Vísir - 21.09.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 21.09.1953, Blaðsíða 5
Mánudáginn 21. september 1953. T ! 8IH TH. SMITH : XXIII HúAðwinrim. Til hinna nýju stétta, sem hér hafa risið með vaxandi bygg'ð «g stórborgarbrag, má telja húsverðina. Það er ekki fyrr en í tíð þeirrar kynslóðar, sem í dag er tæpast komin á miðjan aldur, að hér rísa svo stór hús eða merkileg fyrirtæki, að þörf er talin á sérstökum manni til þess að hafa á hendi vörzlu húss eða mannvirkis, þar sem hún væri aðalstarf. Aðeins örfáar opinberar stofnanir, svo sem Alþingi, Stjórnarráð, Hinn almenni menntaskóli í Reykjavík og bankarnir höfðu tii skamms tíma sérstaka starfsmenn, sem önnuðust húsvörzlu. Síðan hefur þetta breytzt, eins og alkunna er, og nú má segja, að húsverðir bæjarins myndi sérstaka stétt. Eins og að líkum lætur, veljast einkum til slíkra starfa menn, sem eru kunnir að áreiðanleik, útsjónarsemi og hagsýni. En jafnframt Því, sem góður húsvörður vcrður að vera traustur og áreiðan- legur, þar sem honum er oft og einatt falin gæzla mikiila verðmæta, þykir oftast heppilegt, að slíkir menn kunni sitthvað fyrir sér, eigi marga strengi á sinni hörpu, geti sjálfir ráðið fram úr ýmsu, sem að höndum ber, án þess að þurfa að kveðja til iðnlærða menn eða sérfræðinga. Svo hefur og verið raunin á, og margir húsvarðanna myndu vafalaust geta tekið undir með Stephani G. er liann kvað: „Löngum var eg læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur.“ Hinsvegar eru þeir flestir svo hlédrægir, a. m. k. þeir, sem undirritaður hefur haft kynni af, að þeir myndu ekki sjálfir taka sér í munn ofangreind orð góðskáldsins. í hópi liinna hlé- drægu en traustu húsvarða cr tvímælalaust Guðmundur Magnússon, sem annazt hefur húsvarðarstörf í sendiráði Dana í stórhýsinu hvíta við Hverfisgötu, en við hann verður rabbað í Samborgaraþættinum í dag. Krabbe, sem þá var vitamála- stjóri, var beðinn að útvega mann til húsvörzlu. Gunnar Brynjólfsson, sonur síra Bryn- jólfs á Stað, vann á vitamála- skrifstofunni, og kom hann mér á framfæri við Krabbe, og síðan var eg ráðinn. Böggild sendi- herra, sem var ágætismaður, var hér stutt eftir að eg tók að vinna í sendiráðinu, en síð- an tók fræðimaðurinn Fontenay við, og var hér í 22 ár, þá C. A. C. Bruun, sem var hér í 2 ár, og loks núverandi sendiherra, frú Bodil Begtrup. Eg hefi því verið húsvörður í danska sendi- ráðinu hér í tíð fjögurra sendi- herra. Það er víst bezt að taka það fram strax, að eg hefi verið fjarska heppinn með húsbænd- ur, þó að þeir hafi verið ólíkir hver öðrum, eins og gerist og gengur. Starf yðar er margþætt, er 'það ekki? Eg fæst við ýmislegt. Fyrst þegar eg kom annaðist eg hesta sendiráðsins, en Böggild sendi- herra hafði gaman af útreiðar- túrum. Síðan komu bílarnir, og nú er eg líka bílstjóri sendi- ráðsins. Annars geri eg hreint í skrifstofunum, sé um garðinn, fer með skjöl um bæinn, ,,upp- varta“ þegar gestir eru, en það er oft, eins og gefur að skilja, einkum á sumrin. Þá hefi eg að sjálfsögðu vörzlu hússins með | sagt. En einu sinni kom það þó Guðmuiidur Magnússon er sextugur og nokkrum mánu'ðum betur. Hann er fœddur í Noröur- húsi í Höfnum hinn 14. febrúar árið 1893, sonur þeirra Guð- rúnar Jónsdóttur og Magnúsar Jónssonar, en þau voru hjú hjá síra Brynjólfi Gunnarssyni presti þar. Þegar Guðmundur var á öðru ári, fluttist síra Brynjólfur að Stað í Grindavík og foreldrar Guðmundar með honum. Þar ólst hann upp til 18 ára aldurs. Ekki hlaut hann aðra frceðslu en þá, sem veitt var í heimahúsum, en hún var þó traust, enda þótti síra Bryn- jólfur ágœtur uppfrœðari, en foreldrar Guðmundar ásríkir og kenndu honum allt það, er þau bezt vissu, að honum mœtti að gagni koma. Átján ára gamall flyzt Guð- mundur að Kalmanstjörn, og tekur að stunda þar sjóróðra hjá Ólafi Ketilssyni útgerðar- manni, en formaður hét Jón Jónsson, duglegur sjómaður og árœðinn. Farkosturinn var átt- œringur, en Bolinder-vél, Tux- ham eða June Munktéll, létu þeir félagar afskiptalausar. Þeir reru út undir Reykjanesröst á vorin, annars djúpt út af Kal- manstjörn, — veiddu á fœri og línu. Aflanum var skipt í 12 staði, og munu oftast hafa komið þetta 6—8 skippund í hlut. Venjulega var lagt upp í birtingu, en komið að landi, ef allt var með feldu, upp úr há- deginu. Hinsvegar var oft ekki búið að gera að aflanuin eða beita fyrr en seint á kvöídin, svo að vinnudagurinn varð ein- att langur. Frá Kalmanstjörh reri Guðmundur í 5 ár. Guðmundur var þó eklci með öllu laus við sjóinn eða skyld störf, þvi að um skeið reri hann frá Norðfirði, var þrjú sumur á sild fyrir Norðurlandi, en eitt sumar við vitabyggingu í Reykjarfirði. En árið 1921 hefst nýr þáttur í œvi Guðmundar Magnússonar. Hann flyzt til Reykjavikur og ræðst húsvörður til sendiherra Dana í hinu myndarlega, þrí- lyfta steinhúsi við Hverfisgöt- und, sem þá þótti með glœsileg- ustu húsum bœjarins, og er raunar enn. □ Tæpast mun Guðmund hafa rennt grun í, að nú væri hann að hefja ævistarf sitt, er hann gekk fyrst á fund Böggilds, fyrsta sendiherra Dana á ís- landi, eftir að ísland varð sjálf- stætt ríki samkvæmt sam- bandslögunum. En örlagadís- irnar höfðu þó afráðið það, svo að ekki varð um þokað, enda ,,er þetta víst í ættinni“, segir Guðmundur, „því fóreldrar mínir voru í 20 ár hjá síra Brynjólfi, en ég er: búinn að vera í 32 ár í sendiráðinu.“ í hettunni í sendiráðinu? Já, þau eru orðin 32 árin, sem eg hefi unnið þar, eins og eg sagði yður áðan. Þetta er langur tími, sem þó hefur verið furðu fljótur að líða, en ætli manni finnist það ekki alltaf, eftir því, sem aldurinn færist •yfir? Svo stóð á'ráðnihgu nknríí í þetta starf, að Thorvald snemma gaman af söng og hljóðfæraslætti. Það var tii orgel heima hjá Ólafi Ketils- syni á Kalmanstjörn, oj* lék dóttir hans á það. Eg hafði fjarska gaman af að hlusta á hana spila. En eg hefi annars verið í karlakórnum „Fóst- bræðrum", sem áður var kenndur við K.F.U.M., í 30 ár, er þar enn og syng annan tenór, og hlakkaði alltaf til að koma á æfingar. Það er min bezta skemmtun. Eg fór tví- vegis í söngför með kórnum, til Noregs árið 1926 og Danmerltur 1931. í Noregi sungum við í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Haugasundi, og var alls staðar vel tekið og aðsókn ágæt. Til Danmerkur fórum við í boði kórsins „Bel Canto“. í Kaup- mannahöfn var okkur kórfélög- unum dreift niður á heimili manna, eg man að eg bjó hjá Ágústi Flygenring, sem þá bjó í Höfn. Þetta var á norrænu söngmóti, og þótt frammistaða íslendinga góð, og margir töldu okkur næstbezta (en Svía bezta). Þótti okkur það góður vitnisburður. — „Fóstbræður" eiga nú, að mér finnst, líklega beztu bössum á að skipa, sem til eru í íslenzkum karlakórum. Þetta eru traustir bassar t.d. Hallur, Gísli Pálsson, Ágúst Bjarnason og bræðurnir Krist- inn og Ágúst Hallssynir. Ann- ars hefur kórsöngur hér æ meiri hnigið í þá átt, að undirleikur sé hafður með, og þá er vitan- lega auðveldara að syngja. Hefur aldrei hvarflað að yður að fá aðra vinnu? Það get eg eiginlega ekki höndum, dytta að ýmsu og hefi umsjón með, að hlutirnir seu á sínum stað, og þar fram eflir götunum. Var ekki oft fjarska gestkvæmt? Mikil ósköp. I sendiráðið hefur komið fjöldi gesta, tigin- borinna sem annarra góðra gesta. Kristján 10. konungur kom þangað þrisvar í minni tíð, 1926, 1930 og siðast árið 1936. Hann var ákaflega blátt áfram og vingjarnlegur, sýndist mér. Þá komu hingað stundum for- sætis- og aðrir ráðherrar Dana, er þeir voru í heimsókn hér. Það sópaði t.d. að Stauning, þegar hann var hér á ferðinni, en hann var sérlega elskulegur og alþýðlegur maður, sem ævinlega þakkaði það með virktum, sem fyrir hann var gert. Fontenay sendiherra var mikill lærdómsmaður, sem var sýnt að sinna gestum, enda tal- 1 aði hann mörg tungumál, m. a. íslenzku ágætlega, ensku, frönsku og þýzku, en auk þess. arabísku, enda sérmenntaður í þeim fræðum. Háhn vár mikið fyrir bækur, og átti mikið og gotf bókasafn. Hann háfði fá- gætan áhuga fyrir íslenzku máli, enda ritaði hann talsvert um það, m.a. kveðskap Jónasar Hallgrímssonar, og mun sú ritgerð hafa vakið talsverða athygli fræðimanna. fyrir, að eg fór frá sendiráðinu í sex mánuði. Síðan eru mörg ár. Þá stóð nefnilega til að ráða barnlausan húsvörð, en við átt- um tvo stráka. Þá hætti eg að sjálfsögðu, en á meðan voru nýir menn teknir í starfið. Eftir hálft ár eða svo komu þó boð til mín um áð taka aftur við starfinu, þó að drengirnir mínir fylgdu með. Svona gengur það. Eg hefi annars alltaf kunnað vel við mig í þessu starfi. Eg hefi verið lánssamur og hepp- inn með húsbændur. Starfið er þó dálítið bindandi, — eg þarf eiginlega helzt alltaf að vera við. Þó er fólk liðlegt og gefur mér frí, þegar því er að skipta og um það er beðið. Og úr því, sem komið er, tel eg ekki lík- )egt að eg taki að mér annað starf. Mér þykir líka gaman að blómum, en garður sendiráðsins er fallegur, og þar ér gaman að' dunda við blómin og sjá um grasflötina. Hvað mynduð þér gera, ef þér væruð orðinn ungur r. ný? Það -er erfitt að svara svona spurningu. Eg held að eg myndi þá reyna að læra eitthvað. Mér hefur alltaf fundizt eg hafa farið á mis við mikið, þar sem eg gat ekki sótt skóla. En þetta hefur nú gengið blessunarlega samt. Konan mín og drengirnir mínar hafa alla tíð reynzt mér vel, og eg hef verið farsæll, þegar á allt er litið. Og það gladdi mig hvað mest, að dreng- irnir mínir voru báðir duglegir í skóla og hafa komizt vel áfram, □ Guðmundur Magúnsson er kvæntur ágætiskonunni Heigu Jónsdóttur, frá Kollafossi i Miðfirði í Húnavatnssýslu. — Synir þeirra tveir eru síra Magnús í Ögurþingum, og Pét- ur verkfræðingur, en hann út- skrifaðist frá Verkfræðiháskól- anum í Höfn í vor, og starfar nú hjá Sameinuðum verktök- um. Og svo er dóttir þeirra, Ragna, sem nú er 10 ára. Guðmundur er maður trú- hneigður, og heíur starfað í félagsskapK.F.U.M.-manna hér í borg um áratugi. Þar hefur hann unnið að málum þeirra samtaka, hávaðalaust og af hógværð og lítillæti. í þrjátíu og tvö ár hefur hann gætt sendiherrabústaðar- ins við Hverfisgötu. Þeir, sem bezt ' þekkja til Guðmundar, vita, að það starf hefur hann rækt af frábærri samvizkusemi og trúmennsku. — Hann er kurteis, stilltur vel, óáreitinn og hlédrægur. Mér þykir senni- legt, að hann hafi aldrei kastað rýrð á stétt sína, né sé líklegur til þess héðan af. Nýkomnar Káputölur stórar og smáar .í glæsilegu úrvaU H. Toft Skólavörðuslíg 8. Sírrt: 1035. Mér er sagt, að bér stundið söng í frístundum yðar. Það ér vist alveg rétt, en .í fulllibmnu hófi þó. En sann- leikurinn er sá, að eg hafði Guðmundur sinnir margháttuðum störfum, auk húsvörzlpnnar, m. a. sér liann um blómagarðinn fagra umhverfis sendiherra- bústaðinn. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.