Vísir - 01.10.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 01.10.1953, Blaðsíða 1
41. íeg. Fimmtudagimi 1. október 1953 223. tbl. Fimmtán biaðameim fyígdust með æfingunum um borð í Des Moines Rabbað við Skúla Skúlason, sem var með í leiðangrinum. Eins og kunnugt er, liai'a undanfarið staðið yfir flotaæf- ingar N.-Atlantshafsríkjanna undan ströndum íslands, og fylgdist Skúli Skúlason með þeim af skipsf jöl um borð í bandaríska beitiskipinu Des Moines. Æfingar þessar hófust bæði við vesturströnd Evrópu og suðausturströnd Bandaríkjanna hinn 6. sept. Alls munu um 300 skip liafa tekið þátt í æfing- unum, og um 10Ó0 flugvélar. Þeim þætti, sem gerist hér við landí lýkur nú í vikulokin. Ekki Verður nánar rakin frá- sögn Skúla um æfingarnar sjáif ar, enda þegar birzt í útvarpi og annars staðar, en Vísir hitti hann að máli í morgun og rabb- aði stundarkorn við hann um veru hans um borð í hinu bandaríska herskipi. Hve margir blaðamenn •voru með í förinni? „Þeir voru alls fimmtán, allt Bandaríkjamenn, nema ég, en auk þess voru þeir méð Pétur Sigurðsson yfirmaður land- helgisgæzlunnar, Brownfield hershöfðingi, yfirmað'ur \arn- arliðsins, og Genero majór, einnig frá Keflavíkurflugvelli, svo og Overby flugofursti írá Danmörku, vegna þess, að æf- ingarnar fóru fram undan Grænlandsströndum. í hópi blaðamanna voru þessir kunn- astir: Frá New York Herald Tribune Walter Millis, frá Time og Life, Louis L. Banks, frá Newsweek, kornungur mað ur, William Blair. Hann var sá eini af blaðamönnunum, sem ég talaði við, sem hafði hitt íslend ing áður, m. a. hitt frú Ágústu Thors í Washington og átt yið hana viðtal. Þá má nefna Phillips fyrrverandi hershöfð- ingja, sem var fyrir St. Louis Post Dispatch. — Ferðintú var hagað þannig, að engin viðstaða var í Reykjavík, og gát.u þeir því ekki kynnzt höfuðstaðnum né landr og þjóð. Hvernig var lífið um borð? „Á bandarískum herskipum yirðist allt vera með mjög ,íýð- ræðislegu og alþýðlegu smði, og ég gat ekki séð, að neinn greinarmunur væri gerður á svertingjum og hvítum mónn- um, en svertingjar voru margir, t. d. nær allir í eldhúsinu. — í þessu sambandi dettur mér i hug, að fleiri þjóðir eru smáar en íslendingar. Eg hitti nefr.i- lega blökkumann um borð í Des Moines, sem ekki getur tal- izt fríður sýnum á venjulegan ^nælikvarða, sem hafði gengið með bréf á sér frá danskri stúlku, sem hann hafði hitt i Kaupmannahöfn fyrir rúmum tveim árum. Hann hafði ekki fyrr rekizt á mann, sem skildi dönsku, sem gæti aðstoðað hann við að svara bréfinu. •— Annars var lífið um borð með þeim hætti, að kl. 5 var áhöfnin „ræst“, en dagvöktum lokið kl. kortér fyrir fimm. Klukkan 3 á kvöldin voru kvikmyndasýn- jngar í matsal yfirmanna. Veður var mjög slæmt meðan á æfing- unum stóð, og má t. d. geta þess, að orustuskipið Iowa, sem er ekkert smásmíði, eða 45 þús. lestir, valt um 26 gráður. Að- búnaður allur var með ágætum, og allir, sem ég hafði einhver skipti við, voru mjög vinsam- legir, bæði blaöamenn og á- höfn.“ Alþingi sett í cfag Alþingi kemur saman í dag. Eins og venja er til hlýða alþingismenn messu áður en þeir ganga í þinghúsið og teíst hún í Dómkirkjunni kl. 1.30. Séra Bjarni Jónsson predikar. Þar ó eftir setur forseti íslauds alþingi í neðri deildarsal al- þingis. — Eins og áður heíur verið skýrt frá í Vísi, taka 9 nýir þingmenn sæti á alþingi því, sem nú kemur saman. 10 þús. tunna söltun við Faxaflóa. Ágæt síldveiði var hjá rek- netabátunum í Faxaflóa vik- una sem leið. Var saltað í .samtals 10,204 tunnur hér við flóann þá viku. Alls nemur síldarsöltunin við Faxaflóa nú 52.48 tunnum. „Harmleikur, að tiUögum ChurchiUs var ekki sinnt' firvzfcgt sljjfórgiÍBi rc&ðir heimsrandamúiin ú tnnrfjun. Dag Hammarskiöld frainkvæmdastjóri SÞ. Varðmenn gæta belgiska togarans' Rannsókn haldlft áfram Látlausar yfirlieyrslur stóðu yfir í gærdag út af máli skip- stjórans á belgiska togaranum Van Dick, sem kom til V.esí- mannaeyja i fyrradag. í morgun átti Vísir tal við bæjarfógetann í Vestmanna- eyjum, Torfa Jóhannsson og kvað hann ekki liggja fyrir neina játningu af hálfu skip- stjórans. Hins vegar heldur rannsókn málsins áfram og á meðan verður togaranum hnld- ið í gæzlu í Vestmannaeyja- höfn. Gæta íslenzkir varðmenn skipsins á meðan. m Kóreufr Þær verða 7. mál á dagskrá stjórnmálaiiefndar Sþ. Stjórnmálanefnd alísherjar- þingsins felldi í gær, að taka Kóreumáíið fyrir fyrst mála. Verður það 7. mál á dagskrá nefndarinnar. Var þetta samþykkt með 48 atkvæðum gegn 6, en 5 sátu hjá. Nokkrar orðahnippingar urðu út af þessu, einkanlega milli Vishinsky hins rússneska og Lodge híns bandaríska. Vish inskv kvað verða að breyta til- högun fyrirhugaðs stjórnmála- fundar, ella myndi hann ekki koma að neinu gagni. Lodgé ,kvað Bandaríkjamenn þegar hafa slakað til, en Rússar hafn- að þeim tillögum, án þess þær fengjust rseddar. Marokkómálið verður fyrst tekið fyrir í nefndinni. — Það voru kommúnistaríkm, og Júgó slavía, sem vildu taka Kóreu- 1 málið fyrir fyrst. Rætt um undirbúning ab byggingu togara- hafnar viö Grandagarö. Á fundi hafnarstjórnar var nýíega rætt um undirbúning að byggingu togarabryggju við Grandagarð. Engin ákvörðun hefur e-nn verið tekin um framkvæmdir. að öðru leyti en því, að þarna. hefur verið gerð uppfyliing með tilliti til þess að síðar verði byggðar þarna togarabryggjur. Á sama fundi var í’ætt urri kaup á nýjum krönum til upp- skipunar úr togurum, og rmtnu liggja fyrir tilboð um bá. ,— Loks bar Hæring á góma á þessum hafnarstjórnarfundi, en hann er að verða eilífðarvanda- mál, sem rætt er á hverjum fundi hafnarstjórnar, að þvi er hafnarstjóri hefur skýrt Vísi frá. Er mjög brý.n nauðsyn að losna við skipið úr höfninni, því að hann tekur þar rnikið og dýrmætt bryggjupláss, en erfitt hefu rverið að finna lausn á þessu máli, og hefur hafnar- stjórn ákveðið að snúa sér til atvinnumálaráðherra varðandi þetta mál. Daily Herald, málgagn brézka Verklýðsflokksins, ræddi enn í morgun ástand og horfur á alþjóSavettvangi, og Iagði tíl, að tillögur Churchills um fund æðstu manna fjórveldanna. yrðu teknar upp aftur. Líkti blaðið því við harmleik, að vestrænir leiðtogar skýldu ekki sameinast um tillögur hans, er hann hafði sett þær Snjéar í fjöll. Fyrsti forboði hausts og vetr- ar, snjórinn, sást á fjöllum í morgun. Haustið hefur verið með ein- dæmum hlýtt og gott hér sunn- anfarið hefur Veðurstofan spáð ,anfairð hefur Veðurstofan spáð lcólnandi veðri og í morgmi fást fyrsta snjóföl í fjöllum, þæði Esjunni, Henglinum og víða á efstu brúnum Reykjar- nesfjallgarðsins. Embættispróf í lögfræði. Þessir kandidatar hafa ný- lokið embættisprófi í lögl'ræði við Háskóla Islands: Baldvin Tryggvason, Einar Árnason, Guðmundur W. Vil- hjálmsson, Hafsteinn Baldvins- son, Haukur Davíðsson, Höskuldur Ólafsson, Jóhann Jönsson og Þórhallur Einarsson. I sl. viku svifu 50 amerískir hermenn til jarðar við Nijmeg- en í Hdllandi til að minnast samskonar ái’ásar árið 1944. 20.000 manns hafa orðið heimílislausir í Mexíkó vegna flóða, er fjórar stíflur sprungu. Liðsauki til Kndekiria. Frakkar munu á næsta ári senda 9 herdeildir til viðbótar til Indókína. Þetta er þeim kleift vegna þess, að Bandaríkjastjórn hef- ,ur heitið þeim aukinni fjár- hagsaðstoð til styrjaldarrekst- ursins. — Navarre, hershöfð- 'ingi Frakka í Indókína, telur að unnt muni að sig"a uppreist- armenn á 2 árum. fram. Nú væri augljóst, að hyggilegast væri að svara Rússum með því að taka upp tillögurnar að nýju. Sir Winston Churchili for- sætisráðherra kom heim í gær, frá Suður-Frakklandi, og Edén utanríkisráðherra kom heim, að afstaðinni mánaðardvöi í Grikklandi. Verða þeir á ráðu- neytisfundi, sem haldinn verð- ur í fyrramálið. Það er ekki talið neinum vafa undirorpið, að fundurinn ræð- ir heimsvandamálin og hið nýja viðhorf vegna seinasta svars ráðstjórnarinnar. Brezk blöð fagna því, að þeir Churchill og Eden taka nú aft- ur forystuna, og eitt þeirra seg- ir, að nú sé lokið leiðum þætti (unhappi episode) í lííi stjórn- arinnar — og mundu fæstar ríkisstjórnir hafa borið sitt bar eftir að hafa verið forystulitlar mánuðum saman. Telja þau það vott um ein- ingu flokksins og styrk, að þetta hefur ekki riðið honum aS- fullu. — íhaldsblöðin segja, að ólíkt sé hjá jafnaðarmönn- um, flokkur þeirra sé klofinn, og þori ekki einu sinni að ganga til kosninga með þjóðnýtingar- kröfurnar við hún — flokks- þingið hafi fellt ótal kröfur um aukna þjóðnýtingu (atkvæða- hlutföll 2:1), og sýni það að vísu að raunsæismenn í flokkn- um megi sín meira en draum- sjónamenn, sem enn trúi á marxistiskar kenningar um „heilagt stríð gegn hinum ríku.“ Hafnarverkfall í Bandarikjunum. 60.000 hafnarverkamenn í háfnai’borgum á austurströnd Bandaríkjanna gerðu verkfall. í morgun, vegna þess að þeir hafa ekki fengið framgengt kaupkröfum. - Eisenhower for- seti hefur verið beðinn að hvetja verkamennina til þess að hverfa aftur til vinnu. Maður brennur til bana er kviknar í fötum hans. Það sviplega slys vildi til um klukkan 13 í morgun, að eldur kviknaði í fötum Stefáns Stein- þórssonar, skósmiðs að Berg- síaðasíræti 13 og lézt hann af brunasárum áður en komist var með hann í sjúkrahús. Ekl j er vitað með hverjum hætti eldurinn læsti sig í föt Stefáns, en hann var einn á verkstæði sínu, þegar þetta gerðist. Samkvæmt upplýsing- um er Vísi fékk um hádegið hjá ‘rannsóknarlÖgreglunni, urðu börn fyrst vör við það, að reyk lagði út frá skóyinnustof- unni og gerðu þau konu í húsinu aðvart'. Hún náði tali af manni, sem fór þar um götuna og opn- aði hann hurðina að verk- stæðinu og lá Stefán þá við dyrnar, en föt hans stóðu í björtu báli, en Stefán var bæklaður, einfættui’. Var Stef- án þá enn með lífsmarki. Var þgar hringt á slökkviliðið, sjúkrabíl og lögreglu, og var maðurinn fluttur á Landspít- alann, en var látinn áður en. þangað kom.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.