Vísir - 01.10.1953, Side 7

Vísir - 01.10.1953, Side 7
Fimmtudaginn 1. október 1953 ▼ 18ÍB Óttaslegin eiginkona. cftir Wary PMrh ŒlineLrt. 13 fyrir tveim eða þrem dögum. Það getur vel verið, að þetta hefði alls ekki komið fyrir, ef þú hefðir viljað ljá mér eyra.“ „Hvað kemur það málinu við?“ svaraði Close. „Eg gat ekki skipt mér af þessu þá. Nú gegnir öðru máli. Eg get raunar sagt þér frá því, að bíladeildin reyndi að ná í Collier þá um daginn, en hann var horfinn.“ „Eg veit ekki betur, en að hann hafi þó komið heim, eða hvað?“ „Þá það, hægan, hægan! Einhverjum mistókst, þótt konu hans hafi ekki mistekizt'." „Eg vil fá að fara inn til hennar!“ „Hvern andskotann hefir þú að gera með að sjá hana. Inn til hennar fær enginn að fara.“ „Eg vil ganga úr skugga um, að það sé raunverulega Anna Collier, sem er þama inni,“ svaraði Forsythe ósveigjanlegur. „Hvernig getur þú vi.tað, að það sé hún? Eg réði henni að fara til frænku sinnar í Connecticút. Það getúr verið að hún sé þar.“ „Hellinger, húsvörðurinn, hefir tilkynnt okkur, að ekki sé um aðra konu að ræða,“ svaraði Close, en er hann sá svipbrigð- in á andliti Forsythes, vék hann til hliðar. „Þá það,“ mælti hann. „Þú mátt vera þar í þrjátíu sekúndur.“ Forsythe þurfti ekki einu sinni það, til þess að ganga úr skugga um það, hver var þar í rúminu." Anna lá þar rænulaus, og hjúkrunarkona var hjá henni til þess að athuga hjartslátt- inn. Wade sá í hvítar umbúðimar á vinstri öxl Önnu. Hvorug- ur mannanna mælti orð af vömm, fyrr en þeir voru komnir fram á ganginn aftur, og Forsythe mælti ekki, af því að hann gat ekki komið upp neinu orði. Close virti hann fyrir sér. „Það er ekki orðið áliðið dags, en þú þarft samt að fá þér einn lítinn, lagsmaður,“ sagði hann ekki óvinsamlega. „Bifreiðin mín er hér fyrir utan. Eg skal gefa þér einn.“ Close mælti ekki orð til viðbótar, fyrr en Forsythe var búinn að hella í sig óblönduðum gúlsopa af skozku viskíi. Þá spurði hann: „Hvernig stendur á áhuga þínum fyrir þessu máli? Mér sýnist, að þú takir þér það býsna nærri, hvernig komið er, eða er það ekki?“ „Hún er viðskiptavinur minn, og bróðir hennar var vinur minn. Hann féll í stríðinu.“ „Þú sagðir, að hún hefði leitað til þín, af því að hún hefði viljað gera erfðaskrá sína?“ Forsythe kinkaði kolli. „Hún vissi, að hún var í hættu stödd,“ svaraði hann, „ef hann kæmist að því, hversu mikið fé hún ætti í banka.“ „Og þú heldur þá, að hann hafi komizt að því?“ „Eg veit það ekki, mér er alveg sama Setjum svo, að hún hefði orðið honum að bana. Annars er það mikilsvert atriði, að hún á dreng, sem hún elskar meira en lífið sjálft. Hvers vegna átti hún að reyna að fremja sjálfsmorð?*1 „Þegar það rann upp fyrir henni, hvað hún hafði gert-------“ mælti Close. *i '* „Veytu ekki með þessa vitleysu! Hafi hann ógnað henni með byssu, þá hafði hún ærna ástæðu til að vara í sömu mynt.“ „Vissi hún um vírstrenginn, sem festur hafði verið fyrir ofan stigaskörina?“ „Eg sagði henni ekki frá því, hvernig búið hefði verið um hana. Það getur verið, að Hellinger hafi gert það. Það er ósennilegt, að Jamison hafi gert það, því að hann þekkti hana ekki.“ „Jamison?“ hafði Closé eftir hónum. „Það var maðyrinn, sem kallaði á Hellinger, var það ekki?“ „Jú, hann býr á hæðinni fyrir ofan. Kvöldið, sem Anna datt, kom harm hlaupandi ofan stigann og datt sjálfur um vírinn. Hann meiddist talsvert. Eg geri ráð fyrir, að hann;?é >kki búinn að jafna sig fyllilega ennþá.“ En þessu miðaði ekkert áfram með þessu móti. Close leit á armbandsúrið sitt. „Eg verð að fara,“ mælti hann. „Bannsóknarstofan ætti nú að vera búin að gera samanburð á kútunum. Það er svo sem enginn vafi á því, hver árangurirn verður. Þær eru vitanlega báðar úr sömu skammbyssunni — sjálfvirkri með hlaupvídd 38. Hann átti byssuna. Eæstingakonan hafði séð hana í skúffú þar.“ „Hvað um fingraför á hnni?“ sput’ði Wade. „Það festir eklri fingraför á þessum íre Jæftum,. sem, eru ÖU með skorum sitt á hvað,“ svaraði Close. „Það eru einhver för á gikknum, og verið að athuga þau í rannsóknaxstofunni; Kannske við höfuro. eitthvað upp úr því. Það er þó engin þörf fyrir þau í raun og veru.“ Nú fauk allt í einu í Forsythe. „Collier var versta bulla,“ sagði hann ofsalega. „Og þú hefir gott af því að vita það, að konan, sem þú ætlar að gera svo ákveðna tilraun til þess að koma í rafmagnsstólinn, er kurteis kona, sem ekki má vamrn sitt vita.“ Close virti hann vandlega fyrir sér. „Eg er ekki að reyna að troða neinum í stólinn," sagði hann. „Eg geri aðeins skyldu mína. En það kemur þó fyrir á beztu bæjum, að menn fara út af brautinni þröngu.“ Forsythe fannst hann hafa hegðað sér hehnskulega. Það var vitleysa að reita Close til reiði, og það rann líka upp fyrir honum, að hann þurfti að vinna verk sitt. „Afsakaðu,“ -sagði hann afsakandi. „Eg lét skapið hlaupa með mig í gönur. Það er annað atriði, sem þarf að athuga. Hún á nákomna frænku í Connecticut. Það ætti einhver að hafa tal af henni. Eg held, að það sé einhvers staðar uppi í sveit, svo að verið getur að hún viti ekki um það, sem gerzt hefir.“ „Veiztu, hvernig hægt er að ná sambandi við hana?“ „Kannske hægt sé að finna nafn hennar og heimilisfang í íbúðinni. Hún skrifar þeim kannske.“ Eitthvað rumdi í Close, en síðan bauð hann Forsythe í bil sinn og þeir óku til íbúðarinnar. Þar var lögreglumaður á verði eins og við sjúkraherbergið, og létti honum mikið, þegar Close sagði homum, að hann mætti bregða sér frá. „Eg fæ sveitarforingjanum lykilinn, O’Hara," sagði Close. ,Við erum búnir hér. Eg geri ráð fyrir, að allt hafi verið með kyrrum kjörum?“ O'Hara glotti. „Já, síðan blaðamennimh' fóru,“ svaraði hann. „Einn þeirra skildi eftir skilaboð til yðar. Það var einhver, sem bað um, að hringt væri til Connecticut.“ Close tók miðann, sem lögregluþjónninn rétti fram og las hann upphátt: „Gömul kona hringdi úr númeri því, sem skrifað er hér fyrir neðan. Eg sagði henni ekkert, þvi að eg vil ekki bera ábyrgð á því, að öldungar fái hjartaslag." „Vitið þér, hver skildi þenna miða eftir, O’Hara?11 spurði hann svo. „Það var maður frá Daily News, held eg. Eg veit þó ekki, hvað hann heitir.“ » Þegar. inn var komið, reyndist íbúðin í röð og reglu í alla staði — að undanskilinni setustofunni, þar sem blóðflekkimir voru orðnir brúnir á gólfteppinu, en auk þess hafði fingrafaradufti verið stráð hingað og þangað, og blossaperur Ijósmyndaranna lágu eins og hráviði á gólfinu. Forsythe fylltist viðbjóði, er hann sá þetta, en Close lét sér hvergi bregða, enda ýmsu vanur. „Þetta er snotrasta íbúð,“ sagði hann. „Hún hefir verið mjög snyrtileg.“ „Eg var búinn að segja þér, að þetta var km'teis, menntuð kona,“ svaraði Forsythe gremjulega. „Það kemur auðvitað fram í öllu, sem snertir hana.“ En allt virtist koma heim við kenningu Closes — jafnvel krítarmerkin, sem sett höfðu verið, þar sem skothylkin, er þeytst höfðu úr byssunni, höfðu lent á gólfinu — við hliðina á þeim stað, þar sem Anna hafði legið, þegar hún fannst. For- sythe litaðist um, og rifjaði upp fyrir sér, þegar hann sá hana síðast. Þrátt fyrir allar sannanir, sem virtust fyrir hendi, fannst honum óhugsandi, að hún hefði myrt eiginmann sinn og reynt síðan að ráða sér bana. Það kom ekki til mála. Alls eklti. Fred Collier var trúandi til að myrða hana — ekki öfugt. „Þetta hefír viljað til með þeim hætti,“ tók Close til máls, „að þau stældu, eða hann var að úthúða henni. Hann hefir kannske verið með byssu. Við vitum það ekki. Kannske hann hafi hótað Á k.völdvök.iiiuti. Fyrr á tímum kom það fyrir orðum sínum (í ræðunni) til einstaklinga, ef þeim bauð svo við að horfa og tilefni var. Þá var það einn sunnudag að ung- ur maður var í kirkju, sem hafði setið yfir spilum liðlanga nóttina. Hafði hann þá lagt spilin imian í vasaklútinn sinn og stungið þessu í vasami. í kirkjunni sat hann uppi á svöl- um og alveg andspænis prest- inum í stólnum. Meðan á ræð- unni stóð tók hann að syfja. Hann tók þá vasaklútinn upp úr vasa sínum í hugsunarleysi og sjá: Spilin hrundu víðsveg- ar! Prestutinn var góðsamur máður og ávítaði hann ekki en ságði: HiHún h^fir verið hálf- illa-bundin ááirríabókm þín pilt- ur minn! • Maður- smíðaði kvist á hús hér í bænum og þegar hann gerði reikning fyrir vinnu sinni var reikningurinn furðu hár. Var að þessu fundið og bent á að klukkustundaf jöfefeua gæti ekki staðist. Sá sem athugaði reikninginn sagði: „Eftir þessu að dæma hafið þér unnið 35 klukkustundir á sólarhringn- um? Hvernig getur það verið?“ „Já ég vil segja 36!“ sagði smiðurinn. CiHU ÁÍHHÍ tia?.... Herkostnaðuriim. Frétt úr VÍsi 1918: i,,Það ér á- ætlað, að allur herkostnaður ófriðarþjóðanna muni um næstu áramót nema fjörutíu milljónum sterlingspunda. - Ríkisskuldir stærstu banda- mannaþjóðanna eru taldai' 21000000000, en miðveldanna 9000000000 sterlingspund. S’arjscgafiug. Úr sama blaði frá sama tíma: írFólhsflutningaflugvél fór til- raunaferð með 35 farþega milli Comber-la-Vill og útborgar Parísar á mánudaginn, fram og aftur, og tókst ferðin vel.“ Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaOvr. Skrifstofutími 10—12 og 1—S. Aöalstr. 8. Siml 1043 og 80950. Jesti GETUM bætt við skóla- pilti í fæði og húsnæði. —- Hverfisgata 16 A. (801 SVART seðlaveski hefur tapazt. Vinsamlega skilist á~ Þorfinnsgötu 12, I, hæð. — Neftóbaksdósir fundnar á sama stað. (781. TAPAZT hefur skyrta. (innpökkuð) í strætisvagn— inum Njálsgata-r- Gunnars- braut. Vinsamlegast skilist. Flókagötu 33, kjallara. (783- GIFTIN G ARHRIN GUR tapaðist í gær, sennilega á Laugaveginum. — Merktur. Vinsaml. hringið í síma 5739.. (832- uim ÍA HANDÍÐA- OG MYND- LISTASKÓLINN. Kvöldnámskeið í teiknun og meðferð lita byrja um helg- ina. Kynnið yður hin hag- stæðu kjör og nýja endur- bætta tilhögun kennslunnar.. Uppl. í skrifstofu skólans, Grundarstíg 2 A, kl. 10—12. árdegis (sími 5307) og kl._ 4—7 síðd. Sími 80164. (738- ÓSKUM eftir góðum fóst— urforeldrum fyrir dreng á 1. ári, í vetur eða eftir sam— komulagi. Tilboð skilist afgr. Vísis, merkt: „Strax — 386“' fyrir- hádegi á laugardag. (831 VIKINGAR! Handknattleiks- menn. Fyrsta æfing á föstudag kl. 8.30' að Hálogalandi. Æfingataflan í vetur verður sem hér segir: Sunnudaga kl. 3.30 IIL. flokkur. .Miðvikudaga kl. 6.50 III.. flokkur og kl. 7.40 Meist- ara-, I. og II. flokkur. Föstudaga kl. 8.30 Meist- ara-, I. og II. flokkur. Mætið vel og takið með- ykkur nýjá félaga. Nefndin. A. D. — Fyrsti fundi:: i: kvöld kl. 8.30. Sr. Magnús. Runólfsson talar. Allh' karlmenn vellíomn— ir. K. R. ;; MEISTARA OG EYRSTI FLOKKUR. Æfing í kvöld kl. 6 á íþrótta- vellinum. SÍÐASTI LEIKUR TV... flokks mótsins verður háður í kvöld kl. 6.15. Bikarinn afhentur á eftir til sigurveg- aranna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.