Vísir


Vísir - 19.09.1953, Qupperneq 1

Vísir - 19.09.1953, Qupperneq 1
vi 41. irg. , % • Laagardaginn 19. september 1953 213. tbU Þeir skulu lenda í helvíti, áður en þeir hindra fiskinnflutninginn. George Dawson skrifar skelegga grein í Sunday Express, tii að skýra afstöðu sína varðandi fisksöluna. Tddð undir á- skorun til Rússa. London (AP). — Fulltrúar Ástralíu og Nýja Sjálands fluttu rœður á allsherjarþing- inu í dag og studdu áskorun Oulles, utanríkisráðh. Banda- ríkjanna, til ráðstjórnarinnar rússnesku, að sýna friðarvilja sinn í verki. Casey, utanríkisráðherra Ástralíu, sagði í sinni ræðu, að bæði austan og vestan járn- tjalds yrðu bráðlega til nægar birgðir af kjarnorkusprengj- um, til þess að leggja allar mik- ilvægar miðstöðvar í auðn, ef til styrjaldar kæmi milli „aust- urs og vesturs“. Hvatti hann því eindregið til, að reynt yrði að sættast á öll ágreiningsmál, áður en of seint yrði. Webb, fulltrúi Ástralíu, sem tók í sama streng, vék að Kóreu málunum, og lagði áherzlu á, að koma yrði í veg fyrir, að þvæla um formsatriði og til- högun enda yrði það til þess að tefja raunverulegar sam- komulagsumleitanir um deilu- atriðin sjálf. Mau-Mau-menn dæmdir. London (ÁP). — í Kenya hafa 44 Mau-Mau-menn verið dæmdir til lífláts. Menn þessir voru sekir fundn ir um hina viðbjóðslegu árás á þorp nokkurt sl. vor, er tugir manna voru myrtir á hinn hryllilegasta hátt. Það, sem Sunday Express sagði fyrir þremur vikum: The Sunday Express hefur engar sérstakar mætur á Mr. Dawson, en takist honum að rjúfa samtök fisk- hringsins (h. e. togaraeigenda) eiga brezkar húsmæður honum miklar þákkir að gjalda. Ofansltráð er úr ritstjórnargrein, sem birtist í The Sun- day Exprcss 23. ágúst. Þessi skoðun hefur sætt harðri gagn- rýni brezka fiskiðnaðarnianna (þ. e. togaraeigenda) •' bréfum til blaðsins og stéttarmálgagni þeirra. Togaraeigendur óskuðu eftir að koma á fund með ritstjóranum svo að þeir gætu persónulega lagt málið fyrir hann. The Sunday Express féllst á þetta, en telur sanhgjarnt, að ef togaraeigendur komi til fundar í Fleet Street, skuli Mr. Davvson koma líka. Mr. Dawson þá boðið. En hinsvegar neituðu togaraeigendur að koma á fund, ef Mr. Dawson væri viðstaddur. Það eru ekki margir, sem eru í neinum vafa um, í hverju vinna kafarans er fólgin, en það eru færri, sem vita, hvernig hún gengur fyrir sig. — Þessi mynd er tekin á sýningu, sem nýlega var haldin í London, og sýnir kafarann að vinnu í sérstöku keri og umhverfis það safnast einkum áhugasamir drengir. Rússum mistókst Everest- ganga á s.l. vetri. Misstu 6 menn hátt í norðufhlíðunum. Flugsýningin. verður á morgun- ef vcður leyfir. Undanfarið hefur sýning flugmálafélagsins á Reykjavík- urflugvelli við flugturninn ver- ið opin almenningi. Hefur hún verið vel sótt, enda er þar margt fróðlegt að sjá. Flugsýningunni, sem fram átti að fara í sambandi við flug- daginn, hefur verið frestað sök- um óhagstæðra veðurskilyrða. Það mun þó ákveðið, að hún fari fram á morgun, ef veður leyfir. Hefst hún væntanlega kl. 2 e. h. Þá munu fljúga yfir völlinn þær íslenzkar flugvél- ar, sem tiltækilegar eru þann dag, og má gera ráð fyrir, að þær verði eitthvað 14—15 og af ýmsum gerðum. Ráðgert er að sýnt verði listflug, sviffug, enn fremur keppni atvinnu- manna í svonefndri marklend- ingu- Þá verður gamanþáttur, þ. e. a. s. Baldur og konni ætla að fljúga, og ætlar Konni að skýra áhorfendum frá því, hvernig flugið tekst. Björn Páls son hyggst sýna björgunarflug, en björgunarsveitir frá Reykja vík og Keflavík munu einnig taka þátt í þeim sýningum. Sýnt verður flugtak með rak- ettum, og gera það menn af Keflavíkurflugvelli. Þá verður varpað niður birgðum úr heli- kopter-flugvélum, og þrýsti- loftflugvélar koma í heimsókn. Sýning flugmálafélagsins, sem, eins og áður hefir verið sagt, er óvenju fjölsótt- Alþjóðasambandi fjallamanna í Sviss hefir borizt til eyrna, að Rússar hafi gert tilraun til að klífa Everest-tind á sl. ári, en mistekizt. Gerðu Rússar tilraun þessa í desember-mánuði, og lauk henni með því, að sex þátttak- endur biðu bana. Hafði fjall- gönguflokkurinn æft sig lengi, oð afráðið var að hefjast handa, er það fréttist, að Svisslending- ar ætluðu að gera aðra tilraun eftir að sú, sem gerð var um vorið, hafði ekki tekizt. í leiðangri Rússa voru 35 van ir fjallamenn, auk fimm vís- indamanna, og var sérgrein eins athuganir á þoli manna í súrefnissnauðu lofti. Flugu þeir frá Moskvu 16. ágúst í fimm flutningavélum hersins og farið til Lhasa í Híbet, en þaðan varð að ganga til róta fjallsins að norðan og tók sú ferð mánuð. Komið var aftur til bækistöðv- anna við fjallsræturnar 27. des- ember sl., og vantaði þá sex leiðangursmanna. Menn þessir fórust, þegar þeir höfðu sett upp 8. tjaldbúðir sín- ar í 26,800 feta hæð yfir sjávar- máli. Féll skriða á þá og sóp- aði þeim langar leiðir niður hengiflug. Þótti hinum leiðang- ursmönnum þá rétt að halda heimleiðis. Skégareldar i FrakkBandi. París (AP). — Skógareldar mikijir geisa í S.-Frakklandi um þessar mundir. Sjóliðar frá Toulon hafa ver- ið sendir til að berjast við eld- ana, auk hersveita frá Marseill- es. Eldarnir hafa eytt skógum á um 2000 ha. svæði. Meðan þeirra, sem fórust, var foringi leiðangursins, Desh- nolvan, slyngasti fjallamaður Rússa, og tveir af vísinda- mönnunum. Þeir fá fiskkin ókeypisl B. Aires (AP). — Tvo daga vikunnar geta menn í helztu hafnarborgum Argentínu feng- ið fisk ókeypis. Er þetta gert til þess að draga úr kjötneyzlu í landinu, því að nautgripastofninn hefir geng- ið svo saman, að hann er nú talinn um þriðjungi minni en 1950. Er því svo komið, að Arg- entína getur sennilega ekki staðið við samninga við Breta um að senda 162,000 tonn af frystu kjöti fyrir áramót, því að þeir hafa aðeins sent rúm- lega þriðjung af því magni. En á hinn bóginn þorir stjórnin ekki enn að setja á skömmtun, þótt að því kunni að reka. ...........*.... Fljót ferð hjá Lagarfossi. M.s. Lagarfoss kom hingað í gærmorgun kl. 4 eftir óvenju fijóta ferð frá New York. Skiþið var réttan 7 % sólar- hring á leiðinni, en það þykir fljót ferð á þessum tíma árs og með fullfermi. Þó mun ekki hafa verið um metferð að ræða, því að bezti fími vöruflufninga- „Fossanna“ á þessari ieið er tæpir 7 sólarhringar. Eg vil taka eitt fram skýi't og skilmerkilega, þegar í byrjun. Eg er enginn Sir Galahad, sem kemur ríðandi á hvítum hesti, til þess að heyja baráttu fyrir brezkar húsmæður. Eg er kaup sýslumaður. Eg' lagði út í ís- lenzku fiskkaupin til þess áð hagnast og ekki í neinum til- gangi öðrum. Eg hef stundum verið kallað- ur fyrrverandi ,,hjólböru“- strákur og stundum mektugur fjármáiamaður, en hvað sem menn vilja kalla mig, er eg maður, sem fæ um það bil lOO tillögur vikulega í bréfum frá fólki um það, hvernig það getí hagnazt fjárhagslega, ef ég vilji styðja það. Eg les alltaf slíkar; tillögur af gaumgæfni, en að- eins endrum og eins skýtur, einhver upp kollinum, sem gagn er í. j Það var fyrir nokkrum mán- uðum, að mér var sagt, að inn- flutningur á íslenzkum fiski hefði verið bannaður með ein- hliða aðgerðum togaraeigenda. Þá varð mér ljóst: Að ef ég gæti flutt inn íslenzkan fisk þrátt fyrir bannið, mundi ég hagn- ast á því fjárhagslega. Þetta er land hins frjálsa framtaks og það er samkeppn- in, sem við lifum á. Þá óskaði eg eftir fundi með íslenzka ræðismanninum í London. Og hann sagði mér þessa sögu: > ísland lagði bann við togara- veiði á vissum svæðum. Vegna þessarar ákvörðunar settu tog- araeigendur löndunarbannið. Mjög fáir botna neitt í því, sem gerzt hafði. Það gerði ég ekki sannast að segja — fyrr en ég fór að kynna mér það. Það voru Norðmenn, sem byrjuðu. Eftir styrjöldina lögðu þeir bann við erlendri togara- veiði á vissum fiskimiðum und an ströndum landsins. Málið kom fyrir Haagdómstólinn 1951 og úrskurðurinn var Norðmönn | um í vil. Hefndarráðstafanir. I Dómsniðurstaðan leiddi ekki til þess, áð norskur fiskur væri bannfærður í Bretlandi. Norð- menn eru ekki hættulegir , keppinautar við togaraeigend- ur í Bretlandi, svo að þeir urðu ekki gripnir heilagri vandlæt- ingu. íslendingar gerðu nú hið sama og Norðmenn og bönnuðu togaraveiði á nýjum svæðum. Það er enginn váfi á, að þetta bann hefur leitt til þess, að tog- arar hafa ekki. lengur aðgöngu að tveimur beztu fiskimiðun- urij í norðurhöfum. íslendingar — en útvegurinn er þeirra höfuðatvinnuvegur — voru áhyggjufullir. Þeir óttuð- ust fiskþurrð á þessum mið- Frh. á 4. s.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.