Vísir - 10.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 10.10.1953, Blaðsíða 8
Þclz i«m gerast kaupcndur VÍSIS eítir 10. hvuf mánaðar fá blaðið ókeypis tíl mánaðamóta. — Sími 1660. VIBIR VÍSIR cx ódýrasta blaðið o-g þó |>að fjöi- breyttasta. — Hringið í sirru. 1660 og gerist áskrifendur. Laugardaginn 10. október 1953. Styðja Breta í Br. Guiönu. London (AP). — Brezka stjórnin felldi í gær úr gildi um stundarsakir hina misseris- gömlu stjórnarskrá Br. Guiönu og fékk landstjóranum alræðis- vald. Bandaríkjastjórn hefúr lýst yfir, að hún fýrir sitt levti sé samþykk þeim ráðstöfunum, sem brezka stjórnin hefur gert í Brezku Guiönu, þar sem það væri öllum Vesturálfuríkjunum hið mesta áhyggjuefni, ef stofn- að væri kommúniskt ríki þar í 'álfu. Ráðstafanir brezku stjórnar- irinar eru helzta umræðuefni í ritstjófnárgreinum brezkra blaða í morgun. Næstum clL telja, að stjórninni beri að leggja fram veigameiri rök en hún hefur gert, fyrir gerðum sínum. Daily Telegraph og Fin- ancial Times taka þó algerlega svari stjórnarinnar. D. T. er allharðort og segir, að ef ein- hver brezk stjórn taki rögg á sig, ef þörf krefði, tií þess að halda uppi lögum og rétti, reki blöðin upp kvein mikið, en ef ekkert sé aðhafst megi vænta harðrar gagnrýni fyrir andvara leysi og silakeppshátt. Egyptar geíast ekki upp. í gœt var því lýst yfir, af hálfu egypsku stjórnarinnar, að ef Bretar veittu ekki Egypt- um fullt sjálfstæði, mættu þeir eiga von á að mæta andspyrnu milljóna Egypta. Sú barátta yrði vel skipu- lögð og þrotlaus. — Orsök þess- ara yfirlýsingar er, að Salisbury lávarður, sém gegndi utanrílcis- störfum fyrir Eden í sumar, sagði á flokksþinginu í Mar- gate, að hann efaðist um að nókkurt samkomulag mundi nást. : Samningamenn Breta og Egypta koma saman á fund í dag. 81 Júgóslavar hafa mótmælt. Júgósavía hefur formlega mótmælt ákvörðunum Breta og Bandaríkjamanna ,á að afhenda ítölum A-hluta Trieste-svæðis- ins. Til uppþota liom enn á nokkr um stöðum í Júgóslavíu í gær, er mótmælafundir voru haldn- ir, en lögregla Irélt mannfjöld- anum í skefjum. Pella forsætisráðherra Ítalíu hefur lýst yfir, að ítalir muni taka við Trieste eins fljótt og auðið verði. ,.Hugir vorii' dvelja nú hjá samlöndum okkar í B- hlutanum", sagði liann. Landamærum milli A- og B- hlutans var lokað í gær í ör- yggisskyni. Kabarettsýning Sjómannadagsráðs: Apinn Jonny aðal,númerið‘. Annam nrvals skenindikralífar kaliarettinuin. sein heitet á fimmtudag. a Skugga-Sveinn sýndur á Akureyri. Leikfélag Akureyrar hyggst sýna tvö leikrit fyrri hluta leikársins. Annað er amerískur gaman- leikur, „Fjölskyldan í upp- námi“, sem síra Árelíus Níels- son hefur þýtt, og verður Guð- mundur Gunnarsson leikstjóri. Hitt er Skugga-Sveinn Matthí- asar, og mun Jón Norðfjörð annast leikstjórn. Þá mim fé- lagið flytja tvo leiki í útvarp í vetur. Fyrsti snjór á Akureyri. Undir kvöld í gær hvessti raokkuð á norðan við Eyjafjörð og byrjaði að snjóa, símar frétta ritarí Vísis á Akureyri £ morg- un. Er það fyrsti snjór, sem festir á Akureyri, og stóð snjókoman þó ekki lengi. Var snjór í skó- varp eða þar um bil, er upp birti. Nokfcurt frost var nyðra í morgun. -----■....= Næstkomaudi fimmtudag vérður frumsýning á Sjó- mannadagsráðskabarettinum í Austurbæjarbíói, og hefst hún kl. 9. Síðan eru ráðgerðar tvær sýningar á hverju kvöldi, kl. 7 og 11 næstu tíu daga, en ekki er unnt að hafa listafólkið hér öllu lengur. ALls verða skemmtiatriðin 16, en auk þess verða sýndir kjólar frá fyrir- tækinu Bezt, en ekkert hlé i verður, heldur stanzlaus skemmtun í tvær klukkustundir eða svo. Af ■* fjöllistafólldnu, sem hingað kemur, er sjö ára telpa, jíGitte að nafni, yngst. Hún er undrabarn, sem leikur af snilld á xylofón. Þrjár Dubowys, en það eru tvær þýzkar stúlkur og ein portúgölsk, sýna ýmsar listir á hjólaskautum. Þá ei'u þarna Collings, bráðskemmti- legt skopdanspar, svo og Spike Adams, sem stundum er nefnd- ur Chaplin Evrópu, en auk þess leikur hann furðulegar jafn- vægislistir, stendur t. d. á ein- um fingri. Þá má nefna fótfim- leikamennina Oswinos-feðga, en háskalegur hnífakastari, Zoros að nafni, fleygir hnífum að konu sinni, og mun mörgum þykja nóg um. Þó skal þess get- ið. að sum atriði hans verða felld niður á barnasýningum. Þá eru hér á ferðinni danskir Marxbræður, sem hér kalla sig Lester. stakt herbergi til dvalar i Aust- urbæjarbíói, en máltíðir sínar fær hann frá Þorvaldi veitinga- manni Guðmundssyni. Jonny kann auðvitað að matast eins og heldri manni (eða apa) sæmir, handleikur mataráhöld af háttvísi, og er sólginn í sígarettu eftir matinn. Annars er hann mikill lista-api, sem mun leika furðulegar listir á alls konar hjólum. Vafalaust munu börnin fagna apanum Jonny, ekki síður en fullorðnir. Af innlendum skemmtikröft- um eru þarna Elly Vilhjálms- dóttir dægurlagasöngkona, munnhörpusnillingurinn Ing- þór Haraldsson, svo og hljóm- sveit K. K., en kynnir verður Baldur Georgs. Nýr franskvr sendikeRinari. MHe Marguerite Delahaye, franskur sendikennari, kom hingað á m.s. Gullfossi í gær, og starfar hér í vetur við há- skólann og fyrir Alliance Francaise. Mlle Delahaye er ung menntakona, 28 ára, en hefur þegar verið sendikennari á 4 stöðum. Seinast var hún í Turku (Ábo) i Finnlandi. Heí- ur hún mikinn. áhuga fyrir skandinaviskum bókmenntum ög fræðum og hefur aflað sér góðrar kunnáttu í sænsku. — Við háskólann flytur ungfrúin fyrirlestra um franskar bók- menntir og fagrar listir, eins og fyrirrennarar hennar hafa gert, og kennir frönsku. Einnig starf- ar hún á vegum Alliance Fran- caise, sem áð ofan getur. Ingialdshóls- kirkja 50 ára. Frá fréttaritara Vísis. —• Ólafsvílt í gær. Á sunnudag, 11. október, eru liðin 50 ár síðan síra Sigurður Gunnarsson prófastur í Stykk- ishólmi vígði núverandi kirkju- hús á Ingjaldshóli á Snæfells- nesi. í tilefni af afmæli þeésu verður hátíðisguðsþjónusta í kirkjunni á morgun, og verður herra biskupinn viðstaddur hana, svo og sóknarpresturinn, síra Magnús Guðmundsson. Sigurður Birkis söngmálastjóri dvelur alla þessa viku á Hellis- sandi til þess að æfa hinn ný- stofnaða kirkjukór Ingjalds- liólskirkju, og mun liann emnig verða viðstaddur guðsþjón- ustuna. Apinn er að- alnúmerið. ' Ótalinn er þó aðalgestur kabarettsins, sem heitir Jonny. Þetta er api, oft nefndur „kvik- myndaápinn". Jonny er vanur meiri liita en hér gerist um þetta leyti árs, | svo að hann verður sóttur í sjúkrabíl á flugvöllinn þegar hann kemur, og til þess að vel | fari um hann, fær hann sér- Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur fund á mánudagskvöldið kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. — Frú Auður Auðuns bæjarfull- trúi flytur ræðu, og síðan verða frjálsar umræður. Til skemmt- unar verður kvikmyndasýning, kaffidrykkja og dans. — Félög- um heimilt að taka með sér gesti. Aðrar sjálfstæðiskonur velkomnar meðan húsrúm leyf- ir. Sex listmálarar opna synmgu Félagar Nýja myndlistafé- lagsins, sex að tölu, opna sam- ciginlega málverkasýningu í Listamannaskálanum í dag. Þeir, sem sýna, eru Ásgrímur Jónsson, Jóhann Briem, Jón Stefánssón, Jón Þorleifsson og hjónin Karen Agneté og Sveœn Þórarinsson. Myndirnar, sem þau sýnaj eru um 60 talsins. Sýninginn verður opnuð kl. 1—3 i dag fyrir boðsgeíiti og kl. 4 fyrir aðra. Úr því verður hún opin daglega kl. 11--23 til 25. þ. m. Efnt verður til happdrættis í sambandi við sýninguna og eru vinningarnir eitt máiverk eftir hvern sýnanda og auk þess 60 listaverkabækur, aðaílega út- gáfur Helgafells á verlrum þeirra Árgríms, Kjarvals og Jóns Stefánssonar. Enn firmur bókin „íslenzk myndlisl" o. fl. ,Hver happdrættismiði lcostar 10 krónur. Merkjasala skáta á sunnudag. Félagsskapur þeirra alls góðs maklegur. Skátafélögin í Reykjavík og víðsvegar úti um land hafa á sunnudag hina árlegu merkja- sölu til styrktar skátafélags- skapnum. Merlíin kosta 5 krónur og 2 krónur. Félagsskapur skáta er mjög vinsæll hér á landi og erlend- is, og margar milljónir ung- menna skipa sór undir merki hans. í skátafélögunum fá með- limirnir næg verkefni til þess að glíma við í tómstundum sín- um, verkefni, sem taka hug þeirra allan, og sem jafnframt miða að því að leiðbeina þeim og þroska, bæði andlega og lík- amlega. Allt starf skátanna miðar að því að gera hina ungu með- limi að góðum borgurum, starf- sömum og hjálpsömum mönn- um. Yfir starfi þeirra hvílir æv- intýrablær, og vissulega eru þeir oft þátttakendur í ævin- týrum, bæði í sumar- og vetr- arstarfi. Útilífið, ferðalögin að sumri og vetri skapa ævintýr. Varðeldurinn, skátamótin, ferðir til fjarlægra landa o. s. frv. allt eru þetta ævintýr. Vináttubönd eru bundin við góða félaga, landið og þjóðina, og þjóða i milli með gagn- kvæmum heimsóknum, bréfa- skrifum og móttöku erlendra gesta. Skátafélagsskapurinn lieillar æskuna því meira, sem hún kynnist honum betur, og skiln ingur almennings á félags- skapnum hefur farið vaxandi með hverju ári. Skátarnir eiga skilið, að starfi þeirra sé gaum ur gefinn, og er ekki að efa, að almenningur mun sýna skiln- ing smn á þessari æskulýðs hreyfingu á morgun, með því að taka skátunum vel og kaupa merki þeirra. 244 nemendur í Menntaskóla Akureyrar Menntaskólinn á Akuivyri var settur s.l. sunnudag með hátíðlegri athöfn að venju. Þórarinn Björnsson skóla- meistari flutti ræðu, eins og venja er til við þetta tækifæri og gat þess m.a., að nemendur skólans yrðu í vetur samtals 244. Skiptast þeir í 11 deildir memitadeild og miðskóladeild, 172 verða í menntadeild, en 72 í miðskóladeild. Geta má þess, sem skóla- meistari upplýsti í ræðu sinni, að í fyrra reyndust kostnaður á nemenda tæpl. 670 krónur a mánuði, og er þar talin fæðis- kostnaður og heimavistargjald. Þetta er 74. skólaár Mennta- skólans á Akureyri, sem nú er hafið. Adenauer er kjör- inn kanslari á ný. Bonn (AP). — Adenauer var í gær endurkjörinn kanslari til 4 ára með 156 atkvæða meiri- hluta (304:148). Þegar hann var kjörinn kanslari fyrst hafði hann eins atkvæðis meirihluta. Ekki er kunnugt hvenær sambands- þingið kemur saman næst, en þá leggur Adenauer fram ráð- herraíista sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.