Vísir - 13.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 13.10.1953, Blaðsíða 8
Mt um gerast baapeoðnr 'STlSI9 efttr 19. bvert mánaðar fá blaðið óbeypis til mínaðamóta. — Sími 1660. wisxii VfSIB er ódýrasta blaðiS og bó baS fjöl- breyttasta. — Hringið í símí. 1660 og geriat áshrifendur. Þriftjudaginn 13. október 1953 Gagnkvæm aðstoð Norðorlamia- þjéða ísbndingum ómetanieg, er mænusótt geisar. IMý tæki til hjáSpar lömunar- sjúklingum. Prófessor Jójbann Sæmunds- son flutti fróðlegt erindi í fyrradag á aðalfundi Styrktar- félags fatlaðra og lamaðra. Sagði hann m. a. frá fyrir- ætlunum um gagnkvæma að- stoð Norðurlandaþjóðanna, er mænuveikisfaraldur geisar í ■einhverju Norðurlandanna, og taldi hann að slík samvinna gæti orðið íslenzku þjóðinni til ómetanlegrar aðstoðar. Fulltrúar Norðurl. að ísL undanteknu, sem ekki hefur enn svona félagsskap, ræddu samstarf sín í milil, að aflokh- um Evrópubahdalagsfundinum, sem var eingöngu fræðilegs eðlis, og varð samkomulag iim orðalag samnings um gagn- kvæma hjálp. Prófessorinn hefur gert skýrslu um ferð sína og athug- anir og rætt þessi mál við land- lækni og borgarlækni, sem •einnig hefur kynnt sér þessi mál og aflað sér upplýsinga með tjlliti til þess, ef hér kæmi upp mænuveikifaraldur. Mænuveikifaraldrar á Norðurlöndum. Mænuveikifaraldrar hafa géisað í öllum skandinavisku Churchill keppir enn að fundi æðstu manna. Bæða sú, sem Churchill flutti á flokksþingi íhaldsmanna í Margate s. 1. laugardag, var umræðuefni í ritstjórnargrein- um í brezkum blöðum í gær og í morgun. Er ræðunni yfirleitt vel tek- ið, en í sumum blöðum er rætt um nauðsyn þess, að fylgt sé fram af meira krafti tillögunni um fund æðstu manna Fjór- velanna. Churchill kvaðst enn miða að því að slíkur fundur væri haldinn, en því miður hefði tillögur hans ekki enn fengið nægilegan byr. Sum blöðin efast um, að nokkrar á- kvarðanir myndu verða teknar á slíkum fundi, ef haldinn yrði, en hann gæti samt reynst mik- ilvægur til þess að greiða fyrir lausn vandamálanna. löndunum þremur á seinustu tímum, og var þeirra mestur mænuveikifaraldurinn í Dan- mörku, sem hófst í júní 1952 og stóð 7 mánuði. Notaði próf. Jóh. Sæm. tækifærið í þessari ferð og ræddi við lækna og heimsótti stofnanir — sjúkra- hús og hæli lamaðra. — Þegar faraldurinn stóð sem hæst komu 50 sjúklingar daglega á Blég- dam-sjúlcrahúsi, og þar voru er flest var 70 sjúklingar í einu, sem ekki gátu andað án sér- stakra tækja, en þennan far- aldur einkenndi hversu margir sjúklingar lömuðust á öndun-j ar-, tal- og kingingarfærum. í Alls lömuðust 2300 og 263 lét- J ust. — Prófessorinn ræddi m. a.: um ný sænsk tæki, sem reynst hafa sérlega vel til hjálpari þeim, sem ekki geta andað vegna lömunar. Lán á slíkum tækjum handa milli yrði eitt atriði íyrirhugáðrar, gagn- kvæmrar aðstoðar. Stúdentar vilja sterkt öl. Aðalfundur Stúdentafélags Háskóla íslands, haldinn 11. október, beinir þeirri eindregnu áskorun til hins jháa Alþingis, að það samþykkti hið allra bráðasta áfengislagafrumvarp það, sem nú liggur fyrir því. Jafnframt verði tekið inn í frumvarpið ákvæði um að leyfa bruggun áfengs öls í landinu, og telur fundurinn, að um jafn sjálfsagt mál þurfi enga þjóð- aratkvæðagreiðslu. Ennfremur skorar félagið á hið háa Alþingi, að svipta Stór- stúku íslands allri fjárveitingu af ríkisfé, en þeirri upphæð verði í þess stað varið til bygg- ingar drykkjumannahælis og annarra raunhæfra ráðstafana til úrbóta í áfengismálum þjóð- arinnar. Ágæt aðsókn hefur verið að sýningu Nýja myndlistafélags- ins, sem opnuð var í Lista- mannaskálanum s.l. laugardag. Þrjár myndir hafa selst á sýn_ ingunni, þar áf tvær eftir Jón Stefánsson og ein eftii' Jón Þorleifsson. Eins og áður hefur verið skýrt frá hafa listamennirnir efnt til happdrættis, í sambandi við sýninguna, eins og altítt er við listsýningar erlendis. Vinn- ingar voru 6 málverk eftir lista mennina sem sýna og auk þess 60 listaverkabækur. Hefur happdrættið gengið með ágæt- um og m. a. rná geta þess aö einn listunnandi hér í bænum varð svo hrifinn af einu lista- verkinu í happdrættinu, að hann ákvað að kaupa miða þar til hann hreppti gripinn. Keypti hann alls 200 miða unz lista- verkið féll í hans skaut. Hafði hann þá eignazt annað málverk til og 16 listaverkabækur. Á sýningunni eru 60 listaverk og er sýningin öll hin f jölbreyti Iegasta og skemmtilegasta enda eru sýnendur allir þjóðkunnir listamenn. Hér að bfan birtist mynd af einu listaverkinu á sýningunni, „Jerúsalem“ eftir Jóhánn Briem. Tito vill fund um Trieste. Enn kom til uppþota og húsbrota i Belgrad í gær. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. í brezkum blöðum er yfirleitt vel tekið tillögu Titos forseta í orðsendingu, sem hann lét afhenda ríklsstjórnum Breta og Bandaríkjamanna, og var á þá lund, að fulltrúar þeirra sætu ráðstefnu með fulltrúiun ítalíu og Júgóslavíu um Trieste- vandamálið. — Jafnframt mótmælti Tito enn harðlega ákvörð- að afhenda ítölum A-hluta svæðisins. Rík!ss|óðtir ’52: Tékjur mikil fran úr áætlun. Itcksiraritfgau^ur varð 62 kr. Eysteinn Jónsson fármálaróð- herra gat þess í ræðu sinni við' fyrstu umræðu um fjárlögin, að' greiðsluafgangur hefði orðið 7.3 millj. króna í fyrra, í stað 2.6, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Rekstrartekjur í fyrra urðu 420 millj. kr., en voru áætlað- ar 376.2 millj. Rekstrarútgjöid urðu 357.7 millj., en voru áætl- uð 332.4 millj. Rekstrarafgang- j ur varð því 62 millj. krónur rúmar í stað tæpra 44 millj., eða 118.5 millj. umfram áætlim. —• Skuldir ríkissjóðs lækkuðu um rúmar 17 millj. á árinu. | Innflutningur í fyrra nam 767 millj. en útflutningur 640 millj. Vöruskiptajöfnuður var því verulega óhagstæður, en margt fleira kemur til greina, og sagði ráðherrann, að, láta myndi nærri, að greiðslujöfnuð- ur hefði náðzt v-ið útlönd í fyrra. Fleiri þingmenn tóku til máls við þetta tækifæri, meðál þeirra Ásmundur Sigurðsson af hálfu kommúnista. Ásmundur þessi hefur undanfarið unnið mark- visst að því að' yerða leiðinleg- asti ræðumaður þingsins, og telja margir, að honum ha.fi' nú örugglega tekizt það. Ölvun við akstur. Um helgina var einn maður tekinn fastur vegna gruns um ölvun við akstur. Vörður ræðir skattamálin. Fnnduriim hefcl kl. 8.30 í kvöld. Búast má við fjölmenni á almennum Varðarfundi, sem haldinn verður í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld. Landsmálafélagið heldur á- fram þeirri stefnu sinni frá fyrri árum að gangast fyrir fundum öðru hverju, þar sem rædd eru ýmis þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni og varða allan almenning. Að þessu sinni verða skáttamálin til umræðu, en þau eru vita- skuld mjög umdeild, og telja flestir þörf breytinga á núver- andi skattalöggjöf, enda er gert ráð fyrir endurskoðun skatta- iöggjafarinnar í máleínasamn- ingi ríkisstjórnarinnar. Sigurbjörn Þorbjörnsson skrif stofustjóri, sem er í nefnd þeirri er á að endurskoða skattalög- in, mun reifa þetta mál í kvöld, og ræðg ályktun síðasta lands- fundar Sjálfstæðisflokksins og þau áhrif, sern hún hefði á nú- gildandi skattalöggjöf. Gísli Jónsson alþm. mun koma á fundinn, en hann á sæti í milliþinganefnd í skattamál- um. Geta fundarmenn komið á framfæri fyrirsþurnum um ýmislegt í þessu sambandi. Fundurinn hefst kl. 8.30 og munu sjálfstæðismenn vafa- laust fjölsækja hann. unmni um, Síðan hefur það gerzt, að ráð- stjórnin rússneska hefur sent Vesturveldunum orðsendingar, og mótmælt ákvörðunum þeirra varðandi A-hlutann. Telur hún þær freklegt brot á friðarsamn- ingunum, og að hún muni leiða til aukins ágreinings milli þeirra ríkja, sem málið skipti mestu, auk þess sem friði og öryggi al- mennt geti stafað hætta af. Það vekur að sjálfsögðu enga undrun, að ráðstjórnin hefur séð sér leik á borði enn á ný til þess að reyna að hafa af- skipti af þessum málum, og ætla menn, að valdhafarnir í Kreml muni lítt harma, ef skref Breta og Bandaríkjamanna yrði til þess að spilla samvinnu Júg- óslava og lýðræðisþjóðanna. í brezkum blöðum í morgun kemur m. a. fram sú skoðun að ákvörðunin um afhending, Tri- es.te beri lítilli stjórnkænsku vitni. Daufar undirtektir í Washington. En tillaga Titos virðist ætia að fá daufar undirtektir í Was- hington. Talsmaður utanríkis- ráðuneytisins sagði í gærkveldi, að auðsætt væri, að fyrir Tito vekti að draga málið á langinn, og' gaf í skyn, að Bandarikja- stjórn mundi ekki geta fallist á nýjan fund. Uppþot í Belgracl. í Belgrad rúddist múgur manns í gær inn í upnlýsir.ga- 'skrifstofur Breta og Banda- ríkjanna og braut allt, sem hönd á festi. Yfirmaður bandarísku skrifstofunnar meiddist svo, að það varð að flytja hann í sjúkra hús, en ekki munu meiðsl hans hættuleg. í dag er lögregluvórð- ur við skrifstofurnar. Júóslavar héldu í gær áfram að flytja herlið til B-hlutans. Sýning á lit- prentunuim. Sýning á litprentuðum lista- verkum verður opnuð í Lista- vinasalnum kl. 2 í dag. Sýndar verða 80 myndir af frægum málverkum, allt frá gömlu meisturunum E1 Greco, Goya og Rembrandt og aftur til jmpressionistanna Cezanne, Manet, Van Gogh o. fl. Myndirnar eru afburða vel prentaðar, flestar gerðar í Sviss og eru allar til sölu. Verð þeirra er 30—150 krónur. Sýningin er aðeins opin nokkra daga, dag- lega kl. 2—10. Apinn Joimy stríddi smiðunum í Austurbæjarbíó. í gær tekk liann .,buff og spælegg* og glettist vift viðstadda. Apinn Jonny, sem ætlar að skemmta bæjarbúum á Sjó- mannakabarettinum næstu daga, kom til bæjarins í fyrra- dag með Loftleiðavélinni Heklu og var ekið með viðhöfn í stórum sendiferðabíl til híbýla sinna í Austurbæjarbíó. Jonny kom hingað í stóru búri, enda talið tryggara, því að hann er gamansamur mjög. og gerir mönnum ýmsar glenn- ur, ef ekki er að gætt. í Austurbæjarbíó var strax tekið til við að smíða byrgi fyr- ir Jonny, en á meðan fékk hann að ganga laus. Þótti Jonny stríð inn við smiðina, hnuplaði frá þeim verkfærum og danglaði í þá með spítum og öðru lauslegu, en allt virtist þetta gert af gamansemi, því að Jonny er ■ geðgóður. ] f gær kynntist hann íslenzku | mataræði, og ekki af verri endanum, því að úr eldhúsi Þor valdar veitingamanns Guð- mundssonar fékk hann tvö steikt egg, buff, graut, banana og kaffi, en að máltíð lokinni krosslagði hann fæturna og kveikti sér í sigarettu og tók að hugleiða þetta kalda land, sem hann er kominn til. Sjón- arvottar segja, að hann sé sér- lega stríðinn við kvenfólk, og reyndi hann í gær að stríða stúlkunni, sem færði honum há- degisverðinn. Búast má við mikilli aðsókn ’ að kabarettsýmngunum, og er I rétt að geta þess, að til þess að forðast biðraðir, geta raenn pantað miða í sima 6056 kl. 1— j 10 daglega næstu daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.