Vísir - 17.10.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 17.10.1953, Blaðsíða 7
Laugardaginn 17. október 1953 V í S IR Sapan hverju sinni, hvort hann væri með t'réfót, og það munaði eigin- lega engu, að hún ræki mér utan undir. Þau höfðu það þannig, að hún fór í bifreið sinni og hitti hann, og svo losaði hún sig við hann, áður en hún kom heim.“ Forsythe réis nú á fætur. „Þér haldið ekki, að hún sé í skrif- stofunni?“ spurði Hann. „Á sunnudegi? Mér finnst það mjög ósennilegí,“ sagði' frú Hicks nokkuð í vafa. „Þar að auki hefir hún ekki -umböð fyrir neinn þeirra útvarpsþátfa, sém fluttir eru á sunnudögum. - Þér vitið sjálfsagt, að hún starfar með útvarpsstöðvunum. Hún er umboðsmaður.“ „Mér hefir skilizt það. En það er kannske. rétt að eg gangi við I skrifstofunni hennar,“ mælti Forsythe. „Það er ósennilegt, að hún sé þar, en ef hún er þar og allt er í lagi með hana, þá skal það ekki bregðast, að eg láti yður vita.“ Konan- virtist þakklát, þegar Forsythe bauð góða nótt og fór leiðar sinnar, en sjálfur var hann hinn tortrvggnasti. Þegar hann hafði átt tal við Mörthu Simmons, hafði hún ekki minnzt á það einu orði, að hún ætlaði að fara úr borginni. Hvað hafði komið fyrir síðan, til þess að breyta fyrirætlunum hennar? Honum flaug í hug, hvort hún væri kannske hrædd við eitt- hvað. Eða var hún svo illiléga flækt í Collier-málið, að henni var nauðugur einn kostur að forða sér? Með öðrum orðum —- hafði hún ætláð séf að drepa Collier og hæft Önnu í misgripum? Þegar hann var kominn út á horn á götunni, náði hann í leigu- bíl og ók nú til byggingar þeirrar, sem ungfrú Simmons hafði skrifstofu sína í, enda þótt hann gerði sér ekki miklar vonir um að finna hana þar. Honum til talsverðrar undrunar hleypti varðmaðurinn honum inn mótmælalaust. Það virtist greinilegt, að útvarps- éða sjónvarpsdagskrá væri í framkvæmd í bygg- ingunni, og fólk flykktist þángað. En þegar hann kom að skrif- stofu ungfrú Simmons, var þar allt í svartamyrkri, og hann heyrði ekkert til mannaferða, þegar hann barði að dyrum. Honum fannst hann vera dálítið kjánalegur útlits, þegar þvotta- kona, sem átti leið um ganginn, nam staðar og virti hánn fyrir sér. „Hún er áreiðanlega ekki við,“ sagði þvottakonan. „Hún kem- ur aldrei á kvöldin, og sízt á sunnudögum. Hún er ekki eins og allir aðrir, sem starfa við útvarpsstöðvarnar. Það er ekki svo, að maður fái fríkvöld svona við og við.“ Hún gekk leiðar sinnar með fötu sína og skrúbbu, og For- sythe stóð nokkra hríð fyrir framan skrifstofudyrnar. Hann vissi ekki, hvað það var, sem olli því, að hann tók um hurðar- húninn og sneri honum, en hitt var víst, að hurðin opnaðist samstundis og hann sá inn í myrka skrifstofuna. Hann seildist inn fyrir dyrakarminn, fann rafmagnsrofann og kveikti. Fremri skrifstofan var auð og mannlaus, eins og hann hafði séð hana áður. Að aðalskrifstofan eða sú, sem ung- frú Simmons virtist nota fyrir einkaskrifstofu, var einnig í myrkri, en úr því að Forsythe var kominn þarna, ætlaði hann að skoða skjalasafn ungfrúarinnar. Hann fann rofann við dyra- stafinn, kveikti og fór inn fyrir. Það rann upp fyrir honum á augabragði, að einhver hefði komið þarna á undan honum. Peningaskápurinn og skjalaskáp- arnir, sem voru úr stáli, stóðu galopnir, og ein af skjalamöpp- unum lá opin á skrifborði ungfrú Simmons. Það var ekki fyrr en hann hafði litazt um sem snöggvast og tekið eftir þessu, að hann kom auga á ungfrú Simmons. Hún lá á gólfinu, að nokkru leyti bak við skrifbórðið sitt og hún var dáin. Átfundi kafli. Forsythe heyrði ekki til ræstingakonunnar að baki sér, er hann kraup við hliðina á líkinu. Hann hafði ekki hugmynd um að hún væri .þar, þangað til hún hljóp hrópandi út :úr skrifsfof- unni, með aúgún uppglennt af hryllin'gi Ög rak upp hvert veinið á fætur öðru. Þegar Forsythe leit upp, skynjaði hann óljóst, að fleiri ræstingakonur stóðu í hnapp í dyrum fremxi skrifstofunnar og að einhver þeirra kallaði hástöfum, að þáð þyrfti að ná í lögregluna á stundinni. Forsythe var ekki enn búinn að átta sig, þótt hann skynjaði allt þetta. Hann gerði sér þó grein fyrir því, að ungfrú Simrri- ons hafði verið myrt fyrir skemmstu. Ekki svo að skilja, að liann hefði neina reynslu til að dæma um slíkt, en harm fann,- að líkið var enn volgt, en þegar hann tók um úlnlið hennar, til þess að aðgæta, hvort hann fyndi æðasláttinn, var handlegg- urinn máttvana. Aðeins eitt. var greinilegt, að hún hafði verið kyrkt, því að liturinn á andditinu sagðl greinilega frá því. Og hann.þurfti ekkf annað en að þreifa. sem snöggvast til, að finna stálvírinn um hálsinn á henni. Fyrstu lögregluþjónarnir, sem komu á vettvang, voru mjög tortryggnir, þegar þeir komu inn í skrifstofuna. Þem ráku hóp- MSúmmsm íöi Getum tekið að okkur allskonar húsasmíði, innréítingar og aðra trésmíði. Upplýsingar í síma 5619. jjó£sápuna Frá UMFIs Stofnun æskulýðs- ráðs her á landi. Sámbandsráð U.M.F.Í. liefur ákveðið að kjósa 5 manna nefnd til bess að undirbúa norfænt æskulýðsmót, sem haldið verð- ur hér á landi að sumri. Á fundi sambandsráðs Ung- mennafélags íslands í byrjun þessa mánaðar var Ungménna- sambandi Eyjafjarðar falið að athuga möguleika á því að lands .mót U.M.F.Í. 1955 verði haldið á Akureyri og það. taki að" sér undirbúning þéss. , Skorað var á Alþingi það, sem nú situr, að hækka fraih- lag sitt til íþróttasjóðs í 1% millj. kr. Allmargar ályktanir voru samþykktar varðandi starfsí- þróttir og þátttöku í þeim; m. a. voru héraðssa-mböndin hvötfc til þess að koma af stað starfs- keppni, og æskilegt talið- að U. M.F.Í. ráði sérstakan leiðbcin- anda í- starfsíþróttum. Fundurinn vill koma á æsku- lýðsráði hér á landi að hætti annarra Norðúrlandaþjoðá og vár samþykkt að athuga þétta mál nánar. Því, var beint til félagssám- taka landsins, skóla og aniiárra menningarstofnánna, að þau vinni að' því ötulléga að þjóð- lífið megi byggjast á hugsjón- um þjóðlegrar lífsskóðunar og lýðræðis; Ýmsar fleiri sam- þykktir voru gerðar. Nr. 6/1953. Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á kjötvörum: í heildsölu: Miðdagspylsur .... kr. 17.70 Vínarpylsur og bjúgu — 19.30 Kjötfars .............. — 12.80 í smásölu: kr. 19.80 pr. kg. — 22.70 ------ — 15.00------- Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 16. okt. 1953. VewöSagsskiriisÉoímn Skipstjóra og stýrimannaíélagið ,ALOAIM“ W heldur 60. aðalfund sinn, sunnud. 18. október klí 14 í Oddfellowhúsinu uppi. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. Lög féíagsins rædd. ö. fl. Félágsstjórnín. Uppboð sem auglýst var í 64., 65. og 66. tbl. Löghirtingablaðsins 1953, á húseignunum Smiðjustíg 5 o'g 5 A, hér í bænum, þingl. eign Önnu Pjeturss, Ástu von Jaden og Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis til slita á sameigninni, laugardaginn 24. október 1953, kl. 2% síð- degis. Uppboðshaldarinn í Réykjavík. Kristján Guðlaugsxon hæstaréttarlögmaður. Austurstræti S. Sfml 349f. Haustmót 3. flokks B. Valur og KR keppa til úr- slita í mótinu á morgun kl. 10.30 á Stúdentagarðsvell- inum. — Knattspyrriud. KR. Mig vantar íbúð, 1—2 her- bergi og eldhús, helzt sem fyrst. Reglusemi og skilvísi heitið. Upþl. í síma 1876 milli kl. 5 og t. NÝKÖMIÐ Kvenpeysur úr ull, Kvenpils Og Ullartreflar Verzl. Ásg. G. Gunnlaugssonar & Co. Austurstræti 1. súsundlr vita srS vœfan ftftgtH ■ ■ hrmcvrtTíTh' ■ frá’' •' ■ 3IGUIÍÞÖK Hafiiaistræti 4, Btargar gerðir fyrtrliagian >u

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.