Vísir - 22.09.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 22.09.1953, Blaðsíða 5
Þctta er bronsmynd af Folke Bernadotte greifa, sem nýlega var reist á landamærum Danmerkur og Þýzkalands. Það' voru frelsishetjur og fyrrverandi fangar úr 'þýzkum fangabúðum, senr létu- gðra.myndina í samráði við Beniadottenefnding. Er hún gerð af myndhöggvaranum Sigurd Forchhammer. m 4UGLYSAIVISI eiv.það: ,vill Þriðjudaginn 22. september 1953. Tlsxa Landsmenn afbiðja blóm og tómata. Á að loka gróðrarstöðvum landsins? Það var mikið áfall fyrir gróðurhúsaræktina : landinu þegar fyrsta jarðarfararaug- lýsingin birtist með bessum al- kunnu orðum „Blóm og krans- ar afbeðið“. Að vísu hafði þessi eina aug- lýsing ekki svo mikið að segja fyrir afkomu garðyrkjubænd- anna, en það sigldu þúsundir auglýsinga í kjölfarið og má nú heita að þetta sé fastur lið- ur allra jarðarfaratilkynninga í útvarpi og blöðum. Fyrst framan af var þetta samkvæmt ósk hins látna, en nú í seinni 'tíð vii-ðast aðstandendur hafa tekið alla ábyrgð á sínar herð- ar. Það má að sjálfsögðu margt um þessa afbeiðni segja, bæði jákvætt og neikvætt, en út í þá sálma skal ekki farið hér. Per- sónulega finnst þó þeim er þetta ritar að nokkuð af helgi- siðum jarðarfararinnar sé fellt niður með þessari afbeiðni og óþekkt mun hún vera meðal annara menningarþjóða. Að sjálfsögðu tóku garð- yrkjubændur afbeiðslunni karl- mannlega, sættu sig við að lögmálið um að eins dauði væri annars brauð var þverbrotið á baki þeirra og stilltu blóma- ræktinni í hóf en juku í þess stað ræktun ávaxta og græn- mefis í húsum sínum. Tómatarækt arðvænleg. Það mun láta nærri að gróð- urhúsin í landinu séu um 70 þús. fermetrar að flatarmáli. í um það bil V3 eru ræktuð blóm en í % gróðurhúsanna ávextir og grænmeti, að lang- mestu leyti tómatar. Tómata- ræktin hefur á undanförnum árum verið arðvænleg atvinnu- grein, þar sem sæmileg skilyrði eru fyrir hendi og það er at- hyglisvert að garðyrkjubænd- um hefur tekist að framleiða þessa vöru við verði sem er fyllilega sambærilegt við verð- lag á öðrum nauðsynjavörum almennings (hefur venjulega lækkandi áhrif á vístitöluna) og er auk þess fyllilega sam- bærilegt við verðlag í ná- grannalöndum vorum, en með- an verðið var hærra var oft miðað við þau. í þessu sam- bandi má geta þess að kaup- maðurinn fær V4 af því verði sem húsmæðurnar greiða fyrir tómatakílóið á hverjum tíma fyrir að rétta það yfir borðið, eins og það er orðað, en garð- yrkjubóndinn % hluta fyrir að framleiða vöruna og koma henni í verzlunina og hefur hann á sinni' könnu alla áhættu við ræktun og geymslu, greiðir flutningsköstnað, sölulaun, o. s. frv. Betri vara — lægra ver'ð. Með gagnkvæmum skilningi kjósa heldur að 7 ára börnin séu frá kl. 10% til 12,45 eða kl. 2,30 í skólanum. A. Jónsson“. Eg þakka síðan Arnfinni Jóns- syni skólastjóra fyrir svar hán.s, •sem ég' vona að 'áliit1 foréhftúr skiljii ki‘.‘ '‘:' u'< : ’ " allra þeirra aðila sem hér eiga hlut að máli mætti án efa færa þetta til betri vegar húsmæðr- um í vil þ. e. a. s. þær fengju betri vöru við lægra verði án þess að skertur yrði hlutur framleiðanda og milliliða. Til þess þarf fyrst og fremst betra skipulag og síðan ótal margt fleira sem hér verður ekki komið inn á. En nú fær gróðurhúsarækt- in annað stóra áfallið. Lands- menn „lifendur og dauðir“ hafa þegar afbeðið blómin, nú afbiðja þeir tómatana, þ. e. a. s. þeir sem eftir lifa. Ástæðan er í stuttu máli hinn gífurlegi innflutningur grænmetis og einkum ávaxta allt frá Kanarí- bönunum til ísraels-daðlna og hefur sumt af þessu a. m. k. verið selt hér með óheyrilega háu verði miðað við nágranna- löndin, en það er önnur saga. Sá sem þetta ritar átti tal viö þjóðkunnan mann á síðast liðnu vori og bar þessi mál þá á góma. Eg skýrði hon- um frá því, að innflutningur grænmetis og ávaxta sl. ár hefði í ísl. krónum numið tí- fallt hærri upphæð en öll fram- leiðsla gi'óðrarstöðvanna í landinu á þessum afurðum. Minna mætti nú gagn gera. „Og ekki batnar það,“ varð mann- inum að orði, hann reyndist sannspár. í sumar voi'u öll met slegin hvað ávaxtainnílutning snertir, einmitt á þeim tíma þegar tómataframliðslan var mest, með þeim afleiðingum eftir því sem næst verður kom- ist, að öörum hverjum kassa sem á markað barst þui'fti að fleygja á haug út. (Að vísu þurfti einnig að fleygja ein- hverju af því innflutta). Garðyrkjubændur að gefast upp. Áhrifin eru þegar farin að koma í ljós. Garðyrkjubændur, sem margir hvei'jir eiga allt sitt undir afurðasölunni 2—3 mánuði ársins hafa sumir ekki upp í kostnað við í-æktun og starfrækslu hvað þá til að sjá sér og sínum farborða. Menn vilja nú selja eða leigja stöðv- arnar og leita sér atvinnu suður á Keflavlkurflugvelli eða fara til sjós, því garðyrkjumenrj ei-u hraustir karlar margir hverjir. Til marks um það má.benda á sem í sumar, þegar harðna tók á dalnum fyrir gróðurhúsa- ræktinni, för úr heitustu gróð- urhúsum álfunnar austur i. Biskupstungum og beint norð- ur á Grænlandsmið, köldustu fiskimið heimsins, sem háseti á einum nýsköpunartogarnum. Aldur mannsins er ekki hár enda er héf um að fæða ein- hverja yngstu stétt landsins, hann er aðeins 16 ára aldri. Hann ætlar sér að stunda nám í Skógarskóla í vetur, en leizt ekki á að hann fengi „fyrir far- inu“ með því að starfa sem gröðurhúsamaður í sumar. Á að leggja togurunum? Menn vilja sem sagt leigja Stöðvarnar eða r;,’' bara enginn kaupa eða taka ; leigu gróðrarstöð eins og nú árar, og hvað á þá til bragðs að taka þegar landsmenn af- þakka blóm og tómata? Það er aðeins eitt fyrir hendi, að loka g'róðurhúsunum og hætta að ,,höndla“. Miðað við verðmæti alh-a garðyrkjustöðva landsins í dag væri þetta svipað og að leggja 10 nýsköpunartogurum inn í Sundum og ætti sú mynd ekki að þurfa nánari skýringar við. Hagnýting jarðhitans er hug- tak sem allir þekkja, a. m. k. allir stjórnmálaflokkarnir rétt fyx'ir kosningar. Við þessi oi'ð eru tengdar fagrar hugsjónir en ekki áð sama skapi raun- sæar. — Ekki má gleyma því hvað blessaðir útlendingarnir eru hrifnir af gróðurhúsarækt- inni okkar og þeirra vegna held ég að ætti í lengstu lög að starfrækja að minnsta kosti eitt gróðurhús að Reykjum í Ölfusi og fengi Unnsteinn vinur minn um leið tækifæri til að koma hinum ýmsu „geníölu“ hug- myndum sínum í framkvæmd, sem að undanförnu hafa verið að bii’tast í Alþýðublaðinu. Komi til þess að loka þurfi garðyrkjustöðvum landsins þá vil ég leggjá til að þeim sé lokað með hátíðlegri viðhöfn t. d. með mikilli veizlu sem hald- in sé í höfuðstaðnum og þangað sé boðið mætustu mönnum þjóðarinnar, ræður fluttar og minni drukkin garðyrkjunni til heilla. Að síðustu vil ég reisa veg- legt minnismerki, þessum horfrfe atvinnuvegi ti.l heiðurs og sé það kostað af innflutn- ingi erlendra ávaxta. Stefán Þorsteinsson. Matborg Lindargötu 46 Símar 5424, 82725 Skipting nemenda 1. og 2. bekkj- ar gagitfræðaskóla miíii skóla. Frá skrifstofu fræðslufulltrúa hefur blaðinu borizt eftirfar- andi tilkynning um skólahverfi nemenda í I. og II. bekk gagn- fræðaskóla (nemendur f. 1939 og 1940). Skólahvei'fi gagnfræðaskól- anna verða óbreytt að öðru leyti en því, að sá hluti Njáls- götu, sem áður heyrði til Gagnfræðaskóla Austurbæjar, fellur nú undir Gagnfræðaskól- ann við Lindargötu. Á bað þó aðeins við um nemendur 1. bekkjar. Þeir nemendur, sem voi'u í fyrstu bekkjum gagnfræða- skólanna s.l. vetur, sæki sömu skóla á vetri komanda, nema þeir hafi flutzt milli hverfa. Gagnfræðadeild Laugarnes- skóla sækja allir nemendur bú- settir á svæðinu norðan Suðrn'- landsbrautar frá Fúlalæk 1 Tungutúni, (milli Lækjar- hvamms og Kirkjusands, að Elliðaám. Ennfremur þeir, sem heima eiga austan Elliðaána. Gagnfræðaskólinn við Lind- argötu. Hann sækja þeir nem- endur úr hverfi Austurbæjar- barnaskólans, sem búsettir eru við Njálsgötu, Háteigsveg og noi'ðan þessara gatna. Enn- fremur nemendur úr Höfða- borg, Samtúni, Miðtúni og Há- túni. Gagnfræðaskóla Austurbæjar sækja nemendur úr hvei'fi Austurbæj arbarnaskólans, sem búsettir eru við Bei'gþórugötu, Flókagötu og sunnan þeirra. Ennfremur nemendur úr barnaskólahvei'fi Laugarnes- skóla, sem heima eiga sunnan Suðurlandsbrautar að Elliðaám. Gagnfræðadeild Miðbæjarskól- ans sækja nemendur búsettir í hlutaðeigandi barnaskóla- hverfi austan Fríkii'kjuvegar og Lækjargötu, og sunnan Bankasti-ætis, Laugavegar (að Vegamótastíg) og Grettisgötu. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar. Hann sækja allir aðrir nem- endur búsettir í barnaskóla- hvei'fi Miðbæjax’skólans en þeir, sem taldir eru að framan, og ennfremur nemendur úr Mela- skólahverfi, sem heima eiga á svæðinu norðan Hringbrautar og austan Bræðraborgarstígs. Gagnfræðaskólinn við Hring- braut. Hann sækja allir aðrir nemendur úr Melaskólahverfí. en þeir, sem að framan eru taldii'. Athugasemd: Þeir nemendur, sem flutzt hafa í bæinn eða milli hverfa í bænum án þess að hafa tilkynnt það hingað í skrifstofuna, mega búast við að þurfa að sækja skóla annars hverfis en þess, sem þeir eru búsettir í. Á þetta einkum við' I. bekkjar nexnend- ur í skólahverfum Laugarness og Gagnfræðaskóia Austur- bæjar vegna þrengsla í hlut- aðeigandi skólum. Frá skrifstofu fræðslufulltrúa. SKIPAUTG6RÐ RIKISINS NLs. Heiðnbxelð austur um land til Raufarhafn- ar hinn 26. þ.m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðai', Borgarfjai'ðar, I Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Raufarhafnar í dag og á morgun. Farseðlar seldir árdegis á föstudag. M.s. Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar hinn 29. þ.m. Tekið á móti1 flutningi til Tálknafjarðar, Súgandaf j arðar, Húnaflóahafna, Skagaf j arðarhafna, Ólafsfjarðar og Dalvíkur á morgun og' fimmtudag. Far- seðlar seldií’ árdegis á mánu- dag. ,$. Hekla Þetta er I austur um land í hringferð hinn 29. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsf j arðar, • Reyðarfjarðar, Eskifjarðai’, ' < 1 Norðfjarðar, Seyðisíjarðar, Kópaskei-s og Húsavíkur á morgun og íimmtudag. Far- seðlar seldir á mánudag. „Skaftfellingur" til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka daglega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.