Vísir - 12.10.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 12.10.1953, Blaðsíða 5
Mánudaginn 12. október 1953 vísni Páll fsólfsson 1893 - 12. október - 1953. í dag fagna tónlistarmenn og tónlistarvinir, kirkjukórar, baðsöngvarar, bílsöngvarar og aðrir þjóðkórsmenn sextugs- afmæli fjölhæfs og fjörmikils gáfumanns. Páll ísólfsson er skólastjóri Tónlistarskólans, dómkirkjuorganleikari, tón- skáld, 'söngstjóri, húmoristi og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja, enda er hann svo aðsópsmikill persónuleíki, að óþarfi er að lýsa honum fyrir þjóð, sem hann hefur starfað fyrir og með um nær fjörutíu ára skeið. Mun varla sá íslend- ángur, að hann þykist ekki kunna nokkur skil á Páli eftir að hafa hlýtt á tónleika hans, útvarpsfyrirlestra og tækifær- ásræður eða fylgzt með tón- sprota hans, þegar hann hvetur sinn mikla þjóðkór til að taka undir. Það er óþarfi að taka það fram, að maður sem er jöfnum höndum snillingur á hljóðfæri sitt, mikill tónsmiðui', ritfær Vel, málsnjall og hrókur alls fagnaðar á mannamótum og í Vinahóp, er enginn meðalmað- ur. Fróðlegra væri að gera sér hánari grein fyrir ættei'ni því og menningararfi, sem slíkur af bragðsmaður á rætur sínar í, en hér verður rúmsins vegna að láta nægja að rekja helztu æviatriði hans og störf. Páll ísólfsson er fæddur að Stokkseyri 12. okt. 1893, elzti sonur hins þjóðkunna tón- skálds og þjóðhagasmiðs ísólfs Pálssonar og konu hans, Þur- íðar Bjarnadóttur. Lagði hann fyrst stund á prentiðn í Reykja- vík, en sigldi 1913 til tónlistar- náms, einkum í oi'ganleik, í konunglega tónlistarháskólan- um í Leipzig. Gerðist hann þar nemandi próf. Karls Straubes, sem einnig var „Tómasarkan- tor“, þ. e. organleikari og söng- stjóri Tómasarkirkjunnar í Leipzig, en þá stöðu skipar jafnan einn af fremstu tónlist- armönniim Þýzkalands, enda gerði Joh. Seb. Bach það em- bætti frægt. Sóttist honum námið mjög greiðlega og varð á seinustu námsárunum aðal- nemandi próf. Straubes og að- stoðarorganleikari Tómasar- kirkjunnar fram til 1919, er hann flutti heim. Á árunum 1917—19 hélt hann sjálfstæða tónleika víða um meginland Evrópu og á Norðurlöndum við hinn glæsilegasta vitnisburð gagnrýnenda. Frá því 1916 hefur hann einnig að jaínaði haldið orgentónleika í Reykja- vík, fyrst í Dómkirkjunni síðar í Fríkirkjunni, eftir að fyrsta stór-orgel Islendinga var keypt bangað, þar til hann tók við embætti dómorganistans að Sigfúsi Einarssyni látnum, 1939. Hafði þá fyrir nokkru verið bvggt vandað orgel handa Dómkirkjunni. Árið 1930 gerðist Páll skóla- stjóri hins nýstofnaða Tónlist- arskóla í Reykjavík og jafn- fram aðalkennari skólans í org- elleilc, tónfræði og tólistar- sögu. Því starfi gegnir hann enn. líafði.hann á árunum 1920 —30 stjórnað kórum og hljóm- ’ syeitum, eihkum á kirkjutón- leikum og flutt kirkj utóriverk, sem hentug voru fyrir fámenna kóra og hljómsveitir. Fátt vár þá hér á landi af lærðum hljóð- færaleikurum og enn færra söngvara, og þurfíi oft mikla lagni og smekkvísi til að tjalda því, sem til var. Má nærri géta, að hann hafi þá fundið sárt til kunnáttuléysis landa sinna og tekið fengins hendi við stjórn tónlistarskóla þar sem fyllstu kröfur voru gerðar um góða og örugga kennslu. Hljómveit Reykjavíkur var undanfari Tónlistarskólans og Tónlistar- félagsins, stjórnaði Páll einn- ig um skeið, og fyrir Lúðra- sveit Revkjavíkur stóð hann um tólf ára skeið. Þegar út- varpið var stofnað, 1930, gerð- ist Páll tónlistarráðunautur þess og hefir verið það lengst af síðan. Loks hélt hann uppi kennslu í kirkjutónlist fyrir guðfræðinga, presta og kirkju- organleikara, þar til söngskóli þjóðkirkjunnar tók til starfa. Eru þá talin helztu störf hans í þágu íslenkrar tónlistar, önn- ur en höfundarferill. Uni margra ára skeið hefir Páll einnig haldið uppi sam- starfi við norræna stai'fsbræð- ur sína, tónskáld og kirkjutón- listarmenn. Hefir hann komið fram á kirkjutónlistarmótum Norðurlanda bæði sem einleik- ari, söngstjóri og tónskáld, á þann hátt, að íslendingum hef- ir orðið mikill sómi að. Hefir hann jafnan lagt á það áherzlu, þegar hann hefir leikið erlend- is, að kynna íslenzka nútíma- tónlist enda hefir hann á söng- skrá sinni (repertoire) öll helztu verk íslendinga fyrir kirkjuorgel, þ. á. m. auk eigin verka, verk eftir Jón Leifs, Hallgrím Helgasón, Jón Nor- dal o. fl. Helztu hljómleika- ferðir hans utan Norðurlanda og Þýzkalands hafa verið Eng- Iandsför 1946 og' Ameríkuför 1951. Hefir hann löngum verið í vexti sem orgelsnillingur og mun nú ráða yfir meiri tækni en nckkru sinni fyi'r. Páll hefir látið ýmisleg menningarmál til sín taka, auk tónlistarinnar. Hefir hann löng- um átt sæti í stjórn Norræna félagsins, verið ritstjóri tóniist- artímarita, svo sem „Heimis“ og hann átti einnig sæti í útgáfustjórn tímaritsins ,,Vöku“, sem um margt var eitthvert merkasta menning- artímarit íslendinga á þessari öld, enda þótt það „ýrði ú'ti" sökum fjárskorts á sama hátt Qg .músíktímafitin. i . Fyrri konu sína, Kristínu Norðmami, missti Páll eftir 23 ára farsæla sámbúð árið 1944: Eignuðust þau þrjú börn, er öll hafa x-eynzt nýt og frama vænleg. Þau eru Jón flugvirki, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur (eiga 2 börn), Einar leikari, kvæntur Birgittu Laxdal (eiga 3 börn) og Þuríður söngkona, gitf Erni Guðmundssyni (eiga 1 dóttur). Síðari kona Páls er Sigrún Eii'íksdóttir. Giftust þau í ársbyrjun 1946 og eiga unga dóttur saman. Eru því líkindi til, að Páll verði kynsæll imjög, eigi síður en Bergur í Brattholti, ættfaðir hans, en í niðjatali hans er að finna rækilegar upplýsingar um ætt- ir Páls. Að lokum skal hér gefið stutt yfírlit yfir tónverk Páls ísólfssonar: Af sönglögum kannast flest- ir við lög hans við ljóð Davíðs Stefánssonar og Jónasar Hall- grímssonar. Eru flest þeiri'a prentuð, þ. á. m, lögin úr Gullna hliðinu, Vögguvísa, í dag skein sól o. fl. eftir Davíð og „Sáuð þið hana systur mína“, Kossavísa o. s. frv. eftir Jónas. Fyrir píanó er prentað m. a. þi’jú píanóstykki og Glett- ur (Humoresken). Af orgel- verkurn hans er flest óprentað nema 12 pi'elúdíur og Cha- comxa í dóriski'i tóntegund. Orgel-passacaglíu sína í f-moll hefir hann endursamið fyrir symfóníuhljómsveit, og verður hún aðalhlutverkið á afmælis- tónleikunum í kvöld. Af öðrum | symfóniskum vei'kum má neí'na hátíðafoi’leik við opnuxx Þjóð- leikhússíns 1950. Meðal kór- verka hans skipar Alþingishá- tíðarkantatan heiðui-ssess. Hlaut hún vei’ðlaun og var flutt á hátíðinni 1930 af kór og hljómsveit. Auk hennar ei'u til frá hendi Páls allmörg kii’kjukói’lög og kai'lakói'lög, óprentuð. Loks hefir Páll sam- I ið tónlist við fjögur leikrit: j Gullna hliðið 1941, Veizluna á | Sólhaugum 1943, Niels Ebbe- sen (útvai’psleikrit eftir Kaj Munk) 1945 og Myndabók Jón- asar Hallgi'ímssonar, er Halldór Laxnes tók sarnan í tilefni af listamannaþingi á aldai’hátíð Jónasar 1945. Loks hefir hann búið fjölda tónverka undir préntun, þ. á.. m. Sálmasöng-. bók (ásarnt Sigfúsi Einars- syni). Páll hefir hlotið fjölda heið- ursmerkja, svo sem riddara- ki'ossa fi'á öllum Norðurlöndiux- um, doktorsnafnbót frá háskól- anum í Osló o. m. fl. Hann er vinmai'gur og á sér fáa öfnnd- arrnenU, enda er hann mjög við alþýðuskap, ljúfur og hress í viðmóti við alla meim, snögg- reiður ef honum í'eixnur í skap eða gremst einhver fjárans vitleysan, en fljótur til fulli'a sátta. Kínxni hans er landskunn enda náskyld skýrleika hans í hixgsun og óbeit á hverskonar hégónxa og sýndarmennsku. Bjarni Guðmundsson. Allir eiga erindi í Fell; Hiísgagna- áklæði niikið úrval verð frá 44 kr. metcrinn. VERZL m Kmtján Guðlaugssoa hæstaréttarlögmaður. j Auiturstræti 1. Sími WM. ■yVWVWWWWWWWWWWnWWWWWWWWWfWWWW Lekur Protex Með PROTEX má stoppa á augabragði allan leka, á steini, járni, timbri, gleri og pappa. Tryggið hús yðar gegn leka með PROTEX. MÁLNING & JÁRNVÖRUR Sínxi 2876. Laugaveg 23. wvvvvvvvnwvs/vvvvvvvvvwvvvvvvvvvvwwwwvwws/vw* VWVWWVWVWVVVWWWWWVVAAVWWMVV 5íýi“ng í þvottaefntim Persil hefur löngum vcrið vinsælt þvottaefni unx víða veröld. En fátt er svo gott að ekki megi bæta það. Efíir langar vísindatilraunir hefur nú tekizt að finna efnasam- band, sem eykur mjög kosti Persils. Efni þetta ver þvott- inn sliti, gerir hann blæfagran og tryggir algert hreinlæti. Vefurinn í fatnaði, rúmfötum, dúkum og yfirleitt öllum þvotti er ofinn úr örsmáum þráðum, sem samsettir eru af enn smærri trefjum. Utan um þessar ti'efjar safnast liúð af kalki og óhreinindum. Þegar þvottur er sápuþveginn, núinn eða burstaður, slitnar haixn og óhreinindin sitja eftir, ’þótt þau sjáist ekki með berum augum. Slíkur 'þvottur verður aldrei blæfagur né fullkonxlega hreinn. I Persil er nú nýtt efnásamband, sem lcysir óhreinindin algerlega frá trefjunum, án þess að núa þurfi blettinn. Með því að nota Persil sótthreinsast þvotturinn, verður mjallhvítur og sérlega auðvelt er að strauja liann. Það skal og tekið fram, að í Persil er ekkert Klót og bað fer vcl nxcð hcndur húsmæðranna. Varast ber að hlanda öðr- um þvottaefnum saman við Persil. Til staðfcstingai' þvi, scm hér er sagt, skal húsmæðrum hent á að reyna Ixið nýja Persil, því að reynslan er í'éttlátasti dómarinn. Að gjeimM tilefmi viljum við taka fram, að fötin frá okkur, sem auglýst hafa verið á kr. 890,00, beztu fötin, eru ekki handsaumuð, heldui’ unnin meo fjöldaframleiðslu fyrirkomulagi, og ex’ það ástæðan fyrir því, hve fötin eru ódýr. Ennfremur viljunx við taka fram, að við rekum jafnframt 1. ílokks handsaumsdeild, og eru fötin þar ein- ungis saumuð eftir máli. Klæðaverzlun Andrésar Andréssonar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.