Vísir - 06.10.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 06.10.1953, Blaðsíða 5
Þriðjudagirm 6. október 1953. vtBin .. xmtQgHaKi ■ •• Nýtt skjöibeltafyrirkomuieg ráðgert í Tjarnargarðinum. Rætt vift Sigurð Sveinsson, garðyrkjuráðu- naut bæjarins um þau áform. dvvvwwywvwwvwwwwwwww wws vvw'Avy^^vw'rVvvvwvw’^wvvwvvww I viðtali, sem Vísir hefur átt við Sigurð Sveinsson garð- yrkjuráðunaut, upplýsti hann, að hæðarvöxtur trjáa í skrúð- görðum Reykjavíkur hafi verið meiri í sumar en dæmi eru til um mörg undanfarin sumur áður. Þet.ta sumar sem nú fer bráð- um að kveðja, sagði Sigurður, hefur verið eitt hið bezta um langt árabil. Allur jarðargróður hefur dafnað með ágætum, og þeir garðar þar sem ræktun og hirðing hefur verið í fullkomnu lagi hafa skarað meira fram úr nú, en nokkru sinni áður. Aft- ur á móti hafa þeir gai'ðar, sem illa hafa verið hirtir, aldrei verið verri en einmitt nú, því ai'finn hefur hvergi látið sig vanta. Á síðustu árum hefur mikið veriið gert til að prýða borg- ina okkar og hafa bæði ein- staklingar og bæjarfélagið lagt þar góðan skerf af morkum, borgin er að fá á sig svip fegurðar og virðuleika. Helztu staðirnir sem bærinn sér um skreytingu á eru Aust- urvöllur, Tjarnargarðurinn, Arnarhóll, Húsmæði'askóla- og Kvennaskólagarðarnir, Mið- bæjarskólagarðurinn, skrú'ð- garður neðan Kennaraskólans á horni Laufásvegar og Hring- brautar, hornið við Skothúsveg og Sóleyjargötu, svæðið sunn- an Kirkjugarðarins, Bi’ingan við Þorfinnsgötu, garð'urinn við listasafn Einars Jónssonar og fjölmörg önnur svæði. Gott sumar fyrir trjáræktina. Hvað telur þú að trén í bæj- argörðunum hafi hækkað mikið á þessu sumri? — Það er til dæmis um góð- viðrin í sumar, að hæðarvöxtur trjánna hefur aldrei verið meiri sl. 10 ár. Hefur hann orðið að meðaltali 45 cm. á birkinu, en víðirinn hefir sumstaðarbætt við sig einum meter, og má sjá greinileg stakkaskipti á trjá- gróðrinum í Tjarnargraðinum, en eins og allir vita eru skil- yrði til trjáræktar slæm og mjög áveðrasamt þar. Skipulag T j ar nargarðsins. ur verið byi'juð skipulagning á nýrri hluta garðsins, við horn Sóleyjargötu og Hringbrautar. Hafa verið lagðir þar gang- stígar og gróðursett þar yng- gerði af íslenzkum gulvíði. Skipulögð skjólbelti. Hvað viltu segja nánar um framtíðarskipulag Tjarnar- garðsins? Eins og bæjai'búar vita er Tjarnargarðurinn á flatlendi sunnan við Reykjavíkui'tjörn og skjóllaus frá náttúi’unnar heni, nema að austan og lítil- lega að vestan. Allur trjágróð- ur, sem gróðursettur hefur verið' í honum, ber þess glögg merki, að skjólleysi hefur mjög háð honum til vaxtar. Tillögur um framtíðar skipulag garðs- ins, miðast fyrst og fremst við það, að þarna vaxi upp mynd- arlegur trjágróður, á sem stytztum tíma. Allan trjágróður verður því að gróðursetja þétt í skjólbelti eða smálundi, en gi'isja hann svo síðar, þegar hann hefur náð nokkrum þroska. Skjólbeltin þurfa að vera minnst 8 raðir trjáplantna með 1,25 m. milli raða, en mest 1 m. milli plantna í röð- inni. I þau sé gróðursett birki, alaskaösp, álmur, reynir og sitkagreni, en limgerði séu gerð af birki, víði, fjallaribsi, spíre- um og öðrum harðgerðum teg- undum. Fyrst og fremst fjölær hlóm. Trjábeð þurfa að vera vel séu unnin minnst í 50 cm. dýpt og borinn í þau lífrænn áburður og sandur. Þá er skipulag garðsins iWiWODOXAj___ iVmERGÆK Hvað getur þú sagt mér um; undirbúin. Þau áframhaldandl skipulag Tjarn- argarðsins? Og var ekki lækkað fjárframlag til skrúðgarða bæjarins á yfirstandandi. ári? Jú, það var lækkað uhx 100 þúsund krónur. Hefur því lítið verið" gert af nýjum fram- kvæmdum; og er leiðinlegt til þess að vita. Skemmtilegra væri að sjá þessa starfsemi aukast til mikilla muna og að ötullega væri unnið að fram- gangi þeirra skipulagsbreytinga og nýs skipulags, sem þegai hefur verið samþykkt. Nokkuð hefur þó verið íramkvæmt a£ nýjum framkvæmdum í Tjarn- argarðinum á þessu sumri, tii dæmis var keyrð gróðurmold yfir 6300 fefín'étfán í garðintxíá; og gerð þar sáðslétta. Er að þvx RAFTÆKJAEIGE Hafið þér athugað hagkvæmni raftækjai-yggingar. Ef ekki, þá berið saman eftii’greint rneðaltal iðgjalda og viðg'erðai’kostnaðar: Algengasta arsiðgjald: Algengasíi viðgerðarkostnaður: Rýksugur, bónvélar og hrærivélar kr. Þvottavélar, almennt........... kr. Benedixvélar (núverandi skali) kr. Eldavélar (evrópiskar, venjul.) kr. ísskápar (innbyggðir) ......... kr. Rafha og Elektroux ísskápar kr. 75,00— 150,00— 520,00 114,00— 290,00—1100,00 140,00—1070,00—4000,00 96,00— 290,00— 790,00 270,00— 660,00—3400,00 67,00— 150,00— 290,00 35,00— 42,00— 45,00 27,00— 67,00— 90,00 97,50—130,00—162,50 54,00— 63,00— 77,00 245,00—280,00—327,00 42,00— 56,00—102,00 Tækin eru algerlega tryggð, þ.e. vinna, varahlutir og flutningur eru ókeypis. Erum eini aðilinn í landinu, sem á og útvegar varahluti, sem eru ófáanlegir í verzlunum, svo sem fyrir —- British Automatic Refrigerators-ískerfin, Þvottavélar o. fl. Tryggjum yður varanlegt viðhald raftækja. Yirðingarfyllst, RafUekjatrygginyar ft.f. fLaugaveg 27. Séati 7001 miðað við það að skjólbeltin verði nokkurn vegin samfelld og hæfilega þétt. Um ræktun blóma er það að segja, að eg tel rétt, að í framtíðinni verði lögð megin áherzla á ræktun fjölærra blóma í Tjarnargarð- inum. f því sambandi má geta þess, að stofnkostnaður við ræktun fjölærra blómjurta er meiri, en árlegt viðhald stórum minna, heldur en á einærum blómum. Um 40 tegundir fjölærra blóm- juii.a eru nú í uppeldi, á garð- yrkjustöð bæjarins Reykjahlíð. Sumar þessarra tegunda eru fáséðar hér í görðum, er ætl- unin að þessar blómategundir vei’ði notaðar til að skreyta bæjargarðana. Hér er aðeins fátt eitt nefnt, og aðeins talað um þá hlið skipulagsins sem beinlínis snertir sjálfa ræktun- ina, máske gefst tækifæri síðar til að ræða þessi mál á breiðari grundvelli. Ráðleggingar til skrúðgarðeigenda. Þá má að lokum minna hina er vilja fá garðana snemma í blómaskrúð að vorinu, að kaupa blómlauka og setja í garðana nú í haust áður en frost fara að koma að nokkru ráði, mikið úrval fagurra blómlauka, flest allar tegundir sem reynst hafa vel hér í görðum, eru nú á boðstólum og fást hér í blóma- verzlunum og víðar. Blómlauk- ar eru ómissandi hér í skrúð- garða ekki sízt ef miðað er við það hversu annar blómagróður er seinn til hér að vorinu. — Blómlaulsana þarf að setja 6— 12 cm. djúpt í jörðu. Þó má gera ráð fyrir því, ef góðviðra- kafli kemur síðar hluta vetrar og mikið er farið að spíra upp úr moldinni, að eitthvað verði SG'LLA fíANlWJl VtBEÆG að bæta ofan á laukbeðin, og þá annað hvort meiri mold, eða heyrudda, lítið eitt blönduðum hrossataði. Nú er rétti tíminn að taka Georgínur upp úr gaiðinum. Um leið er öll mold hrist vel af rótunum, blöð og stönglai skornir af, en ræturnar síðan þurrkaðar í nokkra daga í loft- góðum kjallara, eða úti að deg- inum ef frostlaust er. Beztir geymslustaðir fyrir Georgínu- ræturnar er loftgóð kjallara- geymsla eða jarðhús, þar sem hægt er að halda hitanum 3— 6° C. og er bezt að geyma ræt- urnar þar yfir veturinn í grunnum' kössum með þurrum sandi eða sagi, en munið að ræturnar eiga að vera alveg þurrar þegar þær eru settar í þessa geymslu. Á sama tíma þarf að taka Gladioluslauka upp úr garðinum, blöð og stönglar eru þá ekki skornir af um leið og tekið er upp, heldur eru laukarnir þurrkaðir i nokkra daga, og eftir að blöð og stönglar er alveg visnað eru þeir skornir af, og laukarnir settir til geymslu í grunna kassa (sandur er ekki nauðsynl. í þessu tilfelli). Laukarnir þola ekki frost. Það geta bráð- lega komið svo mikil nætur- frost að allur blómagróður falli, en um leið þarf að búa gróður- inn undir veturinn og hlúa að honum sem bezt. Nota laufið í gróðurmold. Hreinsið burtu allt lauffall og safnið því saman í haug og látið það rotna, blandið saman við það mold og dálitlu af kalki, þegar þessi haugur er orðinn vel fúinn, er þar ágæt gróður- mold í blómapotta og vermi- reiti. í næs-ta mánuði er allf dautt og visið hreinsað úr garð- inum. Eftir að sumarblómin eru fallin eru. þau tekin burtu og rakað vel yfir beðin'á eftir. .. Gott er að setja búpenings- áburð kringum tré og runna. Munið að láta ekki áburðinn liggja þétt að stofninum, áburð- urinn getur brennt stofninn, sérsíaklega nýr búpenings- áburður. Þá má fara að skýia fjölærum blómjurtum úti i garðinum. Þetta er vandasamt verk, ef það á að koma að fullum notum. Goít er að skýla jurtunum með lyngi, hálmi, gömlu þurru þangi, heyborn- um búpeningsáburði eða mó- gleri) yfir veturinn, en gróður- setja þær svo í garðinn næsta vor. Ganga vel frá ungviðinu. Á haustin er nauðsynlegt að ganga vel frá öllu ungviði i trjáreitunum, til dæmis plönt- um á fyrsta og öðru ári eftir gróðursetningu, holklakinn veldur oft miklum skemmdrftn ef ekkert er gert til að verja plönturnar. Það má komast hjá mestu skemmdunum af völd- um holldaka með því að rista torf, áður en haust frostin byrja, og leggja tvær torfur sitt hvorum megin við hverja plöntu, sem verja þarf. Venju- lega er grasinu snúið niður en rótinni upp. Reiðingstorf má einnig nota. Auk þess að verja plönturnar fyrir holklakanum, er nauð- synlegt þar sem barrtré (til dæmis greni) hafa verið gróð- ursett og ekki njóta skjóls af öðrum trjágróðri svo sem birki eða víði, að setja skjólgrindur úr tré kringum plönturnar á fyrsta og öðru ári eftir gróður- setningu, til að verja þær fyrir bitrasta vetrarnæðingnum. — Við þökkum Sigurði fyrir viðtalið, og leiðbeiningarnar viðvíkjandi hauststörfunum í skrúðgörðum sem við vitum að mörgum garðeiganda mua koma að góðu gagni. fire$lotte Stýrisendar fyrir Chrgster MÞe Sata jPfgmauth ®l iligs geppa Chcrratet iSuick stór bót fyrir framtíðarskipu- ! Myndin sýnir hæfilega sáödýpt fyrir hverja tegund af blóm- | mylsnu. Mjög viðkvæmar jurt- lag oy. ræktun garösins, Þá heí- J ............ -- laukuin. . . , , . ] ir ætti að,:géyma í sólreit (undir H GOSTAF A. SVEINSSON EGGERT CLAESSEN tiœstaréttarlögmenn Tempiarasundi S, (Þórsbiámar) * Ailskonar lögfræðistörf. Fasteignasala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.