Vísir - 16.10.1953, Síða 1

Vísir - 16.10.1953, Síða 1
43. árjr. Föstudaginn 16. október 1953 236. tbl. Frá Irafossvirkjunninni, er hún var nær fullgerð. (Myndina tók Haraldur Teitsson). Sögulegur ítðalfundur Loftleiða h.f. í gær. Xv síjóiii kjörin.- félagid lirggst kaupa nvja luillilandavél. Vitað var til að nokkurra tíðinda myndi draga á aðal- i'undi Loftleiða h.f., sem hald- inn var í gær, enda var fund- urinn geysif jölmennur, og allur hinn sögulegasti. Um eða yfir 200 hluthafar sóttu fundinn, sem stóð í fullar 12 klukkustundir, eða frá kl. 2 síðdegis í gær til jafnlengdar í nótt. Lyktaði fundinum með því, að ný stjórn var kjörin, en enginn þeirra, sem áður áttu sæti í stjórn félagsins, á þar sæti nú. Það er í almæli, að átök hafa átt sér stað innan Loft- leiða undanfarið, annars vegar stjórn félagsins, en hins vegar iangflestir starfandi flugmenn télagsins og aðrir starfsmenn. Var því sýnt, að sverfa myndi til stáls á fundinum. — Fund- arstjóri var kjörinn Jón P. Emils lögfræðingur með rúml. 6500 atkvæðum, en Páll S. Pálsson framkvæmdastj., fékk tæp 5000 atkvæði. Leiddi þessi atkvæðagreiðsla strax í ljós, hver yrði ofan á í átökunum, flugmennirnir eða stjórnin. Á fundinum voru fluttar skýrslur um hag félagsins og rekstur á liðnu ári, en var af þeim ljóst, að taprekstur reynd- ist um 488 þúsund krónur. Síðan fóru fram almennar umræður um hag félagsins, rekstur og framtíðaráform, og urðu þær mjög harðar á köfl- um. Þessir tóku m.a. til máls: Kristján Guðlaugsson hrl., Sig- urður Magnússon kennari, Gústaf A. Sveinsson hrl., Páll S. Pálsson framkv.stj., Alfreð Elíasson flugstjóri. Sveinn Benediktsson forstjóri, Kristján Jóh. Kristjánsson forstjóri og Hjálmar Finnsson framkv.stj. Á fupdinum fór fram leyni- leg atkvæðagreiðsla um það, hvort stjórninni væri heimilt að nota atkvæði þau er felast i hlutabréfaeign félagsins sjálfs, 1031 að tölu. Neitaði fundurinn þessu með 6517 atkvæðum gegn 4986. Bað fundarstjóri þá Kristján Jóh. Kristjánsson, formann félagsstjórnar um að afhenda atkvæðin, en hann neitaði því, og voru atkvæði þessi siðan notuð við stjórnar- kjörið. Síðan var ný stjórn kjörin í Loftleiðum, óg eiga þessir menn nú sæti i henni: Kristinn Olsen flugstjóri, hlaut 6726 atkv., Alfreð Elíasson flugstjóri, 6700, Kristján Guðlaugsson hrl., 6530, Ólafur Bjarnason 6428 og Sig- urður Helgason, 6254. í vara- stjórn, án mótatkvæða, voru þeir kjörnir Sveinn Benedikts- son og Einar Árnason flugmað- Frh. a 8. síðu. * >> Forseti Islands setur vél Ira- fossvers í gang kl. 3,15 í dag. TiHtgufoss afhent ur þ. 28. þ.m. Tungufoss, hið nýja skip Eimskipafélag íslands, verður formlega afhent félaginu 28. þ. m.— Eyjólfur Þorvaldsson, áður skipstjóri á Selfossi, verður skipstjói'i, og' 1. vélstjóri Albert Þorgeirsson. Þeir eru báðir fyr- ir all-löngu farnir til Dan- merkur, en skipið er smíðað í Höfn, eins og fyrr hefur verið sagt frá hér í blaðinu. Að'rir yfirmenn á Tungufossi verða: 1. stýrimaður: Jón Steingrímsson, 2 stýrimaður: Ásgeir Sigurðsson, og 3. stýri- maður Hannes Hafstein. — 2. vélstjóri verður Bjarni Jóns- son, 3. vélstjóri Vilhjálmur Jónsson, og 4. vélstjóri Sverrir Jónasson. — Loftskeytamaður verður Hafsteinn Einarsson, en bryti Björvin Magnússon. Kostna&ur vib írafossvirkjun um 193.540.000 kr. í yfirliti um stofnkostnað írafossstöðvarinnar (útreikn- uðu samkvæmt bókfærðum kostnaði pr. 31. ágúst 1953), segir að kostnaður hafi orðið samtals kr. 193.540.000.00. Þar af var Evrópugjaldeyrir 33 millj. 50 þús., dollaranotkun 64 millj. 800 þ. og innlendur kostnaður 95 millj. 681 þús. kr. Almennur kostnaður (innl.) yarð samtals 15 millj., bygging aflstöðvar við írafoss 55.5 millj., bar af innl. kostnaður 30 millj. 481 þús., rafalar 13 millj. 365 þús., þar af innl. k. 3 millj. 501 þ., túrbínur 9.3 millj., þar af 3.5 millj. innl. k., rafbúnaður í aflstöð 25 millj. 550 þ., þar af innl. k. 7 millj., háspennulína 18 millj. 231 þ., þar af innl. kostnaður 10.6 millj., aðal- spennistöð við Elliðaár 17 millj. 945 þ., þar af innl. kostnaður 6.6 millj. kr., bæjarkerfi í Reykjavík 16 millj. 540 þús., þar af innl. k. 9.1 millj., aðal- spennistöð, austurbær 8 millj. 992 þús., þar af innl. kostnaður 3 millj. 250.000. Eru hér aðeins taldir liðir, sem nema samtals yfir 5 millj. kr. Skærur á landa- mærum Israels. London. (A.P.). — Vopna- hlésnefndin í Palestinu hefir að rannsökuðu máli fundið ísraelsmenn seka um árásir á 3 þorp á landamærum Israels og Jodaníu. Biðu þar 42 menn bana. Jórdaníumenn kærðu yfir árásinni. Réðust ísraelmeim á þorpið vopnaðir vélbyssum og sprengjum. Eyðilögðust að meira eða minna leyti nokkur hús. Nefndin sendi menn á vett- vang til rannsókna. Um 300 gestir — eins margir og íyrirgeta komizt — verða viðstaddir. Lvsing á þessu mikla maxmvirki. í dag verður írafoss-stöðin við Sog tekin í notkun o" er með þessari viðbótarvirkjun Sogsins náð miklum áfanga i sögii virkjunarframkvæmda hér á landi. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, opnar stöðina með því að setja fyrri véla- samstæðuna í gang. Hátíðleg athöfn fer fram Churchill fær IMóbeKsverðlaun. ■ Fregnin um, að Sir Winston Churchill hafi hlotið bók- menntaverðlaun Nobels í ár, hefir vakið alheimsathygli. Sir Winston kveðst munu fára til Stokkhólms til þess að taka við verðlaununum, geti hann því við komið veg'na em- bættisa.nna. ; J*|j2i stöðinni og hefst hún kl. 3.15 að viðstöddum raforkumála- ráðherra, borgarstjóra Reykja- víkur og um 300 gestum, eða eins mörgum og rúm er fyrir. Tilhögun er áformuð sem hér segir: Gestir eiga að hafa safnazt saman í stöðinni kl. 3 e. h., en kl. 3.15 gengur forseti íslands, ásamt forsetafrúnni, inn í stöð- ina, og setur fyrri vélasam- stæðuna í gang, sem að ofan segir, en ræður flytja borgar- stjóri Reykjavíkur Gunnar Thoroddsen, og raforkumála- ráðherra, Steingrímur Stein- þórsson. Að athöfninni í stöðinni lok- inni verður gengið til mötu- neytisins og verða þar bornar fram veitingar. Þar flytur Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri þakkarorð til allra þeirra. sem stuðlað hafa að því< að þessum merka áfanga er náð, en verktakar og aðrir, er þess óska, munu bera fram árnað- aróskir. Stjórn Sogsvirkjunarinnar hefir gefið út bækling um virkjun írafoss og fer hér á eftir útdráttur úr honum: Ætla að vera 50 daga á flugi. N. York (AP) — Tveir am- erískir flugmenn ætla að reyna að vera samtals 1200 klst. á flugi í „sport“fIugu. Hafa þeir áður gert þrjár til raunir til þess að vera svo lengi á flugi, en mistekizt af ýmsum ástæðum. Nú ætla þeir að „duga eða drepast“, og' eru búnir að vera 22 daga á flugi — af 50. Þeir fljúga í grennd við Salt Lake City. Lýsing mann- virkisins. Fallhæðin. írafosstöðin hag- nýtir 38 m. fallhæð í Sogi. Er þessi fallhæð fengin með því að stífla upp farveg Sogsins fyrir ofan Irafóss, þannig að sama vatnsborð fæst þar og í frá- rennslisskurði Ljósafossstöðv- arinnar, og hefur raunar vatns- borðið verið hækkað um 20 cm. með stíflunni frá því. Neðra vatnsborðið er fengið með því að grafa skurð og göng úr farvegi Sogsins spölkom neðan við Kistufoss, þar sem vatnsborðið í Soginu er 26 m. yfir sjó og lárétt inn að stöðv- arhúsinu, sem sett er austan- vert við Írafossstífluna. Stíflan liggur þvert yfir far- veg Sogsins frá austri til vest- urs, 160 m. á lengd. Er í henni ísop með loku austast við aust- urbakkann, en þar fyrir vestan þrjár botnrásir með lokum. Yfir þeim og ísopinu er byggt hús með vélum og vindum fyrir lokumar. Fyrir vestan botnrásirnar eru þrjár yfirfallsgáttir með stilli- lokum, sem hægt er að stilla úr stöðinni og halda tilteknu vatnsborði. 50 tenm. rennsli á vélasamstæðu. Inntakið. Þvert á stífluna á austurbakka farvegarins og á- fast við hann eru inntaksþrær stöðvarinnar. Eru þær þrjár, ein fyrir hverja vélasamstæð- una, hver um sig ætluð til að taka við allt að 50 tenm. rennsli á sek. Yfir þrónum er hús fyrir inntakslokur og vindur þeirra Frh á 5. s.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.