Vísir - 23.10.1953, Side 1

Vísir - 23.10.1953, Side 1
43. árg. Föstudaginn 23. október 1953, 242. tbí, §f§l§| Bílþjófur staðinn að verki. Ekið á mi«Mðvarketil! í nótt var bifreið stolið hér í1 bænum, en lögreglan handsam- aði þjófinn er hann hafði ekið út af á Kleppsvegi. Var það um tvö-leytið í nótt, sem lögreglunni var tilkynnt um að bifreið hafi verið ekið út af Kleppsvegi rétt við Vest- urás. Lögreglan fór á staðinn og reyndist bifreiðarstjórinn þá .era drukkinn og við eftir- grennslan kom einnig í ljós, að hann hafði stolið bifreiðinni. Hann var færður.í fangageymsl una. — Bifreiðin reyndist ó- skemmd þrátt fyrir útafakst- urinn. 1 Ók á miðstöðvarketil. Eftir hádegið í gær ók bif- reið á miðstöðvarketil, sem stóð á bryggju við höfnina. Lögregl- unni var tilkynnt um árekst- urinn, en þegar hún kom á vett vang var bílstjórinn allur á bak og burt og hefur ekki gefið sig fram við lögregluna. Slökkviliðið á ferð. í morgun var slökkviliðið kvatt að bílaverkstæði á Digra- neshálsi, en þar hafði kviknað í miðstöðvarklefa. En áður en Slökkviliðið kom á staðinn var búið að slökkva eldinn. Ekkert rólð frá ■%-íV X w v'ti* .•»>• ' ^ Það hljómar dálítið einkennilega, þegar sagt er, að menn get.i skotið fyrir horn, en þó er það hægt með byssunni, sem mað- urinn er með á myndinni. Byssan er útbúin með sérstökum „sigtum“, speglum, og til vonar og vara er líka á henni dósa- opnari, ef veiðimaðurinn skyldi ekki verða fengsæll þrátt fyrir allt. Rjúpnastofnmn sennilega í hámarki í haust. Má gera ráð fyrir að hann hverfi skyndilega innan skamms, jafnvel að ári. Óvenju mikið er af rjúpu hvarvetna á landinu og virðist rjúpnastofninn nú um það bil að ná hámarki. Dr. Finnur Guðmundsson náttúrufræðingur sagði í við- tali við Vísi nýlega að rjúp- unni hafi farið fjölgandi jafnt og þétt hin síðari árin og myndi vera meira af henni nú en ver- ið hefur um nokkurt skeið áður. Hefur hvarvetna, þar sem til hefur spurzt, frétzt mikið af rjúpu í haust. í álitsgerð, sem dr. Finni var falið að gera fyrir þnig og stjórn árið 1951 í sambandi við deilur, sem risu út af friðun rjúpunnar, sagði hann, að rjúpustofninn hafi verið í lágmarki árin 1947 og 48, en þegar á árinu 1949 orðið vart við töluverða fjöl'gun og myndi rjúpunni fjölga jafnt og þétt og myndi ná hámarlci eftir fá ár. Telur dr. Finnur þessa spá hafa rætzt og taldi líklegt, að annað hvort væri rjúpnastofninn í hámarki nú eða yrði það á næsta hausti, en úr því myndi hann rýrna eða falla niður mjög skyndi- lega. Þetta væri lögmál, sem endurtæki sig sí og æ án minnsta tillits til veiði. Þessar sveiflur í rjúpnastofninum end urtaka sig á nokkurra ára fresti og lætur nærri að 10 ár líði á milli hámarkanna. Þegar mest var deilt um frið- un rjúpunnar á alþingi hér á árunum, töldu margir þing- manna að ofveiði stæði rjúpna- stofninum fyrir þrifum. Að skoðun þeirra var röng, sýndi sig þó síðar, því hætt var við að friða rjúpuna, en stofninn óx samt. Nú, þegar rjúpnastofninn er í hámarki, væri réttast — sagði dr. Finnur — að friða rjúpuna, því þá gætu þeir, sem enn hafa ekki sannfærzt um að sveiflur í stofninum eru ó- háðar veiði, séð það svart á hvítu, að rjúpan hverfur samt sem áður. -----*,---- París (AP). — Bretar keyptu á síða .ta ári meira kampavín en nokkur þjóð önnur. Fluttu þeir inn næstum 2.8 milljónir kampavínsflaskna, en öll framleiðslan í Frakklandi nam rúmlega 30 milljónum flaskna. 10. okt. Frá fréttaritara Vísis. —< Sandgerði í morgun. Hér hefur verið stöðijg ótíð að undanförnu og enginn bátur á sjó síðan 10. þ. m., en nú er komið ágætis veður. Flestir bátar eru enn með reknet og verður farið á sjó í dag. Verður þáð undir árangr- inum þá komið, hvort áfram- hald verður á reknetaveiðum. Bretastjórn hélt velii. London . (AP). — Brezka stjórnin bar sigur úr býtum við atkvæðagreðislu >' neðri málstofunni í gærkvöld. • Var felld tillaga jafnaðar- manna um að ekki hefði verið réttlætanlegt, að fella stjórn- arskrá Brezku Guiönu úr gildi með 294 atkvæðum gegn 256, en síðan var þingsályktunar- tillága- íhaldsflokksins sam- þykkt mótatkvæðalaust. Brezku blöðin ræða þetva mál mikið í ritstjóipargreinum í morgun . og gre,..ir ékki á um það, að ástandið hafi verið orðið þannig, að þórf hafi verið að taka í taumana, en urn hitt eru skiptar skoðanir. hvort þörf hafi verið að fella stjórn- arskrána úr gildi. , Frakkar veita Laos sjálfstæii. París (AP). —Auriol Frakk- landsforseti og konungurinn í Laos, Indó-kína, hafa undir- ritað sáttmála, þsr sem Frakk- ar viðurkenna fullt sjálfstæði Laos, innan franska ríkjasam- bandsins. Sáttmálinn verður að fá staðfestingu þinga beggja landanna. — Samningar milli Frakka og annara ríkja Indu- kína eru á döfinni. Þeirri stefnu virðist vaxa fylgi í Frakklandi, að iiretta beri styrjöldinni, því að ekkert vit sé í að eyða stórfé og út- hella blóði, í langvinnurn á- tökum, þar sem mæði mest á Frökkum, án þess þeir beri neitt úr býtum, Auk þess veiki styrjöldin aðstöðu þeirra heima fyrir og annarstaðar Hjónavigslurnar voru ogildar. N. York (AP). — Dómari nokkur í Karolinafylki upp- götvaði á dögunum, að heim ild hans til að vigja hjón, hafði runnið út fyrir fjórum árum. A þeim tíma, sem lið- inn er síðan, hefur hann þó gefið saman 49 hjón, sem eru raunverulega ekki í hjóna- bandi. Fylkisstjórnin hefur ráðið hjónunum til að láta gefa sig saman á ný, til þess að hafa allt á hreinu, >niz hægt er að gera vígslur þeirra, hinar fyrri, „tækni- lega“ löglegar. Sumir vilja nú kalla Grimsby „Dawsonville“ Hiti er í mönnum á N.-Englandi. Einkaskeyti til Vísis. — London í gærkveldi. Dawson er enn ofarlega á baugi í Lundúnablöðunum, og virðist hafa náð mikilli hyllt hrezkra húsmæðra með loforð- um um lækkun fiskverðs, en gárungar hafa stungið upp á því, að Grimsby verði endur- skírð og nefnd „Dawsonville“ (Dawsonsbær). Eg átti í gær tal við Þórarin Olgeirsson ræðismann í Grims- by, og tjáði hann mér, að hann hefði verið kallaður á fund heil brigðisráðs Grimsbyhafnar vegna sendingar fisks á Bill- ingsgatemarkaðinn án skoðun- ar, sem venjulega fer fram kí. hálf . sjö að morgni. Þórárinn skýfði svo frá, að ekkert myndi aðhafzt í þessu máli, en kvaðst hafa í huga að senda heilbrigð- iseftirlitinu kvörtun vegna þeirra skemmda, sem geta orð- ið á fiski frá byrjun löndunar á miðnætti, þar til hann er skoð aður á morgni. Ekki taldi hann líklegt, að is- ienzkum fiski yrði landað í Grimsby fyrr en e. t. v. í viku- lokin. Woodcock, ráðunautur sendi- ráðs íslands í London um fiskveiðimál, flutti erindi í Hull um íslandsmál á þriðju- dagskvöld, og gerði þar glögga grein fyrir skoðunum fslend- inga og þeim hagsmunum, er þeir hefðu að gæta í þessu máli. Annars virðist töluverður mis- skilningur ríkja um mál þetta víða í Bretlandi. T. d. er al- gengt, að menn haldi, að ein- ungis brezk skip sé útiloicuð Flóð á Ítalíu. 70—100 manns hafa farizt af völdum flóða á Suður-Ítalíu undangengna daga, einkanlega á Kalabríuskaga. Samgöngur hafa stöðvast á stórum svæðum og sums staðar hefst fólk við á þökum íveru- húsa og kirkna. Koftar eru not- aðir við björgunarstarfið. Her- nienn og sjóliðar hafa verið kvaddir til aðstoðar við björg- Lmarstarfið. frá veiðum við ísland, og að landhelgislínan sé allt að 50 tnílum frá ströndinni, og að Dawson sé leppur íslenzku rík- ísstjórnarinnar, og fleira í þess- um dúr. i Mikill hiti er í mönnum í N— Englandi, en verður minna vart hér. — Sendiráð fslands 1 Lon- don tekur þá afstöðu að kann- ast ekkert við Dawson, og icveðst ekkert um málið vilja segja, né neitt um það vita. BJak. Síðarí rafvélin prófuð í rnánuð. Prófanir á síðari vélasam- stæðunni í írafossstöðinni munu taka mánaðartíma, eins og hinni fyrri, og fullnaðarprófun fer fram eftir miðjan næsta mánuð. Fulltrúar frá Westinghouse- félaginu eru hér og annast próf- anir ásamt starfsmönnum virkj unarinnar, og væntanlegir eru sérfræðingar frá túrbínuverk- smiðjunum sænsku, sem einnig verða viðstaddir prófanirnar. Eftir lokaprófanirnar verða báðar vélasamstæðurnar í notk un og verður það síðari hluta nóvember. ... ♦...— 40 bændaefni í skölanum á Hólum. Bændaskólinn á Hóium í Hjaltadal var settur 15. okt. og er liann fullskipaður eins og í fyrra. Eru nemendur tæplega 40 og allir piltar. — Þrjár stxilkur hafa stundað nám í bændaskól- anum og lokið burtfararprófi, seinast í hitt eð fyrra. — Kenn- aralið skólans er hið sama og í fyrra. Miklir fjái'skaðar urðu hvergi í Skagafirði í hríðarveðrinu á dögunum, en kind og kind fennti á stöku stað. — Sam- göngur eru nú komnar í venjulegt horf.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.