Vísir - 24.09.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 24.09.1953, Blaðsíða 4
▼ fSIR Fimmtudaginn 24. september 1953. wxsxxs. jf ■ ' DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. . : ; Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. j :j Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Tlfil Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Simi 1660 (íimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. HiísnæðisvandamálÍR. TVj'okkuð hefur verið rætt um húsnæðismálin hér i bænum upp á síðkastið, og var ekki nema eðlilegt, að þau kæmu jneðal annai’s til umræðu á fundi bæjarstjórnarinnar ekki alls fyrir löngu. Lét bæjarstjórnin í ljós ánægju sína yfir þeirri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að hún rnundi stuðla að auknum íbúðarhúsabyggingum í kaupstöðum og kauptúnum, ,;og leggja auk þess kapp á að tryggja lánsfé í vaxandi mæli, svo að hægt sé að auka framkvæmdir að þessu leyti. Auk þess hét bæjarstjórnin því i ályktun, sem hún samþykkti um þessi jnál, að hún mundi af sinni hálfu greiða fyrir íbúðabyggingum ;einstaklinga og félaga, til þess að sem flestir bæjarbúar geti ;eignast ibúð fyrir fjölskyldu sína. 'j Það er vitanlega hægt að fara ýmsar leiðir til þess að sjá .bæjai'búum fyrir húsnæði. Ein er sú, að bærinn taki að sér að byggja yfir alla, en varla mundu margir vera hlyntir slíkri leið, því að nógu þungar þykja álögurnar af hálfu hins opin- ,jbera. Menn þola miklu frekar þær álögur, sem þeir skapa sér i'sjálfir, til dæmis nieð hyí að ráðast í að byggja yfir sig, og iþess vegna er það s‘ o’un bæjarstjórnarmeirihlutans hér, að i heppilegasta leiðin til þess að leysa húsnæðisvandræðin sé að ,'gera sem flestum fært að eignast íbúðir. í samræmi við þetta hefur vbrið starfað hér í bæ undanfarin ár, enda þótt það hafi tafið þróunina á þessu sviði, hver höft hafa verið á hverskyns i.byggingum til skamms tíma. i Með viðskiptasamningum við Rússa var gert ráð fyrir miklum innflutningi á sementi, svo að ekki ættu íbúðabygging- ar að standa á því, að það verði ekki til. Hinsvegar verður vafa- laust þörf á talsverðu lánsfé til handa þeim er vilja nú ráðast í byggingu íbúða fyrir sig, og þar verða bær og ríki að sýna i.vilja sinn í verki. Báðir þessir aðilar hafa heitið því að vera mönnum innan handar í þessu efni, og einstaklingar og félög iHiunu vænta þess, að þau loforð verði uppfyllt fljótt og vei, enda mun ekki standa á því, ef ekki árar verr á næstunni en að undanförnu, en ekki er ástæða til.að gera ráð fyrir því. 1 Andstöðuflokkar Sjálfstæðisflokksins í bæjarsíjórn hafa að sjálfsögðu kyrjað hinn gamla söng sinn um það, að hér ,væri ekki nægilega mikið gert í þessum efnum. Þeir eru vitan- lega mennirnir til þess að leysa hverskonar vanda á þessu sviði sem öllum öðrum, og heimta alltaf meira og meira. - , Það nægir þó ekki eingöngu að gera kröfur, svo sem bezt má greina af framkvæmdum þeim, sem unnar eru einmitt í þessum málum í þeim kaupstöðum, sem þessir flokkar ráða. Ekki geta þeir státað af því, að þar sé meira byggt fyrir borg- arana en hér hefur verið gert í Reykjavík um mörg undanfarin ár. Hér í bæ hefur meirihluti bæjarstjórnar átt þátt í eða hreinlega látið byggja hundruð íbúða á síðustu árum, svo að meira fjör hefur verið í þessum framkvæmdum en á nokkrum öðrum stað á landinti — jafnvel ekki að tiltölu við fólksfjölda. Það er ekki úr vegi, að Reykvíkingar hafi þessar staðreyndir í huga, er vinstri flokkarnir fara nú að hefja róðurinn vegna bæjarstjórnarkosninganna í vetur, og hyggjast afla sér at- kvæða á húsnæðismálunum. Menn ættu að líta til annarra bæjarfélaga og hyggja að því, hvernig hér yrði umhorfs, ef hér yrði vinsti’i stjórn. Vdnstri menn hér í bænum eru ekki ráð- snjallari en sálufélagar þeirra úti um land. Kosningar í Danmörku. ^anir hafa nú efnt til kosninga tvívegis á þessu ári, þar sem um stjórnarskrárbreytingu var að ræða hjá þeim. Veru- legar breytíngar hafa ekki orðið á skipan flokkanna innbyrðis, og hinn riýi flokkur Knud‘Krist'ensens var algerlega fylgislaus, svo að hann mun úr söguqni, og gérðu þó ýmsir ráð fyrir því, að stofnun hans og þátttaka í kosningunum kynni að vaida nokkru róti og jafnvel breyta styrkleikahlutföllum eldri flokk- anna. Áhrifa kosninga í Danmörku gætir nú ekki eins mikið hér úti á íslandi, og áður fyrr, þegar ísland hafði ekki enn slitið sig úr tengslum við Dani, en þó munu menn hér á landi hafa hug á að fylgjast með gerðum þessa nýkjörna danska þings. Það er mjög sennilegt, að það verði eitt af hlutverkum hinna nýkjörnu þingmanna að taka ákvörðun um það, hvað gera skuli í handritamálinu gagnvart íslendingum. Óskir íslendinga þekkja allir, eh1 spurningin er hversu tangt .dönsk .stjórnarvöld vi)já‘í*ahgá' til móts við ‘öiÖc’ör, bg það mun væntanlega korna í liós mjög bráðlega. Ályktanir kvennaþingsins um áfengismálin og fleira. Vill og endurskoðun útsvurs- og skattalaganna. Eins og Vísir hefur skýrt frá, gerði ,10. landsþing Kvcn- félagasambands íslands margar ályktanir um ýmis þjóðþrifa- mál. Vísir birtir hér þrjár álykt- ananna — um áfengismál, þjóð- ernis- og menningarlegar varn- ir þjóðarinnar og um endur- skoðun skatta- og útsvarslag- anna, þar sem öll þessi mál eru nú mjög ofarlega á baugi, og því rétt, að sem flestir kynn- ist afstöðu kvenna til þeirra. Ályktanirnar eru svohljóð- andi: Um áfenrrismál. 10. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands lýsir ánægju sinni yfir frávísun síðasta Al- þingis á áfengislagafrumvarp- inu. Það þakkar Rannveigu Þorsteinsdóttur fyrir þátt hennar í því máli og samþykkir eftirfarandi tillögur í áfengis- málum: 1. Þingið mótmælir bruggun og sölu áfengs öls í landinu og innflutningi á skattfrjálsu víni og öli inn í landið. 2. Þingið leggur til að þjóð- inni sé gefinn kostur á því, að segja til með atkvæði sínu, hvort hún vill hafa opna áfeng- isverzlun í landinu, t.d. með því að áframhaldandi atkvæða- greiðslur um héraðabönn verði framkvæmdar. 3. Þingið skorar á mennta- málaráðherra að gera ráðstaf- anir til að koma á í skólum landsins ströngu eftirliti með því, að áfengi sé ekki haft þar um hönd. 4. Þingið leggur ríka áherzlu á það að hafin verði skipulögð bindindisfræðsla í skólum landsins, sem taki jafnt til sið- ferðilegrar og heilsufræðilegrar fræðslu um þá hættu, sem á- fengisneyzla hefur í för með sér. Ennfremur telur þingið þýðingarmikið, að fluttir séu að jafnaði bindindisþættir í ís- lenzka Rikisútvarpið á svipuð- um grundvelli og fyrri hluti til- lögunnar getur um. 5. Meðan áfengi er selt í landinu og svipað ástand ríkir í áfengismálum þjóðarinnar og nú er, telur þingið óhjákvæmi- legt að hafa hér hæli fyrir drykkjusjúkt fólk. Skorar þing- ið því á ríkísstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til að. reka slíkt hæli, bæði fyrir konur og karla, og sé tryggt, að þetta fólk hafi ekki lakari aðbúð en aðrir sjúklingar í landinu. 6. Þingið skorar á lögreglu- stjóra og aðra löggæzlumenn að taka fastári tökum á því en hingað til hefur verið gei't, að lög og reglur um sölu og með- ferð áfengis séu ekki brotnar. Ennfremur skorar þingið á sömu aðila að sjá svo um, að drukkið fólk sé ekki á almanna- færi. 7. Þingið mótmælir retti einstakra manna, svo sem ráð- herra og forseta Alþingis, til þess að fá áiagningarlaust áfengi' * svo og' því, að ríkis- stjórnin veíti vín í opinberum i veizlum. 10. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands skorar á Stórstúku íslands að taka hús- eignir Goodtemplarareglunnar, Jaðar og/ eða Fríkirkjuveg 11, til afnota . fyrir áfengis- sjúklinga. Ennfremur var samþykkt tillaga frá frú Herdísi Ásgeirs- dóttur þess efnis, að kosin verði milliþinganefnd, sem geri athugun á því á hvern hátt helzt megi koma til hjálpar heimil- um, sem svó stendur á um, að heimilisfaðirinn hefur að meira eða minna leyti brugðizt fram- færsluskyldu sinni, t. d. vegna drykkjuskapar. Þjóðemis- og menningarlegar varnir þjóðarinnar. Vegna hinna sérstöku að- stæðna, sem skapazt hafa við langvarandi dvöl erlends her- liðs í landinu, telur 10. lands- þing Kvenfélagssambands ís- lans óhjákvæmilegt, að teknar séu upp með þjóðinni sjálfri þæ-r menningar- og þjóðernis- legu varnir, sem kostur er á, og samþykkir því eftirfarandi: 1. Að skora á íslenzk heim- ili að innræta æskulýðnum frá fyrstu bernsku ást og virðingu á öllum þjóðlegum verðmætum og efla og glæða siðgæðisþroska ungmennanna, svo sem verða má. 2. Að skora á fræðslumála- stjórn að fela skólastjórum barna- og unglingaskóla lands- ins að leggja ríka áherzlu á siðferðilegt uppeldi nemend- anna, og ætla því efni þann tíma í sambandi við námsskrár og námsefni, að ekki gildi sú afsökun, að til þess vinnist ekki tími. 3. Að skora á samtök ís- lenzkra kennara og Prestafélag íslands að kjósa mann hvort úr sinni stétt í sameinginlega nefnd, sem geri tillögur um, hvernig auka megi siðferðileg áhrif kristinnar trúar í skólum landsins og hversu glæða megi þjóðernistilfinningu skólaæsk- I unnar og ást á sögu og tungu þjóðarinnar. Endurskoðun skatta- og út- svarslaganna. 10. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands leggur á- herzlu á nauðsyn þess, að hraðað verði endurskoðun skatta- og útsvarslaganna og að við þá endurskoðun verði tekið fullkomið tillit til gjaldþols heimilanna og þeirra tillagna, sem komið hafa fram um sér- isköttun hjóna. Jafnframt felur iþingið stjórn Kvenfélagasam- bands íslands að fylgjast gaum- gæfilega með tillögum, sem fram kunna að koma á Alþing'i í skattamálum, og mótmæla þeim lagafrumvörpu'm, er að hennar dómi ganga of skammt. MARGT A SAMA STAÐ v, i iir.ivro Ifl S5M! *38'> í sl. viku spunnust í dálki þess- um nokkrar umræður út af sýn- ingartíma kvikmyndaliúsanna, en raddir komu fram um að fíýta setti sýningum til þess að koma í veg fyrir næturrölt unglinga, Á hinn hóginn var bent á, að yfirleitt væru a. m. k. þrjár sýn- ingar á dag í flestum kvikmynda- húsununi‘og Væri því ekki þörf á því fyrir Unga fólkið, sem vakna þyrfti snemma að niorgni, að sækja endilega siðustu sýninguna, sem et', eins og kunnugt er, milli kl. 9 og 11 á kvöldin. Nú hefur Borgmáli borizt nýtt bréf frá „Ólöfu“, sem tók til máls um þetta efni í vikunni sem leið; Dansskemmtanir býsna margar. „S. Þ. (eða S. H.) liefur skrif- að Bergmáli viðvíkjandi athuga- semd minni um sýningartima kvikmyndahúsanna. Mér þykir leitt að hafa ekki nefnt réttan sætafjölda kvikmyndahúsanna, það var ekki af ásettu ráði gjört og bið ég velvirðingar á því. — Einnig' er ég S. II. alveg sam- mála um dansskemmtanirnar, þær eru býsna márgar. Eg hef fylgzt með auglýsingunum þessa dagana og munu þær vera 4 dag- lega ,en fleiri um lielgar. Þær bæði byrja og hætta of seint. Kvikmyndahúsin nefndi ég vegna þess, að ég taldi algengara að unglingar úr gagnfræðaskólunum sæktu þau heldur en dansskemmt anir. Uni sjö sýningarnar var mér vel kunnugt og lief stundum farið á þær. Þær eru þvi miður miklu minna sóttar en kvöldsýn- ingarnar., Vilja sýnast eldri en þeir eru. Einu sinni kom það t. d. fyrir á ágætri mynd, að við mæðginin vorum lielmingur áhorfenda. — Þetta fannst unglingunum, sem langar til að sýnast eldri en þeir eru, ekki spennandi og ég þorði ekki að nefna 7 sýningu lcngi á eftir. Athugasemd mín kom til vegna þess, að skrifað var um að skól- arnir byrji of snemma á morgn- ana og börnin fái ekki nægan svefn. Orsök þess mun vera sú, að farið er of seint að sofa, og tel ég skemmtanalíf bæði barna og fullorðinna eiga sök á þvi. Nú finnst mér ekki heillavæn- legt, og mun einstætt vera með- al menntaðra þjóða, að upp- fræðsla kynslóðanna eigi að vikja, eða vera í öðru sæti, þeg- ar skemmtanir eru hins vegar. S. H. skrifar frá sjónarmiði kvik- myndahúsánna og ver liann hags muni þeirra. Hagsmunir heildarinnar. í æsku var mér innrælt, að hagsmunir einstaklingsins ætfu að vikja fyrir hagsmunum þjóð- arinnar, þegar svo óheppilega tókst til að þeir gátp ekki farið saman. Alkunnugt er, að margir kvik- myndahúseigendur eru fyrir- myndarborgarar og þvi vænfi ég skilnings lijá þeim. Er svo útrætt um þetta mál frá minni hendi, en leyfi mér aftur að vekja athygli heilbrigð- iryfirvaldanna, allra, sem áhuga hafa fyrir uppeldismálum, svo og borgaiTsékhis á því. — Ólöf“. Háttatími. Það mpn vera. mála sannast, áð yfirleitt fer fólk liér í bæ ekki að 'sofa fyrr en lokið er siðustu sýningu í kvikmyndaliúsunmn, og gildit' þá einu hvort ungling- ar, sem vilja sýnast eldri en þeir eru, vaka við að horfa á kvik- myndasýningu eða sitja vpkandi lieima. Svefninn vera ámóta. Aft-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.