Vísir - 03.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 03.10.1953, Blaðsíða 8
feelx tem gerast kaupendur VÍSIS eítir 10. hven mánaðar fá blaðið ékeypis til mánaðamóta. — Sími 16G0. VISIR VÍSIR er ódýrasta blaði# og |>ó það fjol- bteyttasta. — Hriugið í sima 1660 og gerist áskrifendur. Laugardaginn 3. október 1953 Framtíft mannkyns veltur á hagnýting sóiarorkunnar. Kola-, olíu- og atomefs^abirgðir verða þrotnar eftir 2—3 aldir. Árið 2023 verða atóm-, kola-,! gas- og olíubirgðir lieims Jþrotnar, og' eftir 245 ár verður mannkynið að geta notað 1% sólarorkunnar, sem geislar liennar flytja til jarðar, til hit- unar og orkugjafa. í skýrslu, sem gerð hefur verið fyrir Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna, hefur verið -komist að niðurstöðu þeirri, .sem að ofan greinir, og er mið- að við það, að fólksfjölgunin í 'heiminum verði svipuð og nú, og að eftirspurnin eftir hita og orku til framleiðslu verði hlut- 'fallsleg. 50 vísindamenn á ráðstefnu í Wisconsin, komust að þeirri :niðurstöðu, að hér væri rétt á- lyktað. Og þeim kom saraan um, að í rauninni væri ekki mikili tími til stefnu, til þess að leysa öll þau vandamál, sem 'því eru samfara, að geta beizl- að sólarorkuna, öllu mannkyni •til heilla og blessunar. Takmörkuðum árangri hefur þegar. verið náð. Þannig' hefir tekizt að smíða hús, sem er sól- arhitað, en ekki er svo komið, a'ð fjárhagslega sé fært að smíða slík hús almennt. Dr. C. G. Abbott frá Smith- sonian stofnuninni skýrði frá því, að á þessu ári yrðu próf- aðar sólarorkuvélar, seni geta framleitt 2—5 hestöfl til iðnað- arþarfa. Vandamálið mesta verður að geta hagnýtt sólar- orkuna í nægilega stórum stíl. Þingforsetar i gær. í gær fór fram forsetakjör á Alþingi. Forseti Sameinaðs þings var kjörinn Jörundur Brynjólfsson, 1. þingm. Árnesinga, Gísli Jóns son, þingm. Barðstrendinga, í efri deild og Sigurður Bjarna- ■son, þingmaður N.-ísfirðinga í neðri deild. Áður höfðu kjörréf þing- manna verið rannsökuð, og voru þau öll tekin gild, enda engin kæra borizt vegna neins1 jþeirra. 1 Árósaháskóli aldar- fjórðungs gamall. Árósaháskóli varð 25 ára 11. september. í tilefni af afmælinu voi*u mikil hátíðahöld og fulltrúár mættir frá öllum háskólum Norðurlanda nema Háskóla ís- lands. Afmælisbarnið fékk 600.000.00 kr. í afmælisgjöf og verður þeim varið til þess að byggja nýjan stúdentagarð og þann áttunda, sem byggður verður í Árósum, og til sjóðs- stofnunar. Vöxtum sjóðsins skal varið til styrktar vísinda- rannsóknum, sem hvorki ríki, bær né aðrir sjóðir telja sig geta styrkt. Tveir íslendingar eru prófessorar í Árósum, það eru þeir Lárus Einarsson og Skúli Guðjónsson. 2 fangar drepnir í uppþoti. í fangauppþotinu í Panmun- jom í gær skutu Indverjar 2 fanga til bana, en 5 særðust. — Fyrst var skotið aðvörunarskot- um, en er það dugði ekki, var skotið á hópinn. „Fljúgandi bananar“ á leið til norðurheimsskauts. Komnir til Thule eftir 6400 km. flug. Hinn 13. f. m. lentu tveir -stórir „koptar“ í Thule-flug- stöðinni í Grænlandi, að loknu 6400 km. flugi frá Eglin-flug- velli í Florida, Bandaríkjunum. Áformað er að fljúga í koptum þessum til norðurheimskauts og lenda þar. Koptar þessir eru búnir tveim ur hreyflum. Þeir eru smíðaðir í flugvélasmiðju Piasecki Heli- copter Corporation, Morton, í Pennsylvaníu, og eru af þeirri gerð, sem kölluð er „fljúgandi bananar“. Er um þessar mund- ir verið að framleiða ýrpsar gerðir stórra kopta í tilrauna- skyni og eru þeir ætlaðir til herflutninga. Eru „fljúgandi bananarnir“ ein þeirra. Flugferðin frá Thule til norðurskautsins og til baka er um 2900 km. Lent verður í veðurathuganastöðvum til þess að fá eldsneytisbirgðir, og seinast á norðurleið, á Fletcher’s íseyjunni svonefndu, um 320 km. frá norðurskautinu. f Thule-flugstöðinni fögn- uðu menn mjög yfir, að fá þessar flugvélar til yiðbótar, Háskólfnn minnist Stephans G. Step- hanssonar. Ilaskóli Islands heldur minn- ingarhátíð í kvöld, laugardag- inn 3. okt., vegna aldarafmælís Stephans’ G. Stephanssonar, og hefst húri kl. 8.30 e. h. stund- víslega í hátíðasal háskólans. Athöfnin hefst með því, að blandaður kór með undirleik hljóðfæra syngur undir stjórn dr. Páls ísólfssonar. Síðan flyt- ur prófessor Alexander Jó- hannesson háskólaréktor ávarp. Þá flytur prófessör Steingrímur J. Þorsteinsson ræðu um Stephan G. Stephansson, ævi- kjör hans og einkenni, skáld- skap og lífsskoðun. Frú Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les upp ljóð úr Andvökum. Þá syngur Guðmundur Jónsson óperu- söngvari Fjallið Einbúa undir nýju lagi eftir Pál ísólfsson. At- höfninni; lýkur svo með því, að Lái-us Pálsson leikari les upp 1 j óð úr Andvökum. ÖUum er frjáls og heimill að- gangur að hátíðinni, meðan húsrúm leyfir, en ekki er boðið sérstaklega. sem fyrir voru. Þar sem talið er Nvíst, að þær muni koma að miklum notum, m. a. ef bjarga þarf flugmönnum, sem nauð- lenda á jakabreiðum norður í höfum eða á jöklum Grænlands. Koptar hafa annars komið að góðum notum í flugstöðvum Bandaríkjamanna í Grænlandi og hefir þeim iðulega verið flogið til leiðbeiningar áhöfn- um ísbrjóta, sem flytja birgð- ir til flugstöðvanna, enda stundum kallaðir „augu ísbrjét anna“. Einnig hafa þeir verið 1 notaðir til þess að flytja menn milli stöðva. Hins vegar hafa orðið takmörkuð not af þeim koptum, sem til þessa hafa verið í notkun, því að ekki er hægt að fljúga þeim lang'ar allt að 1500 metra hæð), en leiðir, né mjög hátt (aðeins í flugsvið hinna nýju, stóru kopta verður miklu stærra, og hærra, jafnvel yfir hæstu tinda Grænlands. Fimm manna áhöfn var í kopt unum á leið til Thule. Þeir komu við á 15 stöðum á leið- inni. Meðalhraði var um 150 km. á klst. Haustferð í Land- mannaiaugar. Ferðaskrifstofari Orlof og Guðmundur Jónasson öræfa- bílstjóri efna til ferðar um næstu helgi' ihu i Landmanna- laugar. I.agt verður af stað kl. 2 e. h. i dag og ekið sem leið liggur inn í Laugar. Gist verður í sælu- húsi Ferðafélags íslands og ef til vill verður efnt til kvöld- vöku í sæluhúsinu, ef ekki verðúr komið mjög seint í nátt- stað. Á morgun verður farið í bíl inn Jökulgilið svo fremi sem vötn leyfa, enda naumast ástæða til þess að óttast þau nú. Verður farið alla leið inn að Hattveri sem er inn við botn gilsins. Á þessari leið er óvenjuleg nátt- úrufegUrð, fjölbreytni í formum og' einstæð litaauðgi. Og þótt komið sé fram á haust, breytir það engu um hvað litfegurð eða annan svip landsins á þessum slkðum snertir. Fer nú hvér að verða síðustur með langferðir til fjalla á þessu hausti, en enginn mun sjá eftir ferð um Landmannalaugar og Jökulgil, sem njóta fegurðar þess í bjrötu veðri. Sænski gölturinn er verðmætur. Stokkhólmi. SIP. Nýlega voru seldir á upp- boði i Englandi 103 sænskir geltir, sem notaðir verða við kynbætur þar. Geltimir voru fluttir loft- leiðis til Englands, og fékkst geysihátt verð fyrir þá, eðá frá 1000—1575 sterlingspund fyrir hvern. Það þykir sæmilegt verð. um eða yfir 50 þúsund íslenzkar krónur fyrir hvert svín. í lok- 'síðasta’ mánaðar nam gullforði V.-Þýzkalands> um 4 milljörðum ísl. króna. Grafík-sýningin, sem haldin var í Handíða- og myndlistaskól- anum að Grundarstíg 2 A, vakti mikla atygli. Fjölmargir hafa mælzt til þess, að sýningin yrði enn opin nokkra daga, og befur nú vérið- horfið að því að hafa hana opna yfir helgina, til annars kvölds kl. 11. Sýningin er því opin í dag og á morgim kl. 1—11. Myndin er af einu listaverkanna, sem þar er til sýnis. SIBS fær fullkomiiar vélar til plastframleiðslu. Berklavarnadagurinn á morgun. Berklavarnadagur Sambands ísl. berklasjúklinga er á morg- un. — Verða þá seld blöð og merki á götum bæjarins og skemmt- anir verða haldnar í samkomu- húsum bæjarins til ágóða fyrir málefni og framkvæmdir sam- bandsins. Framkvæmdir S.Í.B.S. á undanförnum árum eni í einu orði sagt ævintýri líkastar, því svo hafa þær markazt og ein- bennzt af dugnaði og ósérplægni hinna ótrauðu forystumanna þess. Það hefir á fáum árum komið upp fjölmörgum íbúðar- húsum, geysimiklu stórhýsi og nú síðast vinnuskálum og er búizt við að sá fyrsti verði tek- inn í notkun um næstu áramót og sá næsti um mitt næstkom- andi sumar. Vinnuskálarnir eru alls áætlaðir fjórir. Á fjórða hundrað vistmanna hafa þegar dvalið lengri eða skemmri tíma að Reykialundi og árlega hafa útskrifazt þaðan 15—30 manns, en 90 vistmenn geta dvalið þar í einu. S.Í.B.S. hefir margháttaða framleiðslu með höndiun, sem hér er yfirleitt það kunn að ástæðulaust er að lýsa henni. Hi'ns má þó geta að nýlega hefir sambandið keypt tvö plast- fyrirtæki, sem starfrækt hafa verið í Reykjavík. Á S.Í.B.S. nú von á fullkomnum nýtízku vélum til framleiðslu í þessari iðngrein og eru þær aðeins ó- komnar til landsins. Merki þau, sem seld verða á morgun eru jafnframt happ- drættismiði, en 300 eigulegir munir eru í happdrættinu. Barnaskemmtun verður í Austurbæjar-bíói kl. 1.15 e.. h. á morgun en skemmtanir full- orðinna verða annað kvöld. Nehru forsætisráðherra tók nýlega þátt í cricket-leik í tvo daga, og nam inngangseyrir um 350 þús. kr., sem renna til líknai starfa. KKK) mafins í Sálar- rannsóknarfélagi * Islands. Aðalfundur Sálarraimsóknar- félags íslands var haldinn í Sjálfstæðishúslnu sl. mánu- dagskvöld. Var fundurinn helgaður minningu sr. Kristins Daníels- sonar. Að öðru leyti fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, flutt skýrsla stjómar og reikningar félagsins samþykktir, en þeir sýna mjög góða fjárhagsaf- komu félagsins. Meðlimatala þess eru nú um 1000 og er fundarsókn alltaf mikil. Fi-am- vegis verða fundir félagsins haldnir í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavik. í vetur verður fé- lagið 35 ára og' verðui' afmæl- isins minnst, þegar að því kem- ur. Tímaritið Morgunn hefir komið út í 34 ár. Stjórn Sálarrannsóknarfé- lagsins var endurkosin, en hana sklpa: Síra Jón Auðuns, formaður, sr. Sveinn Víkingur, frú Soffía Haialdsdóttir, Guimar Kvaran, Eggert P. Briem, Einar Lofts- son og Ingimar Jóhannesson,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.