Vísir - 12.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 12.10.1953, Blaðsíða 8
Ptáx m gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvera mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. nsit VÍSIB er ódýrasta blaðið og J»ó það fjöl> breyttasta. — Hringið í simt 1660 eg gerist áskrifendur. Mánudaginn 12, október 1953 Styrktarfélag fatlaðra og lamaðra ieggur fram Vi millj. kr. til nýja Landspítalans. Þar verður sérdeild fyrsr fatlaða og bæklaða sjúklinga, auk þjáSIunardeildar. Frá aðalíundi íélagsins t «.►«*“i*. Á aðalfundi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í gær var skýrt frá því, að framkvæmdaráð félagsins hefði boðið að leggja til Landspítalans % miilj. króna, gegn því skilyrði, að í hinni nýju byggingu sem framkvæmdii- eru liafnar við, verði full- komin deild fyrir fatlaða og bæklaða sjúklinga, auk fyrirhug- aðrar þjálfunardeildar fyrir slíka sjúklinga. — Félagið hefir eflzt mjög' fjárhagslega á hinum skamma tíma, er það hafir starfað, og eru megintekjur þess ágóða- hluti af eldspýtum. | Aðalfundurinn var haldinn í Oddfellówhúsinu og var hann settur af formanni félagsins, ’ Svavari Pálssyni, en fundar- stjóri var Friðfinnur Ólafsson, varaformaður. Hagur félagsins. Svavar Pálsson las upp end- urskoðaða reikninga og gerði grein fyrir störfum félagsins, er var stofnað 2. marz 1952, og var þetta fyrsti aðalfundur þess. Hreinar tekjur fram- kvæmdasjóðs félagsins hafa numið kr. 433.013.32 frá stofn- un þess til 30. sept. 1953, en tekjur alls kr. 435.842.33 (mis- munur kr. 2.829.01) þ. e. greiðsla til ferðakostnaðar vegna skýrslusöfnunar og greiðsla árgjalds til Evrópu- bandalagsins (Association Eu- ropéenne Contre La Poliomeye- lite). Tekjur félagssjóðs námu 2.145.00 (hluti af árgjöldum félagsmanna, en ýms útgjöld námu kr. 1.875.78 Hreinar tekjur kr. 269.22. I Eldspýtnaágóðinn væntanl. 400 þús. kr. árlega. Sv. P. kvað aðalverkefni fé- lagsins hafa verið að sínna fjárhagsmálum þess. — Aðal- tekjur félagsins eru ágóðahluti af eldspýtum, sem nánara verður getið, árgjöld félags- manna, ævifélagagjöld, minn- ingargjafir,' en auk þess hafa félaginu borizt stórgjafir, m. a. gjöf afhent Jóh^nni Sæmunds- syni prófessor áð upphæð 50 þús. kr. Félagið héfir tekið við sjóðseign Sjálfsbjargar, stuðn- ingsfélags lamaðra og fatlaðra, sem ákveðið var að afhenda félaginu sem arftaka þess. Ár- gjöldin námu 28.8 þús. kr., en ævifélagsgjöldin 31 þús. Rík- isstyrkur nam 17 þús. kr., minn- ingargjafir 11 þús. kr. Formaður skýrði sögu eld- spýtnamálsins, sem hér eru ekki tök á að segja nema í höfuðatriðum. Hann og Jóhann Sæmundsson prófessor ræddu þessa fjáröflunarleið við hlut- aðeigandi stjórnarvöld og for- stöðumann Tóbakseinkasölu ríkisins, auk þess sem bréfa- skriftir fóru fram um málið, og heimilaði fjármálaráðh. það með bréfi 2. sept. 1952, að tvennskonar verð yrði á eld- spýtum, þ. e. venjulegt verð og hærra verð, sem næmi 10 aur- um á stokki, og gengi tekjurn- ar af hækkuninni til félagsins fyrst um sinn eða þar til öðru vísi yrði ákveðið. — Sala eld- spýtnanna hefir gengið vonum framar og var þessu vel tekið af kaupmönnum, sem greitt liafa vel fyrir þessu, og öllum almenningi. Fyrsta sendingin seidist upp á mánuði, en eigi þótti ráðlegt að panta meira í byrjun en gert var, þar til reynsla fengist. Varð svo nokk- urt hlé, sem eldspýturnar með merki félagsins fengust ekki, en síðan hefir verið séð um, að þær væru alltaf fáanlegar, og virðist mega gera ráð fyrir 400 þús. kr. árstekjum af þessu fyr- ir félagið, sjái fjármálaráðh. sér fært að láta þetta fyrirkomu- lag haldast. Það er að sjálfsögðu að mestu leyti vegna þessara tekna, að félagið hefir getað heitið framlaginu til nýja Landspítalans, eins og Hring- urinn og Krabbameinsfélagið hafa gert, og hafa þessar fram- réttu hendur þessara félaga orðið hvatning til þess, eins og próf. Jóh. Sæmundsson vék að á fundinum, að hraða fram- kvæmdum í stækkunarmáli spítalans, en stækkunin hefir, sem kunnugt er, dregizt allt of lengi. Formaður gat þess með þakklæti, að firmað sem fram- leiðir eldspýturnar, hafi fallið frá aukakostnaði við að setja merki félagsins á eldspýturnar, Samstarf við erlend félög. Formaður sagði, að félagiö hefði haft samband við Framh. á 7. síðu. Saltflskurinra minsii en §1. ár. Saltfiskaflinn 30./9, nam 39.5 þús. lestum eða um 7.4 þús. I. minna en á sama tíma í fyrra, en 6.6 þús. 1. meiri en á sama tíma í hitt eð fyrra. Miðað við fullstaðinn salt- fisk var aflinn sem hér segir: ’53 ’52 ’51 Bátafiskur 21.008 1. Togarafiskur 18.511 39.519 Bátafiskur Togarafiskur 21.443 1. 25.550 Bretar og Ibn Saud deila um Buraimi. iandaríkjastjórn reynir aó miðia má!um. Buraimi nefnist strandhérað Arabíu, við Persaflóa, sem valdið liiefir vaxandi ágreiningi milli Breta og Ibn Sauds kon- ungs í Saudi-Arabíu. — Banda- ríkjamenn hafa reynt að miðla máluin í deilunni. Greinir menn á um, hvort ol- íuhagsmunir muni ligja til grundvallar, eða að hitt megi vera, að Bretum sé það metn- aðarmál, að slaka ekki til, þar sem fyrri tilslakanir þeirra í löndum Araba hafa valdið þeim miklum álitshnekki. — Þarna eru öll landamerki óglögg of sumstaðar engin, og' kom ekki alls fyrir löngu til ágreinings milli valdhafa 46.993 Bátafiskur Togarafiskur 18.039 1. 10.876 28.915 í fyrrasumar voru saltfisk- veiðar stundaðar af kappi sem kunnugt er og Esbjerglandanir byrjaðar. Frost framundan. Norðan hvassviðri var í morg un um meginhluta landsins og er Iíklegt, að norðanáttin muni haldast frarn á morgundaginn. Búast má við 4—5 stiga .nætur- frosti í nótt. Á Austfjörðum var vindur hægur í morgun. Snjókoma var frá Vestfjörðum allt austur á Melrakkasléttu, en bjártviðri sunnan lands og austan. Frost var 2—3 stig á Vestfjörðum, en hlýjast 5 stig á Dalatanga. — Um kl. 9 í morgun var hiti um frostmark í Reykjavík. Verkíall í knkmg. Framfaraflokkurinn svo- nefndi í Brezku Guiönu hefur boðað allsherjarverkfall í dag. Er það gert til þess að mót- mæla frávikningu 6 ráðherra flokksins. — Ekki hafa enn bor izt fréttir um þátttöku í verlc- fallinu. Happdrætti Háskólans: 40 þús. kr. á nr. 15.314. Síðastl. laugardag var dreg- ið í 10. flokki happdrættis Há- skólans. Að þessu sinni voru vinning- ar alls 850, svo og tveir auka- vinningar, samtals 414.300 kr. Hæsti vinningurinn, 40 þús. kr., féll á nr. 15.314, sem var heil- miði, keyptur hjá Helga Sívert- sen. 10 þús. kr. féllu á nr. 2585, f-jórðungsmiðar, einnig hjá H. S. 5 þús. kr. féllu á nr. 19.021, fjórðungsmiða, tvo hjá Pálínu Ármann, einn á Akureyri og einn í Borgarnesi. Kompásvökva stolið. Borið hefur á því að stolið hafi verið áttavitavökva úr bátum liér á höfninni, en hér er um eiturvökva að ræða og því stórhættulegur til drykkj- Hafa rannsóknarlögreglunni borizt kærur um að stolið hafi verið af kompásum úr tveimur bátum, sem liggja á höfninr.i við Grandagarð. Sömuleiðis hefur fregnazt að stolið ha?i verið vökva af fleiri kompás- um úr bátum við hÖfnina. Rannsóknarlögreglan kvaðst hafa átt tal um' þetta við Kon- ráð Gíslason kompásasmið, tn hann réttir alla áttavita og fyllir þá. Sagði hann að metliyl alkohol (tréspiritus) væri á öllum kompásunum, en sú teg- und alkohols er banvæn til drykkjar og þykir rannsóknar- lögreglunni því ástæða til þess að vara menn við neyzlu þessa drykkjar ,ef það hefur vakað fyrir mönnurn þeim, er stálu kompásunum og kompásavökv anum. Saudi-Arabíu og Breta í vernd- arríkinu. Aden. — En sl. haust sendi Ibn konugur 40 vopnaða menn og 40 óvopnaða til Bura- imi, og sendu Bretar þangað 300 manna flokk innfæddra hermanna. — Á hinu umdeilda svasði eru 9 þorp og íbúarnir samtals um 10.000. — Saudi fjölskyldan réð yfir svæðinu frá 1800—1870, en þá fekk hér aðið sjálfstæði, að nafninu að minnsta kosti en að undanf. hefir áhrifa Ibn Sauds gætt aftur, og íbúarnir, sem eru fá- t tækir, látið sér það vel líka, því að þeir vænta sér góðs af áhuga hins auðuga þjóðhöfð- ingja. Bretar láta sem ágrein- ingurinn sé ekki mikilvægur, og alls ekki vegna olíuhags- muna ,og sama segja Banda- ríkjamenn. Segir í skeyti frá Washington, að ekki sé vitað að nokkur Bandarikjamaður. hafi stigið þarna fæti sínum, en kannske einhverjir flogið yfir það! — Ibn Saud segir, að traðkað sé á rétti íbúanna, og kemur fram sem ákafur tals- maður þehra. — Bandaríkja- menn segjast vilja miðla mál- um, vegna þess að nýjar deilur milli Breta og Araba kunni að hafa mjög skaðleg áhrif að því er varðar sambúð vestrænu og Arabaþ j óðanna. Góð skemmtun hjá Fegrunarf élaginu. Kabarettt Fegrunarfélagsins hafði fyrstu sýningu sína í Sjálf stæðishúsinu í gærkvöldi og var húsið fullskipað. Hallbjörg Bjarnadóttir hermdi eftir ýmsum þekktum söngv- urum, svo sem Paul Robeson, Gigli, A1 Jolson, Stefáni Islandi og fleirum, og þótti vel takast, enda var henni klappað lof í lófa. Þá kom fram ensk fegurð- ardís, Dorothy Neal að nafni, og teiknaði fyrst fáeinar mynd- ir fyrir áhorfendur, en afklædd- ist síðan að mestu. Virtist það .falla í góðan jarðveg, og sýndi hún þannig nokkrar „myndir“ með félaga sínum, vel vöxnum ungum manni með krafta í kögglum. Loks kom þarna fram hraðteiknarinn Fini, sem sýndi mönnum nokkrar skopteikning ar við góðar undirtektir. KR sigraði í haustkeppni nni. K.R. bar sigur úr býtum í haustmóti meistaraaflokks, sem lauk í gær. Þá fóru fram tveir leikir: Víkingur tapaði fyrir Fram, sem skoraði 3 mörk gegn engu, en siðan sigraði K.R. Val í góðum leik með 4 mörkum gegn engu. K.R. sigraði með yfirburðum á mótniu, skoraði samtals 8 mörk gegn engu, og hlaut að launum Kalstað-bikarinn, sem um var keppt. Teflir fjöltefli í kvöld. Rússneski skákmeistarinn Ala- toreev teflir fjöltefli í Tjarnar- café uppi í kvöld kl, 8. Skákmenn velkomnir, en þess Banaslys á Siglufirði. Á föstudaginn varð umferð- arslys á Siglufirði með þeim afleiðingum, að átta ára gam- all drengur beið bana. Kom drengurinn, Erlingur .Stefánsson, hjólaði eftir Kirkju stíg, en um leið var vörubifreið ekið aftur á bak úr Lindargötu »inn á Kirkjustíg og þar sem hált var, mun Erlingur ekki hafa getað stöðvað sig, svo að þann lenti aftan á vörubílnum. Var honum ekið strax í sjúkra- hús, én andaðist á leiðinni þangað. • • Orendur maður finst á götu. Laust fyrir hádegið í gær var lögreglunni tilkynnt um mann, sem lægi á Egilsgötu, móts við. húsið nr. 12. Var sjúkrabifreið sótt og mað ,urinn fluttur á Landspitalarm, en við athugun kom í ljós, að .maður þessi var Jón Guðlaugs- son bifreiðarstjóri til heimilis Bragagötu 34B. Hann hafði ver ið á gangi eftir Egilsgötunni, en hnigið niðu rog mun hafa látizt samstundis. Tap á rekstri Evrópuflugfé- lagsins brezka (BEA) nam er óskað, að beir hafi með sér hálfri annari milljón punda á •töt. j sl. ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.