Vísir - 23.10.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 23.10.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Föstudaginn 23. október 1953. 242. tb!. Sumir vilja nú kaSia Grimsby „Dawsonville 66 Hiti er í mönnum á N.-Englandi. Einkaskeyti til Vísis. — London í gærkveldi. Dawson er enn ofarlega á baugi í Lundúnablöðunum, og virðist hafa náð mikilli hylli hrezkra húsmæðra með loforð- ttm um lækkun fiskverðs, en gárungar hafa stungið upp á jþví, að Grimsby verði endur- skírð og nefnd „Dawsonville" ( Dawsonsbær). Eg átti í gær tal yið Þórarin Olgeirsson ræðismann í Grirhs- by, og tjáði hann mér, að harm hefði verið kallaður á fund heil bfigðisráðs Grimsbyhafnár vegna séndingar fisks á Bill-? ixigsgatemarkaðinn án sköðun- ar, sem verrjulega fer iram kl. hálf . sjö að morgni. 'Þórarinn skýfði svó frá,að ekkert myndt aðhafzí í þessu máU, en kvaðst haf a í huga að sendaheilbrigð- Ueftiflitinu kvörtun vegna þeirra skemmda, sem geta orð- ið á fiski írá byrjun löndunar á miðnætti, þaf tilhann er sköð aður á morgm. Ekki faldi hann líklegt, að is- ienzkum fiski yrði landað í Grimsby fyrr en e. t. v. í viku- lokin. Woodcock, ráðunautur sendi- ráðs fslands í London um íiskveiðimál, flutti erindi í Hull um íslandsmál á þriðju- dagskvöld, og gerði þar glögga grein fyrir skoðunum íslend- inga og þeim hagsmunum, er þeir hefðu að gæta í þessu máli. Annars virðist töluverður mis- skilningur ríkja um mál þetta viða í Bretlandi. T. d. er al- gengt, að menn haldi, að ein- ungis brezk skip sé útilokuð frá veiðum við ísland,'_ og að landhelgislínan sé allt að 50 •mílum frá ströndinni, og að pawson sé leppur íslenzku rík- festjórnarinnar, og fleira í þess- úm dúr. j MikiU hiti er í mönnum í N.- Englandi, en verður minna vart hér. — Sendiráð fslands í Lon- don tekur þá afstöðu að kann- ast ekkert við Dawson, og iiveðst ekkert~um málið vilja segja, né neitt um það vita. BJak. Síðari rafvélin Flóð á ítalíu. 70—100 manns hafa farizt a£ völdum flóða á Suður-ítalíu undangengna daga, einkanlega á Kalabríuskaga. Samgöngur hafa stöðvast á stórum svæðum og sums staðar hefst fólk við á þökum íveru- húsa og kirkna. Koftar eru not- aðir við björgunarstarfið. Her- menn og sjóliðar hafa verið kvaddir til aðstoðar við björg- unarstarfið. I Prófanir á síðari vélasam- síæðunni í Irafossstöðinni munu taka mánaðartíma, eins og hinni fyrri, og fullnaðarprófun fer fram eftir miðjan næsta mánuð. Fulltrúar frá Westinghouse- félaginu eru hér og annast pról'- anir ásamt starfsmonnum virkj unarinnar, ög væntanlegir eru sérfræðingar frá túrbínuverk- smiðjunum sænsku, sem einnig verða viðstaddir prófanirnar. Eftir lokaprófanirnar verða báðar vélasamstæðurnar í notk un og verður það síðari hluta nóvember. Ekkert róið f rá 10. okt. Frá fréttaritara Vísis. —i Sandgerði í morgun. Hér hefur verið stöðiig ótíð að undanförnu og enginn bátur á sjó síðan 10. þ. m., en nú er komið ágætis veður. Flestir bátar erú enn með reknet og vefður farið á sjó í dag. Vefður þáð undir árangr- inum þá komið, hvort áfram- hald verður á reknetaveiðum. 40 bændaefni í skólanum á Hólum. Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal var settur 15. okt. og er hann fullskipaður eins og í fyrra. Eru nemendur tæplega 40 og állir piltar. — Þrjár stúlkur hafa stundað nám í bændaskól- anum og lokið burtfararprófi, seinast í hitt eð fyrra. — Kenn- aralið skólans er hið sama og í fyrra. Miklir fjárskaðar urðu hvergi i Skagafirði í hríðarveðrinú á dögunum, en kind og kind fennti á stöku stað. — Sam- göngur eru nú komnar í venjulegt horf. Bílþjófur staðinn að verki. Ekið i'a EBiiftsáöðvarktMtil! í nótt var bifreið stolið hér í Iwnum, en lögreglan handsam- aði þjófinn er hann hafði ekið 'út af á Kleppsvegi. Var það um tvö-leytið í nott, sem lögreglunni var tilkynnt um að bifreið hafi verið ekið út af Kleppsvegi rétt við Vest- urás. Lögreglan fór á staðinn og reyndist bifreiðarstjórinn þá vera drukkinn og við eftir- grennslan kom einnig í ljós, að faánn hafði stolið bifreiðinni. Hann var færður.í fangageymsl una. — Bifreiðin reyndist ó- skemmd þrátt fyrir; útafakst- urinn. Ók á miðstöðvarketil. Eftir hádegið í gær ók bíf- reið á miðstöðvarketil, sem stóð á bryggju við höfnina. Lögregl- unni var tilkynnt um árekst- urinn, en þegar hún kom á vett vang var bílstjórinn allúr á bak og burt og hefur ekki gefið sig fram við lögregluna. Slökkviliðið á ferð. í morgun var slökkviliðið kvatt að bílaverkstæði á Digra- neshálsi, en þar hafði kviknað í miðstöðvarklefa. En áður en slökkviliðið kom á staðinn var búið að slökkva eldinn. Það hljómar dálítið einkennilega, þegar sagt er, að menn geti skotið fyrif horn, en þó er það hægt með byssunni, sem mað- urinn er með á myndinni. Byssan er útbúin með sérstökum „sigtum", speglum, og til vonar og vara er líka á henni dósa- opnari, ef veiðimaðurinn skyldi ekki verða fengsæll þrátt fyrir allt. Rjúpnastofiiinn sennilega í hámarki í haust. Má gera ráð fyrir að hann hverfi skyndilega innan skamms, jafnvel að ári. Óvenju mikið er af rjúpu hvarvetna á landinu og virðist rjúpnastofninn nú um það bil að ná hámarki. Dr. Finnur Guðmundsson náttúrufræðingur sagði í við- tali við Vísi nýlega að rjúp- unni hafi farið fjölgandi jafnt og þétt hin síðari árin og myndi vera meira af henni nú en ver- ið hefur um nokkurt skeið áður. Hefur hvarvetna, þar sem til hefur spurzt, frétzt mikið af rjúpu í haust. í álitsgerð, sem dr. Finni var falið að gera fyrir þnig og stjórn árið 1951 í sambandivið deilur, sem risu út af friðun rjúpunnar, sagði hann, að rjúpustofninn hafi verið í lágmarki árin 1947 og 48, en þegar á árinu 1949 orðið vart við töluverða f jölgun og myndi rjúpunni fjölga jafnt og þétt og myndi ná hámarlci eftir fá ár. Telur dr. Finnur þessa spá hafa rætzt og taldi líklegt, að annað hvort væri rjúpnastofninn í hámarki nú eða yrði.það á næsta hausti, ,en úr því myndi hann rýrna eða falla niður mjög skyndi- lega. Þetta væri lögmál, sem endurtæki sig sí og æ án minnsta tillits til veiði. Þessar sveiflur í rjúpnastofninum end urtaka sig á nokkurra ára fresti og lætur nærri að 10 ár líði á milli hámarkanna. Þegar mest var deilt um frið- un rjúpunnar á alþingi hér á árunum, töldu margir þing- manna að ofveiði stæði rjúpna- stofninum fyrir þrifum. Að skoðun þeirra var röng, sýndi sig þó síðar, því hætt var við að friða rjúpuna, en stofninn óx samt. Nú, þegar rjúpnastofninn er í hámarki, yæri réttast — sagð'i dr. Finnur — að friða rjúpuna, því þá gætu þeir, sem enn hafa ekki sannfærzt um að sveiflur í stofninum eru ó- háðar veiði, séð það svart á hvítu, að rjúpan hverfur samt sem áður. París (AP). — Bretar keyptu á síðs:,ta ári meira kampavín en nokkur þjóð önnur. Fluttu þeir inn næstum 2.8 milljónir kampavínsflaskna, en öU framleiðsían í Frakklandi nam rúmlega 30 milljónum flaskna. ..... Bretastjórn hélt veffi. London , (AP). — Brezka stjórnin bar sigur úr býtum . við atkvæðagreðislu. ft neðri málstofunni í gærkvöld. ¦ Var : feUd tillaga jafnaðar- roannaum'að ekki hefði yerið réttlætahlegt, að feUa stjórfi- afskrá Brezku; Guiönu- úr gUdi ; með 294 atkvæðum gegn 256, en síðan var þingsályktunar- ; tillága1; íhaldsflókksins sam- , þ.ykkt ;mót'atkvæðalaust. Brezku blöðin ræða þetva ¦ mál. mikið í ritstióitiargreinurh., í morgun . og : gre,.>'n ékki á: um það, að ástandið hafi verið prðið þannig, að þörf hafi verið að taka í taumana, eh um hitt eru skiptar skoðanir. hvort þörf hafi verið að fella stjórn- arskrána úr gildi. , Frakkar veita Laos sjáifstedi. París (AP). — Auriol Frakk- landsforseti og konungurinn £ Laos, Indó-kína, hafa undir- ritað sáttmála, þar sem Frakk- ar viðurkenna fullt sjálfstæði Laos, innan franska ríkjasam- bandsins. ¦ Sáttmálinn verður að fá staðfestingu þinga beggja landanna. — Samningar milli Frakka og annara ríkja Indo- kína eru á döfinni. Þeirri stefnu virðist vaxa fylgi í Frakklandi, að liætta beri sfyrjöldinni, því að ekkert vit sé í að eyða stórfé og út- hella blóði, í langvinmnr. á- tökum, þar sem mæði mest á Frökkum, án þess þeir beri neitt úr býtum, Auk þess veiki styrjöldin aðstöðu þeirra heima fyrir og annarstaðar Hjonavígslurnar voru égiidar. N. York (AP). — Dómari nokkur í Karolinafylki upp- götvaði á dögunum, að heim ild hans til að vígja hjón, hafði runnið út fyrir fjórum árum. Á þeim tíma, sem lið- ' inn er síðan, hefur hann þó gefið saman 49 hjón, sem eru raunverulega ekki í hjóna- bandi. Fylkisstjórnin hefur ráðið hjónunum til að láta gefa sig saman á ný, til þess að hafa allt á hreinu, unz hægt er að gera Vígslur þeirra, hinar fyrri, „tækni- lega" löglegar. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.