Vísir - 05.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 05.10.1953, Blaðsíða 8
Þeir tem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hverc mánaðar fá blaSið ókéypis til máuaðamóta. — Sími 1660. ttsmB __ VISIR VtSIR er ódýrasta blaðiS og |»ó þaS fjöl- breyttasta. — HringiS í síma 1660 og gerict áskrifendur. Mánudaginn 5. októbcr 1953. Sansn iniBii reyna að dæfa stejpnsandi í Sundnm. Skipið væntanlegt hingað bsáðlega a5 afloknum hafnarhótum \ Hornafirði. Þegar dæluskipið Sansu kem- ur hingað frá Hornafirði innan skanuns, er í ráði að gera til- raunir til liess að dæla upp steypusandi af sjávarbotni inni í Sundum fyrir Reykjavíkurbæ. Vísir ; átti í morgun tal við' Gunnar Guðmundsson verk- fræðing hjá vitamálaskrifstof- unni, en hann er staddur á Hornafirði, þar sem hann hefur umsjón með hafnarbótum þeim, sem Sansu hefur unnið að und- anfarið. Tjáði Gunnar blaðinu, að verkinu væri senn lokið, að- algröfturínn um garð genginn, en eftir væri að hreinsa úr renn unni, sem grafin hefur verið og breikka á kafla. Enn fremur verður að dýpka nokkuð aðaí- innsiglinguná, • en þessu verki verður lokið innan fárra daga. Veður hefur verið mjög slæmt þar eystra undanfarið, stormur og rigning, og verkið því sótzt heldur seinna síðustu daga. — Annars hefur það gengið sam- kvæmt áætlun. Bærinn þarf meiri steypusand. Siðan kemur Sansu hingað til bæjarins og mun taka til við fyrrgreint verkefni. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir fékk hjá Rögnvaldi Þorkelssyni, verkfræðingi í bæjarverkfræð- ingsskrifstofunni, mun hér vera um tilraunir að ræða. Verður gengið úr skugga um, hvort til- tækilegt sé að dæla upp gróf- um steypusandi af sjávarbotni inni í Sundum. Með vaxandi byggingarstarfsemi í bænum, bæði vegna væntanlegrar sem- entsverksmiðju og áforma bæj- arins um auknar íbúðabygging- ar, verður bærinn að tryggja sér meira magn af steypusandi, og þykir þessi leið mjög koma til álita. Á þessu stigi málsins er að sjálfsögðu ekki unnt að greina nánar frá þessum áform um, en ef vel tekst,. fæst þarna nóg magn af sandi þessum, en verð á honum hlýtur að verða nokkuð hæi-ra en sandúr sá, sem til þessa hefur verið not- aður, vegna kostnaðar við dæl- inguna. Þrívfddarmynd í Austurhæjarbíó. Austurbæjarbíó hefur nú liaf- ið sýningar á þrívíddarmynd- inni ,,Vaxmyndasafninu“, og var ýmsum gestum boðið að I sjá Iiana í fyrradag. Við mynd þessa verður að hafa þar til gerð gJeraugu, eins og áður hefur verið sagt frá í Vísi, og eru þau afhent við inn- /ganginn, en skilað aftur að sýn- ingu lokinni. Óneitanlega er nokkurt nýja- brum að þess konar myndum, og miklu eðlilegri eru þær en venjulegar myndir. — Menn skynja meiri dýpt í myndunum, sem verða líkar því, sem gerist í náttúrunni sjálfri. Þrívíddarmyndir sem þessar hafa vakið mikla athygli hvar- vetna um heim, en þeir, sem bezt skil kunna á þessum hlut- um, þora engu að spá um fram- tíð þeirra, enda mun vera um fleiri möguleika að ræða á sviði slíkra kvikmynda. Tregur afii á togaramiðiim. Otíð hefur verið á togaramið- um undanfarið og afji þess vegna tregur. TVéir "tqgarar munu 'selja í Þýzkalandi' í lok þessarar viku, Jón forseti og Röðull. Fyrir helgina landaði Geir hér karfa fyrir Rússlandsmark- að. Skipið var með dágóðan afla, þrátt fyrir slæmt veður, eða um 270 lestir eftir 9 daga, Pylkir er hér nú og losar karfa. Nokkrir togarar eru á Græn- landsmiðum, og munu þeir skipa afla sínum á land í Es- bjerg. Q. Mary kemst ekkí til New York. London (AP). — Hafskipinu Queen Mary, sem er á leið tilj New York, hefur verið beint til Halifax í Kanada, vegna hafnarverkfallsins í New York. Um 1800 farþegar eru á skipinu. Flestir þeirra ætla til New York og verða þeir fluttir í hraðlestum frá Halifax. — — Rannsóknarnefnd, sem Eisen- hower skipaði, út af verkfalli hafnarverkamanna, mun skila áliti í kvöld. Telji nefndin, að þjóðaröryggi sé stefnt í voða með verkfallinu, getur Eisen- hower fyrirskipað 80 daga frest un á því, með því að beita Taft- Hartley lögunum. Samborgarinnv ■viðtalsþáttur Vísis við ýmsa jnenn og konur úr hinum ólíku stéttum þjóðfélagsins, sem íundanfarið hefur birzt á mánu- dögum, verður framvegis á miðvikudögum. Næsti sam- borgaraþáttur verður því á xniðvikudaginn kemur. McCarthy harð- orður. Þeir, sem „sleikja hendur kommúnista“ eiga enga fjárhagsað- stoð að fá. McCarthy hinn bandaríski flutti nýlega ræðu í New York og krafðist þess, að Bandaríkin hættu aðstoð við Breta og aðrar þjóðir, meðan þær héldu áfram að skipta við hið Rauða Kína. Ræddi hann nokkuð hversu viðskipti Breta við kommúnista í Kína hefðu aukist, og sagði að hægt væri að leggja algerlega í rúst allt, sem kommúnistar þyrftu til að heyja styrjöld, ef þeir fengju ekki utanaðkom- andi aðstoð og segja bæri við bandamenn, sem ættu skipti við fjandmenn, sem hefðu bandaríska pilta í haldi: „Við höfum látið ykkur í té milljarða til þess að styrkja ykkur í baráttunni gegn kom- múnistanum. Þið notið nú þetta fé til eflingar kommúnisman- um. Þið fáið ekki „eitt cent, ekki einn „farthing“, til við- bótar, meðan þið haldið áfram að efla fjandmennina“ — ,,— við getum ekki sætt okkur við bandamenn, sem lyppast niður gegn fjandmönnunum eða sleikja hendur hans og leggja honum vopn í hendur.“ Bátar með allt að 120 tn. í gær. Frá fréttaritara Vísis. — Sandgerði í morgun. Síldarafli var sæmilegur í gær, en í dag eru bátar ekki á sjó. — Síldin hefur verið góð að undanförnu og mikill hlcti aflans saltaður. í gær munu bátar hafa haft 30 og allt upp í 120 tn, og var. síldin ágæt. — morgun gaf ekki á sjó vegna suðaustan storms. Hér eru nú aðeins stundaðar reknetaveiðar og egnir bátar hættir þeim veiðum. Önnur veiði en reknetaveiði er ekki stunduð nú. Hestur þreytir þolsund. Á Iaugardaginn þreytti tiest- ur þolsund hér í grennd við bæ- inn. Laust eftir kl. 3 á laugardag- inn hringdi Þórarinn J. Óskars- son, Skipasundi 96, á lögreglu- varðstofuna og kvaðst þá rétt áður hafa tekið á móti móalótt- um hesti niðri í f jöru, sem hefði j komið syndandi úr Gufunesi. Hafði hestur þessi lagt til sunds ins frá Gufunesi og náði aftur landi í fjörunni við Vatna- garða. Vörzlumanni bæjarins var fenginn hesturinn í hendur og mun hann hafa komið honum til rétts eiganda. Stúfurinn litli virðist ekki taka eftir úlpunni, sem faðir hans færir honum við heimkomuna frá Kóreu. Er myndin af enskum hermanni og syni hans, sem er ekki alveg búinn að átta sig á heimkomu föður síns. Fjarsöfnun SÍBS: Veður var vont, en ár- angur samt prýðilegur Öll eintök tímaritsins — T0.50Ö — seklust. Heræfingar á Jameica. Brezka beitiskipið Superb er komið til Kingston, Jamaica, og hefur sett bar lið á land til æfinga. Beitiskipið fró í skyndi frá Bermudaeyjum í fyrri viku og gaus upp kvittur um, að það hef ði verið kvatt suður til Falklandseyja, en sá orðrómur reyndist ekki hafa við neitt að styðjast. — Það eru sameigin- legar æfingar flota, landhers og flughers, sem standa fj’rir dyrum á Jamaica. Úrslit þjóðaratkvæðisins í Persíu urðu þau, að yfirgnæf- andi meirihluti vildi þingrof og nýjar kosningar. Þótt endanlegar upplýsingar hafi enn ekki borizt um tekjur af berklavarnadeginum í gær, benda bó allar líkur til að þetta sé tekjuhæsti berklavarnadag- ur í sögu SÍBS. Samkvæmt upplýsingum frá erindreka SÍBS, Þórði Bene- diktssyni, munu tekjurnar af sölu merkja og blaðs hafa orðið um 120 þús. kr., en náði ekki 100 þús. krónum í fyrra. Hann kvaðst enn fremur hafa fregn- ir frá flestum kaupstöðunum úti á landi og þar hafi yfirleitt allt selzt upp. Annars eru út- sölustaðirnir 150 talsins víðs- vegar um land. Ársrit sitt, „Reykjalund“, gaf SÍBS út í stærra upplagi en nokkru sinni áður og sennilega í stærri eintakafjölda en dæmi eru til um nokkurt tímarit ann- að hér á landi, eða 10500 ein- tökum. Þau seldust öll upp og myndi hai'a verið hægt að selja miklu fleiri eintök á sumum stöðum úti á landsbyggðinni. Hér í Reykjavík voru aðstæð- ur til sölu óvenju óhagstæðar í gær. Fyrst og fremst var veðr- ið leiðinlegt og fátt af fólki á götum úti. En í öðru lagi var rafmagnslaust í bænum bezta sölutímann í gær. Fyrir bragð- ið hringdu dyrabjöllur ekki og sölubörn komust 'ekki í hús nema mjög íakmarkað. Skemmtanir SÍBS í sambandi við berklavarnadaginn voru vel sóttar á Iaugardaginn, en miður sóttar i gærkvöldi, enda var veður með afbrigðum óhag- stætt. Að lokum gat framkvæmdar- stjórinn þess, að SÍBS hafi bor- izt f jöldi kveðja og árnaðaróslta í tilefni dagsins og meðal beirra ein óvenjulega hjartnæm og fögur kveðja frá kunnum kaup- sýslumanni í Rvík, sem ekki vildi láta nafns síns getið. — Kveðju þeirri fylgdi 10 þús. kr. peningagjöf. Hún þekkti hann! Þingmenn Norðmanna geta svo sem hrist úr klaufunum, eins og þingmenn okkar, svo sem eftirifarandi frcgn í frétta- bréfi frá AP í Osló ber með sér. Ein af konum þeim, sem sit- ur á þingi þar, Surid Almenn- inger, hafði orðið, og beindi hún máli sínu til Sjúr Linde- brække og mælti: „Fyrir 44 árum voruð þér að minnsta kosti dálítið sætur!“ Surid haí'ði verið barnfóstra Sjur þá. Menn áttu víst ekki von á því. N. York (AP). — Rannsókn. hefur leitt í 1 jós, að mest vinau- öryggi er í kjarnorkuverksmiðj um Bandaríkjanna. Þótt margir kunni að halda, að þar sé hættulegra að starfa en annars staðar, hefur komið á daginn, að þar verða 60% færri slys en í öðrum verk- smiðjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.