Vísir - 01.10.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 01.10.1953, Blaðsíða 4
? f SIB Fimmtudaginn 1. októbei- 1953 wiísim : . f DAGBLA8 , . Ritstjóri: Hersteirin Pálsson. Auglýsingastjóri: ¦ Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. ' Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Samviiítia hiitna rauðu. f^jóoviljinn skýrir frá því í gær, að lukkuriddarar þjóðvarnar, *f sem þingsæti hrepptu í kosningunum, hafi ritað kom- múnistum og krötum taréf og boðið þeim samvinnu í nefnda- kosningum á Alþingi. Er fögnuður mikill hjá málgagni kom- múnista yfir þessu tilboði þótt þjóðvarnar-riddararnir hafi sett sig upp á háan hest og gert það að skilyrði að krjitarnir yrði með í samvinnunni. Fqgnuður kommúnistanna er mjóg skiljanlegur. Þeir hafa oft undanfarið boðið öðrum flokkum samvinnu en enginn viljað þiggja. Þeir hafa nokkur undan- íarin ár verið á pólitískum vergangi og enginn virt þá viðlits. J»eir hafa því fallið mjög í áliti almennings, enda kom það greinilega fram í síðustu kosningum. Samvinna við aðra, þótt lislágir séu, mundi því létta þeim nokkuð eyðimerkurgönguna. Ekki er vitað, þegar þetta er ritað hvort Alþýðuflokkurinn •tekur samvinnuboðinu. Fyrir hann er varla úr háum söðli að detta, en þó má vera að reynsla hans af samvinnu við kommúnista fyrr á árum sé honum enn í fersku minni. Hann hefur ekki enn borið sitt barr eftir þá samvinnu og hætt er við að hann hræðist spor fortíðarinnar. En Hannibal er bjartsýnn ¦og dómgreindin vei honum varla að fótakefli, eins og sé?t af leynimakki hans vió kommunistana í sambandi við stjórnar- myndunina. Þá lofuðu þeir að vera honum innan handar. Það «r að minnsta kosti byrjunin á því • að fornir vinir fái skil;ð livorn annan. . Kosnirigabandlag rauðu flokkanna mundi ekki breyta að néinu leyti aðstöðunhi í þinginu. Þeír eru þar í vonlausum minnihluta. En slíkt bandalag'mundi sýna þjóðinni að náið •er skeggið hökkunni og að þeim flokkum er ekki treystandi •til neins góðs sem bandalag gera við umboðsmenn híns al~ þjóðlega kommúnisma, sem stjórnað er. af stórveldinu í austri. Menn mundu þá fá að sjá Hannibals-kratana og þjóðvörnina i rétta ljósí, menn mundi fá að sjá þá eins og þeir eru í raun •og veru, samferðamenn kommúnista er reyna að tvilla á sér lieimildir. Alþingi er kvatt til fundar í dag. Á Næstu mánuðum munu línurnar skírast og úr því verða skorið hvort úlfurinn gleypir <báðar litlu „rauðhetturnar." w Ovenjuleg málshöfðun. TF*að er sjaldgæft og vafasamt hvort það hefur komið fyrir -*^ áður, að íjármálaráðherra leitar aðstoðar dómstólanna til að hrinda úrskurði ríkisskattanefndar. „Sameinaðir verktakar" sem framkvæmdir hafa á Kefla- -víkurflugvelli er opinn félagsskapur öllum verktökum og e'r liagnaði skipt hlutfallslega milli allra þátttakenda og hverjum ætlað að greiða skatt af sínum hagnaði. Ef þeir ætti að greiða .-skatt sem félag, mundi allur hagnaðurinn og meira til fara í útsvar og skatta. Á þann hátt er útilokað að verktakarnir geti starfað. saman. Nú heimtar fjármálaráðherra að verktakarnir rséu skattaðir sém einn aðili af öllum hagnaðinum, þrátt fyrir .það að ríkisskattanefndin hefur úrskurðað, að þeir megi hver um sig greiða skatt af þeim hagnaði sem kemur í hvers hlvtj Stefnt hefur verið í málinu og ef fjármálaráðherra vinnur rmálið, liljóta samtök verktakanna að verða leyst upp. Sumir halda að einmitt það vaki fyrir ráðherranum svo að „varnar- amálaráðuneytið" fáa aðstöðu til að taka málið í sínar hendur í því skyni að rétta hlut einhvers mikils.,fyrirtækis,-sem telur jsíj hafa orðið útundan við hinar miklu frámkvæmdir. Ef tii -vill er þetta byrjunin á þeirri nýsköpun í varnarmálunum, sem iramsókn ætlar sér að framkvæma. Ekki hefur verið látið uppskátt enn hvernig framsóknar- flokkurinn hugsar sér- að halda á varnarmálunum. En ef það •er ætlunin, að leysa á þann haft'er að ofan •gr.'eínir, þá lítur: helzt út fyrir að ríkið eígi að taka að^sér-þei^ía hlutverk. Sendi&veinn röskur og ábyggilegur, óskast strax. Þarf að hafa reiðhjól. Upplýsingar á skrifstofunni. MÞafjMméié ¥ f 3 i •»...{¦,¦ -.'jt.Vl il-'-iI'i'í-lfHA.^. Ljúffengt og - hressand Einn kaidan Coke S^>kóíafólk Gjörið svo vel og athugið hinar ýmsu vörur og verð hjá okkur, áður en þér festið kaup annarsstaðar. MUNIB' MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 - SIMI 3367 y^ms oúgundir díío «ð ffatttan 'fyty* hringuniím .pró 5IGURÞÖR, Haftsarsib-íetí * U argar gerðtr tyrirlíga*rmdi fít*$tOM HLJÓÐKIJTAR fyrir eftirtalda bíla: Chevrolet fólks- og vörubíla. Ford fólks- og vörubíla. Mercury Chrysler De Soto Dodge Plymouth Buick Pontiac Studebaker Kaiser • Ennfremur bí PÚSTRÖR 525 í 10 feta lengjum, IVz — 1% — 1% — 2 — ZVt tommu víð. Laugaveg 166. \ Skipstjóra- og J stýrimannafélagið ®p/öiei styrktarsjóðsins fást hjd undirrituðum: < Veiðarfœraverzluninni Geysir, Hafnarstrœti. i Verzl. Guðbjargar Bergþórs- dóttur, Öldugötu 29. Verzl. Málning og Járnvörur, Laugaveg 23. \ Verzl. Jason og Ccr. Efstasundi 27. k Verzl. Gísla Gunnc ssonar, C' Hafnarfirði. I Auglý nr. 3 1953 frá Innflutnings- og gjaldeyrisdeild fjáritagsráðs. Samkvæmt heimild. í 3. gr. reglugerðar frá 23.»septem- ber 1947 um yöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu . og afhendingu vara, hefur verið ákveðið að úthluta skuli : nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. október 1953. rNefnist hann „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1953", iprentaður á hvítan pappír með rauðum og svörtum lit. Gildir hann samkvæmt því, sem hér segir: RÉITIRNIR: Smjörlíki 16—20 (báðir meðtaldirX jgUai ftöáS 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. Reit- ir þessir gilda til og með 31. desember 1953. ,REITIRNIR: SMJÖR gildi hvor um sig fyrir 500 grömmum af smjöri (einnig bögglasmjöri). Reitir þessir gilda til og með 31. desember. 1953.., ...¦¦'-'¦ 1 Eins og áður hefUr verið auglýst, er verðið á böggla- smjöri greitt jafnt niður og mjólkur- og rjómabússmjöh . „FJÓRÐI SKÖMMTUNARSEÐILL 1953" afhendist að- eins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „ÞRIÐJA SKÖMMTUNARSEÐILL 1953" með árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. ? Reykjavík, 30,'sE;ptember 1953:. j,-'X Inuflutniiigs- og gjaldeyrisdeild fjáihagsráosí - Það er nær óhugnanlegt hve oft það ber við hér i bænum nú orðið, að alsaklausir menn verða fyrir árásuin af ránsmönnum, sem biátt áfram sitja fyrir mönn- um, er þeir telja 'vera ineð pen- inga, eða gabba. drukkna merin á afvikna staði, slá 'þá, niður og ræna siðan. Sém betur fer liefur rannsóknarlögreglunni oi'tast tekizt að unplýsa sJík mál og hai'a hcndur% hári óþokkaana. En þrátt fyrir .þungar rel'singar er ekkert lát á árásunum, og virð- ist alltaf vera nóg af samvizku- lausum þrjótum. Ber að taka hart á. Þótt segja megi að þeir, sem fyrir árásunum verði, eigi st.und- um þá sök að máli að vera undir áhrifum vins, er þarna nní miog alvarleg brot að ræða, sem nauð- syniegt er að reyna að kveða nið- ur með þungum refsingum. Þa'ð fer að verða allískyggilegt, þe^ar íbúar bæjarins geta ekki gengið óhultir um göturnar. Alltaf virð- ast- þessar árásir standa i sam- bandi við að árásarmaðurinn vill komast yfir peninga, og notfæra sér að allflestir með öSru hufíar- fari en hann sjálfur vilja ekki trúa illu um náungann og gæta sín því ekki. Of fáir lögreglumenn. Margt bendir til þess að lög- reglan hér í bænum sé of liðfá, og geti því ekki gætt allra þeirra staða, sem gæta þyrfti. Og máJa sánnast er, að sjaldan sést lög- reglan í hliðargötunum, eða við höfnina, eri þar þyrfti ævinlega, eins og eðlilegt ei>» að hafa lög- reglumenn á stöðugum verði dag og uótt. Þegar dimma tekur æltií lögreglumenn að vera síféllt á gangi um göturnar i kringum höí'nina, því .reynsla annarra þjóða sýnir, að einmilt á þeim sJóðum þarf vakandi jiuga með því sem fram fer. Oft eru líka árásirnar í námunda við hafnar- hverfið. Geymslur væntanlegar. Þégár ég skrifaði Bergmál .i gær var mér ekki kunnugt um, að verið va^ri að athuga mögu- leikana á því að útvega geymslu- húsnæði fyrir kartöfluuppskeru þeirra bæjarbúa, sem engar eiga geymslurnar. Þessi ráðstöfun af hendi opinberra aðila er þörf og sjálfsögð, og vonandi rætist úr áður en hætta er á verulegum jskemmdum. Það er að ve-8a ljóst, að þess verður ekki langt að biða, að við verðum sjálfiuu okkur nógir með kartöflur allt 'árið, og er þá markinu náð. — l;r. •^•V/.U, Góðu Reykvíkingar. Neyð okkar hrópar 'til ykkar. Allt brann hjá okkur. Okkur vantar fljótt 1—2 ne/bergi og eldhús. Við treystum á ykkur. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir laugardags- kvöld merkt: „Nauðs.yn". Bílstjóri Okkur vantar bílstjóra. Fiskbudín Sæbjörg Lauga^g;;r27. t Ji *wm«wim*mm tSm tf*fa—*win«wi«nm r\*•»*'*•"*' v***'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.