Vísir - 25.09.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 25.09.1953, Blaðsíða 7
Föstudaginn 25. sépt'émber 1953. ▼ SBIB : r Ottaslegin eiginkona. inehart. ókunnugum, nema í ýtrustu neyð, og hann var ekki í neinum vafa um, hvers vegna hún hringdi. Honum hitnaði og kóinaði á víxl, þegar hann gekk hljóðlega út úf stofunni og að símanum í bókaherberginu. En född Margery var hin rólegasta. „Það er ekki það, sem hún heldur, Wade,“ sagði hún. „En læknirinn sagði, að hún hefði haldið á nokkrum bréfum í hend- inni, þegar hún datt. Eitt þeirra var til þín. Hún er ekki mikið meidd, en hann hélt, að þú vildir kannske fá að vita þetta. Mað- urinn hennar er ekki heima, og það er ekki hægt að finna hann.“ „Hvar datt hún? Og hvernig?“ Wade þekkti varla rödd sína. „Niður stigann, að því er virðist. Hún hefir fengið taugaáfall, en það er allt og sumt. Hún er óbrotin." „Og Collier ekki heima?“ „Nei, hún segir, að hann hafi farið út, áður en þetta gerðist. Hún veit ekki, hvar hann er niður kominn.“ Margery hikaði. „Mér skildist á lækninum, að hún vildi tala við þig. Annars hefði eg ekki hringt." Wade bað húsfreyjuna afsökunar í flýti og var kominn af stað í leigubifreið fimm mínútum síðar. Hami var þungt hugsi. Ef Collier var ekki heima, þegar óhappið vildi til, virtist það sanna, að hann ætti enga sök á því. En hann tortryggði mann- inn svo mikið, að hann gat ekki verið rólegur. Collier hafði vel geta látizt fara og verið einhvers staðar í felum á ganginum, því að þar var lýsing elcki alltof góð. Það ér heldur ekki henni líkt að detta, hugsaði hann. Hún var létt á sér, var jafnvel tígu- leg í göngulagi, en þegar hann minntist þess, hvað’ stiginn var brattur og hár, fór hrollur um hann. Hann rakst á húsvörðinn úti á gangstéttinni, þar sem hann beið eftir honum. Þetta var sterklegur maður, klæddur grárri peysu og var hann þrjózkufullur á svipinn. „Eg er Hellinger,“ mælti hann. „Læknirinn sagði, að yðar væri kannske von. En þér skuluð ekki halda, að hún geti farið í mál við húseigandann út af þessu. Hún datt, af því að það var full ástæða til þess.“ ,Eigið þér við, að henni hafi verið hrundið niður stigann?“ „Nei, það var verra en það,“ svaraði húsvörðurinn. „Komið inn fyrir, og þá skal eg sýna yður dálítið.“ Það, sem hann ætlaði að sýna Forsythe var langur vírspotti, grannur en sterkur. Hellinger glotti, þegar Forsythe virti hann fyrir sér. „Hann hafði verið bundinn þvert yfir efsta þrepið,“ sagði hann. „Og hann var sannarlega strengdur vandlega. Maður á næstu hæð fyrir ofan heyrði konuna detta og hálsbraut sig næstum, þegar hann hljóp niður, til þess að hjálpa henni. Læluiirirm er hjá honum núna. Eg ætla að sækja aspirin, þegar eg er búinn að hleypa yður inn.“ Forsythe afhenti honum vírinn. „Mér skilst, að maðurinn hennar hafi ekki verið heima, þegar þetta kom fyrir,“ sagði hann. Hellinger yppti öxlum. „Það er svo sem ekkert, sem hefði getað komið í veg fyrir, að hann skildi eftir dálitinn minja- grip handa henni, eða hvað finnst. yður? Kannske hann hafi vitað, að hún ætlaði út rétt á eftir? Hún var með tvö bréf í hendinni, annað til drengsins og hitt til yðar. Það er gamalt bragð að nota vír. Hér var einu sinni di'engur, sem hafði næst um drepið móður sína með slíku hrekkjabragðL“ Hellinger fór nú leiðar sinnar, líklega til þess að sækja aspirin fyrir Jamison, og Forsythe gekk hægt upp stigann. Hann sagði við sjálfan sig, að hann yrði með einhverjum ráð- um að koma Önnu úr húsinu, kannske heim til sín og Margery. En um leið og hann sá hana, gerði hann sér ljóst, að ekki mimdi unnt að flytja hana um sinn. Hún lá aftur á bak í rúminu, og leit hægt og með erfiðis- munum til hans, er hún heyrði fótatak hans. ,Mér þykir fyrir þéssu ónæði, Wade,“ sagði hún. „Eg hefi tognað í hálsi og er öll helaum. Dæmalaus klaufi gát eg líka verið. Eg hefi gengið um stigann árum saman, og aldrei verið komin nærri því að hrasa?“ „Hvernig vildi þetta til? Hrasaðir þú aðeins?“ Hún brosti dauflega. „Enginn hratt mér, ef það er það, sem þú átt við. Fred var ekki heima. Hann hafði farið til bess áð afhenda bifreið einhvers Staðar í New Jersey, svo að þú skalt ékki halda, að hann hafi gert þetta. Hann hefði ekki getað Það.“ , Hann nefridi ekki vírinn. Hann færði stól nær hvilunni, sett- ist þar og tók um aðra hönd hennar. „Mér þyki leitt að þetta skyldi koma fyrir, Anna," sagði hann, „en þó er eg feginn, að ekki skyldi fara verr. Þú hefðir getað beðið bana af þessu. En hvers vegna varstu að skrifa mér? Læknirinn sá bréfin, sem þú hélzt á í hendinni.“ „Af því að eg gat ekki notað símann. Fred var heima allan daginn. Eg lézt þess vegna vera að skrifa Billy litla, og skrif- aði þér svo eihnig. Eg vissi ékki, að hann ætlaði út. Hann ætl- aði héldur ekki að fara, 'en svo hringdi einhver til hans og hárin varð að fara. Hann hótaði að læsa mig inni, en eg .var •búin að fela lykilinn.“ „Hvers vegna? Hvaða ástæða var fyrir því, að hann skyldi ætla að gera það?“ Hún hreyfði sig þreytulega. „Hann veit, að eg hitti þig, og hann grunar að eg ætli að heimta skilnað. Eg held, að hann hafi ekki hugmynd um hitt. Eg' skrifaði þér um það — að eg yrði að skjóta erfðaskrármálinu á frest. Hann getur ekki haft 'gætur á mér alltaf. Og eg ætlaði að biðja þig um að segja ungfrú Simm- ons, að eg mundi ekki endurnýja samninginn. Mér þykir fyrir því hennar vegna, en hvað get eg eiginlegá gert?“ Já, og hvað get eg gert? hugsaði hann með sjálfum sér. Á eg að segja henni, að eiginmaður hennar hafi ætlað að ráða hana af dögum? Að hann hefði reynt það í kvöld, og mundi vafalaust gera aðra tilraun? Hann langaði til að segja henni þetta, en hún var búin að verða fyrir nægum áföllum, svo að hann hætti við það. Sársaukadrættir voru í andliti hennar, en hugur hennar var ljós og vakandi. „Eg hefi haft tóm til að hugsa riúna,“ sagði hún svo. „Hvern- ig hefði farið, ef eg hefði hálsbrotnað, ög engirin erfðaskrá verið gerð? Hann mundi fá alla peningana, er það ekld?“ „En ekkert slíkt kom fyrir, góða mín.“ „Hvers vegna getur þú ekki samið erfðaskrá fyrir mig núna?“ spurði hún áköf. „Eg get svo skrifað undir hana, og húsvörð- urinn, Mike Hellinger, getur verið vottur. Eg held, að læknir- inn komi líka aftur. Maðurinn á loftinu datt, þegar hann var að fara mér til hjálpar, og læknirinn er hjá honum núna.“ Forsythe leizt ekki allskostar á þessa hugmynd. Erfðaskrá var ekki gerð í flaustri, sízt þegar svo mikið var í húfi. Hún mundi koma fyrir rétt, ef einhver mótmælti gildi hennar. Það gæti líka verið verra, að hún hafði fengið talsvert taugaáfall. Loks settist hann þó við skrifborðið í setstofunni, gerði þar uppkast, og var á leið með það til hennar, svo að hún gæti lesið það, þegar hurðinni á ganginum var lokið upp. Þar var Collier kominn, undrandi í fyrstu, en síðan illúðlegur og til alls lík- legur. „Jæja,“ mælti hann drafandi röddu, „er ekki Forsythe kom- inn? Hvað er yður eig'inlega á höndum hér?“ „Ef yður langar til að vita það,“ svaraði Wade, „þá er eg að vinna lögfræðileg störf fyrir konu yðar.“ „Ef þeir eigið við, að hún ætli sér að fá skilnað, þá verður nú ekki neitt af þvi.“ „Þér erað nokkuð einráður í því efni.“ „Jæja, svo að þér ætlið að vera hortugur, grænjaxlinn. Eg skal þá kenna yður mannasiði með hnefunum.“ . Anna hafði setzt upp í rúmi sínu. „Hættu þessu, Fred!“ kall- aði hún. „Eg gerði honum orð um að koma. Láttu ekki eins og kjáni! Þú gerir aðeins illt verra fyrir sjálfan þig með því móti.“ En Fred sinnti henni ekki, glotti aðeins illmannlega. „Eg hefi alltaf hatað yður fyrir hugrelcki yðai-,“ sagði hann. „Þér vitið það, er það ekki? Þér létuð næstum draga mig fyrir herrétt. Já, þér---------Eg skal berja þetta laglega andlit á yður, svo það verði óþekkjanlegt!“ PJc onioílmr oníohlc mi’ njo frá kr. 20,50 parið. n^^onóolíar með svörtum hæl, ísgarns- sokkar, ullarsokkar, bómull- arsokkar frá kr. 12,90. VERZL. Pruð stúika 17 ára gömul, með gagn- fræðaprófi og nokkra vél- ritunarkuhnáttu óskar eftir atvinnu í vetur t.d. síma- vörzlu eða annarri skrif- stofuvinnu. Upplýsingar í síma 1660. ♦ 8-7 ¥ Á-7 ?. ♦ K-10-3-2 j ♦ K-10-7-4 ♦ K-9 ¥ 4 ♦ Á-D-9-8-7-5-4 1 ♦ Á-8-2 Sagnir gengu þannig, að S. sagði fyrst 1 ♦, V. 1 ♦ og N. 3 ♦. Austur sagði 3 ♦ og fór þá S. í 5 ♦, sem varð loka- sögnin. Vestur lét ¥ K út og spurt er hvernig S. eigi að spila spilið. Á kvöldvöknimi, Hún var dálítið einföld hún Dillidó, en honum þótti gaman að henni samt — eða kannske það hafi verið einmitt þess vegna. Hún var að sýna honum myndabókina sína með smá- myndum, sem hún hafði tekið. „Þetta er mynd,“ sagði hún, „sem eg tók af litlum fugli“. „En — e —,“ muldraði hann. „Eg sé ekkert nema stélið — “ „Já, það var nefnilega svo- leiðis,“ sagði hún, „að eg var hrædd um að hann myndi fæl- ast, þegar hann heyrði smell- inn í myndavélinni, svo að eg hóstaði svolítið til að kæfa smellinn. En þá flaug kjáninn upp'“ • „Þetta er falleg lítil bifréið. Hvað margir geta setið i henni svo að þægilegt sé?“ „Enginn" — var svarið. ® Þegar Winston Churchill kom í þing eftir aukakosningar í Sunderland, sagði hann hrif- inn við fyrsta þingmanninn, sem harrn hitti: „Óskið mér til hamingju. Nú er ástæða til þess.“ . ,,Já, þetta var Ijómandi.kosn- ingasigur í Sunöerlaád,“ svar- I. R. SKÍÐAFÓLK. SJÁLFBOÐA- VINNA að Kolviðarhóli um helgina. Fjölmennið. — Stjórnin. land! Hver er að hugsa um Sunderland nú?“ sagði Churc- hill. „Hjá svörtu svönunum heima hjá mér í Charvell era 4 svartir svanaungar skriðnir úr eggjum.“ • N ■ Háskólastúlka í Bandaríkj - unum segir oss að flestar stúlk- ur vilji heldur -vera fallegar en gáfaðar. Það er af því, segir hún, að flestir karlmenn sjá betur en þeir hugsa. (Walter Davenport). • „Það er sagt að hann Peter- sen sé afskaplega stimamjúkur við konuna sína.“ „Já, hann bér alltaf á hand- sláttuyélina fjfrir hana, áður en hanri fér í skrifstofuna.“ Ungur maður flutti erindi um fræðigrein sína í útvarpið og kallaði erindið „Niðurstöð- ur;“ Dégi síðar hitti harin vin sinn ög fóra þeir að tala um er- indið. Fyrirlesarinn spurði hvernig horium, hefði þótt. „Ekki var mikið um niður- stöðurnar, eg heyrði þær aldrei,“. sagði spurður. „Eg held þú hefðir heldur étt að kalla II. FLOKKS mótið heldur áfram á háskólavellinum á laugardaginn kl. 2. — Þá keppa K. R. og Fram ög strax á eftir Þróttur og Val- ur. — Mótanéfndin. aði þingmaðurinn. — „Shuider- i erindið: Að vega salt.“ Haustmót 3. flokks B hefst n. k. sunnudag, 27. þ. m., á Stúdentagarðsvell- inum. Keppt verður sem hér segir: K.R. — Valur 27. sept. kl. 2. Dómari: Magnús Pétursson. — Fram — K.R. 4. okt. kl. 10.30. Dómari: Magnús Pétursson. — Valur — Fram 11. okt. kl. 10.30. Dómari: Haraldur Guð- mundsson. ,Að marg gefni tilefni eru þátttakendur vinsamlega beðiiir að at- huga að þessu móti á ekkerfc að fresta. Knattspyrnudeild KJl. Haustmót 1. flokks j hefst á laugai'dagiim 26.,þ. m. kl. 4 á iþróttavellinum. Þá leika KR — Valur, strax á eftir Fram — Þróttur. Mótanefridin. FARFLGLAR. j Munið skemmti-) fundian í kvöld if Þórskaffi. gengið inn frá Hlemmtorgi. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.