Vísir - 19.10.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 19.10.1953, Blaðsíða 5
Mánudaginn 19 október 19a3. VÍSIR Merkasta hljóðfæraverksmiðja hebns aldargömul í dag. Hin heimsfræga hljóðfæra- verksmiðja Steinway & Sons í New York á aldarafmæli í dag, og verður þess minnzt með stórfelldum hljómleikum í Carnegie Hall í kvöld. Stofnandi verksmiðjunnar var Heinrich Engelhart Stein- weg, þýzkur píanósmiður (1797 —1871), er fluttist á miðjum aldri til Bandaríkjanna og breytti nafni sínu í Henry E. Steinwa.y. Ættmenn hans í Þýzkalandi fengust margir við hljóðfærasmíði, og enn lifir hið gamla nafn í nafni þýzku píanó- smiðjurnar Grotrian-Steinweg. Hinn 19. október 1853 lauk Henry Steinway við smíði fyrsta píanós síns, og er sá dag- ur talinn stofndagur verk- smiðju hans. ,4 Að Henry Steinway látnum tóku synir hans fimm við rekstri fyrirtækisins. Áttu tveir þeirra syni, og eru fimm þ.eirra á lífi, allir starfandi í fyrirtækinu, þeirra á meðal formaður stjórn- auinnar, Theodore R. Steinway. En synir hans, bróðursynir og einn bróðursonarsonur staxfa allir við verksmiðjuna, hver á sínu sviði. Eru Steinway-verksmiðjurn- ar taldar fremstu píanó- og flygelverksmiðjur heimsins, en meðal frægra þíanóleikara, sem eingöngu léku á Steinway- hljóðfæri, má nefna Anton Rubinstein, Eugen d’Albert og Vladimir de Pachmann. Að afmælistónleikunum í kvöld standa fílharmóníu- hljómsveit New York-borgar undir stjórn Dimitri Mitropoul- oss og tuttugu frægir píanó- snillingar. Meðal þeirra eru margir heimsfrægir menn, eins og Alexander Brailowsky, Roger Casadesus, Sascha Gor- odnitzki (kennari Rögnvalds), Muriel Kerr og Moura Lymp- any. Meðal tónverka, sem leik- in verða, eru þjóðsöngur Bandaríkjanna, leikimi á 10 píanó, og lokaþátturinn úr 3. píanókonsert Prokofieffs, er Dimitri Mitropoulos leikur og stjórnar jafnframt hljómsveit- inni. Þess má að lokum geta, að is- lenzkri konu, frú Irmu Weile Jónsson, var boðið til hátíða- haldanna sakir gamallar vin- áttu við Steinway-f jölskylduna, en boðið barst henni svo seint, að hún gat eigi komizt vestur í tæka tíð. B. G. Dökkblátt nylon-rayon gaberdine Drengja peysur telpu peysur 5Iikið úrval o. m. fl. nýtt. LAUGAVEG 10 - StMI 3367 UNDARGÖTU 25 S/Mli 7*3 ' Andvökur Stephans G. : ’ Fyrstcx bindi heildarútgáíu kvæ,'ða Stephans, sem verðui alls íjögur bindi, er komið út. Það er 592 bls. í stóru broti, auk sérprentaðrar myndar, og ílytur 347 kvæði og vísur. Þorkell Jóhannesson prófessor hefur búið kvæðin til prentun- ar. — Þetta er auka-félagsbók. Félagsmenn útgáfunnar, og þeir, sem gerast félagsmenn, fá bókina a. m. k. til næstu áramóta, við lægra verði held- ur en í lausasölu. —Félags- ver'ð I. bindis er kr. 70.00 heft, kr. 98.00 rexínb., og kr. 120.00 skinnb. Vegna þess að tak- markað upplag verður fáan- legt fyrir áramót, eru félags- menn sérstaklega beðnir að panta bókina sem fyrst hjá næsta umboðsmanni og í Reykjavík í Bókabúð Menn- ingarsjóðs, Hverfisg. 21, sími: 80282. Ankvökur fást einnig í mörgum bókaverzlunum. Bréí og ritgerðir Stephans G., I.—IV. bindi: Nokkur eintök eru nú fáan- leg í skinnbandi og kosta kr. 245.00 öll bindin. ATHUGIÐ! Gerizt iélagar og tryggið yður þar með öll bindin ai And- vökum við sérstaklega hagstæðu verði. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Kristján GuðiaugssoD hæstaréttarlÖgxnaSur Austiirstrnptí V, Kfmt II*# FtLSAR OG SKINN Kristinn Kristjánsson, feldskeri, Tjarnagötu 22. Sími 5644. Bayo og er brazilskur að upp- runa eins og Zamba, sagði frú Rigmor Han-son við tíðinda- mann Vísis, er ræddi við hana fyrir helgina. Frú Rigmor er að hefja danskennslu á næstunni, en hún hefur dvalið í Kaupmannahöfn um skeið til þess að kynna sér nýjustu tízkudansana. í sum- ar sat Rigmor ráðstefnu dans- kennarafélaga, sem haldin var í Kaupmannahöfn, en þangað liormi félagar úr alþjóðafélags- skap danskennara til að bera saman ráð sín. Ráðstefnur slík- ar eru haldnar árlega og er tH- gangur þeirra að skapa sam- ræmi í danskennslu í mismun- andi löndum heims. Ráðstefn- una sóttu að þessu sinni félag- ar úr danskennarasamböndum innan alþjóðasambandsins frá flestum löndum Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Á ráðstefnum þessum er rætt um tízkudansa hvers árs og hvern- ig beri að kenna þá, en í þvi liggur sá kostm', að allir þessir kénnarar kenna dansana eins. Tizkudansarí erú alþjóðlegir og dansinn í ráuninni alþjóðíegt tungumál, ef svo mætti að orði komast.. Það er því nauðsyn- legt að dansarnir séu kenndir eins alls staðar. Því fylgir líka sá kostur, að ferðist menn landa á milli eru menn ekki í vand- ræðum, þótt þeir stígi dansspor aimars staðar en í heimalandi sínu. Flugvailastjóri ríkisins Agnar Koefod-Hansen. ÚTB0Ð: Tilboð óskast í raflögn og hitalögn í 4 íbúðir á Kefla- víkurflugvelli fyrir flugmálastjórnina. Tilboð í raflögn verða opnuð miðvikudaginn 21. október kl. 18, og tilbcð í hitalögn, laugardaginn 24. október kl. 18 hjá Gunnláugi Pálssyni, arkitekt, Sörlaskjóli 90. Einkaumboð á íslandi fyrir IMUFFIELD EXPORT LTD. Allt á sama stað Verzlunarfyrirtæki Ungur maður óskar eftir atvinnu sem fyrst. Hefur góða enskukunnáttu og yélritunarkunnáttu. Einnig vanur með- ferð bifreiða. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „Verzl- unaratvirina," CELLU -LOKK CELLU — Þr'iinir — CELLU — Siípumassi CELLU — Lökk — CFLLU — Glansvökvi. SANDPAPPÍR 0. FL. L / Mi STOHR d CO. Nýi dansinn heitir Bayo, segir frú Rigmor Hanson. Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlöemaður. Skrlfstofutími 10—12 og 1—*. Aðaistr. 8. Síml 1043 og 80930 . Nýjasti dansinn, sem rnest er nú dansaður erlendis heitir Leitið upplýs- inga um j MOUIS MINO Ilefur flesta kosti stærri bifreiða í . til að bera, er rúmgóður, spar- 1 neytinn, ódýr í innkaupi, ódýr i rekstri, sérstæð fjaðrandi framhjól gera bifreiðina mikið þýðari á ójiifnum vegum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.