Vísir - 13.10.1953, Blaðsíða 1
a. &n.
Þriðjudaginn 13. október 1953
23.Í. tbl.
Ætlaði ai stela slökkviliðs-
bíl — ieirti í fangageymslu.
Ölvaður maður gengur milli húsa
og brýíur rúður.
Um helgina voru þrjár til-
raunir gerðar til þess að stela
bílum. Þær mistókust allar, en
tveir sökudólganna voru hand-
teknir og f luttir í f angageymsl-
íina.
Annar þeirra, sem var hand-
tekinn, var í senn svo frumleg-
ur og djarfur að ætla sér að
'stela slökkviliðsbíl. Hafði
slökkviliðið verið gabbað að-
íaranótt súnnudagsins að Aust-
urstræti 4; en á meðan slökkvi-
.liðsmennirnir voru að grennsl-
ast; fyrir um. ástæðuna til út-
kallsins skildu: þeir bifreiðina
eftir: á götunni. — En
þegár l slökkviliðsmennirnir
komu að, bílnunt aftur var ölv-
aðttr maður kommn.upp í hann
og var'að reyna að kóma honum
í gang. Maðurinn neitaði að
isegja til nafns síns og tók lög-
reglan hann í vözlu sína. -
' í f yrrakvöld, um hálftíuleyt
sð, barst lögreglúnni 'tilkynning
ium að. drukkinn maður væri að
reyna að komást inn i óviðkoni-
andi bíl er st'óð á Nönnugötu.
Lögreglan fór á staðinn og
náði manninum, en sá neitaði
einnig að segja til nafns síns
og flutti lögreglan hann í
fangageymsluna.
Þriðja tilraunin til bilþjófn-
aðar var gerð í Hliðahverfinu
i fyrrinótt. Hún mistókst og var
sökudólgurinn allur á bak og
burt þegar lögreglan kom á
ivettvang., ;
Braut rúður.
Aðfaranótt laugardagsins var
'tilkynnt til lögreglunnar frá
húsi einu við Egilsgötu, að-mað-
,ur. væri þar fyrir utan, allmjög
undir áhrifum áfengis og væri
að brjóta rúður þar í húsinu.
Seinna kom í ljós að sami mað-
ur hafði víðar komið við sömu
erinda og alls hafði hann brotið
10^—15 rúður í húsum við Eg-
ilsgötu og Barónsstíg.
Lögreglan hóf leit að mann-
¦inum' og á Miklatorgi hitti hún
drukkinn mann er hún taldi að
e. t. v. myndi vera rúðubrjót-
urinn og fór með hann niður á
lögreglustöð. Neitaði hann
hlutdeild sinni í rúðuárásum,
en við athugun kom í ljós, að í
uppbrotum á buxnaskálmum
hans fundust rúðuglersbrot,
sem hann gat ekki gert grein
íyrir...".
Eitgir foátas* á
sjó í vilku.
Frá fréttaritara Vísis.
Akranesi í gær.
Síðastliðna viku voru stöð-
ugar ógæftir og engir bátar á
sjó.
. Nokkrir bátar bíða átekta og
munu reyna, er lægir. Það mun
vera um 10 bátar, sem enn.eru
með net.
Engir togarar haf a komið inn
síðan á þriðjudag.í fyrri .viku. |
Var sleginn niður.
Aðfaranótt sunnudagsins var
maður sleginn niður við pylsu-
vagnana og það svo rækilega
að hann var ósjálfbjarga. Árás-
armanninum þótti þó ekki nóg
að gert og sparkaði í hann
þarna liggjandi. Ekki náðist í
árásarmanninn, en lögreglan
bjargaði hinum, kom honum
til læknis og lét hjúkra honum.
Méiðsli virtust. ekki alvarleg,
og var máðurinn fluttur héim
að sjúkraaðgerð lokinni.
Ósjálfbjarga
iiestur.
Síðástliðinn laugardagsmorg-
un, laust fyrir hádegi, var log-
regiunni'skýrt frá því, að hest-
ur lægi ósjálfbjarga í skurði
við Kaplaskjólsveg. Voru lög-
reglumenn I sendir á yettvang.
Drógu þeh" hestinn upp úr
skurðinum; og skiluðu. honum
til-réttra hlutaðeigenda. '
83% útflutnings
Svía á frílista-
St.hóiiui. — Frílistinn hefur
frá 1. okt. verið aukinn um
nýjan flokk vara. ______
Eru þá 83% alls útflutnings
á frílista, og fer hann til landa
í öllum heimsálfum, alit frá
Filippseyjum til lánda í Efna-
hagsbandalagi Evrópu. (SIP).
Onnur irafoss-
vélin reyndL
Tekín í notkun
:i föstudag.
Lokaundirbúningi írafoss-
virkjunarinnar hefur miðað vel
áfram, og 'þnnn 16. (á föstu-
dag), bætast tæp 16 þúsund
KW við raforkumagn það, sem
nú er fyrir hendi frá Sogs- og
Elliðaárstöðvunum.
Þegai- hefur fyrri vélasam-
stæða írafossvirkjunarinnar
verið reynd með 16 þús. KW
álagi, og tókst það ágætlega.
Innan skamms verður síðari
vélasamstæðan — með sama
orkumagni — tekin í notkun,
en í bili er ekki þörf fyrir nema
aðra samstæðuna.
Eins og stendur framleiða
Sogs- og ElliðaáraflstÖðvarnar
27 \>úb. KW, en með 16 þús.
KW viðbót, .verður unnt að af-
nema skömmtunina, og þá
verður nægileg orka til allrar
veniulegrar notkunar. Munu
¦^uiBjrujBt ua 'egjEA euru^os
Vatnsrennsli í Soginu hefur
undanfarið verið 100—120 ten.
m. á sekúndu, en meðalrennsli
er 112—116 ten.m. Nægir það
til venjulegrar rafi-okuvinnslu.
Jan Hajdukiewics, Pólverjinn,
sem átti sæti í hiutlausu nefd-
inni í Koreu, er haríh taladi i
útvarp og gérði grein fyrif
þeirri ákyörðun sinni, að hvérfa
ekki heuxi aftur, Íieldur leiía
hælis seríi. þólitískur i'lótta-
maður h'já' hinum ff jálsu þjóð-
um. .— Jan kvaðst lengi hai'a
verið andvígur kommúnistum.
Fyrsta SiríH haustsins olli
miklum símabilunum.
Aðeins ein iína í lagi norður.
Hefir fengið
lausn í 3 ár.
Árni Friðriksson fiskifræð-
ingur er nýköminn heim frá
Ðanmörku, en þar sát hann
fund Aíþjóðahafrannsókna-
ráðsins. Hann tekur um.næstu
áramót við starfi sínu sem
framkvæmdastjóri ráðsins.
Hefur Árni Friðriksson feng-
ið lausn frá störfum sem for-
stöðumaður fiskideildar At-
vinnudeildar Háskólans næstu
3 ár.
Vísir hefur átt stutt viðtal
við Árna Friðriksson. Kvað
hann það hafa þótt sjálfsagt að
breyta til og fela fiskifræðingi
þetta starf, en sá maður, sem
nú gegndi starfinu væri ekki
fiskifærðingur, en hins vegar
málamaður ágætur og þaul-
vanur skrifstofumaður, er lengi
hafði starfað í utanríkisráðu-
neytinu danska og mundi hann
nú hverfa þangað aftur. Kvað
hann enga óánægjurödd hafa
heyrst í Danmörku um ráðn-
inguna, nema í Extrabladet,
sem eins og kunnugt væri hefði
ekki það álit á sér, að tekið
væri neitt tillit til þess. Mundu
að bak ummælum þess hafa
staðið einhverjir, sem von-
sviknir hefðu verið. Kvaðst
Árni Friðriksson þess fullviss,
að Danir hefðu ekki viljað ann-
an útlending fremur í starfið
en sig.
Uftiivarmr Svía
kosta 7 ntilljarða.
St.hólmi — Yfirhershöfðingi
Svia telur þörf á 2,2 miiljörð-
um s. k. (7 milljörðum ísl. kr.)
til landvarna árið 1954—55.
Er þetta meira, en farið hefur
verið fram á til landvarna áð-
ur, og orsakast mest af þyí, að
ný tæki verða tekin í notkun,
svo sem flugvélar. Auk þess
eykst eldsneytisþörf hers og
fíota. (SIP).
í hríðarveðrinu í gær og í
fyrrinótt urðu allmiklar síma-
bilanir og í morgun var ekki
nema ein lína í notkun við all-
ar stöðvarnar norðanlands.
Fannfergi var mikið víða í
veðrinu og vegir tepptust, en
ferðafólk varð að halda kyrru
fyrir. Óttast er, að fé hafi fennt
nyrðra, en. ekki kunnugt enn,
hvei-su mikil brögð eru að því.
Á Árskógsströnd í Eyjafirði
brotnuðu símastaurar. Var mik-
il ísing á. símalínunnl þar. —
Sums staðar í Eyjafirði tókst að
koma fé í hús, en yar erfitt
veðurs vegna, og fé, sem var að
fénria, tókst að bjarga. Fé mun
éirinig hafa fennt í Suður-Þing-
eyjársýslu, en fannkoma ;var
mikil víða allt frá Vestfjörðum
til Melrakkasléttu. í Skagafirði
var hríðarveður þar síðdegis
í gær en þá tók að lygna.
,Þar sem í Eyjafirði og S.-Þing.
.óttast menn, að f é haf i f ennt. .
Stórhríð var á Holtavörðu-
heiði í fyrfinótt og ofanhríð i
Mýrasýslu ofanverðri. Á Holta-
yörðúheiði stöðvuðust bifreið-
ar, vegna þess að skóf inn á
hreyflana, en fánnfergi var ekki
mikið á heiðinni. Menn, sem í
¦bílunum voru, gistu í sæluhús-
inu, eða sváfu i bílum sínum.
Veður að ganga riiður.
í morgun var enn allhvasst á
norðan á norausturlandi, en
hægviðri og bjartviðri sunnan-
lands og vestan. Hægviðri var
pg í Húnavatnssýslunum, en
strekking^ir og snjókoma, er í
Skagafjörðinn kom, en veður
þar og austar mun ganga nið-
ur síðdegis í dag.
Frostið var 2—5 stig-kl. 9 í
morgun víðast, en mest 9 stig
á Síðumúla i Borgarfirði. í
Reykjavík var 3 st. frost kl. 9
og varð aldrei meira í nótt.
Veðurhorfur eru þær, ;ið
einnig' komi hægviðri og bjart-
viðri á Norðurlandi.
Samkvæmt upplýsingum frá'
Landssímanum eru vigerðar-'
menn teknir til starfa milli Dal- ,
víkur og Akureyrar. bar sem
margir. staurar munu hafa
brotnað.
Viðgerðarmennirnir urðxi að
hverfa aftur til Akureyrar í
gær, vegna veðurs og ófærðar.
Staurar hafa brotnáð nálægt
Arnstapa í Ljósavatnsskarði, og
á Fljótsheiði og viðgerðarmenn
yinna nú á báðum stöðunum.
Bilanir urðu í gær í Göngu-
skörðum og var verið að gera
við þær í gær. Þar höfðu línur
sveiflazt saman, en sturar munu
ekki hafa brotnað.
Náhara verður um símabil-.
ánir kunnugt, er yiðgerðarmenn
koma r frá, störfúm og skilá
skýrslum sínum.
Rússmn fékk 19,5 v.
af30.
Rússneski skáknieistárinn
Alatorcev þreytti f jöltcf li í
'gær við 30 reykvíska skákmenn,
Leikar fórú svo, að Alatorcer
vann 14 skákir, tapaði 5, en ÍU
urðu jafntefli. Svarar þetta til
þess, að vinningar hans hafi
numið um 65%. Fjölteflið stóð
í tæpar 7 stundir.
59 fulltrúar á iðnþmgi.
15. iðnþing Islendingr. var
sett sl. laugardag.
Fulltrúar á þinginu eru 59,
víðsvegar að af landinu. Björg-
vin Frederiksen, forseti Lands-
sambands iðnaðarmanna, flutti
aðalræðuna við þingsetninguna,
en síðan var tekið til við þing-
störf.
Fjölmörg merk mál liggja
fyrir þinginu, og mun Vísir
síðar birta fregnir af því og
ályktanir, sem þar kunna að
verða gerðar.
Fyrsti forseti þingsins er
Guðmundur Halldórsson húsa-
smíðameistari, en Guðjón
Scheving, málari í Vestmanna-
eyjum annar, og Sigurður
Guðmundsson, bakari á ísafirði,
þriðji.
iVorskii kosningarnar:
Verkamannafl. heldur velii,
fylgi kommúnista hrakar enn.
Fréttir þær, sem borizt hafa
af þingkosningunum í Noregi,
virðast benda til þess, að Verka
mannaflokkurinn haldi meiri-
hluta sínum í stórþinginu.
Fréttir frá Osló kl. 10 f. h.
voru á þessa leið: Verkamanna-
flokkurinn 588.505 atkv. (í
sömu kjördæmum 1949: 586,-
005). Bændaflokkurinn 140.930
(121.100). Hægri flokkurinn
,183.433 (194.088). Kristilegi
þjóðflokkurinn 177.292 (1.11.-
494). Vinstriflokkurinn 127.139
i (167.694). Kommúnistar 58.502
' (66.209).
Osló.fær-nú. 13 þingmenn, en
hafði áður 8. Líklegt er talið,
að þar fái Hægrimenn 5 þing-
menn, Verkamnnaflokkurinn 5,
Vinstri 1, Kristílegi þjóðflokk-
urinn 1 og Kommúnistar 1. —•
Fylgi kommúnista fer enn
minnkandi í Noregi, en með
breyttri kjördæmaskipun fá
þeir væntanlega 5 þingmenn,
en höfðu engan fyrir.
Kl. 12 á hádegi var svo aS
sjá sem þingmannatala flokk
anna yrði þessi: Hægri: 26,
Bændafl.:14, Kristil. þjóðfl.:
16, Vinstri: 14, Verkamanna-
fl« 75, Kommúriistar: 5.
.»