Vísir - 14.10.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 14.10.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 14. október 1953 VÍSIR i an, áður en þeir skildu, var þeim orðið ljósara en áður, að Collier hafði falið son sinn einlivers staðar, og Close var enn sannfærðari en áður um það, að sú væri ástæðan fyrir því, að Anna hafði orðið honum að bana. „Hvers vegna heldur þú það af þeim sökum?“ spurði For- sythe eins og áður. „Þegar búið hefði verið að drepa hann, hefði ekki verið nein leið til þess að komast að því, hvar dreng- urinn væri niður kominn.“ „Hvernig veiztu, að hann hafi ekki sagt henni, hvert hann hefði farið með drenginn? „Þetta var heimskulegasta setning, sem eg hefi heyrt þig segja, og er þó áreiðanlegt, að þú ert með heimskustu mönn- um. Hefði hún vitað það, er áreiðanlegt, að hún hefði ekki hugs- að um annað en að ná drengnum aftur. Þú sást hana og tal- aðir við hana. Hún hefir enga hugmynd um, hvar drengurinn er niður kominn.“ En um það var ekki að villast, að drengurinn var týndur, og þetta laugardagskvöld var bókstaflega skorin upp herör innan borgarinnar, til þess að finna drenginn. Lögreglan hafði fengið að láni mynd drengsins frá ungfrú Warrington, og hún var send í óteljandi eintökum út um borgina, ásamt lýsingu, svo að hver lögregluþjónn gæti svipazt eftir honum. Forsythe fannst sunnudagurinn aldrei ætla að líða til kvölds. Anna Collier hafði fengið sótthita, svo að enginn fekk að líta inn til hennar. Forsythe var því heima um daginn, stikaði lengstum fram og aftur um setustofuna og reyndi að finna lausn gátunnar. Hvers vegna hafði Collier telcið drenginn og falið hann? Hvað g'ræddi hann á því að gera það? Hafði hann ætlað að nota drenginn eins og vopn á Önnu — til þess að neyða hana til að gera eitthvað gegn vilja hennar? Til þess að neyða hana til þess að taka féð úr bankanum eða þá einhvern hluta þess? Það mundi tákna, að hann vissi um tekjur Önnu, ekki aðeins að hún ætti nokkurt fé á vöxtum heldur jafnvel og, hversu mikið fé henni hafði áskotnazt síðustu árin. Það var útilokað, að bankinn hefði gefið Collier nauðsynlegar upplýsingar í þessu efni, en ungfrú Simmons hafði getað gert það. Ef til vill ef einhverri þvingun var beitt við hana, eða af því að þau höfðu, þokkahjúin, gert eitthvert bandalag sín á milli. Þó taldi Forsythe ekki sennilegt, að síðari tilgátan væri rétt. Hún hafði látið skoðun sína á Collier óhikað í Ijós. En það gat líka verið, að hún vissi eitthvað um drenginn. Hann rifjaði það upp, sem gerzt hafði daginn áður, þegar hún hafði ekið á eftir honmn til Danbury. Setjum svo, að Collier hefði hótað að stela Billy og sagt henni frá því? Hvert yrði þá fyrsta skref hennar, þegar hún hefði fengið að vita um það, að Collier hefði verið myrtur? Að kom- ast að því, hvort drengnum væri óhætt, hugsaði hann, og honum flaug í hug, hvort hún hefði kannske verið í grenndinni þegar hann og Eliza fóru frá Danbury, án þess að hafa drenginn með sér. Þá mundi hún vita, hvernig komið væri, hugsaði hann. Þá gat vel verið, að hún hefði verið alveg að sturlun komin, þegar hún kom aftur til borgarinnar. Forsythe gerði sér grein fyrir því, að hann yrði að hafa tal af henni, en hann hafði aðeins getað fundið skrifstofu hennar í símaskránni. Hann gerði tilraun til þess að ná sambandi við hana þar, en það bar engan árangur. Frá lögreglunni bánist engar fréttir. Close var ekki í skrif- stofu sinni og þegar komið var fram að hádegi, tók Forsythe bíl og ók til lögreglustöðvarinnar við Centre-stræti. Allt hafði verið á ferð og flugi þar daginn áður, en nú hvíldi einhver sunnudags- kyrrð yfir lögreglustöðinni. Þó var nóg að gera í deild þeirri, sem hélt uppi spurnum eftir horfnu fólki. En þegar Forsythe tókst loks að hafa tal af þreytulegum lögregluforingja, sem sat þar við skrifborð sitt, varð lítill árangur af fyrirhöfn hans. Það var hverju orði sannara. „Collier-drenginn?“ svaraði lögregluforinginn. „Nú, við er- um svo sem að rannsaka það mál. En það er nú einu sinni sunnu- dagur í dag. Fólk heldur sig heima við í dag. Jafnvel börnin eru ekki mikið á ferli úti við, enda er líka enginn skóli opinn í dag. Svo er líka það að athuga, að drengurinn hefir ef til vill alls ekki verið fluttur til borgarinnar. Sahrkvæmt því, sem m TVÍBURAJÖRÐIN — eftir Lebeck og Wiiliams, COULP IT BE P055I3LE, ÍAISS VAMATHATTHE J MV T WOMENOP ^—''PEOPLE TESKA ARE \ HAVE NO ■* PLANNINSTO / ff ASSKES5IVE INVAPE US ? J SL INTENTIONS. IP THEV ALL LOOK LIKE VANA, WHAT WOULP BE WRONS WITH ^ (that,chief? J ON THE CONTKARV, THEV’ FtARTHAl YOU HEKE AKE A TMPEAT TO THEM NOW THAT YCUK SCIENTISTS ARE - BEGINNINS TO PLAN TME SM BUILPINS OF SPACE SHIP5/ Jg. IF THIS WEREN'T x A PHOTOSKAPH TAKEN 0Y OUR OWN TECHNICIANS, . I WOULPN'T ^ T BELIEVE IT/ Yfirmaðurinn: Ef þetta væri ekki mynd, tekin aif okkar eig- in sérfræðingum, þá mumdi eg alls ekki trtia þessu. Gæti það verið ungfrú Vana, að.konurnar a Tvíburagörðiniii.. vi hefðu í hyg’gju að gera innrás á jörð- ina? Vana: Þær hafa ekki í hyggju að hefja árás. Garry: Ef þær eru aliar jafn laglegar og Vana, hvað væri þá við það að athuga? ,Vana: Þvert á móti„ þá óttast þær frekar yfirgang af ykkar hálfu, nú þegar þið eruð að ráðgera smíði fljúgandi i varð- stöðva. Veðúrhoríur. Faxaflói: Austan og norðaust- an hvassviðri eða stormur í dag með slyddu og síðan rigningu, en hvass eða allhvass sunnan og suðvestan skúrir í nótt. Þetta var m. a. í bæjarfrétt- um Vísis hinn 13. október 1918: Cíhu Aimi iar.... Dökk mikið úrval. GEFJUN - iÐUNN Margt manna hafði farið héðan úr bænum á bifreiðum austur á Kamba- brún í gær og í gærkvöld til þess að sjá gosið betur, en munu lítið hafa haft upp úr því. Ingólfur, Faxaflóabáturinn, er nú koni- inn á flot aftur og aðgerð lolcið á 'honurn. Fór hann í gær út í flóann til að reyna vélarnar og veit Vísir ekki betur en að ferðin hafi gengið vel. „Trilby“, leikurinn, sem Leikfélag Reykjavíkur lék hér um áriS, er nú sýndur í kvikmynd í Gamla Bíó þessi kvöldin og mun mönnum vera forvitni mikil. á að sjá hann þar. Fjórir menn leika á hljóðfæri meðaJi á sýningu stendur, þeir Bern- burg (fiðla), Reynir Gíslason. (píanó), Torfi Sigttmndsson (clarinett) og Þórhallur Ártia- son (cello). < . ■, /, -.j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.