Vísir - 23.09.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 23.09.1953, Blaðsíða 1
«1. fcrg. Miðvikudaginn 23. septembér 1953. 216. tbí. íldvei ur tregari e >¦ í gær bárust 1600 tn. i land í Sandgerði. ! Síldveiði í Grindavíkursjc hefur verið tregari í nott en J undanfarna daga, en þó hafa einstaka bátar fengið góðan afla, eða allt upp í 200 tunnur. \ Yfirleitt er bátaflotinn í Grindavíkursjó á stóru svæði, sumir mjög austarlega. Mönn- . um ber saman um, að síldin, isem veiðist, sé talsvert stærri i . en sú, sem veiðzt hef ur í Faxa- ; flóa í haust. Sandgerðisbátar munu yfir- Þetta gæti verið ágæt mynd af „Gyðingnum gangahdi", enda þótt maður bessi hafi tekið tækn- ina í þjónustu sína — reiðhjól. Karl þessi á heima í Danmörku og er farandsali. Varning sinn hefur hann á vagninum, e»- einnig sést & myndinni. AHsherjarþiic9 Sþ ræðir ekki síjórnmátafedinn um Kóreu. Þad ræðir afvopnunartitlögu Rússa. Einkaskeyti frá AP. — New York í morgun, Allsberjarþing Sameinuðu þjóð anna samþykktu í gær með 40 atkvæðum gegn 8 tillögur dag- skrárnefndar varðandi útvíkk- un stiórnmálafundarins. Verð- ur málið því ekki tekið á dag- skrá. Fréttaritarar segja, að meðal ýmissa fulltrúa gæti þó þein-.a skoðana, að ef til algers öng- þveítis leiðir og ekkert sam- komulag næst um fundinn, verði óhjákvæmilegt að þingið taki málið til meðferðar. Margir bundu nokkrar vonir við það, að Lodge, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði í ræðu sinni í gær, er hann lagðist gegn tiilögum Vishinskys, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að á ráð stefnunni sjálfri yrði rætt, er hún væri komin saman til fund- ar, hvort kveðja skyldi til full- trúa fleiri þjóða. Þessi ummæli og fleiri, sem hann sagði, þótti benda til nokkurs sveigjan- leika hjá Bandaríkjastjórn, og mundi nokkurra tílslakana að vænta af henni í samkomulags skyni. Þó dró það nokkuð úr vonum manna, að einn af tals- mönnum Bandaríkjastjórnar í Washington dró úr ummælum Jjodges, en annar talsmaður hennar taldi þau hin mikilvæg- ustu. Virðast skoðanir fyrir- svarsmanna í Washington jrekast á í þessu efni. Allsherjarþingið hefur sam- þykkt að ræða enn einu sinni afvopnunartillögur Rússa. 99 N jósrta" áómar í Póllandi. Pólskur herréttur hefu rdæmt Kazmarek biskup í 12 ára fang- elsi og 3 klerka og nunnu í 5 —10 ára fangelsi. Dómurinn yfir nunnunni var skilorðsbundinn. — Fólk þetta var sakað um njósnir. Hreinsað til í Grúsíu. Vínir Besia seltir frá. Tass-fréttastofan rússneska tilkyimti í gær, að í Georgiu (Grúsíú), sem er eitt af sovét- lýðveldúnum, hefði ýmsum helztu leiðtogum kommúnista verið vikið frá störfum. Sams konar tilkynningar voru birtar í Tiflis og kom þar fram, áð frávikningarnar voru sam- kvæmt skipun Kommúnista- flokks Ráðstjórnarríkjanna til miðstjórnar kommúnistaf lokks - ins í Grúsíu. Meðal þeirra, sem vikið var frá, er forsætisráð- herrann, Bakraze, og aðalritari miðstjórnar kommúnistaflokks- ins; — Þetta er þriðja hreinsun- in í ættlandi Stalins eftir lát hans' og til þess gerð, að því er talið er, að uppræta þá áhrif a - menn, sem voru fygismenn og skjólstæðingar Beria. Riíssneskir hermenn lífláfitir fyrir óhlýðni í A.-Þýzkalandi. Wei tuou að skjóta á Einkaskeyti frá A.P. — , Berlin í gær. Margt bendir til þess, að f jöl- margir rússneskir hermenn hafi Meitað að skióta r. yerkamenn í uppþotunum í A.-Berlin i júni. Áður hafði verið látið í veðri váka, að rússnesku hermenn- irnir hafi haft fyrirskipun um að beita ekki skotvopnum sín- um, því að alþýðulögreglán iiaundi sjá um alla skothríð, sem nauðsynleg þætti. Nú hafa hinsvegar tveir rússneskir yfirmenn flúið yfir á vestur- svæðin hér í borg og þeir skýra báðir frá fregnum, sem virðast foenda til þéss gagnstæða — nefnilega að rússneskum her- uppþotsmenn 17. júní. 1 möftnum hafi verið gefnar skipanir um að skjóta á fylk- ingar verkamanna, en margir neitað að gera það. Annar Rússinn skýrði frá því, að hann vissi um 20 rússneska hermenn sem hefðu verið teknar af lífi fyrir að neita að beita byss- um sínum gegn uppþots- mönnum. Þá halda áfram að berast fregnir um dóma yfir þýzkum mönnum, er þátt tóku í óeirð- unum í ýmsum helztu borgum A.-Þýzkalands. Dómarnir eru ekki birtir í blöðum 'landsins, til þess að ekki sé vakin athygli á því, hversu víðtæk uppþoíin voru. Af hverjnm er 13. líkft? Franska lögregl- an glimír víð gátn. Paris (AP). — í 10 daga hefir lögreglan í Bordeaux og víðar í Frakklandi reynt að finna svar við einna ntestu afbrotagátu, sem upp hefir komið eftir' stríðið ög raunar um enn lengri tíma. Þannig er nefnilega mál méð vexti, að í grafhýsi einu í grennd við Bordeaux, þar sem ver'a áttu 12 líkkistur, fundust alls 13, er það var opnað. í 13. kistunni var lík undurfagurrar stúlku, sem kíætt var bláum samkvæm- iskjól og meö silfurskó á fótiun. Ia'kið hefir, að ágizk- im lækna, hvílt í þvelfing- uiaiti í ura það bil 3 ár eða skernor. Borgarstjóra Edtnborgar búhih hinfað. Með Gullfaxa í kvöld er væntanlegur hingað til lands Sir James MiIIer, borgarstjóri Edinborgar. Hingað kemur hann í boði Reykjavíkurbæjar, og mun dvelja hér til n. k. þriðjudags. Tilefni þessarar heimsóknar mun vera það, að árið 1949 bauð borgarstjórinn í Edinborg öllum borgarstjórum höfuð- borga Vestur.-Evrópu á hljóm- listarhátíðina í Edinborg, en síðan hafa hinar ýmsu höfuð- borgir verið að endui-gíalda gestrisni-' Skota með þvi að bjóða borgarstjóranum í Edin- borg til sín. Sir James Miller er tæplega fimmtugur að aldri. Hann hef- ir verið boi-garstjóri Edinborg- ar í rúm t-vö ár. Geta má þ'es's, að þégar Gullfoss kom í fyrsta skipti til Edinborgar, var Sir James þar fyrir sem staðgengill borgarstjórans, svo að hann er íslendingum ekki með öllu ó- kunnur. Hér mun hann dvelja að Hótel Borg, en bæjarstjórn mun sýna honum ýmsan sóma, fara í ferðalög með honum.til Gull- foss, Geysis og Þingvalla, enn- fremur sýna honum mannvirki bæjarins o. s. frv. leitt .hafa verið með 20—20» tunnur í morgun, en hæstur rnun Víðir hafa verið, með 200 tn. Veðurer enn stillt og bjart. I • í gær bárust 1600 tunnur á land í Sandgerði, en 2900 í fyrra dag, en þá var landburður af . síld, eins og Vísir skýrði frá í gær. j Hafnarfjarðarbátar eru einn- |ig í Grindavíkursjó austarlega, | eins og fyrr segir. Þeir voru með Lheldur lítinn afla í morgun, I flestir með 20—26 tunnur. —• Hins vegar hefur afli þeirra verið ágætur undanfarna 3 daga eins og annarra báta, sem veið- ar stunda í Grindavíkursjó þessa dagana. Fréttaritari Vísis í Sandgerði tjáði blaðinu í morgun, að það háði mjög bátum þar, hve hafn. arskilyrði eru léleg. Að vísu hefur bryggjan verið lengd um 30 m. í sumar, eins og skýrt hefur verið frá, en það er alls- endis ófullnægjandi. í dag er t. d. gert ráð fyrir, að um 30» .bátar verði að biða 3-—4 klst. eftir flóði, til þess að þeir fljótí að bryggju. Þetta veldur vita- ,skuld því, að síldin kemst ekki í vinnslu fyrr en undir kvöld: og dýrmætur tími því farinn tit spillis. Er því mjög aðkallandi ,að bryggjan verði enn lengd til muna. Akranesbátar eru væntanlegir í dag. Þeir voru í nótt sunnan Reykjaness sem aðrir bátar og fengu sumir ekkert, allmargir 30—50 tn. og stöku bátar yfir 100. — Meðal þéirra, sem bezt öfluðu, var Ól- afur Magnússon með 100 tn. Böðvar hafði einnig fengið góð- an afla. Tyrkir hafa ákveðið að vinna við Hellusundsbrúna eigi að hefjast laust eftir áramótin. í lok júlí voru alls 2,5 millj. sjónvarpsviðtækja í Bretlandi og N.-írlandi. Lýst eftir 16 ára pilti. Jakki hans og skór hafa fundizt vjði Skúiagótu. Rannsóknaiiögreglan hér í Reykjavík lýsir eftir 16 ára gömlum pilti sem hvarf að heiman frá sér í fyrrinótt. Piltur þessi heitir Baldur Er- lendsson til heimilis að Berg- þórugötu.45. Hann fór að heim- an fré sér um eittleytið aðfara- nótt l ifiðjudagsins 22. þ. m. og hefur ekki til hans spurzt eftir það. Baldur, sem er 16 ára að aldri, er í hærra meðallági, nokkuð þrekinn og með mikið Ijósskolleitt hér. Hann var klæddur í grá jakkaföt en frakkalaus. Rannsóknarlögreglan biður þá sem kynnu að hafa orðið pilts þessa varir umrædda nótt eða vissu á einn eða annan hátt um ferðir hans að gera sér að-; vart. þess má geta að í gærmoi-g- un, um áttaleytið, var hringt á lögi-egluvarðstofuna og til- kynnt að karlmannsjakki með skilríkjum merktum Baldri Er- lendssyni, hafi ásamt skóm og bomsum fundizt undir húsvegg Gúmmíbarðans við Skúlagötut

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.