Vísir - 14.10.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 14.10.1953, Blaðsíða 8
- VtSIR er ódýrasta blaðiS og þó það fjöl- I i s X 1 1 im— r— /Wtrn IIH □■RBi 19. hven mánaðar fá blaðið ókeypis tíl breyttasta. — Hringið í sím& 1660 og geriat minaðamóta. — Sími 1660. «APAII» áskrifendur. Miðvikudaginn 14. október 1953 Dawson hefir mikii fram- tíðaráform á prjónunum. Gerir samning við Selfridges o. fl. stórfyrirtæki um dreifingu. Enka blaðið „The Fishing tNíews“ lætur sér tíðrætt tun Oawson og löndunarbannið, og 'íyrir skenunstu flutti blaðið grein, sem fjallar um framtíð- aráform Dawsons, og nefnist liún „Dawson thinking far ahead“. Segir þar á þessa leið: ,,Dawson er nú ekki aðeins að velta því fyrir sér, hvernig hann eigi að rjúfa löndunar- bannið, heldur er hann með ýmis nýstárleg áform á prjón- unum um umbætur á fiskverzl- uninni. Víða virðist hann langt á undan sinni samtíð, og vafa- laust mun nokkur tími líða, þar til hann kemur þeim í fram- kvæmd. Staðfestar hafa verið fregn- ir um, að stórfyrirtækin Self- ridges, Lewis’s og Manchester Co-op muni taka við fiskinum og dreifa honum þegar eftir löndim. Gekk Dawson sjálfur frá þeim samningum, er hann' var í Grimsby á dögunum. For- mælandi Dawson, Ernest Beckett tjáði „Fishing News“, að undirbúningi öllum miðaði ágætlega, og allt yrði í full- komnu lagi innan hálfs mán- aðar“. (Þetta var um mánaða- mótin). Þá sagði Beckett ennfremur: Fulltrúi British Railways hefur ábyrgzt, að við fáum járn- brautarvagna, sem senda má hvert sem er á Bretlandi. Við fáum vagna undir hvaða fisk- magn sem er. ísframleiðslu- tæki Dawsons eru tilbúin, og unnt verður að anna allt að 5000 kittum á dag. Nægur mannafli hefur verið ráðinn. Þórarinn Olgeirsson, vara- ræðismaður íslands í Grimsby, hefur skýrt frá því, að fisk- magn það, sem landað sé í Þýzkalandi, sé samkvæmt samningum, og að í fyrra hafi íslendingar ekki getað landað þar öllu því magni, sem samið var um. Skýrt hefur verið frá því, að Dawson muni landa fiski í Hull líka, og að þar hafi hann tryggt sér aðstoð og samvinnu 100 kaupmanna, svo og verkamenn til þess að landa fiskinum. Loks segir „Fishing News“ frá því, að aðalísfélagið í Hull hafi samþykkt, að hver sá, er kaupi íslenzkan togarafisk meðan á löndunardeilunni stendur, skuli ekki fá keyptan ís. Getraunaspá. Úrslit síðustu getrauna- leikja urðu: Bolt. — Manch. C 2 ........ 1 Burnl. 1 -—• Portsm. 0 . . . . 1 Charlt. 4 — Blackp......... 1 Liverpool 6 — Ast. Villa 1 1 Manch. U 1 — Sunderl.O 1 Middl. 2 — Sheff Utd. 0 . . 1 Newc. 1 — Wolves 2......... 2 Prest. 1 — Card. 2......... 2 Sheff. W. 2 — Chelsea 0 . . 1 Tott. 1 — Ars. 4........... 2 WBA 4 — Hudd. 0 ........... 1 Fulh. 5 — Derby 2.......... 1 A næsta seðli eru þessir leik- ir: Ars. -—• Burnley 1 Ast. V. — Newc. 1 Card. — Tott. 1 Chel. — Middlesbro 1(X) Man City — Preston 1 Portsm,— Charlt.. (X)2 Sheff. Utd. — WBA 2 Sunderl. — Bolton 1(X) Brist. R. — Birmingh. 1(X2) Derby — West Ham 1 Linc. -— Nottingaham 1(2) Notts Co. — Ltíton 2 Útflutningur Faxasíldar hefst brátt. Útflutningur á Faxaslld hefst í lok þessa mánaðar og er gert ráð fyrir, að í þessum mánuði og byrjun næsta, verði fluttar út um 25 þúsund tunnur. Af þessu magni fara 20 þús. tn. til Rússlands og 5 þús. til Póllands. Hér er um fob-sölur að ræða og senda því kaupend- ur sjálfir skip eftir síldinni. Munu 3 skip flytja fyrrnefnt magn til Rússlands og 1 til Póllands. Eru það dönsk leigu- skip, sem flytja síldina, að því er blaðinu hefur verið tjáð. Göðar fundur Varðar uni skattamál. Utanríkisráðherrafundur í London í lok vikunnar. Bretar og Bandaríkj&menn að heýkja-st i Trieste-málinu. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Brezk blöð birta í morgun undir stórum fyrirsögnum frétt um það, að utanríkisráðlierrar þríveldanna komi saman til fundar á föstudag í London, að tilmælum Edens, til þess að ræða lieimsvandamálin, og Or- yggisráð SÞ. kemur saman til þess að ræða kröfu Rússa um að taka fyrir Triestemálið. Það mál vérður sennilega aðalmálið á utanríkisráðherrafundinmn. Tekið er fram, að slíkir fund- I V Skilafrestur dagskvölds. er til fimmtu- Maður að nafni Wilhelm Beusemann og systur hans tvær héldu hátíðlegt 79 ára af- mæli sitt nýlega. Systkinin em elztu þríburar álfunnar. Þau eiga heima í þorpinu Reilingen, skammt frá Liineborg í Þýzka- landi. Norski stjérnarflokkurmn fékk 78 þingmenn af 150. Kommúnistar komnir niíur í 5% af greiddum atkvæium. Lokatalningu við norsku Stórþingskosningarnar er enn ekki lokið, en vitað er með vissu, að Verkamannaflokkur- inn heldur örugglega meiri- hluta í þinginu. Þessar tölur um úrslitin munu mjög nærri lagi: Hægri flokk- urinn 309 þús. atkv. (291 þús.), 18.2%, 26 þingmenn. Bænda- flokkurinn 156 (105), 9.3%, 14 þingmenn. Kristilegi þjóðflokk- urínn 178 (146), 10.5%, 14 þingmenn. Vinstri flokkurinn 164 (221), 9.8%, 15 þingmenn. Verkamannaflokkurinn 787 (762), 46.6%, 78 þingmenn. Kommúnistar 83 (95), 5%, 3 þingmenn, Er því sýnt, að Verkamanna- flokkurinn, sem farið hefur með stjórn í Noregi síðan árið 1935, heldur örugglega velli, og hefur heldur bætt við sig atkvæðum. Hægri menn mega vel við una, svo og Kristilegi Þjóðflokkur- inn og Bændaflokkui'inn, en Vinstri menn hafa goldið mik- ið afhroð í kosningunum, og enn hefur saxazt á fylgi komm- únista, sem var mjög lítið fyr- ir. Nú fengu kommúnistar að- eins 5% af greiddum atkvæð- um, en árið -949 höfðu þeir 5.7%. Hins vegar fá kommún- istar nú 3 þingmenn vegna breyttrar kjördæmaskipunar, en höfðu engan fyrir, enda þótt fvlgi þeirra hafi hrakað tölu- vert. Vörðuv efndi í gær til fund- j ar um skattamál og var hann mjög fjölsóttur og fróðlegur. Birgir Kjaran hagfræðingur, formaður Varðar, setti fundinn | og minntist í upphafi biskups- ins yíir. íslandi, herra Sigur- j geirs Sigurðssonar, er hafði andazt þá um dáginn, og vott- uðu fundarmenn honum virð- ingu sína. Síðan var tilkynnt, að 136 menn hefðu sótt um inn- göng'u í félagið og' voru þeir samþykktir. Að því búnu flutti Sigurbjörn Þorbjörnsson ræðu um skatta- mál, og gat þess m. a., að skatt- þunginn væri framtaki og at- hafnaþrá fjötur um fót, enda skattstigar allir úr jafnvægi vegna breytinga á efnahag þjóðarinnar. Nefndi hann síðan glögg og fróðleg dæmi um þetta. Almennar urriræður voru að ræðu Sigurbjörns lokinni. SkiEíðw opitin eftur. KoHhtu-skurðurinn gríski hefir verið opnaður eftir að hann tepptist af völdtun skriðu- falla. Þegar landskjálftarnir urðu á jónísku eyjunum fyrir nokkru hrundi svo mikið ofan í skurð- inn úr' bökkunum, sem eru mjög háir, að það varð nokk- urra vikria verk að opna hann, Churchill ræður til hvíldar. Butler fjarmálaráðherra mun nú taka sér hvíld frá störfum — ekki að læknisráði, því hann er fílhraustur — held ur að ráði Churchills. Churchill mun hafa ráðið honum til þessa, vegna þess að Butler hefur orðið að leggja mjög hart að sér við störf ur.d- angengna mánuði. ir séu haldnir, er þurfa þykir og hafi hinn seinasti verið hald inn í júlí í Washington, og sat Salisbury lávarður hann fyrir jBreta, vegna veikinda Edens. Brezku blöðin segja, að Tri- | estedeilan eigi að sitja fyrir. j Raddir heyrast um það í brezk- ; um blöðum, að Bretar og Banda j ríkjamenn hafi farið ram- skakkt að Triestemálinu að undanförnu. Talsmaður brezka utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær, að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu aldrei ætlað að hafa her- lið í Trieste ótakmarkaðan tíma, en hins vegar hafi ekkert verið ákveðið enn uin, hvenær það verði flutt burt. Er þetta skilið svo, að farnar séuaðrenna tvær grimur á Breta og Banda- ríkjamenn að kveðja burt her- liðið með þeim hætti. sem boð- að var á dögunum, en þá var látið í það skína, að herliðið yrði flutt burt eigi síðar en uni áramót. Var þá að vísu gert ráð fyrir, að báðir áðilar myndú sastta sig við aðgerðir þeirra. Enn uppþot í Belgrad. Yfirvöldin í Belgrad hafa neyðst til að tjá Bretum og Bandaríkjamönnum, að þau geti ekki ábyrgst öryggi i upp- lýsingaskrifstofum þeirra í borginni, meðan hugir manna séu æstir og í uppnámi, sem nú. Fólk, sem vann í skrifstofuh- um, varð fyrir meiðingum £ gær, er múgurinn æddi þar inn enn að nýju. Úr brezku skrif- stofunum höfðu menn burfc með sér kvikmyndir, blöð og bækur. Uriu saupsáttír og vörpuðu drykkjufélaganum á dyr. Lögreglan varð í nótt var tilkynnt á lögreglu varðstofuna að illa á sig kom- inn maður, sennilega vegna ölvunar, lægi úti á götu í Vest- urbænum. Lögreglan fór á staðinn og hjálpaði manninum. Hafði hann áður um nóttina verið að skemmta sér þar í tilteknu húsi en missætti komið upp í hópnum sem lyktaði með því að þessum náunga hafði verið fleygt á dyr og hafði hann í á- tökunum hlotið áverka á and- litið. Skemmtifélagar manns- ins voru farnir af staðnum þeg- ar lögreglan kom á vettvang. T4rekstrar. Nokkrir árekstrar urðu hér í bænum í gær. rdegis í gær, eða um 9 leytið, hafði verið ekið á bíl sem stóð mannlaus á Grandagarðinum og skemmd- ist hann talsvert. Sá sem á- rekstrinum olli ók á brott án þess að tilkynna um árekstur- inn, en grunur féll á ákveðinn bílstjóra. Aðrir árekstrar í gær og gær kveldi urðu á mótum Grundar- stígs og Spítalastígs, Vestur- götu og Grófarinnar og á rriót- um Grjótagötu og Garðastræt- is, en enginnn þeirra varð neitt að hjálpa iionuiu. sögulegur og ekki talið að um Vísitákn 157 st. Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. október s. 1. og reyndist hún vera 157 verulegar skemmdir hafi verið' stig, (Frá viðskiptamálaráðu- að ræða. neytinu). Fiskherzla í ár fimm sinn- um meiri en í fyrra. Afli við ágústlofe heldur meiri en sl. ár Fiskaflinn í ágúst 1953 varð alls 25.770 smál. þar af síld 17.248 smál. Til samanburðar má geta þess að í ágúst 1952 val'ð fiskaflinn 27.133 smál., 'þar af síld 8.333 smál. Fiskaflinn frá 1. janúar til 31. ágúst 1953 varð alls 268.368 smál., þar af síld 48.572 smál., en á sama tima 1952 var fisk- aflinn 247.633 smál., þar af síld 16.191 smál. og 1951 var aflinn 307.150 smál.vþar af síld 71.589 smál. Hagnýting' þessa afla var sem hér segir (til samanburðar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1952): ísaður fiskur (21.182) smál. Til frystingar 68.760 sm. (102.336) smál. Til herzlú 71.299 sm. (14.037) smál. Til söltunar 77.105 (87.019) smál. í fiskimjölsvinnslu 306 sm. (6.141) smál. Annað 2.326 sm. (1.727) smál. Síld til söltunar 23.006 smáL (6.653) smál. Síld til frystingar 6.805 smál. (4.633) smál. Síld til bræðslu 18.761 smál. (3.861) smál. Síld til annars (54) smál. Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að und- anskildum þeim fiski. sem fór til fiskimjölsvinnslu, en hann er óslægður. Skipting aflans milil veiði- skipa til ágústloka verða: Bátafiskur 170.185 smál., þar af síld 47.614 smál. Togara- fiskur 98.183 smál. þar af síld. 958 smál. — Samtals 268.368 smál.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.