Vísir - 30.09.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 30.09.1953, Blaðsíða 1
ta, irg. Miðvikudaginn 30. september 1953 222. tbi. Orðsending Rússa sætir harðri gagnrýni vestrænna stjóramálamanna. Nýlega kom til óeirða á skipi þessu, Asturias, er það var á leið töl Englands. Kom til handalögmáls milli brezkra hermanna, stffl verið höfðu í haldi hjá kommúnistum í Kóreu, en sumum þeirra hafði kommúnistum tekizt að snúa til fylgis við helstefnu sína. I»essir'hermenn hafa nú verið sendir heim til fjölskyldna sinna, til þess að sefast þar á taugum. Samningar USA og Spánar gagnrýndir. Lundúnablaðið Ðaily Herald gagnrýnir í morgun hernaðar- og efnahagssáttmálann, sem Bandaríkin og Spánn hafa gert með sér. Segir blaðið að vel megi vera, að John Foster Dulles hafi unn- ið það á, að Bandarik3unum.se hernaðarlegur ávinningur að samningunum, en það hafi gert verið með því að fórna grand- v.allaratriði, sem lýðræðisþjóð- irnar hafa fylgt, að styðja ekki ríki, sem fascistiskt skipulag er ríkjandi í. Rtjssar sjkHa fÖHTUfum. Til Austur-Þýzkalands komu í gær fyrstu þýzku fangarnir, sem Rússar hafa lofað austur- þýzku stjórninni að skila. Er hér um að ræða. menn, sem dæmdir höfðu verið fyrir stríðsglæpi. Ekki verður þeim þó skilað, sem dæmdir yoru i'yrir miklar sakif. Rússar'Segj- ast hafa í haldi um 13.000 ,þýzka fanga, en sambands- stjórnin þýzka, sem hefur lát- ið athuga allt fangamálið gaumgæfilega, heldur því fram, að a. m. k. 100.000 Þjóðverjar séu enn í haldi hjá Rússum. Samkomulagstilraunum talið sigli í strand og nauðsynlegt að taka málin fyrir að nýju* „Hneyksli aö ráða Árna Friðriksson fram- kvæmdastjóra Alþjóða-hafrannsðknaráösins' Serlega dónaleg skrif Kaupmannahafnar- bfadsins „Eksfrabladet" um þetta mál. Kaupmannahafnarblaðið „Ekstrabladet" virðist líta svo á. að það sé fullkomið hneyksli að ráða dr. Árna Friðriksson framkvæmdastjóra Alþjóða- hafrannsóknaráðsins. Blað þetta við hefur þau orð um þetta, að það sé „en ufor- staaelig og pinlig udnævnelse", án þess þó að rökstyðja nánar, hvers vegna dr. Árni sé óhæf- ur til starfans. Segir blaðið, að Mr. Dobson, sem er forseti Aíþjóðahaf- rannsóknaráðsins, hafi skrifað öllum fulltrúum hafrannsókna- þingsins, sem haldið var í Höfn og tjáð þeim, að æskilegast væri að ráðinn yrði vísinda- maður til starfans. Um leið gat Mr. Dobson þess, að menn hef ðu augastað á dr. Árna Priðriks- syni, sem væri vel til stöðunn- ar fallinn. Þetta telur hið danska blað óhæfilegt. („Har man kendt magen til frem- gangsmaade"). Síðan segir blaðið: „Hefði ekki verið eðlilegra að finna vísindamann í Danmörku, þar sem hann hefir möguleika á að iðka fag sitt í frístundum sín- um? Hægt væri að nefna marga haffræðinga Danmerkur, sem vafalaust yrði tekið af meira mögnuði erlendis en hinum ís- lenzka lærdómsmanni, af þeirri einföldu ástæðu, að hinir dönsku hafkönnuðir eru heinis- kunnir á sviði alþjóða hafrann- sókna. Hvers vegna^verður þá dr. Friðriksson fyrir valinu?" Fyrr í sömu grein var sagt, að kjör dr. Árna Friðrikssonar hafi átt sér stað undir svo dul- arfullum kringumstæðum, að menn hljóti að skoða aðferðir þær, sem yfirstjórn hafrarm- sóknaráðsins beitir við að gæta hagsmuna sinna í ljósi hinna mest'u efasemda. Forseti alþjóða-hafrann- sóknaráðsins er Mr. Dobson frá London, en varaforseti þess próf. le Gall frá París. Ekki veit Vísir, hvað veldur þessum dónalegu viðbrögðum hins danska blaðs vegna ráðn- ingar Árna Friðrikssonar. Þó teljum vér sennilegt, að Dob- son hinn brezki og le Gall hinn frahski kunni betri skil á hæfi- leikum þeirra, sem til greina kunna að hafa komið en frétta- maður „Ekstrabladet". 661 ntilljonarí í Danmörkit. Árið 1951 var 621 milljóna- mæringur í Kaupmannahöfn, en 355 í öðrum landshlutum í Danmörku. Þrjár stéttir höfðu flesta milljónamæringa innan vé- banda sinna, en það voru fram- kvæmdarstjórar, sem voru 117, heildsalar 109 og yerksmiðju- eigendur. 66. í öðrum stéttum voru aðeins« fáir milljónamær- ingar, slátrar höfðu aðeins tvo, ljósmyndarar tvo, kennarar einn, listmálarar einn og iðn- nemar einn. Mesta tekjuaukn- ing á árinu varð hjá þeim, sem seldur gömul föt eða járn. Tekjuhæstu menn voru fi'am- kvæmdarstjórar, þeir höfðu 68,811 kr. að meðaltali og þá átt við danskar krónur. Næstir framkvæmdarstjórunum komu málaflutningsmenn með 37,492 kr., heildsalar með 36,639, læknar með 26,634 kr. Bretar hafa heiðrað garpinn Tensing Norkay með því-að! nefna nýja flug"vélargerð Sherpa. í höfuðborgum Vesturveld- anna hefur svarorðsendiug Rússa verið til athugunar og er enn. Hefur stjórnmálamonnun- um veizt mjiig erfitt að átta sig á henni, og komust loks að þeirri niðúrstöðu í gærkveldi, að fyrir Rússiim mundi vaka: Að haldnar yrðu tvær stjórnmálaráðstefnur, fimm velda- og fjórveldaráðstefn ur. Hin fyrri yrði fimm- veldaráðstefna og um al-r heimsvandamálin og fengi Pekingstiórnin aðild að henni, en hin síðari yrði um Þýzkalandsvandamálin, og þar væru kínverskir komm- únistar ekki til kvaddir. — Hins vegar yrðu þar fulltrú ar Austur-. og Vestur- Þýzkalands. Um friðarsamningana við Austurríki segir í orðsending- unni, að ráðstjórnin telji heppi- legast, að halda áfram að 1 ej-na að ná samkomulagi um þá eftir venjulégum stiórnmálaleiðum, og hafnað er! tillögunum um frjálsar kosningar í Þýzka- landi. í fregnum frá Washington segir, að þar sé litið svo á, að Rússar fari undan í flæmingi í orðsendingu þessari, en í fregn um frá París, að orðsendingin sé óljós og villaridi, og hafi ráð- stjórnin í rauninni ekki hafnað neinu og ekki heldur fallist á neitt. í brezkum blöðum í morgun er tónninn yfirleitt sá, að ekk- ert hafi þokast í samkomulags- átt, og jafnvel að málum hafi nú verið siglt í strand og ættu Bretar og Frakkar að athuga afstöðu sína gaumgæfilega, m. a. með tilliti til þeirra tillagna, sem Churchill hefur borið fram. , . Óljós og í leiðindatón. Daily Herald, blað verkalýðs ins, segir að orðsendingin ; sé óljós að efni og í leiðindatón, og málum hafi verið siglt í al- gert strand. Daiíy Telegraph segir, að íyr ir ráðstjórninni vaki að ala~á óánægju meðal lýðræðisþjóð= anna og herða tökin á Austur- Þýzkalandi, þar sem helzt hafi orðið ókyrrðar vart austan járn tjalds. Þá vilji þeir gera Norð- ur-Kóreu að varanlegri her- bækistöð. Manchester Guardian segir að ef til vill sé tilgangur Rússa sá, að reyna að dylja það, að þeir vilja ekkert aðhafast eins og sakir standa, til sam- komulags um stórmálin. í brezkum blöðum kemur það fram, að Rússar hafi i rauninni aldrei verið hernaðarlega sterk ,ari en nú, og því sé ekki þess að VEftata, að leiðtogai- þeirra vilji fella frá fyrirætlunum sín- um um heimsbyltingu, en hins vegar hentugur tími til að reyna að breikka bilið milli lýðræði;;- þjóðanna. Því sé mikilvægt' fyr-' ir lýðræðisþjóðirnar að ireysta samvinnuna. ¦. Frjálsar kosningar höfuðskilyrði. Times segir, að ekki iriegi íil þess koma, að fallið verði frá því. höfuðskilyrði, að írjálsar kosningar verði látnar fara fram í öllu Þýzkalandi. Ef til vill verði Þýzkaland klofið eins langt og unnt sé að sjá íynr, og engin breyting væntanleg fyrr en varnarsamtökin erU komin á traustan grundvöll, er» þá geti svo farið, að Rússar verði tilleiðanlegri til að fallast á samkomulag í líkingu við það, sem Churchill hafi í huga. Vísir að Locarnokerfi. Blaðið segir, að í rauninni sé kominn vísir að Locarnokerfi, eins og það orðar það, með vam arsamtökunum, en sá vísir gæti orðið að allsherjar samkomu- lagi friðinum í álfunni ti! ör- yggis, einskonar nýjum'ljocarno sátmáía, sem Rússar yrðu aðilar að. : ! Stjórnarfundir í ¦! London á morgun. Brezka stjórnin kemur sam- an til furidar á morgun og verð- ur Sir Winston Churchill i ior- sæti, en hann er væntanle^ur heim frá- Suður-Frakklandi í da^. Eden situr og fuhdinn, en hann er einnig ¦væntar.legur heim í dag. Hefur hann dvalist í Grikklandi að undanförnu og verður þetta fyrsti stjórnar- fundurinn, sem hann situr eft- ir að hann veiktist í marz s.l. í Bretlandi og víðar væhta. menn þess nú, að mikilvægra tillagna megi frá þeim vænta, til þess að koma málumim inrt á greiðari brautir til samkomu- lags. Árekstur herskipa við ísland. London (AP). — Árekstur varð suður af íslandi við flotaæfingarnar miklu, milli brezka beitiskipsins Swift- sure og brezka tundurspillis- ins Diamond. — 32 menn meiddust á Swiftsure eh ékki lífshættulega. Swiftsure liggur í land- vari við ísland og er verið að athuga skemmdirnar, en Diamond hélt áfram til Bret- Jands. Vont var í sjó, er á- reksturinn varð. Skemmdir* urðu á Swiftsure miðskipa stjórnborðsmegin. — Árekst- urinn varð 30 mí!ur suður af fslandi. Peklngstjórn hafnar mótmælum Breta. Pekingstjórnin hefur hafnað mótmælaorðsendingu Breta út af árás kínversks herskips á brezkan hraðbát, en 7 brezkir sjóliðar biðu bana af völdum þeirrar árásar. _,^.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.