Vísir - 01.10.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 01.10.1953, Blaðsíða 5
Fimrritudaginn 1. október 1953 Tf-BIS WéMÍi&r Mrie$f: Rabb á víð og clreif um bækur og höf unda< Ein af síðustu skáldsögum Ernest Hemingways hlaut undarleg örlög'. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda hans, varð Hem- ingway fyrir- slýsi í febrúar- mánuði 1949, er hann var á veiðiferð suður á ítalíu. Hafði brot úr patrónu farið upp í auga hans, en þetta var ekki athugað fyrr en um seinan, eða ekki fyrr en slæm ígérð hafði búíð úm sig í höfði hans. Óx ígerðin með þeim hraða að læknar töldu rétt og skylt að leiða Hemingway í allan sann- leika um það, að honum væri lífshætta búin. Hemingway vann um. þetta leyti að miklu ritverki um síðustu styrjöld og fyrir það hafði útgefandi einn . í Hollywood boðið honum 3Ö0 þúsund dollara. Hann hætti við þetta ritverk sitt, er læknarnir tjáðu honum álit sitt, en byrj- aði rétt á eftir á nýrri skáld- sögu, sem á allan máta var miklu veigaminna verk. Thomas Merton, ungur þagn- armunkur úr þagnarklaustrinu Notre-Dame frá Getsemane í Bandaríkjunum, færir munka-. reglu sinni árlega á aðra mill- jón dollara fyrir bækur þær sem hann skrifar. Hann hefur getið sér frægð sem rithöfundur og bók hans „Fjallið í sjö hæð- um" sem kom út 1948, var érn af þ'remur mest keyptu bókum Bandaríkjanna það ár. Leikritið „Boðun Maríu" eft- ir Paul Claudel, sem leikið var í Vatikaninu í tilefni ársins helga 1950, hefur frá því er það köm út 1892, verið leikið meir en 30.000 sinnum víðsvegar ixsk heim. , Franski rithöfundurinn Jean Paul Sartre, hefur ,nú, orðið í árstekjur, samkvæmt nýútkom- inni alfræðibók um samtíðar- menn, um 54 milljónir franka, eða sem næst 2 millj. íslenzkra króna. Sjálfur hefur Jean Paul Sartre haldið því fram að hann sé mest lesni höfundur í Þýzka- landi. Þetta er þó ekki stað- reynd. Samkvæmt öruggum heimildum um þýzkar útgáfur á frönskum ritum, er bersýni- legt að skáldsaga Frakkans Claude Anet „Ariane" hefur náð mestri útbreiðslu. Þvínæst kemur „Pensées" eftir Pascal, og þykir það sæta nokkrum undrum hvílíkri útbreiðslu báð- ar þessar bækur hafa náð. f þriðja sætinu kemur svo bók Nóbelsverðlaunahöfundarins André Gide „Symphonie past- orale", sem þó hefur náð öllu meiri frægð sem kvik- mynd heldur en sem bók. Á eftir þessum þremur höfundum koma svo Sartre, Balzác, Emile Zola, Romain Rolland, Paul Claudel, Bernanos, Saint- Exupéry, Victor Hugo, Moliére o. s. frv. Sannleikurinn er sá að í höfuðdráttum hefur bók- menntasmekkur Þjóðvei'ja tek- ið miklum stakkaskiptum frá því fyrir stríð, ekki aðeins gagnvart frönskum bókmennt- um, heldur og einnig gagnvart enskum og amerískum höf- undum. Sa tími virðist vera um garð genginíi;' er 'rithöfundar gáVu orðið.ríkir vegna útgáfu og'út- breiðslu b óka í þeirra eigin heimalandi. Til.'.þess að höf- undur verði ríkur verða verk hans að verða þýdd á erlendar tungur og ná útbreiðslu meðal framandi þjóða. Nýlega hefur Parísarblaðið „La Bataille" birt skrá yfir upplög og tekjur frægra höfunda. Þar er þess m. a. getið að sakamálasaga Leslie Charteris: „Dýrlingurinn" var gefinn út í samtals "iVz milljón eintaka, en af þeim voru 2 milljón eintök seld í Frakk- landi einu. George Bernard Shaw hefir löngum verið talinn auðugur og tekjuhæstur allra seinni tíma höfunda. Hinir miklu skattar sem hann hefur orðið að bera staðfesta þetta að meira eða minna leyti. Árið 1944 sagði Shaw: „Margir telja mig vera milljónamærine, en eg telst ekki til þeirrar mann- tegundar". Samtímis þessu kærði hann yfir ' 20 þúsund sterlingspunda tekjuskatti sem á hann var lagður. Árið 1948 taldi hann sig naumast hafa lengur til hnífs og skeiðar vegna þess að ríkissjóðurinn heimtaði af sér 147 sterlings- pund fyrir hvert eitt pund, gem hann fáií höf undaiiaun.. Þrátt fyrir þetta sýnir arfleiðsluskrá hans, að hann var enginn fá- tæklingur, enda var jafnan talið að Shaw væri enginn við- vaningur á sviði fjármála né léti hlunnfara sig í þeim. Hann seldi aldrei einkarétt á leikrit- um sínum né ritgerðum- og hafði fyrir bragðið stórlegar tekjur af þeim á ári hverju. Eignir Shaw námu við dauða hans 367.233 pundum, af því fóru svo í erfðaskatt og önnur útgjöld 246.219 pund, þannig að til ráðstöfunar kom frá hans hálfu' ekki nema rösklega 121 þúsund sterlingspund. Bernard Shaw hafði sérstöðu að því leyti, að heimsstyrjóldin hafði nær engin áhrif á út- breislu verka hans, eins og flestra eða jafnvel allra ann- arra höfunda samtíðarinnar.. Meira að segja gáfu Þjóðverjar rit hans út í miðju stríðinu og léku leikrit hans. Höfundar- laun hans fyrit þessi verk voru lögð á banka og biðu hans þar til að stríðinu loknu. Á 90. af- mælisdegi sínúm gaf Shaw út- gefanda sínum í Bretlandi leyfi til þess' að gefa út 9 leikrita sinna í alþýðuútgáfUm. Rösk- legajiVl: miHjón eihtaka seldust með þessu möti og hafði Shaw ákveðnar tekjur af hverju ein- taki sem seldist. Meira að segja í arsbyrjun. 1951 naut hann 25Ó0 sterlingspúnda vikulegra tekna fyrir sýnirígar á tveimur gamanleikjum háns í Ameríku. Það var ekki að f urða þótt hann kallaði síðasta leikritið sitt „Of niiklir peningar". Það mun ekki á allra vitorði að hinn nafntogaði hcifundur Archibald Joseph Cronin þjáð- ist af magasári og varð að fá frí frá læknisstörfum um lengri tíma. Til þess að hafa eitthvað íyrir stafni og sér til afþrey- ingar, greip hann til'. pennans og tók að skrifa. Nú hefur hann hlotið heimsfrægð og skáldsög- ur hans eru gefnar út í milljón- um eintaka. Þegar Somerset Maugham var 77 ára að aldri tók hann saman yfirlit um tekjur sínar, er hann hafði hlotið fyrir rit- störf. Þær námu 750.000 ster- lingspundum, eða rúmlega 30 miUjónum króna Auk þess mun hann hafa .verið einhver haniingjusamasti maður, sem sögur fara af á þessari öld. Þegar skáldkonan Hedwig Courthsmahler lézt á 84. ald- ursári fyrir þremur árum, hafði hún skrifað nær 200 skáldsögur er samtals höfðu komið út í 23 milljónum eintaka. Talið er að lesendur bóka hennar hafi a. m. k. verið 100 milljónir að tölu. Af þýzkum nútímahöfundum hafa bækur dr. Karls Alozs Schenzinger læknis náð mestri útbreiðslu. Hann er ættaður frá Neu-Ulm í Bayern og er 65 ára gamall. Skáldsaga hans „Ani- lin" kom út í 1.6 milljónum eintaka og önnur saga eftir hann „Málmur" var gefin út í 1 millj. eintökum. Af eldri höfundum á Karl Mag metið og hefur komizt í 10 milljón eintök, eða þó öllu betur. Af öðrum mikið seldum bókum má nfna „KvendýrUnginn cg fíflið hans" eftir Agnes Gúnther em kom út í 1.3 millj. eintökum, „Tveir menn" eftir Richard Voss í 1.1 miUJ- „Sonur skógar- bóndans'\ eftir Peter Rosegger í álíka stóru upplagi, „Budden- brooks" eftir Thomas Mann i 2 millj. „Varúlfur" eftir Her- mann Löns í 1 millj., „Það er óhætt að segja 'frá því", eftir Sporerl í 1 millj. og „Fórnar- gangan" eftir Binding" í 850 þús; eintökum, svo .aðeins nokkrir hinna helztu séu nefnd- ir. NYKOMIÐ: I Verð kr. 38,75 pr^. metr., einnig 'ódýrt og gott fóður. Skólakjólaefni 1,40 mtr. á breidd, vérð frá kr. 36,75 pr. metr. Alltaf eitthvað nýtt. Verzlunin Snót Vesturgötu 17. PappfrspokageröiB h.f Vtíastíg 3. ÁiUtk.papptrtpokmri Yfirlýsing frá Stérstúku Islands. Vegna samþykktar Kven- félagasambands íslands, sem birt var í útvarpi hinn 18. þ.m., um að skora á Stórstúku ís- lands að taka húseignir Góð- templarareglunnar, Jaðar og Fríkirkjuveg 11, til afnota fyrir áfengissjúklinga, og vegna ann- ara radda í sömu átt, er fram hafa komið, vill stórstúkan taka fram eftirfarandi atriði, jafnframt því, sem hún þakkar aðrar samþykktir landsþings Kvenfélagasambandsins í á- fengismálum, og öruggan stuðning kvenfélaganna við málstað Reglunnar: 1. Stórstúkan átti á sínum tima þátt í stofnun og stjórn drykkjumannahælisins í Kumb aravogi og síðar í Kaldaðar- nesi, og lagði til þess stórar fjárhæðir, en það var lagt nið- ur gegn vilja stórstúkunnar. 2. Húseignin á Fríkirkjuvegi 11 er að mestu leyti í leigu til hins opinbera, og hefur ekki fengizt losuð úr leigu þrátt fyrir það, að Reglan hefur brýna þörf fyrir húsnæðið til sinna eigin afnota. í kjallara hússins er fundarsalur fyrir stúkurnar , og yrði allt starf þeirra stúkna að leggjast niður, ef hans missti við. 3 Húseigin að Jaðri er leigð Reykjavíkurbæ til skólahalds fyrir drengi, er ekki eiga sam- leið með öðrum börnum í skóla, mikinn hluta ársins, en notuð yfir sumarmánuðina sem dval- arheimili og samkomustaður bæði fyrir reglufélaga og aðra, sem þess óska, og að nokkru fyrir námsskeið fyrir unglinga- reglúna. Húsin eru reist í þess- um tilgangi af reglufélögum, að miklu leyti í sjálfboðavinnu, og hefur stofnunin aldrei fengið einn eyri af þeim opinbera styrk sem veittur hefur verið til starfsemi Reglunriar. 4. Fyrir nokkru hafði Góð- templarareglan í Reykjavík ráð á húseign, sem boðin var fram til hælis fyrir drykkju- menn, en það tilboð var ekki þegið af þeim aðiljum, sem með það mál fóru af hálfu hins opinbera. 5. Góðtemplarareglan leggur fyrst og fremst áherzlu á það, að vernda menn frá því að verða ofdrykkjumenn, og telur einu öruggu leiðina til þess vera, að menn hafni algjörlega allri áfengisnautn. Til þess að styðja menn í þeirri viðleitni, býður hún fram félagsskap sinn, húseignir og alla hjálp, sem hún hef ur völ á. Hún telur hins vegar, að það sé fyrst og fremst hlutverk ríkisins sem selur mönnum áfengi, að bæta fyrir það tjón, sem af því hlýzt, að lækna þá, sem sýkjast af áfengisnautn vegna áfengis- sölunnar. F.h. Stórstúku íslands, Björn Magnússon, stórtemplar. Námsflakkar Reykjavíkur verða settir í dag í Sam- komusalnum Laugavegi 162 kl. 8,30 síSdegis. (In&mundvir iiawiuUeltiHon* bóksali andaðist í LandakotsspítaSanum miðvikudag- inn 30. sept, 1953 Aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn og faðir, Ari K. Eyjólfsson verkstjóri, andaðist í Lundúnum 26. september. Ingunn Sveinsdóttir og börn. wv\j%rvuwvvvrvv™vrinjv\Aívn^%AJV%r*v%r^ Reykjavtk - Haf narf jöriur Frá og með fyrsta okt. breytast ferðir um Kópavogshrepp sem hér segir: Kl. 6,30 13 18,30 — 7,15 11 19 — 8 15 .20 — 9 16 21 — 10 17 22 — 11 17.30 23,15 — 12,15 18 24 Ath.: Ferðirnar 8, 17,30 og 18,30 fer vagninn fyrst út Kái'snesbraut, eri allár hinar inn Nýbýlaveg. fJtin-ti'to'i'&ii' "Mt.'í. WVWVVWVWWWWWWVW rf>N^VV,JVVV-^%.*^iíVVV\r4«iVV^ifWVVV^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.