Vísir - 29.09.1953, Side 1

Vísir - 29.09.1953, Side 1
41. árg. Þriðjudaginn 29. september 1953 221. tbl. Fundur fforustumanna stórveldanna aftur ræddur í heimsblöðunum. Frá heimsókn forsetahjónanna til Hafnarfjarðar í fyrradag. Myndin er tekin í Hellisgerði. Ljósm.: Ljósmyndastofa G Ás- geisson, H.f. r Asbyrgi í hættu statt vegna sandfoks. Smíði björgimarskótu Norðurlands verður boðin út á næstunni. Rabbafc við Júlíus Havsteen sýsiumann. Sandfok er orðið áhyggju- efni Þingeyinga og sennilega verður þess ekki langt að bíða að Ásbyrgi sjálft fari í kaf í sand, ef ekkert verður aðgert. Eitthvað á þessa leið fórust Júlíusi Havsteen sýslumanni á Húsavík orð í viðtali er Vísir átti við hann í gær. Sýslumaður kvaðst hafa miklar og vaxandi áhyggjur af sandfoki í Norður-Þingeyjar- sýslu. Þannig teygir Hólssand- ur sig æ norðar í hverju sunn- anroki sem kemur og færir sig æ lengra inn í gróðurlönd hinnar norðlenzku byggðar. Verður ekki annað séð, ef ekk- ert verður aðgert, en að Ax- arfjörðurinn, einhver gróður- sælasta og fegursta sveit á Norðurlandi, verði örfoka á skömmum tíma og að sand- auðnin teygi sig þar alla leið til strandar. Ásbyrgi, sem á sinn hátt er friðhelgur reitur í augum Þingeyinga og einn af fegurstu og sérkennilegustu stöðum landsins, getur fyllst af sandi á fáum árum, ef fjárveitinga- valdið íslenzka reisir ekki rönd við í tíma og lætur hefta sand- fokið. En sandblásturinn er hvað mestur og hættulegastur í góðærum þegar sunnan- vindar geysa og hvorki menn né gróður eiga sér yfirleitt ills von. ttitSH" mr Frámuna gott tíðarfar. Tíðarfarið í vor og sumar hefur verið með einsdæmum gott í Þingeyjasýslum eftir að snjóa tók að Teysa. Hlýindi og stillur voru með mesta móti, en þó kvaðst sýslumaður muna eftir jafn hlýjum sumrum eins og t. d. 1908, 1916, 1933 og 1939, en þvílíkri eindæma grassprettu sem sl. sumar kvaðst hann ekki muna eftir. Það væri ekki aðeins að sprett- an hafi verið bæði mikil og skjót í byggð, heldur hafi heið- ar og fjöll verið hvanngræn svo að segja jafnóðum og snjóa leysti. Orsakanna er að leita til þess að fannþiljur lögðust yfir jörðina strax sl. haust og hlífðu henni fyrir frostunum en síðan gaf vatnsrennslið í leysingun- um í vor jörðinni og gróðrinum ærna næringu. Aflabrögð. Fiskafli var ágætur í april og maí , en tók að draga úr honum er kom fram í júni. Eftir það hefur ýsu- og þorsk- afli verið rýr. Aftur á móti hefur verið um óvenju gengd af flatfiski þ. e. lúðu og kola, að ræða. Sýslumaðurinn sagði að mikil skarkolaganga hafi verið, allt, inn á Húsavíkurhöfn svo að önnur slík hefur þar ekki sézt um margra ára skeið, eða frá því hinir brezku togararyð- kláfar urðu upp miðin við strendur landsins. Með víkkun landhelginnar hefur öllu þessu erlenda togarahyski verið út- hýzt úr næstu nálægð landsins og fyrir bragðið rutt braut fyrir fiskigöngur imr á grunnmiðin og firði landsins. Þetta gefur smábátaútgerðinni byr undir báða vængi og það er ekki að- eins Norðurland eitt sem á lífs- (Framh. at 5. síðu) Beitiskip rekst á hafísjaka við * ísland. Þær fregnir hafa borizt, að eitt af herskipum þeim, sem verið hafa að æfingum undan norðvesturströnd ís- lands, liafi rekizt á hansjaka, og laskazt eitthvað. Undanfarna daga hefur veður verið slæmt undan Vestfjörðum, hvassviðri, slydda og krapaél. Hefur það ugglaust torveldað æfingar þær, sem herskip N.-Atlants hafsabandalagsins hafa ver- ið að á þessum slóðum. Vís- ir hefur frétt, að bandaríska beitiskipið Worcester hafi rekizt á hafísjaka undan ís- landsströndum, laskazt eitt- hvað, en nokkrir af áhöfn skipsins hlotið meiðsl. Ekki er Icunnugt, að neinn hafi beðið bana við áreksturinn, né heldur, að skipið liafi orð- ið fyrir alvarlegu tjóni. Mý orðsendíng Rússar þar sem vtðurkenning á Pekingstjórninni er höfuðatriði. Tekur Churchill forustuna? Salfiskfram- íeiðstan 38 924 tomt. Þann 15. september nam salt- fiskaflinn frá áramótum sam- tals 38.924 smálestum, miðað við fullstaðinn saltfisk. Er það heldur minni saltfisk- framleiðsla en á sama tíma i fyrra, en þá var heildar-salt- fiskaflinn oi’ðinn 45.499 smá- lestir. Af saltfisksafla þessa árs eru 20.872 smálestir bátafiskur, en 18.052 smálestir togarafiskur. í fyrra varð saltfisksafli togar- anna aftur meiri en bátanna, en þá var togaraaflinn 24.214 smálestir, en bátafiskurinn 21.285 smálestir. VonzkuveÖur á Vesturlamfi. Undanfarið hefir verið slæmt veður á Vestfjörð- um, slydda eða krapaveður í byggð með austan eða norð- austan hvassviðri, en snjókoma til fjalla. í gær var lygnara veður og háskýjað á ísafirði og yfir- leitt betra veður en verið hefur undanfarna daga. Þrátt fyrir kalsaveður hafa engin frost komið í byggð til þessa. Ekkert höfðu Isfirðingai' frétt af heræfingum á Horn- ströndum, en sjómenn töldu sig hafa séð mikið af herskiuum úti fyrir Vestfjörðum og Horn- ströndum að undanförnu. Bandarísk herflutningaflug- .vél fórst í gær nálægt Luisville, Kentúcky. — 42 menn fórust. Sendiherrum Vesturveld - anna í Moskvu var afhent ný i orðsending síðdegis í gær. Er j liún svar við orðsendingu, sem ! Vesturveldin sendu ráðstjórn- , inni fyrir 4 vikum. í þeirri orðsendingu var stungið upp á, að utanríkisráð- herrar fjórveldanna kæmu saman til fundar í Lugarno ‘ í Sviss, og yrði þar lögð megin- ■áherzla á, að ná samkomulagi um friðarsamninga við Austur- ríki, því að það gæti orðið til , þess að greiða fyrir því, að samningar tækjust um önnur heimsvandamál. Texti hinnar nýju orðsendingar ráðstjórnar- innar hefur ekki enn verið birtur, en orðrómur komst á kreik um það í gær, að r.áð- stjórnin bæi’i fram gagntiliög- ur um fimmveldafund, b. e. að fimmta aðildarríkið yrði hið rauða Kína. Ef svo er og Rúss- ar halda þeirri kröfu til streitu, er einskis samkomulags að vænta, hema breyting verði á, að því er varðar afstöðuna til Pekingstjórnarinnar, en eins og kunnugt er, þá er mjög um það deilt, hvort hún skuli ia sess á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúi Kína. — Bretar og fleiri þjóðir halda því fram, að stjórnin sé raúnvevu- lega (de facto) stjórn Kirta og það sé viðtekin venja, að við- urkenna ríkisstjórnir, bótt þær ,hafi komist að völdum með byltingu, ef þær treysta vöid sín og fara áfram með stjórn, en Bandaríkjastjórn er alger- lega andvíg því, að veita Pek- Saltað í 170 þús, tn. norianlands. í vikunni sem leið var saltað í 2595 tunnur af Norðanlands- síld og er það afli bátanna, sem stundað hafa veiðar austur í hafi. Nemur heildarsöltunin á Norðurlandi því orðið 170.933 tunnum, en ekki er vitað hve mikið bættist við í salt hér í Faxaflóa í síðustu viku, en um hina helgina var Faxafióasíld- in orðin um 40 þúsund tiirmur. Sonur Gandhis fer í fangeisL Fregnir frá S.-Afríku lierma, að Manilal Gandhi, sonur leið- togans indverska, muni verða settur í fangelsi. Var íiann dæmdur í 50 punda sekt og 50 daga fangelsi til vara — fyrir að brjóta kyn- þáttalöggjöf Malans. Kvaðst Gandhi heldur vilja fara í fang- elsi en að greiða sektina, og er hann líkur föður sínum að því leyti a. m. k. ingstjórninni viðurkenningu. Það er fráleitt nein tilvilj.un, að brezk blöð hafa vakið máls á þessu af nýju. Times ræðir málið í morgun og viðurkenn- ir, að í sambandi við viður- kenningu á Pekingstjórn'iuni. hafi risið fleiri vandamál en vanalega, þegar um það sé rætt að veita ríki viðurltenningu, og það sé meira tilfinningamál en. vanalega, en þar fyrir megi ekki loka augunum fyrir því, að finna verði leið til samstarfs við þessa þjóð, éigi síður ea aðrar, því að „öll búum við í sama heimi“. Churcliill og OBrien. Þá hefur vakið mikið umtal, að Sir Churchill hefur birt greinargerð út af ummælum. O’Brien, fráfarandi forseta brezka verklýðsfií-lagasam- bandsins, sem sagði að það hefði verið ágreiningur milli helztu ráðherra Churchills og hans um tillögur hans varðandi fund æðstu manna fjórVeld- anna, frekara en lasleiki hans, sem olli því, að Bermudaráð- stefnan var ekki haldin, og að um undanhald var að ræða á Washingtonráðstefnunni. Þessu neitar Sir Winston, segir engan ágreining hafa verið innan stjórnarinnar brezku, þótt hún hafi slakað til á Washington- fundinum, sem haldinn var í. stað þeirrar, sem halda átti á Bermuda, og fallist á að fara aðra leið, þ. e. að utanríkisráð- herrar Fjórveldanna kæmu sam an í stað æðstu manna þeirra. AfstaSan í Bandaríkjunum. Yorksire Post og fleiri íhalds- blöð verja Churchill í þessu. máli og segja, að það hafi ver- ið hikandi stefna Bandaríkj- anna, sem hafi valdið, að ekki var farið að ráði Sir Winstons. Margar orsakir hafi legið til þess, persónuleg skoðun Johns Foster Dulles.McCarthystefnan, harðnandi afstaða í Bandaríkj- unum gegn Rússum, og metn- aður, þar sem litið mundi verða ,á það, sem Bretar hefðu tekið forustuna í heimsmálunum, ef stefna þeirra yrði ríkjandi. — í einu blaðinu er Sir Winston hvattur til þess, að láta Bret- land taka forystuna til lausn- ar heimsvandamálanna. Truman varar við „nýju þjóðernissinnunum“. Truman flutti ræðu í gær og lagði til, að samkomulag yrði gert milli begggja aðalflokk- anna um utanríkisstefnu Banda ríkjanna, er byggðist á „eigin styrk og starfsemi við bandam.“ Truman varaði við hinum „nýju þjóðernissinnum“, McCarthy- sinnum og fl„ sem væri fylgj- endur gömlu innilokunarstefn- unnai’, en hefðu klæðst nýjum flíkum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.