinna þarf á næstu árum og áratugum hér á landi, en eitt helzta málið ætti að vera að auka niðursuðuna, fullkomna hana og afla markaða fyrir fjölbreyttan og góðan varning af því tagi. Togarar seldlir úr bænum. T-jað hefur komið fyrir tvívegis á skömmum tíma, að togarar, sem gerðir hafa verið út árum saman hér frá Reykjavík, hafa verið seldir til annarra bæjarfélaga, og munu verða gerðir út þaðan framvegis að öllu óbreytu. Þótt þetta sé að vísu ekki st.ór hluti1 þess togaraflota, sem hér á heimahöfn, er þó alltaf talsvert atvinnutap með hverju skipi, sem hverfur héðan til annarra byggðárlaga. Útgerðarráð bæjarins hefur tekið mál þetta til athugunar, og hafa tveir meðlimir þess rætt við framkvæmdarstjóra seljanda síðari togarans, en þá var málið komið á þann rekspöl, að ekki varð aftur snúið. Ræddi útgerðarráð skipssöluna frekar, og segir svo í fundafgerð þess, að það vilji benda á, að „rétt væri að skrifa þeim togaraeigendum í Reykjavík, sem eiga togara, sem bærinn á ekki forkaupsrétt að, skv. sérstökum samningi, með ósk um, að þeir selji ekki skip sín úr bænum án vitundar Reykjavíkurbæjar.“ Auk þess taldi ráðið rétt að minna. eigendur annara togara á forkaupsrétt bæjarins, þar sem um hann er að ræða. Það er skiljanlegt, að menn í öðrum bæjarfélögum leitist við að eignast eins stórvirk atvinnutæki og togararnir eru, en það má alls ekki koma fyrir, að meiri samdráittur vérði á útgerðinni hér í bæ en orðinn er. Verða borgir framtíðarinnar með himni úr plasti? Amerískur prófessor hefir fengið þá hugmynd Hugsanlegt er að borgir verði una kemur, verður safnað sam- í framtíðinni byggðar undir gagnsæum himni úr þjáli (plastik) og geta menn þá ráðið hvaða hitastig þar ríkir. Ambrose Richardson heitir prófessor við háskólann í 111- inois. Hann er 35 ára að aldri, er byggingameistari og heíur verið prófessor þarna í átta ár. Hann hefur gert nákvæma á- ætlun um þessar borgir, sem eiga að hafa tjaldþak fyrir him- inn. Öllum undirbúningi er að vísu ekki lokið, en hann langar til að sýna í framkvæmd hvern- ig þess háttar borg á að vera og er fús á að byggja smáborg til reynslu á hæfilega stóru svæði. Richardson gerir ráð fyrir því að í kringum borgarhlut- ana verði reistir léttir veggir úr þjáli. Og yfir þá veggi á svo að hvelfa hylkjum, sem fyllt eru með heliumgasi og getur það þá haldið þjálhylkjunum uppi, alveg eins og heliumgas heldur loftskipum uppi. Hylkin eru flöt og gagnsæ og aðeins nokkur ferfet á stærð, en þau á að tengja saman, svo að þau verði eins og hvolf yfir borgunum. Þó að eitt eða fleiri af hylkjun- um eyðileggist helzt hvelfingin uppi, samt sem áður og prófes- sorinn heldur því fram, að það verði fremur auðvelt að koma aukahylkjum á sinn stað. Skaðlegir geislar síast frá. Á vetrum getur sólarljós og hiti náð gegnum þjál-hvolfið, en skaðlegir geislar síast frá. Á sumrum verða gluggar opn- aðir á hvelfingunni, svo að kalt loft geti streymt niður en heitt loft streymir upp og hverfur. Regnvatni því sem á hvelfing- an og notað til þess að vökva með trén, blómin og grasfleti undir tjaldhimninum. Mönnum verður þessi hvelfing ekki til neinna óþæginda, því að hún á að svífa uppi yfir borgunum í hálfs annars kílómeters hæð. Prófessorinn segir að með þess- ari aðferð geti fólk loks byggt og búið utan dyra. Einbýlishús eigi að hafa létta veggi og vera þaklaus. Og nægileg sól verði jafnvel þó að skýjað sé. Um nætur þurfi kannske að hita, en regn, snjór og skorkvikindi verði óþekkt í borgum með slíkum umbúðum. Vill gera tilraun. Prófessorinn vill láta gera tilraun í smáum stíL Síðan vill hann láta byrja stærra og láta setja upp svona himinholf sum- staðar, t. d. yfir íþróttvöllum. Virðist sú hugmynd ekki afleit. Svona borg gæti orðið fyrir skemmdum á stríðstímum, en þó síður en venjuleg borg. Hvelfingin og veggimir gætu orðið fyrir skemmdum af skot- um og sprengingum. En það mætti fljótlega bæta. Og á þjál- ið mætti setja ýmisleg efni, svo að óvinaflugvélar ættu erfitt með að leita sér að skot- marki í bænum, segir prófessor- (Úr norsku). MARGT A SAMA STAÐ \Mdrgt et skxitjó öja ekki lengur himm- tunglin fyrir reykjarmekki. SdJsia’saMatBiBgssiBBSiarstöllsía s <yre©srn'S«*íit Meðal stjörnufræðinga og sæfara niunu það þykja nokk- ur tíðindi, að stjörnuathugunar - stöðin í Greenwich, — hin frægasta í heimi, — skuli nú flytjast búferlum. Ákveðið hefir verið, að at- hugunarstöð þessi, sem verið hefir á sínum stað, Greenwich við Thames-fljót, neðan við London, síðan árið 1675, skuli nú fl'ut í Hurstmonceux-kast- ala, sehi er í Susséx, um það bil 100 km. suðaustur af London. Ástæðan til þessa flutnings er sú, að í Greenwich er nú orðið illt að stunda nákvæmar at- huganir og gang himintungla vegna reyks og óhreininda í loftinu, sem stafa af miklum verksmiðjurekstri allt í kring, skipum á Thames o. s. frv. Eíns og alkunna er, liggur lengdarbaugurinn 0 um Green- wich, samkvæmt ókvörðun -gl- þjóðaráðstefnu. sem haldin J var í Washington árið 1884 Hafa síðan öll ríki hsims miðað við þetta, og skipt heiminum í tímabelti svonefnd út frá 0- baugnum í Greenwich. Meira að segja hefir ekki frétzt, að „alþýðulýðvelain hafi tekið upp neinn einka-alþýðulengd- arbaug, né heldur Rússar, sem einnig munu miða við Green- wich-bauginn. Hin nýja athugunarstöð er hins vegar 20 mínútum og 25 sekúndum fyrir austan Green- wich og 36 mín. og 30 sek. suð- ur af breiddarbaug Green- wich. Tímamismunur hinnar nýju Greenwich-stöðvar (hún á að halda nafninu) og hinnar gömlu er 1 mín. og 15 sekúndur. Það er brazka flotamálaráðu- neytið, sem sér um rekstur Greenwich-stöðvarinnar, og er sýnt þótti, að nauðsyn bæri til að flytja hana var ákveðið að kaupa Hurstmonöeuxbkastala árið 1947 og landareign kastal- ans, sem er um 400 ekrur. Byrj- Menn ræða nokkuð um það sin á milli, hvort hver og einn cr- lendur maður, sem hingað kem- ur, geti bótalaust farið í jökla- leiðangur og hætt þar lifi sinu. Og með þvi bakað Islendingitm rnikið erfiði og útlát, ef illa teksl, cins og tvívegis hefur komið íyr- ir í surnar. Það mun að vísu þurfa leyfi Rannsóknaráðs ríkisins til þess að vinna að rannsóknastörf- um hvers konar hér, og þá líka að stofna til leiðangra í vísindalegu augnamiði upp til jökla. En það mun auðfengið oftast nær, og cr ekkert við því að segja. En það er annað atriði, og verður þvi bezt lýst með því að birta bréf frá einum lesanda Bergmáls, sem fjallar um atriði, sem fleiri hafa haft í huga. Tryggingarfé óþarft? „Bergmál. Viljið þér koma á framfæri fyrir mig í blaði yðar eftirfarandi fyrirspurn til réttra aðila: Þurfa ekki erlcndir vis- indamenn (eins og þeir þykjast allir vera) að greiða liinu is- lenzka riki tryggingarfé áður en þeir fá leyfi til þess að ferðast um liálendi landsins. Eg spyr um þetta atriði vegna þess sem ég las í leiðara Visis í dag. En fyrir um það bil 20 ár- um var ég meðal nokkurra áhuga manna, sem voru að undirbúa ferð til Grænlands. Kostnaður við leit. Leiðangurinn, sem átti að verða nokkurs konar sumarfri, strandaði á því, að danska sen.Ii- ráðið liér vildi fá all mikla upp- liæð í dönskum krónum sem tryggingarfé, sem reyndist okkur ofviða. Það var tekið fram við okkur, að þetta væri aðeins gert til þess að standa undir kostnaði á leiðangri til að leita að okkur, ef illa til tækist. Þeir vildu nefni- lega fá tryggingarfé, sem vænt- anlega hefði verið endurgreitt að mestu, ef allir hefðu skilað sét’ heilum á húfi, án hjálpar danskra aðila.“ Allmikill kostnaður. Það mun yfirleitt ckki hafa tíðkast hér að krefjast trygging- arfjár af mönnum, sem hafa yer ið i svonefndum vísindaleiðangr- um uppi á hálendi landsins,- en það er ágætt að bréfritarinn skuli liafa drepið á þétta atriði. Það er nefnilega ekki all lítill kestnaður samfara víðtækum leitum eftir týndum möqnum, eins og ber- lega hefur komið í ljós í sumar. Að vísu munu sjálfboðaliðar vera margir, en ýmis tæki eru notuð svo sem flugvélar og bilar og kostnaður er við rekstur þeirra. Það er auðvitað sjálfsagt að koma öllimi til bjargar, sem eru i Iífs- hættu, en þar fyrir væri það ekki til of mikils mælst, að leið- angrar settu tryggingarfé fýrir nauðsynlegum' hjálparleiðangr- um, ef til kæmi. Mér finiist atrið- ið athugavérl. Að lokum vil ég aðeins geta atriðið í bréfi hans verður tekið til meðferðar í Bergmáli seinna. — kr. að var að reisa kastalann árið 1440, og kostaði hann um 3.800 sterlingspund, sem þótti ó- hemju fé þá. Ekki er vitað nema um eina afturgöngu í knstalan- um, en hún er frá 18. öld. Sagt er, að dóttir eigandans hafi þá verið svelt til bana af barn- fóstru sinni, en síðan er aftur- ganga stúlkunnar sögð reika um ganga kastalans í leit að mat.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.