Vísir - 06.10.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 06.10.1953, Blaðsíða 1
«3. árg. Þriðjudagimi 6, október 1953, 227. 0)1. % jr ¦ B /¦! isíjori Kænr sig sjaiw fyrir hraðan akstur. ¥ar beðinn al fiytja siasaðan ntann s&m ,• • ivei i sieima. skjótast tíl bæjarins. A laugardagskvöldið um íiáif ellefu leytið kom bifreið- arstjóri nokkur'á lögregluvarð- stofuna hér í Reykjavík og kærði sjálfan sig fyrir of hrað- an akstur á leiðinni milli Keflavíkur og Reykjavíkur. En nokkra afsökun hafði bílstjórinn þó fyrir lögbroti sínu, því að læknir í Keflavík hafði beðið hann fyrir slasað- ann mann, sem þyrfti að ílytja á Landspítalann og bað bíi- stjórann að aka eins hratt og hann gæti. Hafði hinn slasaði maður nokkru áður falhð af bílpalli með þeim afleiðingum að avmað eyrað skarst af honum. Bíl- stjórinn gerði eins og fyrir hann var lagt, ók með ofsahraða til Reykjavíkur, skiíaði sjúk- lingnum á Landspítalann og ók að því búnu niður á lögreglu- stöð og kærði sjálfan sig fyrir of hraðan akstur. Bifreið ekur á raaiuu Á laugardagskvöldið var lög- reglunni tilkynnt um að bif- reið hefði ekið á mann í Borg- artúin, Sigurð Kristjánsson, Höfðaborg 3. Sigurður féll í götuna og flutti lögreglan hann heim til hans, en ekki voru sjáanleg á honum nokkur meiðsli. Var læknir samt kvaddur til hans til vonar og vara. Handalögmál. Aðfaranótt sunnudagsins kom til handalögmáls bæði við Breiðfingabúð og eins á Hótel íslands lóðinni við Austur- stræti. Á fyrrnefnda staðnum voru tveir ölóðir menn að berj- ast og tók lögreglan þá í vörzlu sína. En ryskingarnar voru um garð gengnar þegar lögreglan var kvödd til þess að skakka leikinn á Hótel-íslands-lóðinni. Hinsvegar lá þar óvígur maður í valnum, sem hafði fengið spark í kviðinn og var allmjög þjáður. Kom lögreglan honum í hjúkrun. • >¦¦•;- Bifreiðum stolið. Þremur bifreiðum var stolið um helgina. Aðfaranótt laugar- dagsins var R 2290 stolið frá Bræðraborgarstíg. Hún fannst daginn eftir við suðvesturhorn Frakkar gera út- rás í Indókína. Franskar fallhlífahersveitir hafa gert árás á þorp í Indókína nálægt landamærum Kína. Varðmenn bjuggust þegar til varnar, en fallhlífaliðið sótti fram og gat eyðilagt birgðir vopna og skotfæra, sem fund- ust í helli einum, en varð svo að láta undan síga, áður eh, það gæti aðhafst meira. Iþróttavallarins. Skemmdir sáust ekki á henni aðrar en þær að slitnir höfðu verið þræðir í rafkerfi hennar. Á sunnudagsmorgun var til- t kynnt um stuld „Austin 10",- sendiferðar, blágrænni að lit, sem stolið hafði verið norðan Melaskólans. Rannsóknarlög- reglan biður þá sem orðið hafa bílsins varir að gefa sig fram hið fyrsta. Bíllinn ber einkenn- isstafina R 3745. Loks var. tilkynnt um stuld bifreiðarinnar R 4962 frá Keflavíkurflugvelli seint á sunnudagskvöldið. Innbrot. Innbrot hafði verið framið í kjallara hússins Vesturgötu 29, aðfaranótt sunnudagsins, en ekki varð séð að þar hafi neinu verið stolið. Brotnar höfðu verið rúður í bakdyrahurð á Ingólfsapóteki, aðfaranótt sunnudagsins og helzt gizkað á að það hafi verið gert í innbrotsskyni, en af inn- broti varð þó ekki. Bifreið ekið út af. Á laugardagskvöldið ók jappabifreið út af veginum hjá Hvaleyri við Hafnarfjörð. Bif- reiðarstjórinn var farinn af staðnum fyrst þegar bifreiðar- innar var vart uta nvegarins, en seinan náðist til hans og kvaðst hann hafa mist stjóm á bifreiðinni. Varð að fá krana- bifreið til þess að ná henni upp. Ölvun við akstur. Aðfaranótt mánudagsins tók lögreglan, tvo menn, er hún hafði grunaða um að hafa verið ölvaða við akstur. Kappflugið mikia aí hef jast I þessari viku hefst kapp- flug frá Bretlandi til Nýja Sjá- lands en vegalengdin er rúm- lega 19.000 km. Flugvélar af ýmsum gerðum taka þátt.í kappfluginu. Mosqui toflugyél á leið til Bretlands frá-« iÁstraliu til þátttoku nauðlenti í Burma fyrir 2—3 dögum. — Báðir flugmennirnir meiddust í lendingu. Þessi bandaríska flugvél er talin sú minnsta, sem til er í heim- inum. Hún 2x/2 m. lengd, ber tæp þrjú hundruð kg. og er þa þyngd hennar sjálfrar með talin, en hámarkshraði er 250 km. á klst. Auðvelt er að hafa hana á léttum vagni aftan í bifreið. líppreistarmenn í Indókína undirbúa mikla sókn* Fá mtklar birgðir aliskyns nauðsynja. Uppskeruhorfur í Banda- ríkjunum eru góðar. Hveitiupp- skeran mun verða hin fjórða mesta í sögu Bandaríkjanna. Einkaskeyti frá AP. — París á (augardag. Frakkar hafa bætt aðstöðu síná í Indekina til mikilla muna undanfarna mánuði, en ekki er að efa styrk uppreistarmanna þrátt fyrir það. Allar fregnir benda til þess, að uppreistarmenn undirbúi mikla sókn á næstunni eða láti til skarar skríða jafnskjótt og þéir telja veðurfar heppilegt. Flutningar hafa verið miklir frá Kína upp á síðkastið, og fá uppreistamaenn vopn af öllu tagi, skotfæri í miklu magni og hverskyns nauðsynjar af öðru tagi. St^-rjöldin þar eystra hefir reynzt Frökkum ákaflega þung- bær vegna þess mikla kostnað- ar. sem er henni samfara. en uppreistarmenn þurfa hinsvegar ekki að horfa í peninginn, því að þeir fá alla hjálp kommúnista í öðrum löndum endurgjaldslaust. Eins og gefur að skilja hafa Frakkar áhyggjur af gangi málanna í Indókína, enda þótt varizt hafi verið áföllum vegna ráðsnilldar Navarres hershöfð- ingja undanfarna mánuði. Hins vegar er það sýnilegt, að Farkk- ar geta vart haldið hernaðinum áfram af sama krafti og áður, ef þeir fá ekki vaxandi hjálp, ekki sitt, þar sem uppreistar- menn geta að sjálfsögðu fengið allt, sem þeir þurfa frá Kin- verjum og Öðrum kommúnista- ríkjum, meðan Rússar vilja. Frakkar leggja allt kapp á að þjálfa og vopna hersveitir inn- fæddra manna og miðar allvel við það, þótt langt sé frá því, að settu marki hafi verið náð. Ætia að ganga um- hverfis hnöttinn. Tveir Bretar ætla fótgang- andi kringum hnöttinn til bess að auglýsa gæði brezks leðurs og skófatnaðar. Þeir gera ráð fyrir, að verða 3t—5 ár á leiðinni. Frá þessu var sagt í fregnum í gær, um leiS og sagt var frá opnun mik illar 'leðurvöru- og skófatn aðarsýningu í Olympia London. Námumenn miklar ¦* hrossakjötsætur. Enikaskeyti frá AP. — Bonn á laugardaginn. Rannsókn hefur leitt í Ijós, að V.-Þjóðverjar eta tvöfalt meira hrossabjöt en kindakjöt. Þrátt fyrir það nemur hrossa- kjötsátið aðeins 1,4% af allri kjötneyzlu landsmanna. Þrír fimmtu hluta alls kjöts, sem Þjóðverjar neyta er áf svín- um. Þótt einkennilegt sé, neyta námamenn mestmegnis hrossa- kjöts og er þáð sama upp á ten- ingnum, að því er sömu stétt snertir í Bretlandi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi. Tyrkland kosið í Öryggisráðið. N. York (AP). — Við 8. um- ferð, er kosið var í Öryggisráð- ið í gær á allsherjarþingi SÞ, hlaut Tyrkland löks nægan meirihluta, eða 40 atkvæði, en PóIIand fékk 19. — Brazilía og Nýja Sjáland voru kosin þegar í fyrstu umferð. Vishynski vildi óður og upp- vægur koma Póllandi í Örygg- isráðíð og hóf flutning ræðu í heimildarleysi, áður en gengið var til kosninga, og lét forsetij frú Pandit, þá taka hljóðnema hans úr sambandi. Áður hafði það heyrzt til hans, að það værL ' brot á reglunni um að í Öryggis ráðinu ætti sæti fulltrúi fyrir SA-Evrópu eða Balkanlöndin, ef Tyrkland yrði fyrir valinu. Vinsæidir Bretastjórnar minnka. Þing Oofc.k*.ii«.*». keiíinr isainan í Margate a morgnn. > Einkaskeyti frá AP. — London í gær. Stjórn íhaldsmanna hefur nu setið að völdum í um bað bil tvö ár, og efnir flokkurinn til þings á miðvikudaginn í Margate. Enginn vafi þykir leika á þvi, að vinsældir stjórnarinnar hafi minnkað til muna síðustu vik- urnar, og kemur þetta meðal annars fram í því, hve mörg erindi flokksdeildirnar hafa sent miðstjórn flokksins með ósk um, að þau ,;verði tekin tii meðferðar og afgreiðslu á flokksþinginu, sem standa murs til vikuloka. Eru samþykktir bær og áskoranir, sem hér er um að ræða, samtals yfir 200, og hefur flokksbing íhalds- manna aldrei fengið eins mörg erindi frá kjósendum. Innan flokksins eru menn í vafa um, að Churchill hafi heilsu og kraft til að standa fremstur í flokki i, þingstörf- um framvégis, en hann mun ófús á að draga sig í hlé að einhverjú sviði, fyrr en hann haf j reynt, hversu sterkur hann er meðal þingmánha. Sumir flokksménn vilja, að hann hafi hægara um sig, en aðrir treysta honum sem fyrr, og er því um nokkurn klofn- ing að ræða — eins og innan Verkaflokksins. — íhaldsmenn hafa ekki hátt um sínar deilur innbyrðis, en í Verkamanna- flokknum er barizt fyrir opn- um tjöldum að kalla, svo sem kom í ljós ekki alls fyrir löngu. Verðlag hefur hækkað nokk- uð úpp á síðkastið, þar sem stjórnin hefur fellt niður niður- greiðslur, og hefur þetta dregið úr vi-.->sældum hennar. Sumir flokki-menn eru þó þeirrar skoðunar, að hætta eigi þeim niðurgreiðslum, sem enn er haldið áfram. Er þetta annað deiluatriði innan floíiksins, sem koma mun fram á flokksþing- inu, er haldið verður í Margate. HerBögum aflétt eftir ár. Herlög hafa verið felld úr gildi í írak. Þau hafa verið í gildi þar síðan óeirðirnar urðu í Bagdad fyrir einu ári (út af kosninga- lagabreytíhgunum). Ríkisstjórnin hefur, um leið og herlögin voru afnumin, skor ,að á þjóðina, að koma friðsam- lega fram og virða lög og rétt. Pakistanþing sam- þykkir traust. Þingið' í Pakistan hefur sam- þykkt traustyfirlýsingu til for- sætisráðherrans og stjórnar hans. Jafnframt lagði þingið bless- un sína yfir frávikningu fyrr- verandi forsætisráðherra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.