Vísir - 24.09.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 24.09.1953, Blaðsíða 7
í'immtudáginn 24. september 1953. TlSíB Óttasiegin eiginkona. £fár IQherlí f^ldnelart. 8 eins og þér vitið. En það "er þó hálfu mikilvægara að vita, að yður hefir ekkert mein verið gert.“ „Auðvitað er allt í lagi með mig,“ svaraði hún þreytuleg'a. „Hann var illur viðfangs í gærkvöldi, en hann veit ekkert enn. Hann fann ritvélina mína, svo að hann heldur, að eg sé að semja skáldsögu. Og hann er líka hræddur um, að eg ætli að heimta skilnað. Eg kem eins fljótt og eg get, Wade.“ Hann vann við skattamál það, sem eftir var morgunsins, og gaf umbjóðendum sínum ýmis heilrseði. En hann hafði engan áhuga fyrir þessu, bg þegar hann hafði gleypt í sig hádegis- verð í mesta flýti, fór hann til skrifstofu þeirrar, sem ungfrú Simmons hafði. Hún var í býggingu einni í miðborginni, og þegar Forsythe kom í almennu skrifstofuna, sá hann þar ritvél á borði einu. Virtist vélin hafa staðið ónotuð lengi, en í heldur stærra herbergi, sem var fyrir innan þétta, var skrifborð, pen- ingaskápur, nókkrir skjalaskápar úr stáli og tveir eðá þrír fábrotnir 'stólar. *■ Ungfrú Simmóns sat við skrifborðið. Á borðinu stóð pappa- kassi með leifum af máltíð, bg fannst Wade það talsvert ein- kennilegt, er hann minntist þess, að það var í rauninni ekkert smáræði, sem uhgfrúin hafði haft í sinn hlut af tekjum Jessiku Blakes á undanförnum árum. En þarna sáust þess engin merki, og sízt á konunni sjálfri. Mártha Simmons var komin fast að fertugu, frekar letileg í útíiti en þó voru augun hvöss. Húh leit varla á hann, fyrr en hánn rétti henni nafnspjaldið sitt. „Lögfræðingur!“ sagði hún. „Hvað hefi eg eiginlega gert?“ Hann brosti. „Ef til vill er yður það kunnara en mér,“ svar- aði hann vinsamlega. „í raun réttri efast eg um, að þér hafið gert neitt ámælisvert eða ólöglegt, en þó er hér um frekar flókið mál að ræða. J»að varðar Jessiku Blake, ungfrú Simmons.“ Hún léit snöggt á hann. „Hvað er um hana?“ spurði hún kuldalegri röddu. „Hún vildi hafa það, eins og því er hagað. Eg sagði henni í öndverðu, að það væri heimskulegt. Hún hafði gert sér einhverjar vonir mn að gera mann úr þessum óþokka, sem hún er gift, en það mun Skaparinn sjálfur ekki geta. Ef yður langar til að vita mína skoðun, þá er honum ekki bjarg- andi!“ En svo var eins og birti eitthvað yfir henni og hún spurði: „Þér æthð þó ekki að segja mér, að hún hafi skyndilega vitkazt og ætli að losa sig við hann?“ ,Eg veit það ekki,“ svaraði Wade. „Það, sem henni liggur á hjarta, er að gera erfðaskrá sína.“ Nú varð ungfrú Simmons illilega bilt við, hún fölnaði. „Erfða- skrá? Hvers vegna eiginlega?11 „Hún sagði mér ekki ástæðuna, en mér skildist á henni, að hún hefði haft góðar tekjur af útvarpsþættinum." Og þegar Simmons kinkaði aðeins kolli, hélt hann áfram: „Hér er nefni- lega dálítil flækja. Peningarnir voru geymdir á dulnefni. Það er rétt, er það ekki?“ Ungfrúin hafði nú jafnað sig dálítið, enda þótt henni væri talsvert órótt. „Eg er búin að segja yður, að hún vildi hafa þann hátt á því. Eg get sýnt yður kvittanir bankans, éf þér viljið." Hún stóð á fætur bg gekk að skjalaskáp, þar sem hún sótti þykka möppu. „Það er hverju orði sánnara, að hún hefir grætt mikið á þessu,“ mælti hún þurrlega, og ýtti möppunni til Wades. Kvitt- animar voru þama, alíar á nafni Jessiku Blakes, og ungfrú Simmons hafði ekki augun af Wade, meðan hann skoðaði þær. „Hún lét mig geyma þær,“ sagði ungfrú Simmons, ,,af því að hún var hrædd um, að maðurinn hennar fyndi þær. Eg vildi óska, að hánh héfði ekki átt afturkvæmt úr stríðinu.“ Hann brosti, því að hann minntist þess, að hann hafði sjálfur óskað þess nýlega. ■ „Jæja, við það vérður ekki ráðið úr þessu,“ mælti hann. „Það, sem nú þarf að gera, er að frú Collier sanni, að hún sé Jessika Blake. Þér verðið þess vegna að koma með okkur til bankans, ér við færum sönnur á þettá, þar sem þér hafið séð um það.“ Ungfrú Simmbns kinkaði k’olli dauflega. „Táknar þetta, að hún hætti útvarpsþættinum?“ spurði hún. ,,Eg veit það ekki,“ svaraði Wade. „En því ræður hún ein. Mér skilst þó að hún sé orðin þreytt á honum.“ Ungfrú Simmons virtist eitthvað annars hugar. „Hvers vegna vill hún gera erfðaskrá sína?“ spurði hún svo. „Er hún hrædd við manninn sihh?“ „Það ervvenja hjá þeim, sem eiga hundi'uð þúsund dollara, ungfrú Simson, áð þeir gera erfðáskrá sína.“ „Eg býst við því,“ mælti hún með béizkju. „Alltaf er eg jafn heppin.“ „Eg fæ ekki séð, að erfðaski'á mundi hafa nein áhrif, að þvi er yður áhrærir.“ ,Eg var ekki að íala um-hana,“ svaraði ungfrú Simmons í flýti. „Frú Collier er bezti viðskiptavinur minn, þegar á allt er litið. Og þáttur hennar er mjög vinsæíi og eftirsóttur. Hann hefir gefið góðar tekjur áfum saman og enginn endir sjáan- légur á þvi. Hvað er eiginlega að henni? Hvers vegna fer hún bara ekki frá Collier, úr því að hún ér hrædd um, að hann ætli að myrða hana?“ Forsythe brosti lítið eitt. „Eg geri ekki ráð fyrir því, að þessu lykti' þannig. Hefir hann nokkru sinni komið hingað, ungfrú Simmons? Gæti hann vitað með nokkru móti, hvað hún hefir haft fyrir stafni?“ „Ekki frá mér,“ svaraði ungfrúin hiklaust. „Einskis leyndar- máls, að því er útvarpsþátt snertir, er gætt eins vel og hennar. Hún kemur aldrei á æfingar. Og hvar haldið þér, að við hitt- umst? í Central-garðinum — hvernig sem viðrar. Þegar barnið var lítið, kom hún með handritin í vagninum, og það veit mín sanna, að það kom fyrir, að þau voru vot! Hún lézt vera að sýna mér snáðann, og þá laumaði eg handritunum í handskjólið mitt eða náði þeim á einhvern amian hátt. Hafið þér nokkurn tíma heyrt um annað eins pukur?“ „Það er harla óvenjulegt,“ . „Óvenjulegt! Það er vitfirring. Þér skúluð ekki hálda, að eg sitji bara hér og hirði hundraðshlutann minn. Hafið þér nokkrá hugmynd um það, hvernig útvarpsstöð starfar? Þátturinn er góður, en hver styttir hann, ef hann er of langur? Hvér er við- staddur æfingar dag eftir dag? Það gei'i eg, herra Forsythe — eg og engin önnur!“ Wade var búinn að fá meðaumkun með henni, þegar hann fór. Hann grunaði, að heimsókn hans hefði komið henni meira en lítið á óvart, vakið beyg hennar, en þó gat hann ekki séð ástæðuna fyrir því. Bankakvittanirnar vom í lagi. Það, sém hafði raunverulega komið honum á óvart, var fúlgan, sem um var að ræða. Hún var svo mikil, að hún gat fengið menn til þess að fremja hvers konar afbrot — jafnvel morð. Hann sneri aftur til skrifstofunnar, til þess að vinna til lcvölds, en gat ekki hrist af sér kvíðann, er hafði gagntekið hann. Ætti hann að leita til lögreglunnar? Þar mundu menn vitanlega hlæja að honum — nema þeir vissu eitthvað um Collier. Anna hafði ætlað að fara að segja eitthvað. En hvað grunaði hana — eða hvað vissi hún? Var hún hrædd um, að hann keypti stolna bíla, léti mála þá á ný, setti á þá ný númer og seldi þá svo aftur utan borgarinnar? Collier hafði einmitt gert nokkuð, er var þessu líkt, meðan hann var í Frakklandi, og hafði aðeins með naumindum sloppið við að vera dregimi íyrir herrétt. Hann var boðinn út um kvöldið og veizían var eins og venju- lega hjá fjölskyldunum, er bjuggu við Park Avenue. Hann kom á tilsettum tima — kl. 8 — en sumir gestanna voru ekki komnir fyrr en stundu síðar. Þá var hann búinn að drekka meira, en hann hafði viljað. Og í fyrsta skiptið var hann nú dauðleiður á þessum tildurbrúðum, sem sáttu naktar niður á brjóst fyrir framan hann. Hann var að sálast úr leiðindum, meðan setið var undir boi'ðum, og einhvern veginn fór kvíði hans einnig vaxandi. Þegar komið var að kaffinu og koníakinu, og karlmennirnir voru farnir að ræða stjórnmál, reyndi hann með öllu móti að finna einhverjá leið til að sleppa úr þessari prísund. Hann var enn að velta því fyrir sér, hvemig hann ætti að fara að þessu, þegár þjónn laut yfir hann. „Afsakið ónæðið, herra, en það er síminn til yðar. Það er syst- ir yðar, sem þarf að tala við yður.“ Wade vissi, að Margery mundi ekki hringja til hans hjá A kvöldvökunni. Hann var að hugsa sig um og gat ekki ákveðið hverskonar hátt hann skyldi kaupa. Kona hans var með honum og rétti honum hatt. „Taktu þenna,.“ sagði hún. „Þú ert 10 árum yngri með hann.“ Hann tók við hattinum, setti hann upp og skoðaði sig lengi í sþéglinum, m'eð hattinn á höfðinu. Að lokum lagði hann hattinn frá sér. „Nei,“ sagði haiin. „Eg tek hann ekki. Eg vil ekki vera 10 árum eldri í hvert sinn sem eg tek hann ofan.“ 9 Skotahjón komu til Lundúna og fóru í fyrsta sinn með neð- aðjarðarlest. Konunni leið illa og sagði við bónda siim að sér væri svo óglatt að hún héldi að hún yrði að selja Upp. „Nei, í öllum bænum, það máttu ekki gera,“ sagði bóndimi allur í uppnámi og benti á prentaða leiðbeiningu á veggn- urn: „Þáð eitt að spýta kostar tvö sterlingspund!“ 9 Amerísk kvikmyndadís var að útvega sér vegabréí. „Eruð þér giftar?“ var spurt. „Stundum,“ svaraði hún. Chtu Aimi tfar.... Fjölgun Lyfjabúða. Frétt úr Vísi fyrir 35 árum: „Á bæjarstjórnarfundi í gær. bar Ólafur Friðriksson fran'i tillögu um. að skipa þriggja manna nefnd til að íhugá. hvort ekki mundi tiltækilegt, að fjölga lyfjabúðum í bænum og að bærinn tæki að sér rekstur- inn. Tillag'an var samþykkt og í nefndina kosnir: Jón ÞorlAks- son, Jörundur Brynjólfsson og Sighvatur Bjarnason.“ Fyrirspurn. Eftirfarandi fyrirspurn birt - ist í Vísi fyrir 35 árum og er í fullu gildi enn í dag: ..Er leyíi- legt, að póstþjónar, sem bera bi'éf út um bæinn, sting.i þeim milli hm'ðar og dyrastafs, eða hendi þeim á tröppur husanna eða í fordyri? Þessa eru tið dæmi hér í bænum.“ Útv'egum Thríge spil fyrir allar stærðir skipa. Einkaumboðsmenh: Ludvig Storr & Co. Getraunaspá vikunnar. 1 röð — lierfi 27 raðir. j A. Villa — Sheff. Utd. 1 ! Burnley — Newcastle 1 : Cardiff — Arsenal X ! Charlton — Liverpoól 1 Huddersf. — Middl.bro Í M. City — Portsmouth 1 (X2) Preston — Bolton X Sheffield W. — WBÁ 2 Sunderl.—Blackpool 2 (IX) Tottenham — M. Utd. 1 Wolves — Chelsea 1 Everton — Derby 1 (X2) Skilafrestur dagskvölds. er til fimmtu- Fjárflutningar hafnir. Sauðfjárflutningarnir að norð an eru byrjaðir, en aðeins úr Þingeyjarsýslu, því að réttir eru ekki byrjaðar annars stað- ar á fjárkaupasvæðum. Aðal- réttir í Þingeyjarsýslu byrjuðu í gær. Þó er fyrsti fjárbíllinn það- an kominn, því að fjárkaup hófust þegar í gángnalok, ér fé var rekið í útréttir. Féð var keypt í Kelduhverfi og flutt austur í Hreppa, en það ér rúm- lega 630 km, leið og sólarhrings ferð þaðan með féð. í Þingeyjarsýslu verða keypt 6—7 þusund lömb og fará þau í Árnessýslu. — Siðar hefjast fjárflutningar austan af Síðu, ög fer það fé í Mýrdalinn, af Vestfjörðum verður fé llutt í Rangárvallasýslu, og eitthvað af fé, líklega um 600 veröur keypt í Öræfum. Hefur áður verið sagt hér í blaðinu frá fyrirætlunum í þessum efnum. „Lígerinn^ var skofinn. Höfðaborg. (A.P.). — Annað frægasta dýrið í dýragarði hér í landi hefir verið skotið vegna ellihrumleika. Heitir dýr þettai:„3íger“ og er afkvæmi ljóns og tígérs. Það er með ljónsmákka og rcndótt- an skrokk eins og tígfisdýr. Aldurinn var oi ðinn býsna hár, 19 ár. . *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.