Vísir - 08.10.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 08.10.1953, Blaðsíða 4
?!<»¦! *¦ Fimmtudagmn 8. októbér ; 1&33. " ' WÍSI3B. ' J DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. "^ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (finim línur). t Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Skríður á handrítamálinu? Þess var getið til í forustugrein hér í blaðinu ekki ails fyrir löngu, í sambandi við kosningarnar, sem fram fóru í Danmörku fyrir skemmstu, að þing það, er þá yrði kosið, mundi að öllum líkindum fjalla um mál, sem íslendingum væri hjartfólgið. Var þar átt við handritamálið, og er nú komið , á daginn, að mál þetta mun koma, til kasta þingsins, svo sem ifram kom í hásætis- eða stefnuræðu Hedtofts forsætisráð- herra. Var þessa atriðis lauslega getið hér í blaðinu i gær. ', Þótt vitað sé eftir ræðu ráðherrans, að einhver skriður rmmi nú fara að koma á mál þetta, að því er löggjafarsamkundu Dana snertir, er þó ekki vitað enn, hversu langt stjórnar- flokkurinn hyggst ganga, og mun það vart verða vitað, fyrr . en hann leggur fram frumvarpið, sem um þetta f jallar. Þar af leiðandi er erfitt um það að segja fyrir fram, hversu miklar . gleðifréttir eru hér á ferðinni fyrir íslendinga, en um hitt er ekki að villast, að það er gott, að til úrslitá dragi, eitthvert svar komi frá stjórnmálamönnum Dana við kröfum íslendinga. , Sumir líta svo á, að Danir muni ekki bjóðast til að afhenda , íslendingum öll þau handrit, sem vitað er um* að eru í. danskri vörzlu, og safngripi þá, sem hafa verið fluttir til Danmerkur. , Verið getur því, að þeir bjóði aðeins fram nokkurn hluta ¦ handritanna, og er þá einnig eftir að vita, hvað þeir vilja skilja undan, hvort þar verður um einhver dýrmætustu fjár- sjóðina að ræða. Úr því verður reynslan að skera, það er að segja frumvarpið; er það sér dagsins ljós. i Óhætt mun að gera ráð fyrif*því, að ýmsir menn eða hópar !manna í Danmörku muni rísa öndverðir gegn því. að nokkur afhending fari fr'am, hvort sem um mikinn hluta handritanna er að ræða eða ekki. Sýning sú á handritunum, sem haldin var i i í Kaupmannahöfn ekki alls fyrir löngu, bar þess vott, að þar eru ,.til menn,. sem berjast munu með oddi og egg gegn því, að .hróflað verði við nokkru af safngripunum. Þó munu áhrif sýn- ingarinnar ekki hafa orðið þau að öllu leyti, sem til var ætlazt, ,því að hugsandi ménn hafa áreiðanlega séð gegnum það, sem þar fór fram, svo að íslendingar geta verið ánægðari en gera , mátti. ráð fyrir í fyrstu. } Hitt vitum við íslendingar líka, að við eigum marga og ,trausta vini meðal Dana í máli þessu, og þeir munu einnig láta áhrifa sinna gæta, þegar til úrslitanna kemur, eins og þeir hafa haldið fram hlut okkar á liðnum árum. Áhrif þeirra geta upphafið áróður hinna, sem eru okkur mótsnúnir í mál- inu, og vel það. i Fari svo, að Danir ætli ekki að bjóðast til að afhenda nema nokkurn hluta handritanna, sem þeir hafa undir höndum, verða íslendingar að sjálfsögðu að taka málið til athugunar. Verður að skoða það í ljósi þess, hvaða handrit Danir vilja láta af hendi, og hverjum þeir vilja halda. Síðan verða menn hér á landi að gera það upp við sig, hvort þeir vilja þiggja það sem boðið er — telja hálfan skaða betri en allan — eða gera fram- haldandi kröfu til alls, sem er í vörzlum Dana. Eins og stendur verður ekkert um það sagt, hver úrslit málsins verða eða hvað Danir gera, en þó virðist það mikilvægur áfangi, er þeir vilja sýna lit í málinu, hversu mikið sem þeir vilja svo ganga íii móts yið okkur. " ; '•"•¦: Stórhýsið er að verða of lítið fyrir starfsemina. Ifjá Klœðaverzlun Andrésar AndrésscMiar n.f. starfa nú um 100 manns. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar h.f. sýndi blaða^ mönnum nýlega vinnustofur sínar og framleiðslu, í stórhýsi sínu, Laugavegi 3. Húsið er allt notað til starf- seminnar — upp í hanabjálka — og er í rauninni orðið of lít- ið fyrir hana, því að hér er nú orðið um að ræða fjöldafram- leiðslu, að ,því er sumar fatn- aðartegundir snertir, að er- lendri fyrirmynd, sem fjöldi manns vinnur við. Alls vinna hjá fyrirtækinu yfir 100 manns, þar af um 60 að saumaskap. Með því að nota til hins ítr- asta þekkingu og reynslu, nú- tímatækni og skipuíag, eins og frekast er kleift, miðað við að- stæður, hefur verið unnið mark- visst að því, að framieiða vand- aðan en jafnframt ódýran fatn- að. Hefur nú því marki verið náð, að frarhíeiða t. d. í öllum algengum stærðum vandaðan karlmannsfatnað úr ágæum fataefnum fyrir 890 kr. Fataefni eru m. a. gaberdine- efni, unnin í Gefjuni og Iðunni úr erlendri ull, og eru þessi efni fyllilega sambærileg við erlend efni-sömu tégundar. Einnig er saumað úr enskum efnum. Vandaðar og smekklegar kven- kápur, kosta nú kr. 1200, og er þar að sjálfsögðu um breytileg snið að ræða. Andrés Andrésson kvaðst hafa orðið var við, að menn teldu, að óathuguðu máli, að svo ódýr fatnaður sem hér um ræðir, 890 kr. gæti ekki verið vandaður, en það væri þó eng an veginn almemit, því að sal an væri mjög ör. Það.væri hið nýja skipulag sem gerði það kleift að framleiða fatnaðinn svona ódýrt. Er það óneitanlega mikil- vægt, og mun koma sér vel fyrir fjölda manna, að geta fengið vönduð föt eigi dýrara verði, en útlit og gæði ættu menn að kynna sér frekar aí eigin reynd, því að „sjón er sögu ríkari." /jeráeuuelo. fefóeuuelou-f- blússur ráeuefh larieráeuepii svart, gult og brúnt. l-^fjón,asi(ki svart og hvítt. (L,ldhúáaluaqa tiaíaaemi H. Toft Skólavörðustís: 8. Sími 1«35. VINNA Okkur vantar nokkr- ar stúlkur í eldhús og buffet strax. Upplýsingar á skrifstofu Sjálfstæðishússins í dag kl. 2—4. — Uppl. ekki gefnar Sjálfstæöisfcúsííð Húsnæiismálin. i k ð undanförnu héfur talsvert verið rætt um húsnæðismálin •^*- hér í höfuðstaðnum, og er það eðlilegt, þar sem^margar uþpsagnir voru miðaðar við síðustu mánaðamót og vandræðin á þessu sviði ærin. Bæjarstjórnin hefur og fjallað um máli5, og er þess að vænta, að áranguc verði. skjótur' og gjpðtir'iaf :þéim ráðstöfunum, sem hún hefúr forusftt'um," er heppiiegustu lei'ðir hafa verið fuhdnar. Andstöðublöð Sjálfstæðisflokksins hafa gripið tækifærið til að hefjá mikinn áróður, enda eru nú kosningar í nánd. Hefur Alþýðublaðið gengið einna lengst í þessu efni í gæ-r; þegar það birti fregn um, að Bandaríkjamaður nokkur hafi boðið 65 þús. kr. fyrirframgreiðslu fyrir leigu á 2ja herbergja íbúð, og því haft betur en gömul kona, sem aðeins gat boðið 25 þús. krónur. , Virðist hér hafa verið um milljónamæring að ræða, því að varla gæti óbreyttur Bandaríkjamaður snarað úr 4000 doll- urum fyrir íbúð til skamms tíma, því að þeir munu flestir hér ráðnir titt eins eða tveggja ára. Hefði Alþýðublaðið átt að nefna nöfn í þessu tilfelli máli sínu til sönnunar, ogi.ipjættif^ft taka fregnina alvarlega. Ella verður að ætla-hana uppspuna,,. tilbúinn til þess að vekja eingöngu úlfúð.og tortryggni. 'A m ¦ . MiIIers lyftiduft $ ' 8 oz. ög 16 oz. dósir. ;i H• Benedikfsso*i & Co». $ llafnarhvoll, ;,; ? :{-'Réykjavík. -., ¦•. -¦ -S; < *m? ' -¦'',' f SKIPAUTGCRÐ RIKISINS Aðvörun Þeim, sem eiga garðávexti á afgreiðslu vorri, skal bent á, að vér höftim ekki skilyrði til að geyma slíka vöru, ef fróst kemur.-—- Br því skorað á eigendur nefndra vara að j' áaékfá þær hið allra fyrsta-• '., ' , ,. Það er oft, sem niér berast bréf frá lesendum Bergmáls, er fjalla um strætisvagnanaj en ýmislégt i rekstri þessa nauðsynlega bæj- arfyrirtækis er alltaf undir smá- sjánni hjá almenningi. Það er reýndar eðlilegt, þvi nær allir baejarbúar nota vágnaiía einhverh tima, og mikill fjöldi á hverjum degi. Eg get ekki alltaf dæmt um hvort bréfin eða umkvartan- irnar eru sanngjarnar, en þar sem dálkur þessi er opinber vett- vangur, ætlaður öllum almenn- ingi, verður ekki komizt hjá að birta bréfin, ef þau að öðru leyti eru þess eðlis að birting þeirra geti talizt réttlætanleg. Vagnarnir lokaðir. Grámann sendir mér eftirfar- andi bréf og þykir mér hann full harðorður: „Það er að bera í bakkafullan lækinn að scgja . þeirri stofnun (strætisvögniinuni) til syndanna, en þær eru margar og fækkar seint, en í þetta skípti ætla ég aðeins að drepa á t\'ö atriði. — MiSvikudagskvöldið 23. scptember sL kom SólvallabíII- inn á torgið, ¦¦'þ.cgar klukkuna vantaði tvær minútur í half ellefu. Bílstjórinn flýtti sér út, eins og í dauðans ofboði, og'var fjarver- andi í 10 mínútur. En vagninn lokaður, og fólkið kom og bcið við dyrnar. Eiga að vera á verði. Eg man greinilega, að stjórn fyrirtækisins lét hafa það eftir sér, að vagnst.jórarnir ættu sein ailra minnsi aS yfirgefá vagniim á vakt sinni. En þetta er ckki cinstætt l'yrir- bæri. Þó eiga hér ekki allir vagn- stjórarnir óskilið mál, eins og gefur að skilja. Sumir virðast ræk.ia starf sitt sómasamlega, en flestir láta sem þeir væru i eigin farartækjum, og væru sin- ir eigin húsbændur. — Það virð- ist svo sem eftirlitið sé ekkert betra. Bitnar á ungum sem gömlum. Farþegunum er bolað frá að setjast i sæti sín. Þeir verða að hilma úti, kaldir eða blautir meS- an vagnst.jórinn, á fullu kaupi, situr inni, tottandi vindlinginn sinn og masandi. Ekki ætti nein- um manni að vera ofvaxið að vera við verk sitt í scx stundir á dag. Gremjulegast er þó, þegar þetta kemur niður á gömlu og útslitnu fólki, sem aldrci þekkti takmarkaSan vinnutima. — Ætli þeir piltar hefðu ekki vcriS lé- legir til afkasta í 12—18 stundir viS aðgerS úti á sjó? Eftirlitið og yfirstjórnin segir til sin. Ósamræmi í biðstöðvarheitum. . Hitt atriðiS er villandi ósam- ræmi hjá ;;vagnstjórunum, sem.,. kemur scr illa fyrir aðkomufóliv- ið séirstaklcga. Eitt dæmi: Skóla- vörSustígur og Týsgata, ýmist nefnt cn sami viSkomustaSur. — Elmi vagnstjórihn seglrþarna sitt a hvað". Þannig lýkur; bréfi Grámanns. - Eg maii það ekki, en; mér þykir sennilegt, að það hafi verið úr- hellisrigning þann 23. fyrra mán- aðar. — kr. Skrldi Pieck verða endurkjörínii ? f Þýzkalandi er minnst 4 ára afmælis austur-þýzka lý'ð- yeldisjns!.. ,.: ; 'jlzwi 'xsn &Í3>fr; Pieek, sem er 77 ára, hefur verið endurkjöi'inn fbrséti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.