Vísir - 25.09.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 25.09.1953, Blaðsíða 5
JPöstudágihn 25. september 1953. TlSIB Sálfræðmsmdm færa lit kvíarnar með hvergu ári. 1 ið vitjunt tnui'fjt óíwrt i peim efnmn* Viötal við Ólaf Crnnnarsson sáUræðing. Ólaíur Gunnarsson sálfræð- ingur sat alþjóðará'ðstefnu 'vinnusálfræðinga í París, sem haldið var ðagana 27.—31. júlí, ®g sfðan norrænu sálfræðinga- ráðstefnuna, sem haldin var í Helsingfors 4.—9. ágúst. Tíðindamaður Vísis hitti Ólaf að máli fyrir skömmu og bað hann að segja lesendum blaðs- ins frá því helzta sem fyrir augu og ejTru bar á þessum ráð- stefnum. Fer frásögn hans hér á eftir. „Alþjóðaþing vinnusálfræð- inga, sem haldið var I Conser- vatoire Nationale des Arts et Métiers í París dagana 27.—31. júlí sl., sóttu 650 sálfræðingar frá 27 þjóðum. Forseti þingsins var franski sálfræðingurinn Pr. E. Bonnardel, en heiðursforseti Pr. H. Piéron, sem er einn af aðalbrautryðjendum vinnusál- fræðinnar. Þingið starfaði í fjórum aðaldeildum, og var í einni deildinni fjallað um upp- eldismál, annarri um kliniska sálfræði, þriðju um vinnusál- fræði og þá einkum þann hluta hennar, sem snertir iðnaðinn, og í fjórðu deildinni var fjallað um stöðuvalsleiðbeiningar. Hæfnisprófunartæki frá Frakklandi og Belgíu voru til sýnis alla dagana og báru þau vott um, að þessar þjóðir standa tænkilega mjög framarlega hvað hæfniprófun snertir, enda hafa þær náð góðum ár- angri á þessu sviði. Þar eð fjórir fyrirlestrar voru alltaf fluttir samtímis á þinginu gafst mér vitanlega ekki kost- ur á að fylgjast með öllu, sem þar gerðist. Af því, sem eg heyrði fannst mér einna at- hyglisverðast, hversu miklu Frakkar hafa til leiðar komið í því að draga úr slysum á vinnustöðum og eins hversu markvisst þeir vinna að því að koma í veg fyrir umferðar- slys.“ Hvaða ráðum beita þeir til Jþess? „Bæði frönsku járnbrautirn- ar og frönsku strætisvagnarn- ir hafa sérstakar hæfniprófun- arstofnanir, þar sem allir vænt- anlegir eimreiðastjórar og bíl- stjórar eru prófaðir. Stofnanir þessar eru búnar mjög full- komnum tækjum, og þær hafa í þjónustu sinni fjölda fag- manna, bæði sálfræðinga og lækna. Arangurinn er sá, að umferðarslysum sem eimlesta- og strætisvagnastjórar eiga sqk á, hefir fækkað stórlega, samtimis því sem slysum leigu- bílstjóra, sem eru ekki prófað- ir, fjölgar. Belgar, Svíar og Finnár hafa tekið upp svipuð próf, og nú eru þau eihnie að ryðja sér til rýms í Danmörku og Noregi. Bar.darikjamenn hafa , notað þau árum samap a. m. k. í nokkrum ríkjum. Stefnubreytiiurar imna n sálfræðiimar? Eg- held að mér sé óhætt að segja, að sálfræðin sé sí og æ að færa út kvíarnar. Sálfræð- ingum, sem láta til sín taka ut- an rannsóknarstofunnar fjölg- ar stöðugt og það þýðir það, að þeir láta sig félagssálfræðina og klinisku sálfræðina æ meira skipta. Pr. R. Bonnardel drap á það í lokaræðu sinni, að sál- fræðingar væru nú ekki aðeins virkir starfsmenn í sambandi við rannsóknarstofur háskóla og sem skólasálfræðingar, þeir vræx*u nú hvarvetna um heim virkir starfsmenn í samb. við atvinnulífið, ekki sízt iðnaðinn, og engin stórþjóð myndi nú vilja vera án sálfræðinganna, sem velja menn í ýmsar stöður innan hersins. Hann sagði: „Næsta sviðið, sem sennilega ver-ður frekari gaumur gefinn, er stjórnmálin, en á því sviði er víða pottur brotinn sem að ósekju mætti vex*a heill.“ 250.000 stúdentar hæfniprófaðir. Möi-gum Norður-Evrópubú- um kom nokkuð á óvart, hversu margir vinnusálfræðingar starfa í löndum, þar sem við áttum þeii*ra eiginlega ekki von. T. d. er mikið unnið að stöðuvralsleiðbeiningum í lönd- um eins og Júgóslavíu, Brasi- líu og Japan. Japanskur pró- fessor, sem flutti erindi um hæfnipi'ófun, kvað ekki þá prófun vera bundna við iðn- nema eina, heldur væru allir stúdentar í Japan hæfnipróf- aðir. Hafði stofnun sú, sem hann veitir foi-stöðu, pi-ófað 250.000 stúdenta á sl. ái’i.“ Hafa aðrar þjóðir gengið eins i langt og Japanir á þessu sviði? | „Bandaríkjamenn hæfni- | prófa stúdenta við nokkra há- j skóla og í Noregi er farið að 1 beita samskonar pi'ófum, hefur |Dr. Öyvind Skai’d aðlagað j amei-ísk próf írorgktim aðstæð- v«' um. Hafa nú 300 læknanemar í Oslo verið valdir úr umsækj- endahópi með aðstoð prófanna. Að svo stöddu verða þau þó aðeins nötuð til þess að velja menn i þær deildir, sem fleiri sækja um en hægt er a taka á móti.“ Finnar erti komnir langt. Voru svipuð mál á dagskrá í Helsingfoi's? „Noi-ræna sálfx-æðingaráð- stefnan var almenn í-áðstefna allra norrænu sálfræðingafé- laganna og sóttu hana 260 full- trúar. Málefni hennar voru margvísleg, en einkum var lögð áherzla á að gera grein Í3rrir allskonar x-annsóknum, sem gei-ðar hafa vei'ið síðan síð- asta ráðstefna var haldin fyrir þi-emur árum í Gautaboi-g. Ráðstefnan var sett í hátíða- sal Helsingforsháskóla þann 4. ágúst og voru þar flutt ávöi-p frá öllum Norðui-löndum. Vernd ari ráðstefnunnar var J. K. Paasikivi, Finnlandsforseti. Starfshættir voru þeir, að haldnir voru þrír fyrírléstrar samtímis frá 9—12, en síðdegis voi-u erindi flutt í sameiginleg- um fundai-sal. Finnskir sál- fi-æðingar gerðu sér mikið far um að gei*a okkur dvölina sem ánægjulegasta og vorum við jafnan í boðum eða á fei'ðalög- um á kvöldin. Hef eg hvergi oi’ðið íneiri gestrisni aðnjótandi, þar sem eg hef vex-ið ókunnug- ur gestgjöfum.“ Hvað fannst þér mei’kilegast af því sem þú kynntir þér í Finnlandi? „í x-aun og vei'u kom mér mest á óvax-t, hversu langt Finnar eru komnir í hagnýtri sálfræði yfix'leitt. Síðan stríð- inu lauk hafa þeir komið upp mörgum stofnunum, sem á ýmsan hátt vinna í þágu at- vinnulífsins. Merkasta stofnun- in er „Institutet för Ai'bets- hygien“, sexn kalla mætti Vinnuheilbrigðistofnun 'á ís- i lenzku. Stofnun þessi er í fjór- um deildmn, læknisfræðideild, * tæknideild, sálfræðideild og fé- lagsmáladeild. Stjói-nandi stofn unarinnar er Ohto Oksala, pró- fessor í vinnusálfræði. Pi'ófes- sor Oksala kvað Finna hafa mátt til að ráðast í einhver stór- vh'ki eftir ósigurinn í sti-íðinu — með því einu móti hefðu þeir getað varðveitt sjálfstx-aust sitt. í öðru lagi hefði allt logað í vinnudeilum eftir stríð og fjöldi manns hefði hlotið ör- kuml, meðan á stx-íðinu stóð. Vinnulreilbrigðistofnxmin hefði ásamt „Verkstjórnarstofnun iðnaðarins“ og fleii-i stofnun- um, sem komið var á fót eftir stríðið hafizt handa til þess að reyna að leysa eitthvað af þess- um vandamálum og væri. nú talið að ái-angur væri sam- kvæmt því sem menn hefðu gert sér vonir um. Af erindum, sem flutt voru á ráðstefnunni, vöktu einna mesta athygli erir.di Fil. mag. Kaarlo Helasvuo um árásar- hneigðir unglinga, sem dvelja á uppeldisstofnunum. Ei'indi An- ita Karsten dósents um gamal- menni, sem félagslegt vanda- mál, erindi Fil. Dr. Mai-tti Tak- ala um hegðun fjöldans undir áhrifum áfengis og erindi Dr. phile. Franz Fi'om um það hvemig okkur finnast aðrir bei'a ábyrgð á hinu og þessu. Námsefni tor- næmra barna. Af málum, sem snerta skól- ana vakti einna mesta athygli éi'indi, sem haldið var um námsefni það, sem ætlað er tornæmum börnum. Voru allir á einu máli um það að börnum sem hafa greindarvísitölu húndrað eða lægri væri yfirleitt íþyngt með alltof þungu náms- efni og bæri að endurskoða ítarlega námsskrár og kennslu- bækur í þeim tilgangi að gera námsefnið auðveldara og meira í sami-æmi við nútímaþarfir barnanna. Ráðstefnan sam- þykkti samhljóða að skora á alla, sem við uppeldismál íásJ að gefa þessum málum nánai-i gaum og vinna að því að bæta úr núvearndi ástandi." Gætii-ðu ekki sagt lesendum Vísis eitthvað nánar frá þess- um málum? „Það yi'ði of langt mál í venjulegu viðtali, en ef til vill gæti komið til mála að gera efninu nánari skil í greinum. síðai'. Ýms mál, sem í'ædd voru í Helsingfoi's snei'ta mjög okkar eigin vandamál, t. d. uppeldis- málin og áfengismálin. Þótt við getum ekki leyst nein mál að- eins með því að kynna okkui" hvei'nig aðrir leysa þau, hljót- um við alltaf að hafa mikið gagn af að kynnast vísindaleg- um niðurstöðum annaxra þjóða.“ NÝK0MIÐ: Kven-millipils á 42,40' og 46,90. Náttkjólar á kr. 41,50. Barna-Náttföt nr. 2—8. H. Toft Skólavörðustíg 8. Sírni 1035. þórarinn Jónsson Iögg. skjalaþýðandi í ensku. Kirkjuhvoli. Sími 81655. GLUGGAKAPPINN IIANSA Il.F. Laugaveg 105. Sími 31525. Málaskóliiin MÍMIR Túngötu 5. Sími 4895. éjmla — ^Jransla Bj'ijenda og framhalds- flokkar. Innritun daglega kl. 5—7. BOLLUR Matborg Lmdargötu 46 Símar 5424, 82725 Nokkrar úfar hafa risið með ítölum og Jiigóslövum síðustu vikur. — Nýverið flutti Tito marskálkur rasðu í smábæ skammt frá Triest, sem er þrætueplið, og fór bá eirmig fram her- sýning. Hér séát Tito kanna sveit úr hcr sínum. K.ADPHÖLLIM er miðstöð verðbréfaskipt- tun». — Sínii 1716.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.