Vísir


Vísir - 09.10.1953, Qupperneq 1

Vísir - 09.10.1953, Qupperneq 1
U. árg. Föstudaginn 9. október 1953. 230. tbl, Aieias rúman sólarhring, til Ástralíu. London (AP). — Fimm Canberra-þýstiloftsf lugvél- ar á leið frá Bretlandi til Nýja Sjálandi, nærri 20.000 km. leið, voru í morgun á flugi milli Ceylon og Kókos- eyja. Þær lögðu af stað í gær og er buizt við, að þær verði innan við 25 klst. á leiðinni. Æsingar um gervalla Júgóslavíu vegna afhendingar Triestborgar, Rússar eiga birgðir kjarnorkuvopna. Eisenhower Bandaríkjafor- seti sagði á fundi með blaða- mönnum í gær, að Rússar væru þess megnugir að gera kjarn- orkuárásir á Bandaríkin. Kvað hann Rússa hafa komið sér upþ hirgðum af öllum, venju iegum kjarnorkuvopnum. Um slíkar birgðir Bandaríkjamanna vildi Eisenhower ekki segja annað en að þær væru miklar og margbreytiíegar. og sívax- andi. 1 ■ - Lið sett á land í Br. Guiana. London (AP). — 600 manna brezkt herlið er komið til Ge- orgetown í Brezku Guiana. . Var því „fagnað ákáflega“ við komuna, að því er segir í brezkri tilkynningu. Nokkur hluti liðs þessa var fluttur loft- leiðis frá Bermudaeyjum. Jagan forsætisráðherra hefur í hyggju að senda nefnd manna til London til þes sað ræða við brezku stjórnina. Enn fremur hefur hann í hyggju að bera fram umkvörtun á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Heriið og lögregla í Kenya hefur smalað saman þúsundum lökkumanna í Nairobi, til þess að leita að Mau-Mau-mönnum. Soldáninn í Marokkó, sem er í útlegð á Korsíku, hefur nu fengið allar konur sínar til sín. Hér sjást þær ganga upp í flugvél, sem flutti þær til manns þeirra, og kastar starfsmaður flugfélagsins 'tölu á þær, er þær ganga „um borð“. Olögmæt uppsögn 2ja starfs- manna Hamtltonfélagsins. * ASI mun vafalaust krefjast þess, að þeis verði ráðnir aftur. Tveim mönnum, þeim Stefáni Valgeirssyni og Böðvari Stein- þórssyni, liefur verið sagt upp hjá Hamilton-félaginu á Kefla- víkurflugvelli, og mun uppsögn þeirra vera ólögmæt, að því er Vísir veit bezt. Vísi er ókunnugt um aðstæð- ur Stefáns Valgeirssonar, en um Ráðinn vestra til árs í upphafi. Sr. Bragi Friðriksisoii jsjónar v.-ísleitzkum söfuuðiaui. Innan skamms fer nývígður prestur, síra Bragi Friðriksson, béðan af Iandi burt til starfa í Vesturheimi- Visir átti í gær tal við síra Braga og innti hann eftir á- formum hans í þessum efnum. Sr. Bragi er ráðinn til Kan- ada í eitt ár, og mun hann þjóna tveim söfnuðum í Manitoba- fylki, Lundar- og Langruth- söfnuðum. Svo stendur á um ráðningu sr. Braga vestur, að fyrst var leitað til annars ís- lenzks guðfræðings, Þóris Kr. Þórðarsonar, sem nú stundar biblíurannsóknir við háskólann i Chicago, og honum hoðin prestsstaðan hjá þessum tveim söfnuðum. Þórir gat ekki þe.kkzt boðið, en vísaði hins vegar á Braga, en síðan stóð síra Valdi- mar Eylands, formaður íslenzk- lútherska kírkjuráðsins í Kan- ada, í sambandi við Braga, með þeim árangri, sem nú er kunn- ur. Síra Brjagi kvaðst mundu fara vestur jafnskjótt og innílytj- ,endaskjöl hans hefðu verið af- greidd, og fer með honum kona hans, Katrín Eyjólfsdóttir. Eins og fyrr segir, er sr. Bragi ráðinn til hinna tveggja Skrifstofur sendiherra og ræðismanna Bre:a og Bandaríkjamanna gríttar. Tito sejjir. að Jugöslavai* sæíti sij* ekki vi.il þetta. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Feikna gremja braust út meðal alrriennings í gær, um ger- valía Júgóslavíu, er fregnin barst um hina sameiginlegu til- kynningu ríkisstjórha Bretlands og Bandaríkjanna, að afhenda ítölum Triesteborg. — Brezk blöð víkja að því í morgun að þótt Tito forseti Júgóslavíu hafi áður lofað, að fara ejngöngu friðarins ieiðir í þessu máli, kunni svo að fara, að hann ráði ekki við þjóð sína. uppsögn Böðvars er þetta vit- að: Hann hefur unnið í eld- húsi mötuneytisins, enda fag-1 lærður matsveinn. Með bréfi, dagsettu 7. október, er honum sagt upp frá 31. okt., og engar aðrar ástæður íyrir uppsögn- inni tilgreindar en að faikkað verði í mötuneytinu. Uppsögn Böðvars er ólögmæt af tvenn- um ástæðum: í fyrsta lag'i má ekki segja faglærðum mönnum upp fyrr en öllum ófaglærðum hefur verið sagt upp, en nú vinna þarna nokkrir óíaglærð- ir menn. í öðru lagi er Böðvar einn af trúnaðarmönnum Al- þýðusambandsins, en þeir eiga að sitja fyrir vinnu. Sá heitir Samúel Forsee. og er yfirbryti, sem ber ábyrgð á uppsögn Böðvars, og ritað'i und- ir uppsagnarbi'éf hans. Mál þetta kemur nú til kasta Alþýðusambandsins, sem vaía- laust mun krefjast þess, að Böð var og Stefán, ef eins er á- statt um hann, verði þegar tekn ir í vinnu aftur. Hvarvetna safnaðist fólk sam an í borgum og bæjum og mót- mælti ákvörðun Breta og Bandaríkjanna. Grjóti var varp að inn um glugga sendiráða Breta og Bandaríkjamanna í Belgrad, og í Zagreb og víðar í Króatíu og öðrum fylkjurn landsins var grjóti varpað inn um glugga á ræðismannaskrif- stofum fyrrnefndra þjóða. — Sums staðar varð lögreglan að varna múgnum inngöngu. Kardelj varaforseti lýsti yfir því fyrir hönd Titos for- seta, að hér væri um ein- hliða, ólögiega ráðstöfun að ræða, sem Júgoslavía gæti ekki sætt sig við, og Popovics utanríkisráðherra, sem er á allsherjarþinginu í N. York, sagði, að Bretar og Banda- ríkjamenn hefðu ekki ráðg- azt um þetta við stjórn Júgo- slavíu. Væri hér um einhliða tilslökun að ræða, sem júgo- slavneska þjóðin mundi aldr ei sætta sig við. í Rómaborg var ákvörðun- inni fagnað, en vakin athygli á, að hún næði aðeins til hins svonefnda A-svæðis, og var af stjórnarinnar hálfu endurtekið, að hún gerði áfram sem hingaö til tilkall til B-svæðisins, eóa júgoslavneska hlutans. Sir John Wintei'ton, yfirmað ur liðs bandamanna í Trieste, ávarpaði íbúa Trieste og bað menn fara með friði. — Hann sagði, að ekkert væri ákveðið um það enn, hvenær herlið Breta og Bandaríkjanna yrði flutt burt. i Uggs kennir í brezkum blöðum. Allmikils úggs kennir í brezk um blöðum. Manchester Guard- ian segir, að hér hafi teningun- um verið varpað, þrátt fyrir. há miklu hættu, að til þess kynni að koma, að Júgoslavar og ítal- ir myndu útkljá málið méð vopnum. Times telur ákvörðunina yf- irlýsingu um, a'ð stjórnvizka bandanianna eftir stríðið hafi brugðizt í þessu máli, en vart vei-ið um annað að ræða en það, sem nú hefur gerzt, en Scotch- man segir, að sú stund geti runnið upp, að Tito geti ekki haldið aftur af þjóð sinrii. Á- kvörðunin er í einu blaðinu tal- in „skynsamleg, ákveðin. hranaleg“. en Rússar hafa gefið út 3 mill- aða til eins árs, en alls býst( jónir bóka fyrir börn, og fjalla hann við að dvelja vestra í tvö | þær um kjarnorku og not henn- ár eða svo. .ftr» . . ___j.„___ , '■. í... ■ Mínnzt drukkið hér á landi. Það fer víst ekki milli mála, að minna er drukkið á íslandi en í nokkru öðru landi Evrópu. Blaðið Heimskringla í Winni- peg skýrir frá þessu, og vitnar í tölur, er birzt hafa í alþjóða- vínba C nsblaðinu „International Recoiá“ í júlí 1953. Segir þar svo: Vínnevzlan á íslandi hefur síðustu fimm árin minnkað úr tveimur lítrum í 1.39 líter á mann. Samkvæmt þeSsu er minna drukkið á ísiandi en í nokkru öðru landi í Evrópu. Brezka stjórnin á skyndifundi. 1 • Brezka stjórnin var óvænt kvödd á fund í gærkvöldi um alþjóðamál — og þar hefur Trieste málið vafalaust borið á ' góma. — Margir ráðherranna voru komnir til Margete og urðu að hraða sér sem mest þeir máttu til London. — Fullyrt er, að Sir Winston Churchill muni í ræðu sinni í Margate á morg- un koma inn á hugmyndma um fund æðstu manna Fjórveld- anna. Eisenhower undirbýr ávarp. Eisenhower forseti sagði við fréttamenn í gær, að hann væri að búa sig undir að ávarpa bandarísku þjóðina og gera henni grein fyrir horfunum á alþjóðavettvangi. Vatnsveita Hafnar- fjarðar endin-bætt. Um þessar mundir er unnið að endurbótum á vatnsveitu Hafnarfjarðar. Er verið að framlengja vatns- veituleiðsluna frá stíflunni að uppsprettulindunum, og er um það bil lokið að tengja rörin. Veldur breytingin því, að vatn ver-oLU' alltaf hreint og gott, þótt regn og hvassviðri geri. ,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.