Vísir - 12.10.1953, Page 1

Vísir - 12.10.1953, Page 1
U. árg. Mánudaginn 12. október 1953 232. IbJ Olvaður maður ekur þrí- vegis a, veldur banaslysi. * Ok bifreið af stcð, þegar ckte* maður befði brasgðið sér frá. Þannig var bifreiðin R-2517 útlits eftir árekstrana í fyrrinótt. Auk annarra skemmda er hliðin rifin úr bílnum aftan við framhurðina. (Ljósmynd: Pétur Thomsen). Tito hótar höröu, ef Italir fara inn í Skorar á Breta og Bandaríkjamenn að breyta ákvörðun sinni. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Á sama augnabliki og ítalir sendi fyrsta Jbermanninn iim í Trieste fer júgóslavneskt her- iið inn í borgina. Þessu lýsti Tito forseti Jugo- slavíu yfir í ræðu í Skoplej í Makedoniu í gær og bar hann þær sakir á Ítalíu, að þeir breiddu út lygafregnir um Júgoslava, þess efnis, að þeir ! hyggðust innlima Albaniu. Sannleikurinn væri þó sá, að fasistar Italíu væru að færa sig upp á skaftið og fyrir þeirra áhrif væri nú miðað að sama marki og á valdatíma Mussolini, að ná fótfestu á Balkanskaga. Sömu aðferðum væri beitt og fasicstar væru kunnir fyrir, að núa öðrum því um nasir, sem þeir ætluðust fyrir sjálfir, — Júgóslavar vildu hinsvegar al- gerlega óháða Albaniu. Tito skoraði á ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Bretlands að breyta ákvörðun sinni um að Dagiegar hílferðir til Akureyrar enn. Norðurleiðir halda uppi dag- legum ferðum héðan til Akur- eyrar og þaðan Ihingað, en næt- urferðum var hætt um rniðja þessa viku. Sennilega vei'ður hinum dag- legu ferðum norður og að norð- an haldið uppi til mánaðamóta. Að undanförnu hafa um 60— 100 manns ferðazt daglega með bifreiðum Norðui’leiða á Akur- eyrarleiðinni. afhenda ítölum A-hluta Trieste svæðisins. Álitshnekkir. í brezkum mlöðima í moi'gun er mikið rætt um hið nýja við- horf, sem skapast hefur. Koma þar fram raddir um, að það mundi Bretum og Bandaríkja- mönnum hiiui mesti álitshnekk- ir,í ef þeir færu nú aftur að breyta ákvörðunum sínum. Frakkaþjéfiir á ferðirini. Rannsóknarlögreglan vill vara fólk við frakkaþjóf eða þjófum, sem undanfarið hafa látið greipar sópa þar sem þcir hafa farið. Síðastliðinn laugardag var 4 frökkum stolið úr yfirhafna- geymslu á gangi Iðnskólans. Áður hafði verið' stolið baðan frakka og annar frakki tekinn um svipað leyti úr innfi for- stofu á 3. hæð V. R. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem hefðu oi'ðið varir við' ferðir þessara manna, eða kynnu að verða varir við til- raun til frakkasölu, að láta hana vita. Er það arfgengt? Innsigling ísa- fjariar dýpkuð. Tekur Gretti 2—3 mánuði. Einhvern næstu daga eða a. ni. k. mjög bráðlega verður hafizt handa urn dýkpun hafn- arinnar á ísafirði. Er það mikið verk og verður dýpkunarskipið Grettir notað við þessar fram- kvæmdir. Grettir er nú á Flateyri, — hefir verið þar síðan 18. sept. og dýpkað við hafnargarðinn. Tafðist það verk nokkuð af völdum veðurs, en mun nú lokið. Verk það, sem unnið verður á ísafirði mun taka 2—3 mán- uði og að því loknu verður innsiglingarleiðin orðin örugg. Innsiglingarrennan fyrir stóru skipin okkar, Fossana, er of þröng, og því mjög varasöm,' og mikil nauðsyn að breikka hana. Auk þess verður höfnin dýpkuð, en hún hefir grynnst sökum þess að skolazt hefir úr malarkambinum. ísafjarðarkaupstaður tekur á sig 60% af áætluðum kostnaði við þessar framkvæmdir, sem er samtals um 800 þús. kr., en ríkissjóður greiðir 320 þús. kr. samkvæmt hafnarlögunum. í fyrrinótt beið sextán ára stúlka, Hellen Helgadóttir Hringbraut 71, bana í.hifreiðar- slysi liér í bæninn. .Samkvæmt. upplýsingum frá lögreglunni urðu tildrög slyss- ins sem hér segir: Þrír ungir menn tóku sig' saman og óku um bæinn í bif- reiðinni R-2517, sem emn þeirra þremenninganna liafði umráð yfir. Hófu þeir ökuferð sína um níuleytið um kvöldið. Tveir þeirra voru með áfengi og neyttu þess í bílnum, en sá sem stýrði bifreiðinni neytti þess ekki. Um hálftólfleytið óku þeir ■ framhjá Mjólkurstöðinni og sául þar stúlku, sem einn þeirra þekkti. Var henni boðið upp í bifreiðina og settist hún í aft- ursæti. Að þyí búnu var ferðinni haldið áfram og ekið um bæ- inn. En kl. langt gengin tvö stöðvaði bifreiðarstjórinn bíl- inn neðarlega á Hverfisgötu, eða móts við Þjóðleikhúsið, kvaðst þurfa að bregða sér snöggvast frá og bað farþega sína að bíða í bílnum á meðan. En þegar bifreiðarstjórinn var farinn, settist annar pilt- anna sem eftir var í bílnum, Jón Valur Samúelsson, Lang- Reyndu a5 stnygia demönfutn fyrir 4 kr. Bretar og Egypt- ar deila. Bretar og Egyptar kenna nú hver öðrum um, að ekki hefur náðst samkomulag um Suez, og önnur ágreiningsmál. Samkomulagsumleitunum verður þó haldið áfram, en Ka- irofregnir herma, að 3 samn- ingamenn Egypta muni ekki sitja fund, sem haldinn yerður í dag. Naguib flutti ræðu í gær og sagði, að ræður þær, sem flutt- ar hefðu verið um málið á flokksþinginu í Margate, bæru því vitni að tilgangurinn væri að hafa áhrif brezkri heims- veldisstefnu í hag í fyrirhug- uðum kosningum í S.udan. Bonn (AP). — Elding varð að bana .67 ára gömlum manni, Ernst Doroh í Rudersdorf. Það einkennilega við þetta var það, að bæði faðir hans og afi höfðu látizt með.sama hætti >—eldingar orðið þeim að bana.! virði. Nýlega voru tveir menn handteknir í Bandaríkjuivum fyrir tilraun til að smygla demöntum fyrir um 4 millj. kr. Annar mannanna var skart- gripasali í New York, en hinn flugstjóri hjá Sabena, belgíska flugfélaginu. Hafði starfsbróð- ir flugstjórans beðið hann um að taka demanía.na fyrir. sjg vestur um haf og reyndust þeir samtals 2178 karöt, og voru samtals 200—250 þús. dollara „Sumri hallar“ í Þjóðleikhúsinu. Næstk. miðvikudag verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu sjónleikurinn „Sumri hallar“, eftir bandaríska höfundinn Tennessee Williams. Leikrit þetta, sem á frummál- inu nefnist „Summer and Smoke“, er alvarlegs eðlis, og vakti feikna athygli er það var fyrst sýnt vestra, og síðar ann- ars staðar. Indriði Waage hefur annazt leikstjórn, en aðalhlut- verkin fara þa u með Katrín Thors og Baldvin Halldórsson. Þýðinguna hefur Jónas Krist- jánsson gert. holtsvegi 15, undir. stýrið, og ók af .stað. Ók hann um Hv.erf- isgötu, én rétt innar en á liaóts . við timburverzlun Árna Jóns- sonar ók Jón Valur fram úr bifreið en Ienti um leið með hægri hlið bifreiðar sinnar á afturhorni vörupalls á stórri bifreið, sem stóð sunnan megin á götunni. Við þenna árekstur rifnaði mikill hluti af hliðinni á R-2517 frá, en samt stöðvað- ist bíllinn ekki við þetta, miklu fremur jók Jón Valur enn hrað- ann og hélt ferð ■ sinni áfram. Nokkru innar á Hverfisgötunni ók Jón Valur upp á gangstétt, lenti utan í grindverki og skemmdi það eitthvað. Áfram hélt hann' samt enn og inn að Vitatorgi. Þar beygði hann nið- ur, ók lítilsháttar utan í bif- reið sem stóð þar, beygði síðan inn á Lindargötuna og stað- næmdist þar. Þegai' bifreiðin nam staðar hékk stúlkan út úr brakinu, því bíllinn leit þá naumast lengur út sem slíkur, heldur líktist hann öllu meir brota- járni eða hrúgaldi einhverju, Var stúlkan þá stórslösuð. Af tilviljun átti næturlæknir ferð þarna um og bar að strax og bíllinn staðnæmdist. Einnig mun fleira fólk hafa komið á staðinn og voru strax ráðstaf- anir gerðar til þess að ná í sjúkrabifreið og koma stúlk- unni á Laridsspítalann. Þar lézt hún svo um það bil klukku- stund síðar. Þess má geta að .stúlkan hafði ekki neytt áfengis um nóttina. <■ Maðurinn sem sat í aftursæti bifreiðarinnar, brákaðist á hendi og fékk heilahristing. Hann var ásamt Hellen fluttur á Landsspítalann, en eftir skamma dvöl þar var hann fluttur heim til sínv Bifreiðarstjórihnf Jón Valur slapp að mestjf?. ómeiddur, hlaut aðeins lítilkiiáttar skrámu á ennið. Eu.sVo var hann ölvað- ur o&-' irylltur að lögreglan varðmð handjárna hann á staðn um og flytja á lögreglustöðina. Situr hann nú í gæzluvarð- haldi. Bifreiðin er stórskemmd Qg yfirbygging hennar með öllu ónýt. Gói sala Röðuls. Bv. Röðull frá Hafnarfirði seldi ísfiskafla, 185 lestir fyrir 110.000 ríkismörk s.l. laugar- dag. Er það bezta sala haustsins í Þýzkalandi til þessa, miðað við aflamagn. Fyrsta salan í haust (Jóns forseta) var hærri að marka- ' tölu, en hún-nam 122 þús, I Sennilega selur enginn ís- I lenzkur togari í Þýzkalandi í þessari viku, nema Svalbakur, I og mun hann selj'a á laugardag.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.