Vísir - 18.09.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 18.09.1953, Blaðsíða 8
Þeir lem gerast kaupendur VÍSIS eftir VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- nnfflw /fMi qnp qmm 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til WIBIM breyttasta. — Hringið í sima 1660 og gerist mánaðamóta. — Sími 1680. áskrifendur. Föstudaginn 18. september 1953 Þar verða ..stallari** »«* „áruiaður44: Menntaskólinn að Laugarvafni hefsf í byrjun október og er fullskipaður. Nemendur verða 9Ö7 fastir kennarar fjórir auk skólameistara og stundakennara. Viðtal við dr. Svein Þórðarson skólameistara. Fyrsta starfsár Menntaskól ans að Laugarvatni, sem stofn- aður var í apríl s. L, hefst í byrjun næsta mánaðar. Er gert ráð fyrir, að nem- endur komi austur þann 7. okt- óber, en skólinn tekur til starfa daginn eftir. Síðan verður skólasetning sunnudaginn 11. október. Vísir hitti að máli dr. Svein Þórðarson skólameistara, og innt hann eftir ýmsu í sam- bandi við hið nýja menntasetur að Laugarvatni. Slcólinn er fullskipaður í vet- ur, en nemendur verða 90, þar af 11 stúlkur. Um 10 nemend- anna eru héðan úr bænum. Skólinn starfar í 4 bekkjum, fyrsti bekkur er óskiptur, en hinir skiptast í mála- og stærð- fræðideild. í nokkrum bekkjum verður sameiginleg kennsla í sömu fögum sömu árganga mála- og stærðfræðideilda. Kennaralið skólans. Fastir kennarar skólans era fjórir: Eiríkur Jónsson, sem kennir ^ stærðfræði og eðlis- fræði, Ólafur Briem, sem kenn- ir íslenzku og íslenzk fræði, Sveinn Pálsson, sem kennir latínu, frönsku og ensku, og Þórður Kristleifsson, sem kennir þýzku og söng. Stundakennarar við skólann verða þrír, en þeir hafa aðal- starf sitt við héraðsskólann: Benedikt Sigvaldason, sem kennir ensku og latínu, Har- aldur Matthíasson, sem kennir sögu, og Þórir Þorgeirsson íþróttakennari. Húsnæði skólans er fyrst og fremst í menntaskólabygging- unni sjálfri. Á miðhæð eru kennslustofur og samkomusal- ur, en á efri hæð heimavist nemenda, sem flestir búa í f jög- urra manna herbergjum. Enn- fremur hefir skólinn til leigu- afnota nemendabústaðinnBjörk, en þar verða um 30 nemendur. Mötuneyti verður í húsnæði héraðsskólans, og verður sam eiginlegt með honum. Sjálfstæð stofnun. Menntaskólahúsið er enn ekki fullgert. Kjallari er óinnrétt- aður og vesturhluti þess ókom- irin„_en nauðsyn ber til að reisa hann sem fyrst. Menntaskólinn að Laugar- vatni verður að sjálfsögðu sjálfstæð stofnun. Honum er ætlað um 8 ha. land vestan til í landareign Laugarvatns. Þar stendur menntaskólahúsið, og verið er að reisa skólameistara- bústað, sem væntanlega vei'ður fullgerður að sumri. Á þessari lóð verða að sjálfsögðu öll hús skólans, svo sem kennara- og nemendabústaðir, ennfremur íþróttasvæði skólans. Undanfarið hefir nefnd, sem skipuð var af menntamála- og fjármálaráðuneytunum, svo og sýslunefnd Árnessýslu, starfað að eignaskiptum menntaskólans og héraðsskólans. Hefir orðið samkomulag um það mál í nefndinni, og hefir hún gert til- lögur til ráðuneytanna um endanleg eignaskipti. Verður væntanlega gengið frá þeim málum innan tíðar. Eins og títt er um mennta- skóla, verður að Laugavatni umsjónarmaður skólans, kjör- inn úr hópi nemenda í efsta bekk skólans. í Reykjavík hef- ir þessi trúnaðarmaður nem- enda verið nefndur inspeqtor scholae, samkvæmt g$imalli venju, en umsjónarm. skóla á Akureyri. Að Laugarvatni mun hann verða nefndur stallari. Þá má geta þess til gamans, að nemandi sá, er hefir þann starfa að vekja skólasystkin sín á morgnana, verður nefndur ár- maður. Yfirdýralæknir sat alþjóiadýra- læknamót í Stokkhólmi. Kunnasti dýralækningasérfræðingur Noregs heimsækir ísland. IVIargir íslendingar viS dýralækninganásn. Dr. Sveinn Þórðarson. Frú iVicLean ófundin Heuss guðfaðir í 10.000. sinn. Bonn. — Dr. Theodor Heuss, forseti Sambandslýðsveldisins Þýzkalands, várð guðfaðir í 10,000. sinn fyrir nokkrum dög- um. Gerðist þetta við það tæki- færi, er hann varð guðfaðir tíunda barns hjóna í frísnesku eyjunni Föhr. Samkvæmt fyrir- mælum forsetans lagði oddvit- inn á eyjunni nokkra peninga- gjöf í vöggu barnsins. Heuss er guðfaðir hvers barns eviii London (AP). — Svissneska lögreglan tilkynnti í gærkveldi, að sannað mætti telja, að frú McLean hefði farið frá Lusanne í járnbrautarlest á föstudags- kvöld, ásamt börnum síniun þremur. Líklegt er talið, að hún hafi farið úr landi en engin vissa er um það enn. Nauðsynlega vega- bréfsáritun mun hún ekki hafa haft. Og þar sem hún skildi bifreiðina eftir kvaðst hún mundu sækja hana eftir viku. Síðastl. föstudag fékk móðir hennar skeyti frá henni, en lög- reglan er ekki sannfærð um, að það sé frá frú McLean. í skeyti þessu bað hún móður sína að tikynna fjarvistir barnanna úr skóla „nokkra daga“. De Vaiera í London. De Valera forsætisráðherra Eire, sem er staddur í London var haldin veizla mikil í gær- kvöldi og var þar margt kunnra manna. — Hádegisverð snæddi hann með Sir Winston Chur- chill. fjölskyldna, sex börn. sem eiga meiri en Astralía felur flugsveit strandgæzlu vegna Japana. I»eir ciga að hætia perlnt’eiðuin við slrendur lamlsinv Sig. E. Hlíðar yfirdýralæknir er fyrir 2—3 vikum kominn heim úr ferð til Stokkhólms, en þar sat hann fyrir Islands hönd fyrsta alþjóða dýraiæknamót, sern haldið hefur verið á Norð- urlöndum. Alþjóðamót dýralækna eru haldin á nokkurra ára fresti og verður hið næsta haldið í Ar- gentínu. Á mót þessi koma helztu frömuðir og sérfi’æðing- ar á sviði dýralækninga, há- skólaprófessorar m. a., og skýi'a frá rannsóknum sínum og' reynslu, og umræður fara fram um viðfangsefni og hagsmuna- mál dýralæknastéttai'innar. Er leyft að slíkar umræður fai'i fram á ensku, þýzku og frönsku, en annars talar hver með sinu nefi, sagði Sig E. Hlíðar við tíðindamann Vísis, er hahn spurði frétta af mótinu. Var það mjög fjölmennt, sátu það á 9. hundrað dýi'alækna frá 56 þjóðlöndum, og komu menn alla leið frá Japan, Kína, Ástx-alíu, Nýja Sjálandi og Suð- ur-Ameríkulöndum, auk mikils fjölda úr Evrópulöndum, en flestir þó frá Norðurlöndum, eins og eðlilegt er, þar sem dýralæknum þar varð hægust og ódýrust þátttakan. — Stór- fi'óðlegir fyrirlesti'ar voru fluttir á alþjóðamótinu. Gin- og klaufaveikin. Tíðindamaðurinn notaði tæki færið til þess að spyrja um út- breiðslu gin- og klaufaveik- innar. S. E. Hlíðar kvað hætt- una talda úr sögunni í bili í nágrannalöndunum, enda hefði hömlum verið aflétt hér, stuttu áður en hann fór utan. í Frakk landi, Þýzkalandi og Póllandi verður hennar þó enn vart, en talið er að hún sé að lognast út af einnig þar. Góður gestur. Þá kvaðst Sig. E. Hlíðar geta sagt frá góðum gesti, sem hing að væri kominn, Flatla pró- fessor við' dýralæknaháskólann i Osló. Hann er hingað kominn, sagði S. E. H. til þess að kynna sér dýralækningamál, húsdýra- sjúkdóma (hann er sérfræðing- ur í þeim) o. f 1., og mun hann ferðast milli dýralæknanna, og í'eynum við að greiða götu hans eftir mætti. Flatla prófessor tók það upp hjá sjálfum sér, að koma hingað, bæði af því að hann langaði til að kynnast landi og þjóð, en einnig vegna þess að hann taldi sér það nauðsynlegt, þar sem hann í starfi sínu við dýralæknahá- skólann, sem er ný og ágæt stofnun, kennir einnig íslenzk- um dýralæknanemum. Margir fslendingar við dýralæknanám. Allmargir íslendingar eru nú við dýralæknanám, sagði S. E. Hlíðar ennfremur, 5 í Osló, 2— 3 í Danmörku og 1 í Stokk- hólmi, og veitir ekki af, þörfin fyrir dýi'alækna er mikil, því að stéttin er fámenn hér en námið' langt og fremur erfitt, og fæstir þeirra, sem eru við nám, hafa lokið námsferli fyrr en eftir nokkur ár. Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Ástralíustjóm hefir nú auk- ið mjög strandgæzluna fyrir norðurströnd landsins. Stækkun landhelginnar beindist fyrst og fi-emst gegn Japönum, er hafa lagt mikið kapp á perlutekju með strönd- um fram á þessum slóðum, og eru skæðir keppinautar Ástra- lega héraðsbann í gildi. Nýlega! líumanna að þessu leyti. Stafar varð maður nokkur uppvís að'þetta bæði af því hve fast þeir því að selja þar bjórdós fyrir t sækja sjóinn, svo og af því, að 35 cent. Hann var dæmdur í þeir greiða mönnum sínum 1000 dollara sekt. _________ [miklu lægri laun, og geta þess Sektin ósvikin. New York. (A.P.). — í smá- borginni Glen Rose í Texas er ■ekki klipið utan af áfengis- selctunum. í þorpinu og grennd er nefni- Þar á a& veria stærsta flugstöS heiffls. London (AP). — Lennox- Boyd flugmálaráðherra Breta hefir skýrt frá því, að hafist verði handa um stækkun flug- stöðvarinnar í London, og reynt áð hraða verkinu svo sem unnt er. Á hún að verða stærsta og fullkomnasta flugstöð heims. Gera verður ráð fyrir því, sagði ráðherrann, að afgreiða þurfi 3 millj. farþegar í stöð- inni 1960. — Þegar hin nýja stöð verður fullgerð verða þar sérstakar brautir fyrir bíla, fót- gangandi menn og reiðhjóla- menn, garðar, leikvellir, fjöl- margar byggingar — gistihús, veitingastofur, sölubúðir o. s. frv., svo að ferðamenn geti fengið alla þjónustu og fyrir greiðslu innan flugstöðvarinn- ar. vegna boðið perlur sínar fyrir lægra verð. Til að byrja með hefir flugsveit, sem hefir Lincoln- sprengjuvélar, verið sett til að hafa eftirlit á þessum slóðum, svo og hefir eftir- litsskipum verið fjölgað. Áður en ákvörðunin um að víkka landhelgina og láta hana ná til marka landgrunnsins, hafði Ástralíu-stjórn sent Jap- önum margar aðvaranir um það, að japanskir fiskimenn væru of ágengir á perlumiðum, en þær hafa ekki borið ái'ang- ur. Nú segjast Japanir hinsveg- ar reiðubúnir til viðræðna. Hafa notað alfar þýzku sprengjurnar. New York. (A.P.). — Banda- ríkjamenn hafa nú lokið til- raunum með flugsprengjur þær, sem þeir fengu að herfangi hjá Þjóðverjum. Náðu þeir svo mörgum af þessum sprengjum, sem nefnd- ar voru V-2, að þeir hafa verið sex ár að prófa þær. Nú er not- ast við amerískar sprengjur, sern fara í allt að 220 km. hæð imeð níu smál. vísindatækja. Fannst sofandi á götunni. f morgun, er fyrstu vegfar- endur fóru um Þingholtsstræti áleiðis til vinnu sinnar, rákust þeir á sofandi mann á götunni. Gerðu þeir lögreg'lunni að- vart, fór hún á staðimi og vakti manninn. Maðurinn var hinn hressasti þegar hann vaknaði og hélt að því búnu hver leið- ar sinnar. í gærkveldi kom bifreiðar- stjóri einn á lögreglustöðina, Var það aðkomumaður í bæn- um og kvaðst hafa ekið niður Laugaveg, en ætlað að beygja niður Traðarkotssund. Náði hann ekki beygjunni og lenti á ljósastaur með þeim afleiðing- um að staurinn brotnaði. Er það næsta fátítt — því miður — að menn komi af sjálfsdáð- um til lögreglunnar og tilkynni henni misfarir sínar. Forseti íslands og frú hans munu á næstunni heimsækja nærsveitir Reykjavíkur. Er ráðgert, að forsetahjónin heimsæki Hafnarfjörð laugar- daginn 19. september næst- komandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.