Vísir - 24.09.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 24.09.1953, Blaðsíða 5
Fimmtucaginn 24. september 1953. TlSIR I»ióö- - leik- húsið: EIIM9ÍALIF eftir ]\Toel Coward. Leikrít í 3 þáttum. — Þýoandi: Sigurlkir Grímsson. — Leikstjóri: Gunnar R. Hansen. Fyrsta nýja viðfangsefni Þjóðleikhússins að þessu sinni er eftir þann núlifandi brezka leikritahöfundinn, sem þekkt- astur mun vera, Noel Coward. Coward heí'ir verið afkasta- mikill við leikritin, og nýtur barrn sennilega meiri vinsælda meðal brezkra manna en flest, ef ekki öll þau leikritaskáld, sem nú eru uppi í Bretlandi. Eins og margir vita er mikið af léttmeti innan um leikrit bans, enda hefir verið sagt um Coward, að þótt hann eigi nóg fé handa á milli, þá skrifi hann þó oft fyrst og fremst til þess að græða á því, en láti bók- menntagildið fara eftir ástæð- um. Er það víst mannlegt, enda aetlar hann öðrurn að vinsa úr því, sem hann semur, en þó er það svo, að Bretum finnst að minnsta kosti sjálfsagt að sýna flest af því, sem frá penna hans kemur. Og það er líka vel frambærilegt. ! Ekki nægir honum það held- Úr að fást við leikritun, því að hann sér einnig stundum um leikstjórn á leikritum sínum, þegar svo ber undir, ef hann gerist þá ekki jafnframt leik- ari, og bregður sér þá í gervi einhverrar persónu sinnar. Co- ward vill þvi stundum vera allt í öllu, og hann einskorðar sig jafnvel ekki við leiklistina. Menn hafa stundum heyrt í út- varpinu hér leikna plötu, þar sem hann er höfundur, söngv- ari og undirleikari. Þótt hann sé ekki söngvari á heimsmæli- kvarða, muriu þeir ekki vera margir í hópi tónskálda, sem frambærilégir eru á eins mörg- um sviðum og hann, enda sting- ur hann bersýnielga ljósi sínu ekki undir mæliker. Að sjálfsögÍu hefir hann einnig verið viðriðinn kvik- myndir, bæði samið myndir, stjórnað þeim og leikið í þeirn, og hafa margar þeirra fengið verðskuldað lof, eins og þeir geta vitnað um, sem hafa séð þær myndir hans, er hafa ver- ið sýndar hér á landi. Coward skrifar yfir leitt í heldur léttum tón, er gaman- samur jafnan, oft meinfyndinn og hæðinn, en það getur oft verið mikill vandi að þýða leik- xit hans á aðrar tungur, ári þess að þau glati nokkru af bragði sínu, því að fyndni byggist oft á orðaleikjum — á hvaða tungu sem er að heita má — sem erfitt er að ■ flytja óbrenglað milli tungna. Hins vegar er lítið um, að Coward skrifi „drama“, og raúnar kemur það þessu máli ekki við. Um leikrit það eftir Coward, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi, er það fyrst að segja, að það er mjög enskt, óg það ber möré- einkerini höfund- Sibyl og Elyot Chase (Bryn- dís Pétursdóttir og Einar Páls- son, í 1. þætti). ar. Það er bráðskemmtilegt á köflum, en það er einnig þann- ig, að sumir hlutar þess munu vart falla í smekk leikhúsgesta hér. Efni þess er í stuttu máli það, að tvenn hjón, sem eru á brúðkaupsferð í Frakklandi. lenda i herbergi hlið við hlið á brúðkaupsnóttina — eða a. m. k. að kvöldi brúðkaupsdagsins. Svo vill líka til að Armanda Prynne (Inga Þórðardóttir). sem gift er Victor Prynne (Ró- ur á móti stendur það óhaggað, áð kvikmyndahúsin hafa daglega sýningar fyrir börn og unglinga, og ætti forcldrar að benda börn- umim á þær sýningar. ef þau á annað borð vilja fara i bíó. — kr. Amanda og Victor Prynne (Inga Þórðardóttir og Kóbert Arnfinnsson, í 1. þætti). bert Arnfinnsson), hefir áður verið gift nábýlismanni þeirra, Elyot Chase, (Einar Pálsson), sem er þarna með kornungri konu sinni. ^Sibyl (Bryndis Pétursdóttir). Þegar „gömlu“ hjónin verða hvors annars vör, vilja þau fyrir hvern mun kom- ast á brott með mökum sínum, sem eru ósveigjanlegir. að þvi er þetta snertir, og .vitanlega verður þá endirinn sá, að þau afráða að endurnýja kunnings- skapinn, og hlaupast á brótt, halda til Parísar, þar sem Amanda hefir íbúð á leigur. Annar þáttur fjallar síðan um hina aðra hveitibrauðsdaga þeirra í París. Þau rifja upp gamla daga, deila og fallast í faðma með aðdáanlega reglu bundnum hætti sem verður þréytandi er á líður. unz.alger friðslit er að ræða, og þau takast hressilega á, en þá skýtur Victor og Sibyl uppV því' a& þau hafa rakið slóðina og' fundið' „hjónaleysin“. í þriðja þætti fara svo að sjálfsögðu fram sáttaumleitan- ir. er virðast ætla að enda með fullum sáttum, en þó fer svo, að höfundurinn finnur smelln- ari endi, því að hann lætur „gömlu“ hjónin laumast á brott í annað sinn, meðan makar þeirra deila og, næstum því að sjálfsögðu, takast á, eins og hin höfðu gert í lok þáttarins á undan. Og þar með er leiknum lokið. „Mórallinn" mun vera sá, að lengi lifi í kolunum, ef um eitthvað siíkt er að ræða. Höf- undurinn er oft fyndinn, eins og þegar er sagt, en sumir kafl- ar leiksins eru langdregnir. eins og til dæmis fyrri hluti annars þáttar, sem hinir vega ekki upp nema að nokkru leyti, og er hætt við, að þetta leikrit verði ekki eins langlíft hér og hjá Bretumy sem hafa annan smekk í þessu efni en leikhús- gestir hér, enda er leikritið fyrst og fremst samið með til- liti til áhorfenda og áheyrenda af því tagi. Inga Þórðardóttir hefir feng- ið þarna hlutverk, sem á vel við hana, og leysir hún það prýðilega af hendi. Amanda Pi-ynne er léttúðug kona og hefir ,,smekk“ fyrir karlmönn- um, kann að leika á þá og með þá. enda þótt svo fari, að hún hætti sér í hjónaband í annað sinn með Victor Prynne — Róbert Arnfinnssyni — sem er harla ólíkur fyrri manni hennar. Róbert er ágætur í gerfi hins stífa, ósveigjanlega Breta. sem ætlast til þess að allt fari að settum reglurn, vill vera hús- bóndi á sínu heimili og stjórna konu sinni, ef engu §ðru.. Einar Pálsson leikur Elyot Chase, og tekst honum vel á köílum, en hann virðist vera of stífur í hreyfingum og fyrir bragðið verður leikur hans ekki eins eðlilegur og ella. Síðari konu hans, Sibyl. leik- ur Bryndís Pétursdóttir, sem er falleg saklaus stúlka, eins og vera ber í hlutverki þessu, og' leysi rþað vel af hendi. Loks leikur Hildur Kalman smáhlutverk, sem er vanþakk- látt að því leyti, að hún er 'áLn segja sínar fáu setningar á frönsku, og skilja það vitanlega fæstir í hópi áhorfenda, enda þótt slíkt geti verið gott og gi’t í Englandi, þar sem menn munu kunna frönsku, ef þeir kunna einhverja tungu auk móðurmáls síns. Gunnar R. Hansen hefir sett leikinn á svið, og starfar nú í Reyndi sendiheiTann að ráða sér bana? Lavrentíev, sendíherra Rússa í Teheran, varð skyndilega hættulega veikur. Hinn 31. ágúst bárust fregn- ir um, að sendiherra Rússa í Teheran væri hættulega veik- ur, og var sterkur orðrómur á kreiki um, að hann hefði reynt að fremja sjálfsmorð, en rúss- neska sendiráðið þar neitaði, að orðrómurinn hefði við neitt að styðjast. Viðburðirnir í Iran síðari hluta ágústmánaðar, er bylting var gerð og Mossadegh hrak- inn frá völdum, er svo virtist sem kommúnistar ætluðu að ná landinu á sitt vald, voru hið mesta áfall fyrir sendiherrann, Anatoli I. Lavrentiev. Þegar Tito rauf samvinnuna við valdhafana í Kreml 1948 var Lavrientiev sendiherra í Belgrad, en til Teheran kom hann 26. júlí, er stjarna Tudeh- flokksins (kommúnista) virtist síhækkandi og' þar með líkurn- ar fyrir vaxandi samvinnu Iran og Sovét-Rússlands. Hlutverk Lavrientievs var að hafa með höndum yfirstjórn samninga af hálfu Rússa um landamæra- ágreining og fjárhagsmál, og ryðja brautina til nánari sam- vinnu. Þrem vikum síðar var gerð hin misheppnaða bylt- ingartilraun, er keisarinn. varð“að flýja Iand, en Tudeh- menn heimtuðu, að landið yrði lýst lýðveldi. En eigi liðu nema fjórir dag- ar, þar til Lavrentiev og vinir hans urðu að horfa upp á það, að Zahedi hershöfðingi næði völdunum og setti Mossadégh í steininn. Og hinn nýi valdhafi varð að senda skriðdreka á vettvang til þess að halda í skefjum æstum mannfjöldan- um, sem safnaðist saman fyrir utan sendiherrabústað Rússa í Teheran og lét sópart í Ijós fyrsta sinn fyrir Þjóðleikhúsið. Leikritið krefst ekki mikils af leikstjóra, og hann hefir þess vegna ekki tækifæri til þess að sýna, hvað hann getur, en það hefir Gunnar Hansen sýnt áður hér, svo að vart þarf frekar vitnanna við. Þýðingu gei'ði Sigurður Grímsson. og hefir vel tekizt. Leiktjöld málaði Magmis Pálsson. og er svið annars og. þriðja þáttar sérstaklega smekklegt og óvenjulegt, en húsgögnin, sem gera sitt til, eru -nugegsnH afq iuf|; qb ' uiSuaj verzlun Kristjáns Siggeirsson- ar. H. P. andúð sína á kommúnistum og öllu þeirra athæfi. — Lavrent- iev hefir verið tvo tugi ára í utanríkisþjónustunni og er sér- fræðingur í málefnum Austur- Evrópu og Vestur-Asíulanda. — Þegar Lavrentiev fór frá Belgrad var hann um skeið að- stoðar-utanríkisráðherra, 1951 sendiherra í Prag og í fyrra sendiherra í Bukarest. Hér úpphefjást gífuleg áflog hinna fyrrverandi hjóna, Amöndu og Elyots (Ingu Þórðardóttur og Einars Pálssonar), í 2. þætti Styðjið sjúkra- flugsstarfið. Kvcnnadeild Slysavarnafé- lags Islands efnir til árlegrar hlutaveltu sinnar næstkomandi sunnudag kl. 2 í Kveldúlfshús- unum við Skúlagötu, sem Eim- skipafélagið hefir góðfúslega lánað félagskonum í þcssu skyni. Félagskonur hafa lagt sig allar frarn um að afla sem flestra og beztra muna til hlutaveltunnar, en ágóði af henni rennur allur til sjúkra- og slysaflugsins, en leitast verður við að endurnýja sjúkraflugvél S.V.F.Í. og Björns Pálssonar eða fá aðra stærri til starfseminnar, sem þegar er orðinn svo nauðsyn- legur þáttur í þessari öryggis- þjónustu. Bæjarbúar munu vafalaust kunna að meta þessa viðleitni slysavarnakvenna, ekki sízt konurnar, og ættu þær að senda muni til hlutaveltunnar í skrif- stofu S.V.F.Í., sem er Grófin 1, ekki síðar en á föstudag eða laugardag.________ Varizt kartöflu- hnúðorminn! Eins og kunnugt er af aug- lýsingu landbúnaðarráðuneyt- isins, sem birtist í Vísi í gær, er bannað að flytja kartöflur af „lmúðormasvæðinu“ (frá Mýrdalssandi að Skarðslieiði) til annarra landshluta. Er rétt að vekja athygli manna á banni þessu, því að mikið er í húfi, að sýkin breið- ist ekki meira út en orðið er. Þá er og bannað að geyma út- sæði með matarkartöflum í fé- lagsgeymslum, nema það sé kyrfilega einangrað frá matar- kartöflunum. Þá eru menn alvarlega var- aðir við að taka karöflur til út- sæðis, sem ræktaðar hafa verið á hinu sýkta svæði, nema örugg vissa sé um, að hnúðorma hafi ekki orðið vart á þeim stað, þar sem kartöflurnar hafa ver- ið ræktaðar. Menn ættu að snúa sér til búnaðardeildar atvinnudeildar Háskólans um reglur og leið- beiningar um varnir gegn vá- gesti þessum. Ksupl gull og silfur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.