Vísir - 30.09.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 30.09.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 30. september 1953 TlSIB Óttaslegin eiginkona. £fti, tth^ P-Ld, & inelart. til sonar þeirra, og eg ætlaði einmitt að íara að gera erfðaskrá hennar, er átti að ganga í þá átt, er þetta kom fyrir.“ Close var nú farinn að fá mikinn áhuga fyrir málinu. Áhugi hans magnaðist til muna, þegar hann heyrði um útvai-psdag- skrána. ,a ; ;:g! „Eg kannast við þann þátt,“ syaraði hann. „Svo að þú ert að tala um stúlkuna sem semur hann?“ „Já, en hún semur hami að vísu undir dulnefni. Eiginmaður hennar heitir Wilfred Collier. Mér skilst, að hann selji notaða bila." „Collier, ha?“ Close tók símátólið og bað um að fá samband við bíladeildina. „Heyrðu,“ sagði hann, er einhver svaraði, „gefðu mér samband við Joe Ellis, ef hann er við.“ Ellis var viðstaddur, svo að Close hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Manstu eftir Fred Collier, Joe?“ spurði Close. „Jæja, hvað hefir þú frétt um hann upp á síðkastið? Já, eg veit, að hann er háll eins og áll. En hvað veiztu nýjast, ef hæm hefir gert eitthvað af sér?“ Hann glotti, þegar hann lagði símatólið frá sér. „Ekkert nýtt,“ sagði hann. „Collier hefir annars vérið á tak- mörkunum árum saman. Þeir eru sannfærðir um, að hann sé eitthvað flæktur í viðskipti með stolna bila. Þeir vita sitt af hverju um hann, en hafa engar sannanir í höndum. Hann er ill- menni á annan hátt í þokkabót. Barði einn bílstjóranna sinna svo, að hann var næstum dauður. Þéir héfðu getað náð kauða þá, ef bílstjórinn hefði aðeins verið fáanlegur til þess að leysa frá skjóðunni." En það var ekki fyrr en Forsythe nefndi, hversu mikil fjár- hæð væri á vöxtum í Gótham-bankanum, sem Close sperrti eyrun og áhugi hans vaknaði fyrir alvöru. „Hver þremillinn!“ sagði hann. „Er svona vel borgað fyrir slíkai’ afurðir? Sjálfur verð eg að hætta lífinu daglega fyrir smápeninga, ef það. Já, gæðunum er misskipt, það má nú segja.“ En hann lofaði þó að fylgjast vel með því, sem gerðist. Hann stakk einnig upp á því, að Forsythe fengi Önnu til þess að flytj- ast til Cennocticut, r hún væri ferðafær, og Forsythe hafði létt til muna, þegar hann fór. En þó leið honum aðeins betur and- lega. Hann hafði nefnilega haft sáran verk í annari síðunni, síðan hann hafði rekizt á borðið kvöldið áður, og þegar hann lét lækni skoða sig á heimleiðinni, kom það í Ijós, honum til mikillar hryllingar, að eitt rifbeinð hafð kubbazt í sxmdur. Hann fór þess vegna ekki á fætur aftur fyrr en á laugárdags- morgunn, til þess að fá sér morgunverð. Hann hafði ekki haft neinar spurnir af Önnu, en hann hafði talað við Hellinger dag- inn áður, og fengið þær fregnir, að allt væri með kyrrum kjör- um. Sagði húsvörðurinn, að Gollier hefði horfið morguninn eftir fund þeirra, og hefði hann ekki komið heim aftur. Hann var einmitt að fá sér kaffisopa, og var með bollánn í annari hendinni og árdegisblaðið i hinni, þegar hann hnykkti skyndilega við. Anna Collier hafði skotið mann sinn til bana, og síðan hafði hún gert tilraun til þess að fremja sjálfsmorð. Hann las fregnina tvívegis, áður en hann áttaði sig raunveru- lega á henni. Fréttin í blaðinu var stutt og laggóð. Samkvæmt frásögn blaðsins hafði maður nokkur, Jamison að nafni, heyrt Fred Collier úthúða konu sinni, og andartaki síðar hafði hann heyrt tvö skot. Jamison hafði hinsvegar meiðst talsvert tveim dögum áður, svo að hann hafði verið lengi niður á neðri hæðina, til þess að tilkynna húsverðinum, Michael Hellinger, um þetta. Það var Hellinger, sem uppgötvaði, hvernig komið var. Lækn- h', er beðinn var sámstundis um að koma, sagði, að Collier hefði verið skotinn í hnakkann og dáið þegar. Tilraun konu hans til að fremja sjálfsmorð hafði hinsvegar misheppnazt. Hún hafði verið flutt í sjúkrahús, þar sem hún var undir lögreglueftirliti. Var ságt, að hún væri rænuíaus, og .hefði ékki skýrt lögregl- unni frá neinu, sejn gerðist. Forsythe Var sem steini lostinn. Anna hafði ekki gert þetta. Ekki hún litla systir hans Bills Blake. Það var ómögulegt. Lög- reglan væri gengin af vitinu. Collier hefði reynt að myrða hana, og síðan hefði hann framið sjálfsmorð. Hann spratt á fætur og hraðaði sér út. Hann var kominn til sjúkrahússins um klukkan níu. Þar varð hann fyrir venjulegum töfum, en með aðstoð tíu dollara seðils og vinsamlegs stax-fsmanns tókst honum að komast upp á hæð- ina, þar sem Anna lá. Tveir menn stóðu fyrir utan dymar á herbergi hennar. Þreytulegur lögregluforingi í einkennisbún- ingi sat á stól fyrh’ framan dyrnar, og miðaldra leynilögreglu- maður stóð hjá honum. Forsythe áttaði sig ekki samstundis á því, að þetta var Close. Harm var svo reiður, að hami ætlaði að ráðast á leynilög- i-eglumanninn með þjósti, en þegar hann nálgaðist, kom hvít- klæddúr. læknir út úr sjúkrastofunni, og lokaði hurðinni á eftir sér. Close tók hann tali. „Hvernig gengur, læknir?“ sagði hann. „Hefur hún það af?“ „Hún er ekki búin að ná sér af taugaáfallinu,“ svaraði lækn- irinn. „Ef þér hcifið nokkurn áhuga fyrir því, þá hefur kúlan gengið í gegnum vinstri öxlina, en ekki hæft neina stóra æð.“ „Það táknar með öðrum oi'ðum, að hún muni lifa?“ „Það eru mestar líkur fyrir því, en ógerningur er að segja fyi’ir um það með vissu.“ Nú tók Close eftir Forsythe og glotti. „Ef þetta er hún vin- stúlka þín,“ mælti hann, „þá hefir þetta farið nokkuð öði’u vísi, en þú bjóst við. Hún varð honum að bana — á því er enginn efi. Hún getur kannske sannað. að huh hafi átt hendur sínar að verja, en eg efa það. Mér sýnist, að þetta hljóti að hafa verið gei't að yfirlögðu ráði. Ekki svo að skilja, að eftirsjá sé að manni hennar,“ bætti hann svo við. „Við hvað áttu — að þetta hafi verið gert að yfii'lögðu ráði?“ spurði Forsythe reiðilega. „Var kannske einhver við, sem sá hana gera það?“ „Ekkert annað keraur til gi'eina. Byssan lá við hliðina á henni á gólfinu og maður hennar dauður í tíu feta fjáx'lægð!“ „Það er þá útilokað, að hann hafi gert það?“ „Varla, þegar hann hefir verið búinn að fá kúlu í hnakkann. Hann vissi ekki, hvað fyrir hafði komið.“ Læknirinn hafði hlustað á samtal þeirra með athygli og ekki gengið á brott. Foi'sythe sneri sér. að honum. „Hversu miklár líkur eru til þess, að hún lifi þetta af?“ spurði hann, er hér var komið. „Eg get varla sagt yður annað en að við höfum gert á henni holskurð, til þess að búa um sárið. Annars vii'ðist hún hafa dott- ið á hurðai'hún í fallinu. Hún virðist hafa fengið mikinn heila- hristing." Hann gekk síðan leiðar sinnar, og lögreglumaðurinn einkenn- isklæddi reis á fætur, sagðist þurfa að ganga til snyrtiherbergis og hvarf á brott. Forsythe var skyndilega einn með Close, er virtist hafa nokkra skemmtxm af því. „Það er aldrei að vita, upp á hverju konur taka — eða finnst þér það ekki?“ sagði hann. „Annars virðist hún viðkunnanleg asta stúlka. Lifi hún þetta af, getur hún senhilega bjargað sér á því fyrir réttinum, að hún hafi skotið'hann í sjálfsvörn.“ Hendur Forsythes skulfu, er hann fekk sér vindling og kveikti í honum. „Eg trúi því ekki,“ sagði hann þi'ákelknislega. „Hxin mundi aldrei gera neitt þessu líkt. Aldrei. Er hún með rænu?“ „Þú heyrðir, hvað læknirinn sagði. Hún hefir fengið heila- hristing, hún hefir verið svæfð, og hún er sennilega full af deyfilyfjum. Þar að auki er hún ósköp lasin, Forsythe. Og verið getm', að það sé ósköp gott fyrir hana.“ Forsythe vissi, hvað lögreglumaðurinn var að fara. Hann fann, hvernig í'eiðin náði tökum á honum. „Eg ætla einungis að biðja þig um að hafa eitt í huga, Close,“ mælti hann. „Eg sagði þér frá því, hvemig stæði hjá henni, Á kvöldvökimni. „Ætlar þú að fara í kvik- myndahús með ungum manni?“ sagði amma gamla og var hneyksluð. „Þegar eg var ung þótti ekki við eigandi að fara út að skemmta sér með rmgxun manrn, nema maður væri tiú- lofaður honum.“ „Hafðu engai' áhyggjur, amma,“ sagði stúlkukindin. „Þetta ér einn af þeim, sem eg er trúlofuð.“ • Bóndi í Kansas ók til bæjar- ins í nágrenninu og ætlaði að útvega sér lán. Þegar hairn var kominn inn í bankann skall á fárviðri. Bankastjórinn sagðist ekki geta veitt honum lán fyrr en hann væri búinn að skoða býlið hans. „Þér þurfið ekki annað en líta út um gluggann,“ sagði bóhdinn. „Þanxa koma húsin mín fljúgandi í .loftinú!“ 9 í ’ Holtsetalandi kom ein- kennilegt mál fyrir rétt. Maður var kærður fyrir að hafa það fyrir venju, að loka konu sína inni í salei'nisklefanum um há- degið þegar hama köm heim að borða. Þótti þetta að sjálfsögðu óhæfa, en maðurinn frambar þá afsökun, ,,að hann hefði ekki getað þolað stöðugt ráp hennar fram og aftur og óaflátarxlegt hringl í diákum.“ ® Hafðu gát á hugstuMiwi þín- um. Þær geta brotist út í orð- um hvenær sem vera skal. Innanland§- áætlun Veturinn 1953—1954 Gildir frá 1. október REYKJAVÍK: Akureyri: alla daga. Bíldudalur: Þriðjudaga. Blönduós: Þriðjudaga, laug- ardaga. Egilsstaðir: Þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga. Fagurhólsmýri: Föstudaga. Fáskrúðsfjörður: Fimmtud. Flateyri: Þriðjudaga. Hólmavík: Miðvikudaga. Hornarfjörður: Fösfudaga. ísafjörður: Mánudaga, mið- vikudaga, föstud., laugard. KirkjubæjarklaUstur: Föstudaga. •Kópasker: Fihimtudaga. Neskaupstaður: FimmtUd. Patteksfjörður: Mánudaga, föstudaga. Reyðar.fjörður: Fimmtud.,*) Sandur: Miðvikudaga. Sauðárkrókud: Þriðjudaga, laugardaga. Seyðisfjörður: Fimmtudaga. Siglufjöfður: Sunnudaga. Vestmannaeyjar: Alla daga. Þingeyri: Þriðjudaga. *) Eftir að bílvegirnir frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar og Seyðisfjar&ar lokast, verða hafnar beinar flugferöir til þessara staða. AKUREYRI: Egilsstaðir: Þriðjudaga. Kópasker: Fimmtudaga. , Flugfélag íslands. h.f. Cíhu Mmi Car.,., Bindindismenn á móti kaffidrylckju. Frétt úr Vísi fyrir 35 árum: „Nefnd, sem skipuð hefh' verið af bindindismönnum í Svíþjóð, sem skipuð hefir verið af bihd indismönnum í Svíþjóð, hefir komist að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að hálda áfram að skammta kaffi að ófriðnum loknum, vegna þess hve lítils hófst sé gætt í notkuninni á venjulegum tímum. Nefndin vill láta banna kaffidrykkju bafna undir 10 ára aldri.“ íhlutun Breta, Þá ,er og skýrt frá því í Vísi, að Bi-etar íxafi kfafist þess, að gasstö'övarstjórinn í Reykjavík sé settur frá störfum, og hafi bæjarstjórn bbidst í hendur krafa um frávíkningu hans fi'á ræðismanninum. Auglýsing frá Ingimundi. Eftirfarandi auglýsing birtist í Vísi haustið 1918: „Frá i dag og til 1. janúar 1919 og um jól- in held ,eg söngskemmtanh' heima hjá fólki. Eg er til viðtals á Vestm'götu 17, uppi, kL 10— 11 og kl. 3—i. Ingimundur Sveinsson." H A N S A H. F. Laugaveg 105. Sími 8-15-25. K.ristján Gaðlaugsson hæstaréttarlögmaður. Austurstræti Síml 3449. f-^er(oniöU?qr njLJá ';ar frá kr. 20,50 parið. yjijlonSoll’ar með svörtum hæl, ísgarns- sokkar, ullarsokkar, hómull- arsakkar fi'á kri 12,5-0. vm •m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.