Vísir - 05.10.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 05.10.1953, Blaðsíða 7
Mánudagmn 5, október .1953. ▼ lfllB 1 .... '• •• -3 OttasEegin eiginkona. Qu, Wk,* $*>berti I^hinekart. 15 pottinn með mjólkurleiíunum, sem hann hafði séð í byrjun. Lífið hefir leikið þessa seytján ára stúlku, sem hann mundi eftir, mjög hart, sagði hann við sjálfan sig. Hún hafði verið svo sakleysisleg og einstæðingsleg, og honum fannst sér bera skylda til að taka upp baráttuna fyrir hana. Það var langt síðan hann hafðí fundið til hinnar meðaumkunarblöndnu viðkvæmni, sem náð hafði tökum á honum. Anna litla er hugi'ökk stúlka, hugsaði hann. Hann haíði ósjálfrátt skotið því á frest að hringja til Con- necticut, því að hann vissi ekki, hvað gera skyldi. Nú hrökk hann upp úr hugleiðingum sínum við það, að simabjallan hringdi snöggt og hvellt. „Er þetta Madison 3-3861?“ spurði símastúlkan. „Já.“ „Hér er símtal frá Danbury. Bíðið andartak.“ Augnabliki síðar heyrðist í veikri rödd. „Ér þetta þú, Anna?“ spurði röddin. „Anna er ekki við rétt sem stendur. Get eg tekið við skila- boðum til hennar?“ spurði hann. Röddin virtist verða kuldalegri. „Þetta er móðursystir hennar, Eliza Waj-ringtón,“ sagði röddin. „Eg hefi reynt að ná sambandi við hana stundum saman. Viljið þér gera svo vel að biðja hana að liringja til mín?“ „Get eg ekki tekið við skilaboðunum til hennar?“ „Hver eruð þér?“ var spurt með torti-yggni. „Aðeins vinur hennar,“ svaraði Wade. „Jæja, eg — eg geri ráð fyrir, að ekki liggi á þessu. Eg hringi síðar.“ Hún sleit samtalinu, og Forsythe fannst sér hafa illa tekizt. Hann hafði heyrt á rödd gömlu konunnar, að henni var mikið niðri fyrir, enda þótt hún hefði haft á sér góða stjóm. En það ygr að minnsta kosti víst, að hún vissi ekkert um það, sem gerzt haíði' . Forsythe fór úr íbúðinni, þótt honum væri það þvert um geð. Hellinger beið niðri eftir lyklinum. Hann var enn eitthvað ein- kennilegur í fasi, og Forsythe var sannfærður um, að maðurinn vissi meira en hnan vildi vera láta. „Hvað er eiginlega að yður?“ spurði hann ógnandi. ..Haldið þér kannske, að þér hafið blekkt mig þarna uppi áðan? Voruð það þér, sem skutuð hjónin?“ Hellinger galopnaði munninn, og varð náfölur. „Néi, herra Forsythe. Hvers vegna átti eg að gera það? Collier var leiðinda- þrjótur, en mér féll vel við konu hans. Hvemig dettur’ yður í hug að segja annað eins og þetta?“ „Hvar voruð þér, þegar þetta gerðist?“ „Eg hafði farið út, og var einmitt að koma inn, þegar maður- inn á þriðju hæð kom bröltandi niður. Hann var dauðskelk- aður.“ „Fóruð þér þá upp til að athuga, hvemig umhorfs væri?“ „Nei, þetta kom mér ekki við — enn síður af því að eg vissi ekki annað en að þar uppi væri morðinginn staddur. Eg hringdi til lögreglunnar.“ „Hvað um Kerr-hjónin á fyrstu hæð?“ „Það höfðu verið hjá þeim gestir kvöldið áður, svo að þau segjast bæði hafa verið sofandi. Þau fóru snemma í rúmið.“ „Og þau vöknuðu ekki við skotin?“ Þau segjast hafa vaknað við eitthvað. Þau vissu ekki, hvað það var, fyrr en þaú'heýrðu til lögreglubifreiðarinnar. Þá stóð ekki á því, að þau kæmu fram.“ Forsythe virti manninn fyrir sér. Hvað sem Hellinger vildi leyna, þá virtist það ekki í neinu sambandi við skotin. En For- sythe var ekki ánægður þrátt fyrir þetta. „Eg mun spyrja Jamison, hvort framburður yðar stendm’ heima að öllu leyti,“ sagði hann, og hann sá, að Hellinger létti til muna, þegar hann fór aftur upp stigann. Þegar hann var kominn upp á þriðju hæð, varð hann að hringja bjöllunni á íbúð Jamison tvisvar eða þrisvar, áður en henni var svarað. Þá birtist Jamison í dyrunum — lilæddur náttfötum —- og opnaði hurðina aðeins örlitið. Hurðin var ber- sýnilega fest með keðju. „Hvað var það?“ spurði hann. „Ef þér eruð frá lögreglunni, þá hefi eg sagt allt af létta.“ „Eg er ekki lögreglumaður, Jamison,“ svaraði Forsythe. „Munið þér ekki eftir mér?“ „Nú, eruð það þér, herra Wade,“ mælti Jamison og virtist létta til muna. „Mér líður ekki sem bezt, svo að eg get ekki boðið Veggjagler Hleðslugler 20X20 cm. með loftrúmi á milli er nýkomið. Pantanir óskast sóttar sem: fyrst. 'ólípttn (JT Klapparstíg 16. - Sími 3151. Reykjavíkur heldur fund-í.'BQrgárfúni 7, þfið,jud. 6. okt. kl. 8,30 e.h. Érk, Ölöf■ Vrí-nliarðsdóttir, íiúsmseðrakeimarí, -flytur erin-di um. kar>>»fhirétti. -—— Uþp'sktiftir f-ást. Kouur. v..'lko'i}a:ar. ■< X' j-nar ' .1ú liik ■k“ >•- STJÓRNIN. INGÓLFSSTRÆTI 6 SÍMM109 " BEZT AÐ AUGLÝSA ! VlSI A ▲ V BRIDGEÞATTVR ^ ♦ ♦ 4 VISISS ▲ JLasisn á Mridgvpmut: A D, 9, 5 V 6 ♦ Á, G, 8, 6, 4 * A, K, 6, 2 A A, 7 V 10, 8, 5, 3, 2 ♦ K, 9, 2 * D, 10, 3 •A 10, 6, 3 V G, 9, 7 ♦ D, 10, 7, 5, 3 * G, 4 * K, G, 8, 4, 2 V Á, K, D, 4 ♦ — * 9, 8, 7, 5 Suður spilar 6 A. Vestur kemur út með A- Ás og síðan A 7. Austur merkir báða spað- ana. Hvernig er sennilegast að S geti unnið spilið? Það er vitanlega möguleiki á því að fá aukaslag í ♦, en þá verður að gera ráð fyrir skipt- inguni 4—4. Sennilegra er þó að aukaslagur fáist á *, eða gera ráð fyrir skiptingunni 3—2, en líkux fýrir henni eru taldar 68 af 100. Þess vegna tekur Suður ekki síðasta A hjá andstæðingunum. Annar slag- urinn á A er tekinn heima. Þá er spilað ♦ Ás og K, en síðan V Ás, K og D, borðið losar sig við A 6 og 2. er síðan drep- ið með 4k D. V 4 fellur í ♦ Ás. Síðan er ♦ 4 spilað úr borði og tekinn heima með A 4. A K kemur næst út og í hann fellur síðasti A andstæðinga. Tveir síðustu slagirnir fást á ♦ 8 og * 8. Maður vanur málmslípun og einnig annar laghentur maður geta fengið vinnu hjá oss nú þegar. 3iíklntiðjfttn h.f. Sími 7779. — Þverholti 15. óskast í sérverzlun í migfaænum. Tilboð sendist Visi mcð upplýsingum um fyrri störf fyrir 7. þ.m. merkt: „Sölu- , iiihiuílúíiJj.Á'- maður — 369.“ GDSTAF A. SVEINSSON EGGERT CLAESSEN hœstaréttarlögmenn Templarasundi B, (Þórshamar) Allskonar lögfræðistörf. Fasteignasala. MARGT A SAMA STAD LAUGAVEG 10 - SIMI 1307 Kacjd gull ttg sflfiir FROSTLÖGUR H i\¥ Laugaveg 166. IIá§iiæði Þrjár stúlkur óska eftir 1 til 3 herbergjum og eldhúsi. Helzt sem næst miðbænura. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist blaðinu fyrir kl. 5 í dag merkt: „Húsnæði — 367“. Selskaps- páfagaukar Nokkrir fallegir selskaps- páfagaukar til sölu ineð búrum. XJpplýsingar f sima 3383. Iniiheimta Samband óskast við inn- heimtumann, sem gaesi bætt við sig maaaðarlegum reikn- ingum til innheimtu. Upp- lýsingar í síma 82780 óg 1653.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.