Vísir - 26.09.1953, Síða 1

Vísir - 26.09.1953, Síða 1
[inpH wi 41. árg. Laugardaginn 26. september 1953. 219. tbi. Bjarni Ólafsson náðist út i gaerkveidi. Akranestogarinn, Bjarni Ol- afsson, sem strandaði á Akra- nesi í fyrrinótt og rak upp á Langasand, losnaði í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fekk hjá símstöðinni á Akranesi í gærkveldi, hafði togarinn náðst út um 9-leytið í gærkveldi. Finnar fækka ríkis- starfsmönnum. Finnar hafa ákveðið að fækka skuli starfsmönnum hins opin- bera til nokkurra rnuna. Sjö þúsundum þeirra hefir þegar verið sagt upp, og gert er ráð fyrir, að fleiri fylgi á eftir. Er þetta í samræmi við nýkynnta stefnu stjórnarinnar um sparnað í opinberum rekstri. Stúlkan var neydd til að berjast. Kínversk stúlka var í gær dænid til Hfláts á Malakka- skaga fyrir að bera vopn og hryðj uverkastarfsemi. Stúlkan tók þátt í bardaga uppreistarmanna, er vörðust herflokki. Hélt hún áfram að skjóta af riffli sínum, eftir að hún var sár orðin. Stúlkan kvaðst hafa verið til neydd, að taka þátt í bardaganum. — Kvaðst þó hafa verið stödd þar af tilviljun. má virkja 1 -2 millj. ha, Tyrkir sg Rússar semja, um Kim II Sung forsætisráð- þerra N.-Kóreu hélt í gær heimleiðis frá Moskvu ásamt fylgdarliði, eftir hálfs mánað- ar viðræður. Rússar hafa afnumið eftirln með pósti og skeytum frá her- námssvæði þeirra í Þýzkalandi. Þríveldin hafa fyrir löngu af- numið slíkar hömlur hjá sér. London. (A.P.). — Stjórnir i Tyrkja og Eússa hafa leyst ó- venjulega landamæradeilu — og all-langa. Aras-fljótið rennúr á landa- mærum ríkjanna á stóru svæði, og var reist í því stífla fyrir rúmum fjórðungi aldar, en aldrei hefir orðið samkomulag ,um það, hvernig Tyrkir eigi að greiða sinn hluta, enda hafa þeir aldrei greitt neitt, og ekki heldur fengið vatn úr uppistoð- unni. Nú hefir samizt. um gi'eiðslu, og það, að Tyrkir fá helming vatnsins, enda kemur Aras-fljótið upp í Tyrklandi. Hér sjást nokkrir austur-þýzkir kommúnistar, s :m nýlega fóru til V.-Þýzkalands í þeim tilgangi að dreifa kommúnistaáróðri. Þeir voru dregnir fyrir dómstóla er til þeirra náðist, og síðan umsvifalaust vísað úr landi sem „mjög óæskilegu“ fólki, Ýmsu dóti hnuplað úr bragga í Kópavogi. Sennilegt, að ungiingar hafi brotist inn, krakkar síðan hirt leikföng o. fi. Undanfarið, hafa verið nokk- ur brögð að því, að hnuplað væri úr geymslubragga á Kópa- vogshálsi ýmsu dóti, sem þar hefir verið geymt. Braggi þessi, sem stendur efst á Kópavogshálsi við Hafn- arfjarðarveg, hefir verið í leigu Óskars Magnússonar heildsala, er bragginn í landi Helga Lárussonar framkvæmdastjóra. í bragga þessum er geymt mikið af allskonar dóti, meðal annars leikföng, einkum trébílar krakka, enn fremur kvenskór, súkkulaði og sitthvað fieira. Nokkrum sinnum hefir það komið fyrir, að hurðinni að bragganum, sem lokuð hefir verið með smekklás, sem læst er i keng negldan á dyrastaf, hefir verið hrundið upp, og bendir það til þess, að stálpaðir unglingar eða jafnvel full- orðnir menn hafi verið að verki. Síðan hafa svo börn farið inn í bragga þenna og haft á brott; með sér leikföng þessi og ann- að dót. Hefir það komið fyrir oftar en einu sinni, að komið hefir verið að bragganum opnum, og því vaida að furða, þótt óvitar hafi síðan hirt ýmislegt dót, og borið það víða um nágrennið. Ekki er Vísi kunnugt um, hvort mál þetta er upplýst, en vitað er, að Þórður Þorsteins- son, hreppstjóri í Kópavogi, hefir afhent skýrslu sína full- trúa bæjarfógetans í Hafnar- firði, sem hefir rannsókn þess með höndum. Til mála kemur að gera 50 metra háa stíflu sunnan Hofsjökuis og mynda uppistööu stærri en Þingvallavatn. Snmuleiðis að veiía iflvíiá í Þjórsá. Iðttaðarmáía- stofnimín tekur brátt til starfa. Iðhaðarmálastofminin tekur til starfa í næsta mánuði — sennilega viku af október. Stofnunin fær húsnæði í Iðn- skólanum nýja, og er þessa dagana verið að vinna að ýms- Um undirbúningi þess, að hún geti tekið til starfa í hinum nýju húsakynnum. Þrír verkfræðingar hafa verið ráðnir til stofnunarinnar, þeir Bragi Ólafsson vélaverk- fræðingur, Hallgrímur Björns- son efnaverkfræðingur og Sveinn Björnsson iðnaðarverk- fræðingur. Iðnaðarmálastofnunin. er tæknileg miðstöð, sem mun reynast hin mikilvægasta fyrir iðnaðinn í landinu. í V.-Þýzkalandi er um þess- n- mundir 32,562 skólar með 6,8 millj. nemenda. Raforkumálastjórnin hefur nú í þrjú sumur unnið að fall- mælingum með sérstöku tillili til virkjuuarframkvæmda á vatnasvæði Þjórsár, en vonir standa til að bessum mælingum verði lokið í haust. Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur hefir gert laus- legar virkjunaráætlanir eftir landabréfum og gert ráð íyrir stórkostlegum miðlunar- framkvæmdum, þar sem m. a. er fyrirhuguð vatnsuppistaða, stærri en allt Þingvalíavatn og með um 50 metra háum stíflu- garði.' Ennfremur er gert ráö fyrir möeuleikum á þvi að veita Nýtt hraðamet í llugf. í gær setti brezkur orustu- flugmaður eim nýtt met í hrað- fhigi, að þessu sinni yfir Lybiu- söndum. Flaug' hann orustuflugvél af gerðinni Vickers Supermarine Swift, og náði hann 1179.6 km. meðalhraða á klst., en hann flaug ákveðna vegarlengd fjór- um sinnum. Þetta mun vera um 16 km. meiri hraði en Ne- ville Duke náði, er hann setti met sitt á dögunum. Hvirfilbylur í Japan. Hvirfilbylur gekk yfir Jap-, anseyjar í gær og olli feikna1 tjóni. Ef vitað, að tjón varð mikið í ýmsum stórborgum, m. a. Os- aka. Tré slitnuðu upp með rót- um, hús hrundu og víða hafa samgöngur lagzt niður og síma- linur rofnað. Bandarískum flugvélum, sem bækistöðvar hafa í Japan, var mörgum flogið til Kóreu, er spáð var hvirfilvindinum. Þá hefir frétzt um tjón af völdum hvirfilbyls í Indókína. Hvítá í Þjórsá og með þessu móti gizkar hann á að saman- lagt mætti fá altl að 2ja millj. hestafla orku úr Þjórsá allri. Ennþá eru þetta samt loft- kastalar einir og miklar und- irbúningsrannsóknir og ýtar- legar þarf að gera áður en, hægt er að fullyrða nokkuð um það hvort mannvirki þessi séu íramkvæmanleg. z , Þjórsá og þverár hennar mældar. Eins og áður getur er nú búið að vinna að fallmælingum í Þjórsá og þverám hennar tvö undanfarin sumur auk yfir- standandi sumars. Eru þar á meðal Kaldakvisl frá Tungná og' uppundir Þveröldu, enn- fremur Þórisós í Þórisvatn, svo og ár sem falla í Þjórsá að vestan. Hefur mælingaflokkup undir . stjórn Steingríms I:áls- sonar unnið að þessu að undan- förnu og er þeim senn 1-jkið. í viðtali er Vísir átti við Jakob Gíslason raforkumála- stjóra um þetta mál sagði hann að áður en til stórframkvæmda við Þjórsá kæmi þyrfti að gera margháttaðar undirbúningsrann sóknir, auk þeirra mælinga sem þegar hafa verið gerðar á faU- vötnunum og nú er að ljúka. Meðal annars þarf að fá uppdrætti af öllu vatna- svæði Þjórsár, og er í undirbúningi að ljósmynda al!t landið úr lofti með sérstaklega gerðri ljósmyndavél, sem land- mælingadeild Vegagerðar rikis- ins hefur til umráð'a Ágúst Böðvarsson mælingamaður mun annast ljósmyndatökurnar og mun vinna að þeim næstu daga eftir því sem veður og önnur skilyrði leyfa. Ljósmynd- irnar verða síðan sendar til út- landa til þess að fá uppdrættí. gerða eftir þeim þar. En auk ljósmynda úr lofti, verður einnig að gera nokkrar þrí- hyrningamælingar á jörðu sem mælingaflokkar Raforkumála- stjórnarinnar munu vinna að i haust. Frh. á 4. s. Hvalvertíð lokið. 336 hvalir veiddusi. Hvalvertíðinni er nú lokið og veiddust samtals 332 hvalir á sumrinu. Til samanburðar má geta þess, að í fyrrasumar veiddust 265 hvalir, eða 67 færri en nú. en vitanlega veitir hvalafjöldinn einn ekki fullnægjandi upplýs- ingar l m árangur veiðanna. — Eins Og áður hefir verið getið hér í blaðinu hefur mikíð af hvalkjöti verið flutt til AKia- ness og fryst til útflutnings, og einnig hefur hvaikjöt verið f-lutt á markað hér í bænum, og jþykir ljúffeng og ódýr íæða. ítalir spara á sakaruppgjöf. Róm. (A.P.). — ítalska stjórnin hefir ákveðið að spara ríkisútgjöld, og ein aðferðin er næsta óvenjuleg. Er hún í því fólgin, að tugum þúsunda fanga verði gefnar upp sakir, en við það losnar ríkið við framfæri þeirra, sem er ær- ið dýrt. Þó verða þeir ekki leystir úr haldi, er hafa gert sig seka um stríðsglæpi, hafa óvirt ítalska fánann, haft vopn i fór- nm sínum o. s. frv.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.