Vísir - 01.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 01.10.1953, Blaðsíða 8
¦Þeir §em gerast kaupenotar VÍSIS eftii 10. hvers mánaðar fá biaðið okeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. aiet? WISIR VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og geri&t áskrifendur. Fimmtudaginn 1. október 1953 Víia 20-föld kartöfbiippskera \ Homafiris, en geymslur onógar. í Hornafirði er kartöfluupp- skera afarmikil og hvergi minni en 8—10-föld en víða 20-föld. Geymslur eru ekki nægar í héraðinu og er talið að tími vinnist ekki til að byggja við- bótargeymslu í haust, því að margskonar áríðandi störf kalla aS. Flestir bílstjórar héraðins vinna að því að bera ofan í nýja akbraut, sem verið er að leggja frá Almannaskarði og út að* Hornii* er það f ullkomnasti vegur, sem lagður hefur verið austur þar. Þá vinna alhnargir að vegagerð úti í Álaugarey, en þangað verður lagður vegur í sambandi við hafnardýpkun Sansu. Gert hafði verið ráð fyrir, að þessu starfi yrði lokið í september en úr því verður ekki og má a. m. k. géra ráð fyrir að .unnið verði að hafnar- dýpkun fram í miðjan október. Slátrun er hafiii og gengur seint sökum þess að frystihús þorpsins er fullt af fiski, en Herðubreið tekur það kjöt sem tilbúið verður þegar hún kem- ur að austan. Lömb þau sem slátrað hefur verið eru af Mýr- um og eru þau öllu rý-rari'en s. 1. ár. f Lóni er ekki farið að smala enn, og er gert ráð fyrir, að ekki ýerði slátrað fé þaðan fyrr en um miðjan október. Grasspretta var prýðileg eystfa í sumar og nýting ágæt. Síðustu daga hefur verið talsverður rosi þannig, að ekki hefur gefið á sjó. Síld aflaðist í s. 1. viku, en nú vita menn ekki, hvort aflalegt sé. Ibúðarbraggi brenn- ur í Laugarnesi. ! A níunda timanum í gær- i kveldi kom upp eldur í bragga I nr. 3 í Laugarneskampi og i skemmdist hann mikið og er nú óíbúðarhæfur. Enn fremur brunnu allir húsmunir. Slökkviliðið var kvatt á stað- inn kl. 20,21 og var mikill eld- ur í miðjum bragganum er það kom á vettvang. Tókst þó fljót- lega að ráða niðurlögum elds- ins, en miðhluti braggans brann allur að innan, en endar hans voru varðir að mestu og enn i fremur braggi sem er áfastur þeim, sem eldurinn kom upp í. Engu mun hafa verið bjargað af húsmunum. í bragganum bjó Ragnar Guðjónsson ásamt f jöl- skyldu sinni. Ekki er vitað Um orsök eldsupptaká. Dr. Richard Beck deildaforseti N.- Dakotaháskóla. Frá því er skýrt í amerískum blöðum, að dr. Richard Reck, prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum í ríkisháskóla Norður-Dakota, hafi jafnframt verið skipaður forseti háskóla- deildanna í fornum og nýjum málum. Verður því öll tungumála- kennsla og kennsla í erlendum bókmenntum undir yBrumsjón hans. Sjálfur annast hann eins og að undanförnu kennslu í Norðurlándamálum og bók- menntum. Dr. Richard Beck hefur um ellefu ára skeið gegnt ræðis- mannsstörfura fyrir ísland í Norður-Dakota. Var hann skip- aður vararæðismaður þar árið 1942, en ræðismaður árið 1952. (Frétt frá utanrikisráðuneyt- inu). Ömgt að Hafnfirðiiigar fái togarann Elliðaey. Mísjafn afli togaranna, enda veBrasamt á miounum. 2^J^ArtrfVVVWV\A?^^^JlVÍ^Jl^Artrt^'V/,l« PATEXT PIPE Einkaumboð": ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. . ( Bahco-verkfæri eru þekkt og viðurkennd| Diu allan heim. Umboð: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. UWAW.Ví'.WA'WWrf'AV Umferðarslys á Langholtsvegi. í gær varð umferðarslys á LangholWvegi, móts við hús nr. 174. Atbúrður þessi skeði um 4- leytið í gær, er 6 ára gömul telpa hljóp aftur fyrir strætis- vagn, en í sama mund ók bif- reið framhjá strætisvagninum og varð telpan fyrir henni. Telpan, Þuríður Þórunn Káradóttir, til heimilis að Lang- holtsvegi 178, var flutt á sjúkra hús, en meiðsli hennar reynd- ust ekki veruleg. Hafði hún hlotið skurð á höku og nokk- urar smáskrámur. Ekið á ljósastaur. f gær var bifreið ekið á Ijósa- staur á gatnamótum Hring- brautar og Njarðargötu. Staur- inn laskaðist það mikið að fá varð viðgerðarmenn frá Raf- veitunni til þess að koma hon- um í lag aftur. Ástæðan fyrir árekstrinum. mun haf a verið sú að stýrið hafði fest sig og bif- reiðarstjórinn í'yrir bragðið misst stjórn á bifreiðinni. Ölvun við akstur. í nótt var bifreiðarstjóri tek- inn vegna gruns um að hafa ekið bifreið undir áhrifum á- fengis. Skálmöld í Nairobi. Erskine hershöfðingi Breta í Kenya fyrirskipaði í gær að senda liðsauka til Nairobi, vegna „hraðversnandi ástanils". Mau-Maumenn gera þar 6- hikað árásir á menn á gotum úti í björtu, þegar umfev-ðin er mést. —'-.- Mau-MaUmaður var veginn í Naifobi í gær og 4 handteknir;* \ Mau-Maumenn ;dvápu í gær 5 Afríkumenn nálægt Neri. —; Þrír þeirra voru opinberir starfsmenn, ráðunáutar á sviði landbúnaðarmála. : Vestmannae yjatogarinn Eliiðaey er kominn hingað til Reykjavíkur og íer í slipp til eftirlits og skoðunar. Mun nú víst, að Hafnfirðing- ar fá togarann, þar sem útrunn- inn er fresturinn, sem Vest- mannaeyingar höfðu til þess að nota forkaupsréttinn. Flestir togaranna eru á veið- um, ýmist á karfaveiðum til flökunar, ísfiskveiðum fyrir Þýzkalandsmarkað eða salt- fiskveiðum. Afli hefur verið mjög misjafn að undanförnu og veðrasamt á miðunum og frátafir frá veiðum veðurs vegna. Geir er nú hér með á 3. hundrað lestir eftir 8—9 daga og er það gott. — Neptúnus selur í Cuxhaven á morgun, en Skúli Magnússon seldi í fyrra- dag 175 lestir í Cuxhaven fyrír aðeins 57.000 ríkismörk eða um 5000 stpd. og er það léleg sala. Vestmannaeyjatogarinn Vil- borg Herjólfsdóttir (áður Bjarnarey) liggur nn í höfn, Hallveig Fróðadóttir er í höfn til viðgerðar. — Sléttbakur (áð- ur Helgafell) mun vera um það bil að fara á veiðar. öm 400 aoilar að Sam- bandi sgnásöSiiverzlana. . Sambánd smásöluverzlana telur nú innan vébanda sinna 10 sérgreinafélög, auk margra einstakíinga, en þátttakendur munu alls vera 400 talsins. Þátttakendur eru dreifðir um allt land, en félögin sjálf eru í Reykjavík, Hafnarfirði og Siglufirði og ná umdæmi sumra þeirra til alls landsins. Samband smásöluverzlana var stofnað fyrir þrem árum og er heildarfélag íslenzkra kaupmanna, þeirra er selja vörur í smásölu. Því hefur orð- ið mikíð ágengt þann stutta tíma, sem það hefur starfað. Sambandið gefur út sérstakt rit, vandað að efni og frágangi, er nefnist jjVerlunartíðindi."-. Vestur-íslenzkur hockeyleikari. í vor er leið útskrifaðist ungur Vestur-íslendingur, er getið hefur sér mikinn frama bæði sem - námsmaður og íþróttamaður úr ríkisháskóla Norður-Dakota. Maður þessi heitir Kenneth Jóhann Jóhannsson og er af íslenzku bergi brotinn í báðar ættir. Nýlega hefur próf. Ric- hard Beck skrifað um hann grein í „Lögbergi" og getur þar ættar hans, náms- og íþróttafrægðar. Var aðalnáms- grein hans íþróttafræði, en náttúrufræði aukagrein. Hlaut hann ágætiseinkunn og var út- skrifaður með „heiði-i". Þykir námsferill hans þeim mun glæsilegri, sem hann vann að verulegu leyti fyrir sér jafn- framt námi. Á sviði íþrótta hefur hann getið sér frægð fyrir hockey- leik og er nú talinn í hópi beztu hockeyleikara stúdenta í Bandaríkjunum. Hefur hann hlotið fjölmargar heiðursVið- urkenningár fyrir fræknleik sinn bæði innan háskólans sem utan, auk þess sem hanri hefur verið kjörinn: í ýmsar virðing- arstoðu háskólastúdenta og tekið mikinn þátt í félagslífi þeirra. Kenneth Jóhann Jóhannsson hefur auk hockeyleilts einnig lagt stund á knattspymu og þykir þar liðtækur í bezta lagi. Foreldrar -Kenneth Jóhanns heita Jóhann T. Jóhannsson og Þuríður Magnúsdóttir. Fæddur er Kenneth 6. okt. 1930 og er því aðeins 23 ára að aldri. Guðm. Gamalíels- son bóksali látinn. Guðmundur Gamalíelsson þóksali lézt í sjúkrahúsi í gær, nær 83 ára að alclri. Guðmundur fæddist að Hæk ingsdal í Kjós 25. nóv. 1870. Rúinlega tvítugur að aldri tók hann að nema bókbandsiðn í Rvík, en sigldi til Khafnar að því loknu ,og stundaði þar iðn sína um nokkurra ára skeið. Guðmundur kom til íslands ,aftur laust eftir aldamótin, gerðist fyrst verkstjóri á bók- bandssíofu norður á Akureyri, en stofnaði 1903 eigin bók- bandsvinnustofu í Reykjavík og hefúr síðan starfað að þeirri iðn lengst af ævi sinnar. Jafn- framt því hóf hann bókaútgáfu fljótlega eftir að hann kom heim og varð stórhuga og mik- ilvirkur útgefandi. Guðmundur hefur frá því fyrsta staðið framarlega í öll- um brautargöngumálum iðn- aðarmanna hér á landi, aðal hvatamaður að stofnun Iðnskól- ans, en mörg fleiri menningar- og framfaramál hefur hann lát- ið sig skipta og átt drjugan þátt í þeim. Með Guðmundi er fallinn í valinn mikilhæfur maður, sem þjóð vor stendur í þakkarskuld við. Námsfbkkar Rvíkur settír í kvöld. Námsflokkar Reykjavíkur eru nú að hefja starfsemi sína á þessu haustí. j Skólasetning f er f ram í kvöld :kl. 8.30 í samkomusalhuni á Láugayegi 162. h Þátttaka er mikil í námsflokkunum eins og að undanförnu, enda úr mörg- i uirí námsgréinum að velja. For- stöðumaður Námsflokkanna er Ágúst Sigurðsson magister. Á reiðhjóli um- hverfis hnöttinn. Peter Lee-Warner, 3.4' ára gamall Breti frá London, er ny- kominn til Sidney, eftir að hafa farið hjólandi umhverfis hálfan hnöttinn. Hami fór frá London 21. mar, en siðan hefur hann hjólað 16.500 km. vegaríengd' um Evrópu, Asíu og Ástralíu. .Hann skýrði frá því við komuna, að aldrei hefði sprungið hjá sér á leiðinni. Hann ætlar með skipi frá Brisbane í .Ástralíu til Bandaríkjanna, en siðan á reið- hjóli yfir þver Bandaríkin. Hann ætlar að vera kominn til London í tæka tíð til þess að vera viðstaddur mikla reið- hjólasýningu, sem opnuð verð- - r í Earls Court 14. nóvember. Reuter minhst. Nýlátinn er Ernst Reuter borgarstjóri Vestur-Berlínar. Hann var einn hinna mest metnu leiðtoga frjálsu þjóðanna og hafa þeir Adenauer kanslari V.-Þýzkalands, Eisenhower for seti Bandaríkjanna o. m. fl. minhzt hans lofsamlega „Einkalíf", hinn fjörugi gamanleikur eftir Noel Coward, verður sýndur í JÞjóðleikhúsinu í kvöld. Myndin hér er af hinum fyrrverandi hjónum, Ingu Þórðardóttur og Einari Pálssyni, sem frekar bendir til þess að skilnaður þeirra bafi verið misskiln- íngur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.